Morgunblaðið - 29.05.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2019
Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is
FYRIR BÍLINN
FJARLÆGIR
MENGUN
ÁHRIF
AUKA SKILVIRKNI HEMLUNAR
KREFST EKKI
AÐ TAKA Í SUNDUR
BREMSU
HREINSIEFNI
FYRIR BÍLA
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ráða ekki við glæpastarfsemi
Deild ríkislögreglustjóra telur „gífurlega áhættu“ af skipulagðri brotastarfsemi
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Áhætta vegna helstu brotaflokka
skipulagðrar glæpastarfsemi á Ís-
landi fer enn vaxandi og metur
greiningardeild ríkislögreglustjóra
hana í mesta áhættuflokki sem
nefndur er „gífurleg áhætta“. Í
áhættumatinu kemur fram að lög-
reglan hefur með óbreyttu skipulagi
mjög litla getu til að takast á við
þessa tegund brotastarfsemi.
Fjallað er um fimm brotaflokka í
áhættumatsskýrslu greiningardeild-
ar ríkislögreglustjóra og er áhættan
metin mjög mikil eða gífurleg í öllum
tilvikum.
Skipulögð brotastarfsemi hér á
landi er talin hvað greinilegust í inn-
flutningi, framleiðslu, sölu og dreif-
ingu fíkniefna. Mikil velta er á þess-
um markaði og starfsemin
þaulskipulögð hjá sumum þeirra
hópa afbrotamanna sem að málinu
koma. Talið er að skipulögðum hóp-
um hafi fjölgað á síðustu árum og að
umsvif erlendra glæpahópa fari vax-
andi á þessu sviði.
Aukið vændi og mansal
Smygl á fólki, mansal og vændi er í
efsta áhættuflokki, eins og fíkniefna-
brotin og starfsemi í svarta hagkerf-
inu. Í skýrslunni kemur fram að
skipulagt vændi hafi aukist hér á
landi á síðustu þremur árum. Virðist
deildinni að spá greiningardeildar
frá árinu 2015 um hættu á auknu
vændi og mansali í tengslum við auk-
in umsvif í byggingariðnaði og ferða-
þjónustu hafi ræst.
Málefni vinnumarkaðsafbrota og
farandbrotahópa eru flokkuð í næst-
hæsta áhættuflokk, þar sem áhættan
er talin mjög mikil.
Heildarniðurstaðan er sú að
skipulögð brotastarfsemi hafi mikil
áhrif á líf og heilsu fólks, mjög skað-
vænleg áhrif á samfélagið allt og
nauðsynlega innviði þess og flokkast
því sem „gífurleg áhætta“. Fyrirsjá-
anlegt er talið, að óbreyttu, að um-
fang skipulagðrar brotastarfsemi
muni aukast hér á landi. Aukin sam-
keppni á milli hópa kunni að leiða til
gengjamyndunar og grófra ofbeldis-
verka gagnvart einstaklingum sem
þeim tengjast.
Lögreglan vanbúin
Vakin er athygli á því að geta ís-
lensku lögreglunnar til að sporna við
skipulagðri glæpastarfsemi sé lítil og
án áherslubreytinga séu litlar líkur á
að markverður árangur náist í bar-
áttunni. Aukinna rannsókna og
frumkvæðislöggæslu sé þörf. Þá er
því velt upp að vera kunni að við
þessari ógn verði ekki brugðist nema
með myndun sérstakrar rannsókn-
ardeildar sem starfi á landsvísu.
Björn Þórir Sigurðsson hefur verið
ráðinn til Árvakurs sem sölustjóri á
útvarpsstöðinni K100.
Björn, sem jafnan er kallaður
Bússi, hefur víðtæka reynslu í bæði
sjónvarpi og útvarpi. Hann hefur
starfað sem framleiðandi hjá RVK
Studios og stýrt framleiðslu á tveim-
ur þáttaröðum af Latabæ fyrir Tur-
ner Broadcasting. Hann hefur gegnt
starfi sjónvarpsstjóra Skjás eins og
dagskrárstjóra Stöðvar 2 ásamt því
að hafa byggt upp og stýrt fjölmörg-
um útvarpsstöðvum, s.s. FM957 og x-
ið 977. Þá stýrði hann framleiðslu á 70
mínútum og byggði upp sjónvarps-
stöðina POPTÍVÍ. Ennfremur starf-
aði hann sem yfirmaður markaðs- og
auglýsingamála hjá Árvakri á ár-
unum 2008-2011.
,,Það er okkur mikið ánægjuefni að
fá Bússa til starfa hjá okkur,“ segir
Magnús E. Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs
Árvakurs. ,,Hann er virkilega öflugur
liðsmaður enda þaulvanur markaðs-
og fjölmiðlamaður og við hlökkum
mikið til að fá hann í okkar hóp.“
Björn Þórir nýr
sölustjóri á K100
Ráðinn til Árvakurs Björn Þórir
hefur víðtæka reynslu í fjölmiðlum.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
vinnur að því í samvinnu við Um-
hverfisstofnun að finna leið til þess
að koma illa lyktandi hræi af smá-
hval úr fjörunni við Eiðsgranda, til
móts við Rekagranda í vesturbæ
Reykjavíkur. Í dag er von á ákvörð-
un um það hvernig að því verður
staðið. Hræið er af hrefnu og hefur
fjöldi fólks komið við í fjörunni til
að skoða það, þrátt fyrir fnykinn.
Lögreglan fékk fyrst tilkynningu
um hvalrekann rétt fyrir klukkan
13 í gær. Þá sást hræið fljóta í sjón-
um við Gróttu, um 300 m frá landi.
Hvalinn rak síðan á fjörur Reykvík-
inga og er það á ábyrgð borg-
arinnar sem landeiganda að koma
því í burtu.
Rauði belgurinn á hrefnunni er
tunga hennar. Hún blæs út eftir að
dýrið drepst vegna gerjunar í kvið-
arholi og brjóstholi, samkvæmt
upplýsingum Sverris Daníels Hall-
dórssonar, líffræðings og sérfræð-
ings í hvalarannsóknum hjá Haf-
rannsóknastofnun. Hrefnan er
fullvaxið kvendýr, tæplega 8 metr-
ar á lengd og má áætla að hún sé
um 5 tonn að þyngd.
Þegar dýrið var komið á þurrt í
gærkvöldi gat Sverrir gert nauð-
synlegar mælingar og tekið sýni til
frekari rannsókna.
Hræið
verður
fjarlægt
Morgunblaðið/RAX
Fnykur frá hrefnu
við Eiðsgranda
Upplýsingar frá því í janúar sl.
gefa til kynna að neysla kókaíns
fari vaxandi á Íslandi. Verð á efn-
inu lækkaði á síðasta ári um allt
að fjórðung. Aukning í innflutn-
ingi á kókaíni er að mati lögreglu
vísbending um aukin umsvif
skipulagðra brotahópa á Íslandi
og alþjóðlega tengingu þeirra.
Fram kemur að hópur erlendra
afbrotamanna er stórtækur á
sviði kókaínsölu og að efnið sem
hann selur er sérlega hreint og
þar með öflugt. Sérfræðingar
telja að lífshættulegur kókaín-
faraldur hafi riðið yfir landið á
síðustu misserum.
Aukin neysla
á kókaíni
FARALDUR
Rjúpum fækkaði almennt um land
allt frá því í fyrra, þó ekki í lág-
sveitum á Norðausturlandi, skv.
rjúpnatalningu Náttúrufræðistofn-
unar Íslands sl. vor. „Miðað við
ástand stofnsins frá síðustu alda-
mótum er rjúpnafjöldinn 2019 mest-
ur á Norðausturlandi, í öðrum lands-
hlutum er hann í eða undir
meðaltali,“ segir í samantekt stofn-
unarinnar. Fram kemur að á svæð-
um í Þingeyjarsýslum, en þar hafa
rjúpur verið taldar frá 1981, var
þéttleiki karra nú í vor sá áttundi
besti sem skráður hefur verið. Í
Hrísey, þar sem talið hefur verið
með hléum frá 1963 eða í 52 ár, var
þéttleiki karra nú í vor sá 16. besti
sem mælst hefur. Rjúpur voru tald-
ar á 33 svæðum í öllum landshlutum.
Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins á að
liggja fyrir í ágúst.
Rjúpum
fækkaði