Morgunblaðið - 29.05.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.05.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2019 SMÁRALIND – KRINGLAN Höfum opnað nyja glæsilega netverslun duka.is GJAFAVARA | HEIMILIÐ | ELDHÚSIÐ | SMÁFÓLKIÐ | TEXTÍLVÖRUR Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Þjóðarsorg ríkti í Japan í gær eftir að tvær manneskjur voru stungnar til bana í hnífstunguárás á hóp skólabarna sem voru að bíða eftir strætisvagni í borginni Kawasaki rétt sunnan höfuðborgarinnar Tók- ýó. Sautján aðrir, einkum ung börn, voru fluttir á sjúkrahús með alvarlega áverka eftir árásina. Árásin átti sér stað stuttu fyrir klukkan 8 að morgni að staðartíma þegar börnin voru á leiðinni í skól- ann. Biðu þau ásamt hópi foreldra eftir rútu þegar árásarmaðurinn læddist aftan að þeim. Segja sjón- arvottar að maðurinn hafi mundað tvo hnífa en hann stakk sig sjálfan til bana í hálsinn eftir árásina. Lögreglan sagði að árásarmaður- inn hefði verið 51 árs Japani, Ryu- ichi Iwasaki að nafni. Fórnarlömb hans voru einnig nefnd, annars vegar Hanako Ku- ribayashi, ellefu ára gömul skóla- stúlka, og 39 ára gamalt foreldri, Satoshi Oyama, opinber starfsmað- ur. Af þeim sautján sem særðust þurftu að minnsta kosti fjórir að undirgangast aðgerð vegna sára sinna, þar af þrjú skólabörn. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, sendi fórnarlömbunum og aðstandendum þeirra samúðar- og batakveðjur. Abe fordæmdi árás- ina og sagðist finna fyrir mikilli reiði í garð árásarmannsins. Donald Trump Bandaríkjafor- seti, sem var í opinberri heimsókn í Japan, sendi einnig samúðar- kveðjur fyrir hönd bandarísku þjóðarinnar til japanskra stjórn- valda. Reiði og sorg í Japan  Tveir látnir og sautján særðir eftir hnífstunguárás á hóp skólabarna AFP Þjóðarsorg Vegfarendur lögðu blóm við árásarstaðinn í gær. Loftslagsráðstefnan R20 var sett í gær í Vínarborg og bauð Alexander Van der Bellen, forseti Austurríkis, gesti ráðstefnunnar velkomna, en þeir voru um 1.200 talsins. Þar á meðal voru sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg og Arnold Schwarzenegger, kvikmynda- stjarna og fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu. Voru leik- arinn og aðgerðasinninn einhuga um að þörf væri frek- ari aðgerða í loftslagsmálum. AFP Umhverfisráðstefna í Austurríki Arnold og Thunberg snúa saman bökum Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráð- gjafi Donalds Trump Banda- ríkjaforseta, hélt í gær til Mið-Austur- landa til þess að kynna næstu skref í frið- aráætlun banda- rísku ríkisstjórnarinnar. Kushner og föruneyti hans munu heimsækja ráðamenn í Mar- okkó, Jórdaníu og Ísrael til þess að ræða áætlunina, en gert er ráð fyrir að áætlunin verði kynnt al- menningi á næstum vikum. Palestínumenn hafa hins vegar hafnað áætluninni án þess að hafa séð hana. Telja þeir að áætlunin hljóti að vera of hliðholl Ísraels- mönnum, en ráðandi öfl þar hafa slitið öll samskipti við Bandaríkja- stjórn eftir að Trump viðurkenndi Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels á síðasta ári. Óttast Palest- ínumenn enn fremur að lausn Kus- hners muni fela í sér afturhvarf frá hinni svonefndu „tveggja ríkja lausn“. Kushner kynnir friðaráætlun sína Jared Kushner BANDARÍKIN Vida Movahedi, sem dæmd var í eins árs fangelsi í Íran fyrir að fjarlægja slæðu sína á almanna- færi, hefur verið látin laus. Movahedi var handtekin í októ- ber síðastliðnum fyrir að hafa fjarlægt slæðuna á byltingartorg- inu í Teheran og dæmd í 12 mán- aða fangelsi 2. mars síðastliðinn fyrir að hafa „hvatt til spillingar og gjálífis“. Þetta var ekki fyrsta brot Movahedi gegn klæðalöggjöf Ír- ans, sem leyfir konum bara að sýna andlit, hendur og fætur á al- mannafæri, en hún hafði áður mótmælt án yfirhafnar í desem- ber 2017. Fylgdu nokkrar aðrar konur í fótspor hennar í kjölfarið og fengu þær allar sektir fyrir athæfi sitt. Movahedi sleppt fyrr úr fangelsi ÍRAN Abdúl Ghani Baradar, einn af stofn- endum talibana, sagði í gær að víga- menn sínir væru reiðubúnir til þess að binda enda á ófriðinn í Afganistan eftir átján ára átök, en krafðist þess um leið að allar erlendar hersveitir yfirgæfu landið áður en nokkurt frið- arsamkomulag væri undirritað. Baradar og aðrir forystumenn talibana funduðu í gær í Moskvu með nokkrum afgönskum stjórnmála- mönnum. Enginn þeirra var þó fulltrúi ríkjandi stjórnvalda, en talib- anar segja að þau séu leppstjórn Bandaríkjamanna. Fundurinn í Moskvu var haldinn í tilefni af því að hundrað ár voru liðin frá því að Rússland og Afganistan tóku upp stjórnmálasamband. „Hindrunin er hersetan í Afgan- istan, og henni ætti að linna,“ sagði Baradar í sjónvarpsávarpi vegna fundarins, en þetta er í annað sinn á þessu ári sem fulltrúar talibana hitta afganska stjórnmálamenn í Moskvu. Á meðal þeirra sem ræddu við talibana í gær voru Hamid Karzai, fyrrverandi forseti Afganistans, sem og nokkrir mótframbjóðendur As- hrafs Ghani, núverandi forseta, en forsetakosningar verða í landinu í september. Ýmsir þröskuldar í veginum Sjötta viðræðulota í friðarviðræð- um Bandaríkjastjórnar við talibana sigldi í strand fyrr í þessum mánuði, þar sem Bandaríkjastjórn vildi ekki samþykkja kröfu talibana um að bandarískt herlið yfirgæfi Afganist- an, nema talibanar gætu tryggt að vopnahlé milli þeirra og afganskra stjórnvalda myndi halda. Þá þyrftu talibanar að hefja viðræður við stjórnvöld í Kabúl. Talibanar segjast vilja semja um frið  Heimta að er- lent herlið fari frá Afganistan AFP Afganistan Múlla Abdul Ghani Bar- adar (t.h.) og Stanakzai Sher Mo- hammad Abbas eru helstu fulltrúar talibana í friðarviðræðunum. Allt stefnir í að Benjamín Netan- yahu, forsætisráðherra Ísraels, muni neyðast til að rjúfa þing og boða til nýrra þingkosninga, en frestur sem honum hefur verið út- hlutað til þess að mynda nýja stjórn rennur út í dag. Netanyahu hefur hins vegar ekki tekist að fá fyrrver- andi varnarmálaráðherra sinn, Avig- dor Lieberman, til að ganga til liðs við væntanlega ríkisstjórn, en Lieb- erman vill að herskylda í Ísrael nái einnig til gyðinga sem aðhyllast orþódox-túlkun á gyðingdómi. Þeirri kröfu hefur hins vegar verið hafnað af fulltrúum þeirra á Ísraelsþingi, sem Netanyahu þarf einnig að reiða sig á, vilji hann mynda meirihluta. Takist Netanyahu ekki að mynda stjórn í dag gæti Reuven Rivlin, for- seti Ísraels, gefið honum tveggja vikna frest til þess að mynda stjórn eða fært öðrum þingmanni umboð til stjórnarmyndunar, ákveði Netan- yahu ekki að nýta sér þingrofsrétt sinn. Stefnir í þingrof og kosningar  Frestur Netanya- hus rennur út í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.