Morgunblaðið - 29.05.2019, Blaðsíða 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2019
BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S
O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6
- G Ó LFMOTTUR -
Marvel 170x240 kr. 61.200Marvel 170x240 kr. 61.200 Rugged 170x240 kr. 52.700
Magic 160x230 kr. 71.400Ravi 170x240 kr. 116.300 Stark 160x230 kr. 99.900
Það er sorglegt að hugsa
til þess að pólitísk átök skuli
koma í veg fyrir að Henrikh
Mkhitaryan geti spilað með Ars-
enal gegn Chelsea í kvöld í úr-
slitaleik Evrópudeildarinnar í
fótbolta. Mönnum, jafnvel þeim
sem hafa hæfileikana og hafa
lagt eins mikið á sig á ferlinum
og Mkhitaryan, gefst ekki oft og
jafnvel aldrei kostur á að spila
úrslitaleik í Evrópukeppni.
Fyrir þá sem ekki vita þá er
Mkhitaryan armenskur og raun-
ar fyrirliði landsliðs Armeníu.
Samkvæmt ákvörðun UEFA fer
úrslitaleikur Evrópudeildarinnar
fram í Bakú, höfuðborg Aserba-
ídsjan. Þessi tvö lönd, Armenía
og Aserbaídsjan, hafa lengi deilt
hatrammlega um yfirráð yfir Na-
gorno-Karabakh-landsvæðinu.
Vegna þessara deilna er fólki frá
Armeníu vanalega ekki hleypt
inn fyrir landamæri Aserbaíd-
sjan.
Þess vegna er kannski ekki
skrýtið að Mkhitaryan, í samráði
við fjölskyldu sína, vilji ekki taka
þá áhættu að ferðast á leikinn. Í
október sleppti hann því einnig
að ferðast til Aserbaídsjan þeg-
ar Arsenal fór þangað í leik við
Hannes Þór Halldórsson og fé-
laga í Qarabag.
Leikurinn er ekkert lítið
mikilvægur fyrir Mkhitaryan og
Arsenal, því auk þess að geta
unnið sinn fyrsta titil í Evr-
ópukeppni í 25 ár fær liðið verð-
mætt Meistaradeildarsæti með
sigri. Þessi ákvörðun Armenans
er því á engan hátt auðveld.
Það hlýtur að mega setja þá
kröfu að UEFA vandi betur valið
á staðsetningu úrslitaleikja.
Sambandið telur aftur á móti
fullvíst, eftir samskipti sín við
þarlend yfirvöld, að öryggis
Mkhitaryan yrði gætt kæmi
hann til Aserbaídsjan. Tæki Ce-
ferin sénsinn?
BAKVÖRÐUR
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Víkingur Reykjavík, Grindavík og
Njarðvík voru í gærkvöldi fyrstu lið-
in til þess að tryggja sér sæti í 16-
liða úrslitum Mjólkurbikarsins í
knattspyrnu karla. Þetta er í fyrsta
sinn í sögunni sem Njarðvík nær
svona langt í bikarkeppninni.
Víkingar unnu KA-menn, 6:5, eftir
framlengingu og vítaspyrnukeppni
á Eimskipsvellinum í Laugardal þar
sem Sölvi Geir Ottesen skoraði úr
síðustu vítaspyrnu Víkinga í kjölfar
þess að Almari Ormarrssyni brást
bogalistin úr fjórðu vítaspyrnu KA-
liðsins.
Í hefðbundnum leiktíma kom
Nikolaj Hansen Víkingum yfir eftir
klukkustundarleik. Steinþór Freyr
Þorsteinsson jafnaði metin fyrir KA
sjö mínútum fyrir leikslok. Ekkert
var skorað í framlengingu og þess
vegna varð að grípa til þess ráðs að
knýja fram úrslit með vítaspyrnu-
keppni.
Grindavík vann sannfærandi sig-
ur á 2. deildar liðinu Vesta, 3:1, á
Grindavíkurvelli. Gunnar Þor-
steinsson, fyrirliði Grindvíkinga,
skoraði fyrsta markið á 12. mínútu.
Aukaspyrna hans af kantinum sigldi
í netið en markvörður Vestramanna,
Giacamo Ratto, hugðist grípa bolt-
ann en misreiknaði sig illilega og
greip í tómt. Josip Zeba bætti við
öðru marki fyrir heimamenn á 40.
mínútu með skoti af stuttu færi eftir
klafs í vítateignum. Bolvíkingurinn
Pétur Bjarnason klóraði í bakkann
fyrir Vestra áður en Aron Jóhanns-
son innsiglaði sigur heimamanna 14
mínútum fyrir leikslok.
Kenneth Hogg skoraði eina mark
leiksins á annarri mínútu í uppbót-
artíma þegar Njarðvík sendi granna
sína úr Keflavík úr keppni á Nettó-
vellinum í Keflavík.
Þrjú fyrstu liðin
komin í 8-liða úrslit
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Barátta Atli Hrafn Andrason og Al-
marr Ormarsson, KA, eigast við.
Eftir setningarathöfn í fyrrakvöld
hófst keppni í hinum ýmsu greinum
á Smáþjóðaleikunum í Svartfjalla-
landi í gær. Landsliðin í körfuknatt-
leik voru þar meðal annars í eldlín-
unni, en óhætt er að segja að
íslenska kvennalandsliðið hafi upp-
skorið ríkulega í fyrsta leik Bene-
dikts Guðmundssonar sem landsliðs-
þjálfari.
Ísland mætti þá Möltu, sem fagn-
aði sigri á Smáþjóðaleikunum fyrir
tveimur árum. Ríkjandi meistarar
komust hins vegar hvorki lönd né
strönd gegn sterkum varnarleik Ís-
lands. Þóra Kristín Jónsdóttir og
Hallveig Jónsdóttir skoruðu báðar
11 stig fyrir Ísland, sem vann örugg-
an 26 stiga sigur, 61:35. Alls komust
tíu leikmenn Íslands á blað, en næsti
leikur liðsins er gegn gestgjöfum
Svartfjallalands í dag.
Karlalandsliðið mátti hins vegar
sætta sig við tap í fyrsta leik sínum á
leikunum, 77:67 fyrir Lúxemborg.
Ísland komst tíu stigum yfir
snemma í seinni hálfleik, en þá fór
að síga á ógæfuhliðina og tíu stiga
tap staðreynd.
Elvar Már Friðriksson var stiga-
hæstur í íslenska liðinu með 16 stig
og gaf 6 stoðsendingar. Gunnar
Ólafsson kom næstur með 13 stig og
Kristinn Pálsson skoraði 9 stig.
Töp hjá blakliðunum
Karla- og kvennalandsliðið í blaki
töpuðu bæði fyrstu leikjum sínum í
gær. Karlalandsliðið tapaði fyrir
Svartfjallalandi, 3:1, eftir að hafa
unnið fyrstu hrinuna 25:23. Þar var
Theódór Óskar Þorvaldsson stiga-
hæstur með 14 stig. Kvennalands-
liðið tapaði svo 3:0 fyrir Kýpur þar
sem Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir
skoraði 14 stig og fór fyrir íslenska
liðinu. Bæði liðin mæta San Marínó í
dag.
Íslenskir sundmenn unnu ein gull-
verðlaun og ein bronsverðlaun í
keppni gærdagsins. Eygló Ósk
Gústafsdóttir vann einu gull-
verðlaun Íslands í 200 m baksundi
þar sem hún kom vel fyrst í mark á
2.17,36 mín., sem er nokkuð frá Ís-
landsmetinu sem hún á.
Sveit Íslands í 4x100 m skriðsundi
karla hafnaði í þriðja sæti á 3.29,60
mín. og var rúmum þremur sek-
úndum á eftir sigursveitinni sem
kom frá Lúxemborg.
Sundsveit Íslands á mótinu er
skipuð mörgum ungum og lítt
reyndum sundmönnum.
Draumabyrjun kvennalandsliðsins
Frumraun nýs þjálfara í körfubolta
Fyrsti keppnisdagur Smáþjóðaleika
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stigahæst Hallveig Jónsdóttir skoraði 11 stig fyrir Ísland.
Ljósmynd/GSSE
Blak Karlalandsliðið sem mætti Svartfjallalandi í gær.
Guðmundur Þórður Guðmundsson,
þjálfari karlalandsliðsins í hand-
knattleik, hefur valið 19 manna æf-
ingahóp fyrir leikina gegn Grikkj-
um og Tyrkjum í undankeppni EM
sem fram fara í næsta mánuði.
Björgvin Páll Gústavsson er ekki
í landsliðshópnum en markverð-
irnir þrír sem eru í hópnum eru
Ágúst Elí Björgvinsson, Grétar Ari
Guðjónsson og Viktor Gísli Hall-
grímsson. Þá fær línumaður Ís-
landsmeistara Selfoss, Atli Ævar
Ingólfsson, tækifæri. Hópinn í heild
sinni er að finna á mbl.is/sport.
Björgvin ekki í
landsliðshópnum
Morgunblaðið/Hari
Tækifæri Grétar Ari Guðjónsson er
í landsliðshópi Guðmundar.
Heimsmeistaramót kvenna í ís-
hokkíi fer að hluta fram á Íslandi á
næsta ári, eða nánar tiltekið á Ak-
ureyri dagana 23.-29. febrúar.
HM er skipt niður í deildir og svo
riðla innan deildanna. Riðill Íslands
verður sem sagt leikinn á Akureyri,
en það er B-riðill 2. deildar. Auk Ís-
lands eru þar Ástralía, Nýja-
Sjáland, Tyrkland, Króatía og
Rúmenía. Sigurlið riðilsins vinnur
sér sæti í A-riðli 2. deildar árið
2021. Þetta er í annað sinn sem HM
er haldið á Akureyri en þar fór
mótið einnig fram árið 2017.
Akureyringar
gestgjafar á ný
Ljósmynd/Þórir
Heimavöllur Íslensku landsliðskon-
urnar fagna marki á Akureyri.