Morgunblaðið - 04.06.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.06.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2019 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is FYRIR BÍLINN FJARLÆGIR BLETTI EFTIR OLÍU, FITU, MALBIK EIGINLEIKAR NÆR TIL ERFIÐRA STAÐA ÖRUGGT Á ALLT PLAST PLAST HREINSIEFNI FYRIR BÍLAINNRÉTTINGAR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Vorið er hlýtt og lúpínubreiður á sunnanverðu landinu eru flestar komnar í fullan blóma, öllu fyrr en vanalega. Það sést vel á stórum bláum breiðum, svo sem við Vífils- staðavatn í Garðabæ þar sem með- fylgjandi mynd var tekin. Nýlegar mælingar Náttúrufræðistofnunar Íslands sýna að nú þekur lúpínan um 300 ferkílómetra lands og víða er framvindan hröð. Skiptar skoð- anir eru um ágæti þessarar ágengu jurtar í íslenskri náttúru, en komið var með fræ hennar til Íslands frá Alaska árið 1944. „Á sumum breiðum færir lúpínan sig fram um tvo til þrjá metra á ári og svo berst fræ með ám og vötnum og sáir sér víðar,“ segir Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri hjá Skóg- ræktinni. Þótt mörgum sé ami að lúpínunni fylgja henni líka margir kostir, seg- ir Hreinn. Jurtin meðal annars bindi kolefni og myndi jarðveg á rýru landi. Einnig nemur hún nit- uráburð úr andrúmloftinu, allt að 15-20 kg á hektara á ári. Sömuleiðis sé lúpínan góður undanfari birki- ræktunar enda hörfi hún þegar annar gróður kemst á legg. sbs@mbl.is Lúpínan blómstr- ar snemma í ár  Miklar breiður  Góður undanfari Morgunblaðið/Ómar Blátt Víða eru stórar breiður lúpínu á höfuðborgarsvæðinu, svo sem við Vífilsstaðavatn, við Keldur og í Úlfarsfelli. Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is „Þetta eru í raun og veru kannski miklu stærri tímamót en maður ger- ir sér grein fyrir í fyrstu lotu og þá erum við í rauninni komin með þenn- an ramma í kringum íslensku heil- brigðisþjónustuna sem er sambæri- legur við það sem við sjáum í löndunum í kringum okkur,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra í samtali við Morgunblaðið, en hún kynnti á blaðamannafundi í gær nýsamþykkta heilbrigðisstefnu stjórnvalda til ársins 2030. Svandís greindi frá því á fundin- um að heilbrigðisstefnan hefði verið samþykkt nokkuð óvænt fyrir síð- ustu helgi í ljósi þess að tími þings- ins hefði að undanförnu farið í að fjalla um eitt mál sem hefði stöðvað afgreiðslu annarra. Vísaði hún þar til þriðja orkupakka Evrópusam- bandsins. Stefnan hefði síðan verið samþykkt mótatkvæðalaust á Al- þingi en 14 sátu hins vegar hjá. Vitum hvert við erum að fara „Með þessari stefnu vitum við hvert við erum að fara og hvert við erum að hreyfa okkur,“ sagði Svan- dís ennfremur. Með stefnunni væri kominn rammi sem síðan væri hægt að móta stefnur einstakra hluta heil- brigðisþjónustunnar innan. Meðal annars er lögð áhersla í stefnunni á aukinn sveigjanleika, aukinn hvata, betri upplýsingagjöf til sjúklinga og aðstandenda og upplýsta ákvörðun sjúklinga. „Við erum núna komin raunveru- lega með þessa hugsun að við skipt- um heilbrigðisþjónustunni í þrjú stig. Þetta eru hugtök sem margir þekkja en við höfum kannski ekki verið að beita þeim mjög markvisst. Við eigum til dæmis alveg eftir að skrifa þau í heilbrigðislögin. Þá er fyrsta stigs þjónusta þjónusta heilsugæslunnar, þar sem þú kemur fyrst með heilbrigðisvandamál, og síðan er þriðja stigs þjónustan Landspítalinn þar sem flóknustu að- gerðir og meðferðir fara fram. En þarna á milli er annars stigs þjón- ustan sem er í rauninni bæði heil- brigðisstofnanir úti um land, sjálf- stætt starfandi sérfræðingar, geðheilsuteymi og aðrir aðilar,“ seg- ir ráðherrann. Framlag Birgis mikilvægt Svandís segir það hafa skipt miklu að hafa með sér í þessari vinnu Birgi Jakobsson, aðstoðarmann sinn, sem hafi gríðarlega yfirgripsmikla reynslu af heilbrigðismálum bæði hér innan lands sem og í Svíþjóð og Noregi, en Birgir er fyrrverandi landlæknir og var áður meðal ann- ars forstjóri Karolinska sjúkrahúss- ins í Stokkhólmi. „Birgir var alveg ómetanlegur í þessari vinnu og við að leggja þessar línur og var í raun- inni ritstjóri stefnunnar,“ segir Svandís og bætir að lokum við: „Þannig að ég er mjög ánægð í dag.“ Rammi settur um heilbrigðismálin  Heilbrigðisstefna stjórnvalda til 2030 tímamót segir heilbrigðisráðherra  Með stefnunni kominn rammi utan um einstaka hluta heilbrigðisþjónustunnar  Sambærilegt við nágrannalönd Íslands Morgunblaðið/Hjörtur Heilbrigði Ráðherra sagði að heilbrigðisstefnan hefði verið afgreidd nokkuð óvænt í þinginu fyrir helgi. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Meðalhiti í maí var sá sami og í apríl að því er fram kemur í færslu á vef Trausta Jónssonar veðurfræð- ings um veðurfarið í maí. Í færsl- unni kemur fram að hitafar á land- inu í maí hafi verið gjörólíkt því sem var á síðasta ári, en hiti var að hans sögn ofan meðallags um land- ið vestanvert og var mánuðurinn meðal þeirra fimm til sex hlýjustu á öldinni. Trausti segir að svalara hafi ver- ið um landið austanvert og kaldast að tiltölu á Suðausturlandi. Þar hef- ur maí aðeins þrisvar verið kaldari það sem af er öldinni. „Tvö kulda- köst gerði í mánuðinum – það sem enn stendur og svo annað sem stóð stóran hluta fyrsta þriðjungs mán- aðarins. Mjög hlýtt var hins vegar á milli þessara tveggja kuldakasta,“ ritar Trausti. Meðalhiti í Reykjavík var 7,7 stig í maí og 5,9 stig á Akureyri. „Svo fór að maí varð kaldari heldur en apríl mjög víða á Norður- og Aust- urlandi,“ ritar Trausti, en neikvæði munurinn varð mestur á Mánár- bakka. Þar var maí -1,5 stigum kaldari en apríl. „Á hálendinu sunn- anverðu hlýnaði hins vegar veru- lega milli apríl og maí, mest við Setur, +2,7 stig. Trúlega hefur óvenjusnemmbær snjóleysing á þessum slóðum ýtt undir þetta,“ ritar Trausti. Hlýtt var í veðri í maímánuði milli tveggja kuldakasta  Meðalhiti var 7,7 stig í Reykjavík og 5,9 stig á Akureyri Morgunblaðið/Eggert Blíða Borgarbúar nutu sólar óvenju marga daga maímánaðar. Mikill aðdragandi er að sam- þykkt heilbrigðisstefnu stjórn- valda til ársins 2030 að sögn Svandísar Svavarsdóttur heil- brigðisráðherra þar sem mikill fjöldi heilbrigðisstarfsmanna kom við sögu. Fram kom á blaðamannafund- inum að ferlið sjálft, sem leitt hefði að lokum til þeirrar stefnu sem samþykkt var fyrir síðustu helgi, hefði ekki síst verið gagn- legt fyrir fulltrúa einstakra sviða heilbrigðiskerfisins til þess að ræða saman, stilla bet- ur saman starfsemi sviðanna og leysa úr vandamálum. Ferlið sjálft gagnlegt HEILBRIGÐISSTEFNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.