Morgunblaðið - 04.06.2019, Side 4

Morgunblaðið - 04.06.2019, Side 4
Greiðslur TR inn á erlenda bankareikninga Milljónir króna 2014-2018 Einstaklingar með erlenda reikninga* Einstaklingar með erlenda reikninga* Eftir kyni Eftir aldri 500 400 300 200 100 0 Karlar Konur Eldri en 67 ára 67 ára og yngri 2014 2015 2016 2017 2018 Heimild: Tryggingastofnun 47% hækkun 2017-2018 33% fleiri einstaklingar Alls 593 einstak- lingar Alls 593 einstak- lingar *Með réttindi í almannatryggingakerfinu árið 2018 53% 63% 47% 37% Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Tryggingastofnun birti nýlega árs- skýrslu vegna starfsemi stofnunar- innar árið 2018. Athygli vekur að greiðslur vegna lífeyris inn á erlenda reikninga hafa hækkað um 47% á síðasta ári. Greiðslur inn á erlenda reikninga voru 500.000.000 en lífeyrisgreiðslur til einstaklinga búsettra erlendis eru um 3,5 milljarðar á ári. Sigríður Lilly Baldursdóttir, for- stjóri Tryggingastofnunar, segir í ávarpi sínu að vinnsla og eftirfylgni mála sé orðin flóknari því flutningar viðskipavina á milli landa séu al- gengari en áður líkt og eigi við um annað fólk. Sigríður segir einnig að í ljósi þess að regluverki vegna bú- setu hafi verið breytt í öðrum lönd- um þurfi að fara yfir íslensk lög til að tryggja jafnræði og gagnkvæman rétt. Að mörgu er að hyggja hvað varð- ar lífeyri þegar einstaklingar með lífeyrisréttindi flytja eða dvelja langdvölum erlendis. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun haldast réttindi óbreytt í sex mán- uði. Eftir það ber viðkomandi lífeyr- isþega að flytja lögheimili sitt til bú- setulands, nema hann hafi flutt það fyrr. Misjafnar reglur í hverju landi Tryggingastofnun greiðir lífeyri til samningslanda og þar ber hæst EES/EFTA-samninginn og Norð- urlandasamninginn um almanna- tryggingar auk þess sem greiddur er lífeyrir til Kanada og BNA. Ein- göngu eru greiddar bætur skv. al- mannatryggingalögum en ekki sam- kvæmt lögum um félagslega aðstoð sem þýðir að félagsleg réttindi falla niður en lífeyrir samkvæmt al- mannatryggingalögum helst svo framarlega sem viðkomandi flytur til samningslands. Ef flutt er utan samningslands falla allar greiðslur niður. Mismunandi reglur gilda um félagslegar bætur í hverju landi. Þær félagslegu bætur sem falla niður vegna flutnings lögheimilis skv. lögum um félagslega aðstoð eru m.a. heimilisuppbót, bifreiðakostn- aður, maka- og umönnunarbætur og endurhæfingarlífeyrir. 47% fleiri með erlenda reikninga  593 lífeyrisþegar, þar af 371 eldri en 67 ára, kusu að fá lífeyri inn á erlenda bankareikninga árið 2018  3,5 milljarðar á ári til einstaklinga búsettra erlendis 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2019 olympium 350Nú bjóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn. 8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu. Einnig mikið úrval aukabúnaða. Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400 Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakk i - 601 Akureyr i Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is maxipodium 500 Hestakerrur frá Fautras maxipodium 500 Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Kr. 5.900 Str. S-XXL • Litir: Rautt, svart, blátt Kvart- buxnaleggings með rönd Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Sannkölluð sprenging hefur orðið í sölu rafknúinna reiðhjóla á árinu ef marka má tölur reiðhjólaverslana í landinu. Jón Þór Skaftason, sölustjóri hjá versluninni Erninum, segir að sal- an í ár hafi fjórfaldast miðað við söl- una í fyrra en hann segist hafa verið viðbúinn aukningunni. „Við erum búin að vita þetta í nokkur ár og höfum eiginlega bara verið að bíða. Við sögðum í janúar að ef þetta gerðist ekki í ár þá myndi þetta aldrei gerast,“ segir Jón. Rafhjólin framtíðin „Það hefur verið að seljast nokkuð jafnt magn af rafmagnshjólum á hverju einasta ári en í ár byrjaði sprengjan,“ segir Jón sem er nýkom- inn af fundi í Bandaríkjunum hjá stærsta rafhjólaframleiðanda versl- unarinnar þar sem spáð var fyrir um framtíð rafmagnshjólamarkaðsins. „Það er talað um að í kringum árið 2024 í Evrópu fari jafnvel að seljast meira af rafmagnshjólum en venju- legum hjólum. Þannig að þetta er þróunin,“segir Jón. Seldust strax upp Steven Patrick Gromatka, sölu- maður hjá Everest, segist aldrei í sinni sextán ára reynslu sem hjólasali hafa séð jafn mikla sölu á rafhjólum. Hann segir nánast öll rafmagnshjól uppseld í versluninni. „Allt sem við pöntuðum fór bara strax. Á svona tveimur til þremur dögum seldist allt upp þrátt fyrir að við hefðum pantað meira en í fyrra. Við bjuggumst ekki við þessu,“ segir Steven. Ragnar Kristinn Kristjánsson, eig- andi verslunarinnar Rafmagnshjóla, segir fólk loks vera að kveikja á per- unni og uppgötva hversu stórkostlegt sé að hjóla á rafmagnshjóli. Hann segir algengt að fólk losi sig við annan bílinn og kaupi sér rafmagnshjól í staðinn. Ragnar segir að fólk þurfi ekki að fara í spandexgallann til að hjóla á rafhjóli og bendir á að fólk þurfi ekki að svitna nema það vilji. „Núna er engin afsökun fyrir því að fara ekki út að hjóla. Það hefur oft verið þannig að maður hefur sett ein- hverjar brekkur fyrir sig eða finnst of hvasst. En það er engin afsökun leng- ur. Nú er bara að klæða sig rétt og fara út,“ segir Ragnar. Sprenging í sölu rafmagnshjóla  Líkur á að rafhjól seljist betur en venjuleg árið 2024  Fólk farið að skipta bílnum út fyrir rafhjól Morgunblaðið/Hari Nýjung Rafknúin reiðhjól verða sífellt vinsælli valkostur þegar kemur að því að velja samgöngumáta hér á landi. Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, vildi aðspurður ekki tjá sig um gagnrýni Þórólfs Árnasonar, for- stjóra Sam- göngustofu, vegna skipunar Jóns Gunnars Jónssonar í stöð- una. Jón Gunnar var af hæfisnefnd metinn hæfastur 23 umsækjenda um starfið, en Þórólfur var einn þeirra. Nefndin valdi fimm umsækj- endur sem ráðherra tók viðtal við áður en hann valdi nýjan forstjóra og var Þórólfur í þeim hópi. Í sam- tali við mbl.is kvaðst hann undrandi á niðurstöðunni og hefur hann ósk- að eftir rökstuðningi fyrir ákvörð- uninni. „Það er eðlilegt og það sem ég benti honum á í dag þegar ég til- kynnti honum þetta. Ég ætla ekki að tjá mig um það fyrr en slíkur rökstuðningur liggur fyrir,“ segir Sigurður Ingi og nefnir að ferlið hafi gengið eðlilega fyrir sig. „Eins og allir vita var ákveðið að auglýsa stöðuna. Eins og lög gera ráð fyrir var skipaður forstjóri upp- lýstur um það og síðan fór ferlið í gang,“ segir Sigurður Ingi, sem segir niðurstöðu hæfisnefndarinnar um Jón Gunnar hafa verið einn lið í ákvörðun sinni. jbe@mbl.is Tjáir sig ekki um gagnrýni Þórólfs  Þórólfur var einn fimm hæfustu Sigurður Ingi Jóhannsson Alþingi var enn að störfum þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi og stóðu þá yfir um- ræður um breyt- ingu á fjármála- stefnu til ársins 2022. Þriðji orkupakkinn var einnig meðal mála á dagskrá, en hlé var gert á umræðum um hann í síðustu viku. Þegar fundur hófst í gærmorgun voru yfir fjörutíu mál á dagskrá þingsins og aðeins um fjórðungi þeirra lokið um klukkan hálfellefu í gærkvöldi. Meðal þess sem sam- þykkt var í gær voru þingsálykt- anir um heilbrigðisstefnu til 2030, stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda og fimm ára fjarskiptaáætlun. Þingið að störfum fram eftir kvöldi Alþingi Þingfundur stóð lengi yfir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.