Morgunblaðið - 04.06.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 04.06.2019, Síða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2019 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Útgerðarfyrirtækið HB Grandi hefur selt ferskfisktogarann Engey RE 91 til Murmansk Trawl Fleet í Rúss- landi. Verður skipið afhent nýjum eig- endum fyrri hluta þessa mánaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu HB Granda til Kauphallar Íslands. Þar segir einnig að ísfisktogarinn Helga María AK 16 verði tekinn aftur í rekstur, en honum var lagt í febrúar sl. Þá segir að skipverjum í áhöfn Engeyjar verði boðið pláss á öðrum skipum félagsins. Vilja stærra skip Heimildir Morgunblaðsins herma að ástæða sölunnar sé sú að innan HB Granda ríki vilji til að gera út stærra skip, lengra og breiðara, með þremur spilum og tveimur trollum. Þá meti félagið það svo að of dýrt sé að lengja Engey til að hún geti svarað sömu þörfum. Engey var smíðuð í Celiktrans- skipasmíðastöðinni í Tuzla í Tyrk- landi árið 2017 og hefur verið gerð út af HB Granda frá því að skipið kom til landsins. Skipið er systurskip tveggja annarra skipa hjá HB Granda, Akur- eyjar AK 10 og Viðeyjar RE 50, sem komu til landsins sama ár og Engey, 2017, og eru öll hönnuð af íslensku verkfræðistofunni Nautic. Skipin þrjú eru öll með hið einkennandi perulaga stefni sem beinir skrokkn- um með afgerandi hætti inn í ölduna. Hefur stefnið vakið þónokkra athygli fyrir útlitið og sýnist sitt hverjum. Eins og sagt hefur verið frá áður í Morgunblaðinu var leiðarljósið í hönnun þessara skipa að ná fram auk- inni hagkvæmni og fækkun kolefnis- spora. Þá kom fram í frétt Morgun- blaðsins í fyrra að óvenjulega lögun skrokksins megi rekja til svokallaðra Flekkefjord-togara sem Bárður Haf- steinsson hjá Skipatækni hannaði á 9. áratugnum til að gera skip sem féllu sem best að rúmmálsreglugerðum sem þá giltu um dönsk skip. Reyndist lögunin koma vel út í ölduprófunum og kom í ljós að stórt perustefni fram- kallaði bæði gott sjólag og yki um leið til muna plássið um borð. Fjögur önnur skip hér á landi eru búin samskonar perulaga stefni, eða bárðarbungu eins og stefnin eru líka kölluð, en þau eru Björgúlfur EA 312, Björg EA 7 og Kaldbakur EA 1, sem eru í eigu Samherja. Þessu til viðbótar er eitt skip með sama stefni í eigu FISK Seafood á Sauðárkróki, Drang- ey SK 2. Fjögur síðasttöldu skipin eru lengri en HB Granda-skipin, öðruvísi útfærð og hönnuð hjá Skipatækni í samvinnu við útgerðirnar. Eitt stærsta í Rússlandi Á vefsíðunni seafishdirectory.com segir um Murmansk Trawl Fleet, sem er í eigu rússneska stórfyrirtækisins Norebo Holding JSC, að fyrirtækið sé eitt stærsta útgerðarfyrirtæki Rúss- lands og stundi veiðar m.a. í Barents- hafi, Noregshafi, undan ströndum Svalbarða, hjá Jan Mayen, undan ströndum Austur-Grænlands, Fær- eyja, Marokkós og Máritaníu, auk þess sem fiskað er á alþjóðlegum haf- svæðum í Atlantshafi. Samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins hefur það á að skipa yfir 10 skipum. Ekki náðist í Guðmund Kristjáns- son, forstjóra HB Granda, við vinnslu fréttarinnar. Engey til Rússlands  HB Grandi sagður vilja lengri og breiðari skip  Kom til landsins árið 2017 Engey RE 91 » Smíðað 2017 í Tyrklandi » Búið sjálfvirku lestarkerfi frá Skaganum 3X á Akranesi » 1.827 brúttótonn » Breidd 13,5 metrar » Lengd: 54,75 m » Djúprista: 4,7 m Ljósmynd / HB Grandi Togari Engey RE 91 siglir brátt til nýrra eigenda í Murmansk í Rússlandi. Skipið þykir einstaklega vel búið. Á ensku heitir perustefnið Enduro Bow. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Rekstur Helga María AK 16 hefur verið í útleigu en kemur nú aftur inn í rekstur hjá HB Granda. Skipið var smíðað árið 1988 í Flekkefjord í Noregi. 4. júní 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.76 124.36 124.06 Sterlingspund 155.73 156.49 156.11 Kanadadalur 91.24 91.78 91.51 Dönsk króna 18.465 18.573 18.519 Norsk króna 14.066 14.148 14.107 Sænsk króna 12.934 13.01 12.972 Svissn. franki 123.19 123.87 123.53 Japanskt jen 1.1376 1.1442 1.1409 SDR 170.49 171.51 171.0 Evra 137.91 138.69 138.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.0638 Hrávöruverð Gull 1296.0 ($/únsa) Ál 1760.5 ($/tonn) LME Hráolía 66.24 ($/fatið) Brent ● Viðskiptaafgangur við útlönd á fyrsta ársfjórðungi nam 35,1 milljarði króna í samanburði við 6,7 milljarða króna af- gang í fyrra og hrein staða þjóðarbúsins batnaði um 270 milljarða á fjórðungnum. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Seðlabankans. Frumþáttatekjur skiluðu 8,5 milljarða króna afgangi en rekstrar- framlög voru neikvæð um 6,8 milljarða króna. Afgangur af þjónustujöfnuði nam 29,7 milljörðum króna og dróst saman um 6,8 milljarða á milli ára. Í Hagsjá Landsbankans segir að tveir útflutnings- liðir í ferðaþjónustu, samgönguþjónusta og farþegar, hafi dregist saman um 12,2 milljarða. Áhrifa WOW air gætir ekki í tölunum en félagið fór í þrot í lok fjórð- ungsins. Afgangur af vöruskiptum við út- lönd nam 3,5 milljörðum króna. Í Hagsjá segir að mesta breyting á milli ára hafi falist í útflutningi á vörum, sem var 36 milljörðum meiri í ár. „Af þessum 36 milljörðum eru 17,3 milljarðar komnir til vegna sölu WOW air á fjórum þotum til Air Canada.“ Þotur WOW höfðu mikil áhrif á vöruskiptajöfnuð STUTT Eirvík flytur heimilistæki inn eftir þínum séróskum Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is áætlun sína til 15. september nk. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, segir að fyrirtækið hafi ekki séð bókunum með MAX-vélum fækka mikið í samanburði við aðrar vélar. „Við sjáum ekki að þetta hafi áhrif á bókanir fram í tímann. Þó er erfitt að spá um hvaða áhrif þetta mun hafa,“ segir Ásdís. Fjárhagsleg áhrif kyrrsetningar- innar á Icelandair eru enn óviss sökum þess að ekki liggur fyrir hversu mikill kostnaður af völdum kyrrsetningarinnar fæst bættur frá framleiðanda. aronthordur@mbl.is Á bókunarsíðunni Kayak er nú boðið upp á valmöguleika þar sem hægt er að útiloka flugferðir með vélum af gerðinni Boeing 737 MAX. Vilji viðskiptavinir vefsíð- unnar forðast flug með MAX- vélum Boeing í framtíðinni geta þeir nú gert það með einum mús- arsmelli. Flugvélar af fyrrgreindri gerð hafa verið kyrrsettar frá því um miðjan mars, en bjartsýnustu menn ráðgera að vélarnar verði í fyrsta lagi komnar í loftið í júlí. Útlit er þó fyrir að kyrrsetningin muni vara lengur og til marks um það hefur Icelandair nú uppfært flug- Forðast þoturnar  Bjóða fólki að útiloka MAX-vélar AFP MAX-vélar Flugvélar frá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.