Morgunblaðið - 04.06.2019, Side 14

Morgunblaðið - 04.06.2019, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Alkunna er aðkosningartil þings Evrópusambands- ins hafa að jafnaði ekki mikil áhrif enda er ekki til þess ætlast. En í þetta sinn voru sveiflurnar svo miklar að ekki töldu allir úti- lokað að hin óvæntu úrslit myndu hafa raunveruleg áhrif. Og sú virðist vera raunin. Rétt er þó að undirstrika að kosn- ingarnar munu ekki hafa merkjanleg áhrif á ESB sjálft, sem er stjórnað af hinum and- litslausu og ábyrgðarlausu kommisserum í Brussel sem munu fyrr hlusta á geimverur en kjósendur í Evrópu. En úrslit kosninganna í lok maí hafa verið notuð sem mæli- stika á stöðu einstakra flokka í þeim löndum, einkum þar sem, sveiflurnar voru mestar. Fyrsta skal frægt telja fyrsta fórnarlambið Theresu May, forsætisráðherra Breta, sem hættir sem flokksleiðtogi nú í vikunni og sem forsætisráð- herra skömmu síðar. Hæpið er þó að kenna fyrrnefndum kosn- ingum alfarið um hennar aumu örlög. Hún hékk þegar á blá- þræði og öllum ljóst orðið, nema kannski May, að ævin- týrið var úti. Hinn mikli sigur Brexitflokks Farage og hitt að stjórnarflokkurinn frægi, Íhaldsflokkurinn, félli niður í fimmta sæti var ekki aðeins dauðadómur heldur fylgdi hon- um yfirlýsing um að útför leið- togans hafði í rauninni þegar átt sér stað og ekki víst að henni yrði boðið í erfidrykkj- una. Í Frakklandi vann Marine Le Pen og fór fyrir stærsta flokknum eftir þau úrslit. Þæg- ir fréttaskýrendur hófu spuna af því tilefni. Þeir bentu á að þótt Le Pen hefði skákað flokki forseta Frakklands, Emm- anuels Macron, niður í annað sætið þá hefði frökenin fengið prósenti minna en síðast. Því var þó af hagkvæmisástæðum gleymt að Macron forseti lagði allt undir til að vinna glæsilega í þessum kosningum, sem hon- um mistókst. Í Grikklandi tapaði sósíalist- inn Alexis Tsipras illa, en hann hefur vermt forsætisráðherra- stólinn (myndi kallaður „hægriöfgamaður“ af „RÚV“ væri hann í röngum flokki. Vinstri öfgamenn eru ekki til eins og Stalín hefur sjálfsagt bent á forðum tíð). Tsipras las áfellið rétt út úr úrslitunum og boðaði til skyndikosninga. Þar virðist gamli hefðbundni hægriflokkurinn ætla að vinna og verði sú raunin segist leiðtogi hans muni styðja að allt verði með kyrrum kjörum í ESB. Í Þýskalandi sagði Andrea Wahles, formaður þýskra jafnaðarmanna, af sér, þegar fylgi þessa „stórflokks“ var komið niður í 16%! Í þýsk- um fjölmiðlum er því haldið á lofti að erfitt sé að kenna frú Wahles um þessar ófarir enda hefur hún setið skamma hríð á formannsstóli. Ekki verður sagt að frú Merkel hafi farið mjög vel frá þessum kosn- ingum því hún tapaði rúmlega 6% stigum sem bætast við langan taplista. Frúin sem er ekki lengur formaður síns flokks, þótt enginn muni hver tók við, segist ekki sjá að kosn- ingaúrslitin og afsögn for- manns samstarfsflokksins hafi merkjanleg áhrif á samstarf „stóru flokkanna“, enda séu mörg verk óunnin eins og sjáist sé horft til stjórnarsáttmálans. Það sæist að vísu enn betur ef horft væri til ferskustu hag- talna Þýskalands sem líta dap- urlega út. Bandalag Matteos Salvinis kom best frá kosningum á Ítal- íu, en óþol hans gagnvart ESB fer síversnandi. En þótt Salvini hampi galvaskur sigri, þá er vandinn sá að hinn stóri aðilinn í stjórnarsamstarfinu, Luigi Di Maio leiðtogi 5 stjörnunnar, reið ekki feitum hesti úr kosn- ingunum. Hann hefur því verið eins og snúið roð í hund og hef- ur það með öðru orðið til þess að Giuseppe Conte forsætis- ráðherra, sem situr án flokks- stuðnings í því embætti sem stuðpúði á milli fylkinganna, hótar nú að segja af sér emb- ættinu. Við það bætist svo að búrókratarnir í Brussel hafa sent ítalska sjálfstjórnarhér- aðinu í ESB rukkun upp á þrjá milljarða evra þar sem héraðs- þingið í þorpinu við Tíber hafi ekki hlýtt fyrirmælum um hvernig því beri að afgreiða fjárlög. Salvini byrstir sig á móti og segist ekkert gera með svona reikning. Þannig hefur hann svo sem látið áður og minna orðið úr en hávaðinn boðaði. Í Póllandi og Ungverjalandi unnu leiðtogar landsins á, en þeir eru hvorugur í náðinni og jafnan uppnefndir af Brussel- liðinu og hinir frjálsu og hlut- lausu fréttaskýrendur hlaupa í hvert sinn eftir því. Á þessu sést að kátt er í höll- inni þótt enginn sé þar kóng- urinn og rétt að fylgjast með framhaldinu. Búrókratar í Brussel hafa ímigust á lýðræði og mega eiga það að þeir leyna því aldrei} Enn kurl ókomin til grafar N ú líður að þinglokum og enn og aftur fer mikil vinna í ruslið á Alþingi. Allir flokkar hafa náð að mæla fyrir hinum fjölbreytt- ustu málum; góðum, slæmum og allt þar á milli. Mál sem sofna í nefnd, eftir að umsagnaraðilar eru búnir að hafa fyrir því að senda inn athugasemdir verða ekki afgreidd, heldur veslast þau upp og deyja í hinum svo- kallaða þingmálahala, sem eins og á eðlum vex aftur ef hann er klipptur af. Þrátt fyrir að margoft hafi verið gerð krafa um að hætta að henda málum í ruslið í lok þings þá breytist ekkert. Sömu mál fara ár eftir ár sama hringinn í gegnum svæfingaþjónustu Al- þingis sem eyðir bæði þingfundatíma, þar sem endurflytja þarf málin á hverju þingi, og tíma umsagnaraðila sem senda endurtekið umsagnir vegna sömu mála án þess að nokkuð gerist. Píratar hafa lagt fram 44 mál, þingsályktanir eða frum- vörp til laga, á þessu löggjafarþingi. Af þeim málum bíða 13 mál afgreiðslu í nefnd. Eitt mál bíður annarrar umræðu og einu máli hefur verið vísað til ríkisstjórnarinnar. Heil 29 mál bíða eftir því að komast að á dagskrá þingfundar. Öll að sjálfsögðu mjög mikilvæg þjóðþrifamál þó sitt sýn- ist hverjum. Þau mál sem bíða varða bætta stjórnsýslu í umgengn- ismálum, rafræna birtingu Stjórnartíðinda og Lögbirt- ingablaðs, að hætta að þurfa að kæra sig á kjörskrá, und- irritun og fullgildingu þriðju valfrjálsu bókunarinnar við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, brottfall 208 tómra laga, afnám takmarkana í fæðingar- og for- eldraorlofi, málskotsrétt í meiðyrðamálum og rökstuðning um málskostnað, ályktun um raf- ræn fasteignaviðskipti og ástandskýrslur fast- eigna, stofnun þings kjörinna fulltrúa innan Sameinuðu þjóðanna, stofnun embættis tækni- stjóra ríkisins, persónukjör þvert á flokka, íbúakosningar, helgidagafrið, fríar lóðir fyrir trúfélög, fjölgun í fjármálaráði og betri dag- setningu fyrir fjármálaáætlun, að tölvur geti lært íslensku, afnám skerðingar lífeyris vegna miskabóta, heimabrugg, að hægt sé að gera aðrar útgáfur af þjóðsöngnum, að auglýsa þurfi eftir sendiherrum og ráðuneytisstjórum, nákvæmari skilgreiningu á fæðingarstað barns, réttindaaukningu foreldra vegna and- vana fæðinga, frjálsar strandveiðar, mál um Lögréttu, gagnsæi í ársreikningum og hlutafélagaskrá, Grænan sáttmála og síðast en ekki síst mál um sjálfstæði kirkjunnar. Þau 15 mál sem hafa þó komist inn í nefnd eða lengra eru öll stórmerkileg. Hér mætti nefna frumvarp um nýja stjórnarskrá, ályktun alþjóðlegs samnings um efnahags- leg, félagsleg og menningarleg réttindi, afnám krónu á móti krónu skerðingum og ávarp almennings á þing- fundum. Líklega verða flest þessi mál lögð fram aftur á næsta þingi. Aftur þarf þá að safna umsögnum, kalla eftir gestum o.s.frv. Þetta er svæfingaþjónusta Alþingis. Björn Leví Gunnarsson Pistill Svæfingaþjónusta Alþingis Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Falleg perla með gyllingufannst efst í gólflagi forn-skálans í Ólafsdal í Gils-firði þegar tekið var ofan af rústinni fyrir nokkrum dögum. Fimm manna hópur fornleifafræð- inga byrjaði í lok maí á uppgreftri á staðnum annað sumarið í röð. Aldurs- greining á öskusýnum bendir til þess að skálinn sé frá 9. eða 10. öld. Minj- arnar uppgötvuðust fyrir tilviljun fyr- ir tveimur árum þegar unnið var að skráningu fornleifa í dalnum á vegum Minjaverndar. Engar ritheimildir Rústir skálans eru á Tungunni innarlega í Ólafsdal, milli Ólafsdalsár og Hvarfdalsár. Hann er rúmlega 20 metra langur. Þótt útlínur skálans séu hefðbundnar er byggingin tals- vert flókin þar sem greinilegt er að byggt hefur verið við hann og skálinn endurbættur á ýmsan hátt á þeim tíma sem hann var í notkun. Ekki náðist síma- eða netsamband við forn- leifafræðingana á staðnum í gær, en áður hefur komið fram hér í blaðinu að Birna Lárusdóttir, sem stýrt hefur rannsókninni, telur að búið hafi verið í skálanum í nokkra áratugi, en síðan hafi hann verið yfirgefinn. Hvergi er vikið að fornbæ á þessum slóðum í neinum ritheim- ildum sem kunnugt er um. Örnefni í dalnum gefa heldur ekki neinar vís- bendingar um forna byggð á þessum slóðum. Í grennd við skálann eru rústir fleiri bygginga sem líklega eru skepnuhús og verða þær einnig rann- sakaðar. Rannsóknin nýtur styrks úr fornminjasjóði sem veitti 2,5 milljónir króna til hennar fyrr á þessu ári. Þá hefur sjálfseignarstofnunin Minja- vernd styrkt hana, en hún hefur um nokkurt skeið unnið að endurbótum á mannvirkjum á staðnum. Í Ólafsdal stofnaði Torfi Bjarna- son fyrsta bændaskóla á Íslandi árið 1880 og rak hann til 1907. Búskapur var þar áfram fram yfir 1970. Frá 1974 og framundir 1990 var skólasel á vegum Menntaskólans við Sund í gamla skólahúsinu. Með samtökum var húsinu forðað frá eyðileggingu á árunum 1995 til 1996, en endurreisn staðarins hófst síðan 2008 þegar Ólafsdalsfélagið var stofnað. Ólafs- dalur er ríkisjörð en leigð félaginu samkvæmt sérstökum samningi. Í bændaskóla Torfa Bjarnasonar innrituðust 156 skólasveinar af öllu landinu og lærðu þar jafnt verkleg sem bókleg fög. Námstíminn var frá vori til vors og námstíminn tvö ár. Ólafsdalssveinarnir létu mjög að sér kveða eftir útskrift úr skólanum og urðu flestir mjög áberandi, hver í sínu samfélagi, félagsmálafrömuðir, kenn- arar og virkir í sveitarstjórnum. Torfi kom upp mörgum byggingum í Ólafs- dal. Sú mesta er skólahúsið frá 1896 sem enn stendur. Agnes Stefánsdóttir, sviðsstjóri rannsókna og miðlunar hjá Minja- stofnun, sagði Morgunblaðinu í gær að stofnunin hefði á þessu ári veitt 15 leyfi til fornleifarannsókna í sumar auk rannsóknarinnar í Ólafsdal. Um er að ræða sjö vísindarannsóknir, eina björgunarrannsókn, fjórar fram- kvæmdarannsóknir og loks eru fjög- ur leyfanna fyrir eftirliti með fram- kvæmdum á stöðum þar sem líklegt er að fornleifar séu. Leyfi veitt vegna rannsókna í Reykjavík og nágrenni eru fjögur, þrjú á Vestfjörðum og Suðurlandi, tvö á Norðurlandi eystra og Austurlandi og eitt á Norðurlandi vestra og Vesturlandi. Þetta eru færri leyfi en veitt voru á sama tíma í fyrrasumar, en þá voru þau 22. Einhverjar umsóknir eru þó í vinnslu og aðrar gætu borist á næstunni. Sjö aðilar að baki rannsóknum Í yfirliti sem Minjastofnun sendi Morgunblaðinu í gær kemur fram að vísindarannsóknir eru auk þeirrar sem fram fer í Ólafsdal nemenda- rannsókn í Árbæjarsafni, framhald rannsókna á landnámsbæ og minjum, sem eru taldar eldri en hann, í Stöðv- arfirði, rannsókn á rústum eyðibýlis í Álftaveri á Mýrdalssandi sem gengur undir nafninu Arfabót, rannsókn inn- an þjóðgarðsins á Þingvöllum, rann- sókn í Fljótum í Skagafirði og Skála- nesi í Seyðisfirði. Framkvæmdarannsóknir eru vegna meintrar rústar á Akureyri, á Gils- eyri í Tálknafirði, Patreksfirði og á Gjábakka við Þingvelli. Björgunar- rannsókn fer fram við Kjaranstaða- kot í Dýrafirði og síðan er fram- kvæmdaeftirlit við Steinbryggjuna í Reykjavík, Miðbakka í Hörgársveit, í Laugarnesi þar sem Holdsveikraspít- alinn var forðum daga og á Óðinsgötu í Reykjavík. Sjö aðilar standa að rannsóknum sumarsins: Fornleifastofnun Íslands, Fornleifafræðistofan, Borgarsögu- safn, Náttúrustofa Vestfjarða, Byggðasafn Skagafjarðar, Rannsókn- arsetur Háskóla Íslands á Vest- fjörðum og loks Óskar Leifur Arn- arson, sem er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Nánar verður fjallað um þessar rannsóknir hér í blaðinu eftir því sem þeim vindur fram. Sextán leyfi til forn- leifarannsókna veitt Ljósmynd/Fornleifastofnun Íslands Fornskáli Til vinstri eru tvö sigti en fjær má sjá blátt tjald þar sem gagna- safn rannsóknarinnar er geymt: skrár yfir sýni, gripi og mannvistarlög.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.