Morgunblaðið - 04.06.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.06.2019, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2019 ✝ Guðlaug Hin-riksdóttir fæddist 4. janúar 1924 á Framnesvegi 34 í Reykjavík. Hún lést á heimili sínu á Dvalarheimilinu Höfða 15. maí 2019. Foreldrar henn- ar voru Hinrik Jóns- son (1891-1929), verkamaður og sjó- maður í Reykjavík, og Sigríður Guðmundsdóttir (1894-1984), húsfreyja og verka- kona í Reykjavík. Systkini Guð- laugar voru Sigríður Guðjóna (1918-1919), Júlíana (1920- 2017), Sigríður (1921-2001), Karítas (1921-1954), Jón (1922-1994), Guðmundur (1925-1927), Tómas (1926-1927) og Guðmundur Tóm- as (1928-1986). Guðlaug giftist 17. desember 1944 Sigurlaugi Bjarnasyni frá Fjallaskaga í Dýrafirði, f. 16. október 1916, d. 11. febrúar 1978. Hann var síðast bóndi á Ragnheiðarstöðum í Gaulverja- Guðmundssyni, f. 1936; Sigur- laugu, Guðmund og Jón Þór. Barnabörnin eru átta og lang- ömmubörnin sex. 2) Hinrik Vig- fús, f. 1946, kvæntur Edith Ing- rid Fredriksen Sigurlaugsson, f. 1945, barnlaus. 3) Sigríður Gunn- jóna, f. 1949, gift Ásmundi Guð- mundssyni, f. 1939, þau eiga fjög- ur börn; Guðlaugu, Óskar Guðmund, Ástu Jónu og Ralph Eliot. Barnabörnin eru fimm. 4) Bjarney, f. 1950, hún á fjögur börn með fyrrverandi eigin- manni sínum, Pétri Hermanns- syni, f. 1941; Hinrik Bjarna, Guð- björgu Jónmundu, Guðlaugu og Herdísi. Barnabörnin eru tvö. 5) Júlíana Sigríður, f. 1950, gift Valdimar Inga Guðmundssyni, f. 1937, þau eiga þrjár dætur; Sigurlaugu, Ástu og Ingu Guð- laugu. Barnabörnin eru fjögur. 6) Guðmundur, f. 1952. 7) Kar- ítas, f. 1956, hún á tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum, Jósef Ágústi Guðjónssyni, f. 1940; Guðrúnu og Sigurlaug Guðjón. 8) Árni, f. 1959, sam- býliskona hans er Guðrún Jóns- dóttir, f. 1960, þau eiga tvo syni; Jón Þorlák og Sigurð Tómas. Guðlaug verður jarðsungin frá Akraneskirkju í dag, 4. júní 2019, klukkan 13. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. bæjarhreppi. For- eldrar hans voru Bjarni Sigurðsson (1868-1951) og Sig- ríður Gunnjóna Vig- fúsdóttir (1881- 1964). Systkini Sig- urlaugs voru: (samfeðra) Rann- veig Sigríður (1901- 1987) (alsystkini), Sigríður Guðrún (1907-1996), Jón- asína (1908-2004), Sigurður (1909-1988), Guðmundur Jens (1910-1991), Ólöf (1911-1998), Sæmundur Bjarni (1913-1944), Vigdís (1914-1999), Jóhannes Bjarni (1915-1972), Jón (1917- 1999), Vigfúsína (1918-2008), Ingibjartur (1921-1981), Árný (1923-1957) og Ingibjörg (f. 1926), bóndi á Gnúpufelli í Eyja- fjarðarsveit. Guðlaug og Sigurlaugur eign- uðust átta börn, þau eru 1) Sæ- unn, f. 1945, gift Eyþóri Ólafs- syni, f. 1936, hún á þrjú börn með fyrri eiginmanni sínum, Helga Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. (Rúnar Júlíusson) Þessar ljóðlínur úr fallega text- anum eftir G. Rúnar Júlíusson komu upp í huga mér er ég sat við dánarbeð þinn elsku mamma og segja meira en nokkur orð. Ég er lánsöm að hafa átt þig í mínu lífi í rúm 74 ár. Þú varst svo sterk mamma og dugleg. Þú varst líka alltaf tilbúin að koma mér til hjálpar ef þurfa þótti. Alltaf varstu fyrst allra til að hringja í mig á afmælisdaginn og óska mér til hamingju. Reyndar hlógum við oft þegar þú rifjaðir upp að það væri ekki fyrr en klukkan níu um kvöldið sem rauntíminn væri. Þær eru margar minningarnar sem upp koma við fráfall þitt mamma mín en þær geymi ég með sjálfri mér. En ég ætla að rifja upp þegar ég var í heimsókn hjá þér er þú bjóst á Höfðagrund 2. Þá fórum við að spila marías eftir að dag- skrá var búin í sjónvarpinu. Það brást ekki að ég var farin að let- jast og geispa en þú lést það ekki hvarfla að þér að hætta þótt komið væri fram á nótt. Og þegar við fórum tvær til Noregs að heimsækja Hinrik bróður, það varð eftirminnileg ferð sem við áttum eftir að hlæja mikið að seinna meir. Það leit nú ekki glæsilega út hjá okkur er við mættum eldsnemma á flugvellin- um í Ósló, tilbúnar í heimferð. En þar kom babb í bátinn því við höfð- um átt að mæta deginum áður, höfðum villst aðeins á dögum. Upphófst nú biðin langa, í hita- bylgjunni sem þá var yfir Norð- urlöndunum. Svo var spurningin: Komumst við eða ekki heim á Ís- land? Það vildi til að flugvélin sem væntanleg var bilaði á leið sinni og seinkaði flugi hennar alla vega í níu tíma er hún loks kom. En okk- ur var létt er við vissum að við gætum farið með heim. Margir höfðu hætt við þetta flug vegna seinkunar þannig að við fengum sæti á Saga Class, tekið var á móti okkur með svaladrykk og dekrað við okkur og boðið fram í flug- stjórnarklefann. Og ég sem var svo flughrædd þá gleymdi flug- hræðslunni og rétt náði að festa á mig öryggisbeltið þegar vélin lenti. Og það sem við vorum glaðar að fá ískalda rigninguna framan í andlitið eftir alla hitasvækjuna. Set hér með vísukorn sem til varð á árum áður við einn hitting- inn okkar. Plástur að setja á prakkara sárin og púla í fjósinu dag út og inn hlæja að fiktrössum, hlý þerra tárin sem hrundu þá stundum af lítilli kinn hrósa og ávíta, hendur að þvo hugga og baka og elda á við tvo. Þetta er mamma og þúsundfalt meira því streymir um hug okkar minninga fans nú finnst mér að allir hér ættu að heyra það er henni að þakka að við komumst til manns við elskum þig mamma og öll færum þökk en ætlum að hætta svo verðum ei klökk. (SS) Starfsfólki Sjúkrahúss Akra- ness og Dvalarheimilisins Höfða er þakkað fyrir góða umönnun og hlýju sem mömmu var sýnd er hún dvaldist þar. Elsku mamma, sakna þín. Guð gefi þér góða heimferð og takk fyr- ir allt. Sæunn Sigurlaugsdóttir. Elsku besta móðir, þá ertu búin að kveðja þetta jarðlíf. Ég þakka þér fyrir alla hjálp í gegnum árin, alltaf gat maður treyst á þig þegar vandamál komu upp. Börnin mín voru mikið hjá þér, allavega þau elstu. Elsta dóttir mín var svo lítil að hún náði ekki í eldhúsvaskinn í eld- húsinu hjá þér. Þá varstu ekki lengi að redda því; þú fórst og smíðaðir lítinn koll handa henni svo hún næði upp í vaskinn með því að standa á honum. Á hún þann sama stólkoll enn í dag og eru margar minningar tengdar honum og mikið haldið upp á hann í dag. Ég fékk að nota þvottapottinn þinn til að sjóða bleyjurnar og ann- að og nota þvottavélina þína sem var hálfsjálfvirk. Ég man líka eftir því þegar þú eignaðist þína eigin sjálfvirku þvottavél. Þú stóðst yfir henni og byrjaðir á því að þvo mislita þvott- inn til að vera viss um að hún myndi þvo eins vel og þegar þú notaðir þvottapottinn því í honum sauðstu fyrst, síðan í hálfsjálfvirku þvottavélinni þinni. Þú vannst bæði í úti- og inni- verkum. Ég man hvað þú varst fljót að handmjólka kýrnar; það freyddi úr mjólkurfötunni hjá þér. Það var ekki þægindum fyrir að fara hjá þér, mamma mín. Þú hrærðir t.d. allt í höndunum og hvað baksturinn og heimabakaða brauðið þitt varðar, það var og er enn besta brauð sem maður fékk. Þú varst bæði í útiverkunum og inniverkunum með okkur börnun- um. Þú hljópst undir bagga þegar mig vantaði aðstoð, t.d. barnapíu eða fékk að fara með þau í pössun til þín þegar þannig stóð á. Þú sagðir mér að þú hefðir ekkert haft fyrir þeim, þau hlýddu henni ömmu sinni enda fékkstu viður- nefnið góða amma, og var það sonur minn sem gaf þér þennan titil. Því þau öll og þú elsku mamma, þið náðuð öll svo vel saman. Þú þurftir aldrei að nota háu tónana þegar þau voru í kringum þig. Þú bæði saumaðir og prjónaðir á þau; sama hvað þú áttir annríkt, þá fannstu alltaf tíma til þess. Þú sást alltaf björtu hliðarnar á öllu og ekkert var þér ómögulegt að gera. Þú reddaðir öllu. Þau minnast þín með þakklæti í hjarta börnin mín og einnig ég sjálf, dóttir þín. Þín verður sárt saknað, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þú varst búin að ljúka þínum vinnudegi og var hann mjög strembinn á köflum. Ég veit að pabbi hefur tekið á móti þér og þínir ættingjar líka í Sumarlandinu og það hafa orðið fagnaðarfundir hjá ykkur. Í guðsfriði elsku mamma. Bjarney Sigurlaugsdóttir. Elsku besta amma er látin, 95 ára að aldri. Hún lenti í ýmsu á lífsleiðinni og gaman var að hlusta á hana segja sögur frá barnæsku sinni. Eitt skiptið var hún að raka heyið á túninu þegar hermenn með byssur og hnífa birtust allt í einu. Bóndinn var nú ekki hrifinn af þeim og sagði þeim til synd- anna, aumingja hermennirnir skildu ekki neitt sem bóndinn sagði og ruku þeir skelfdir í burtu. Svo eitt sinn þegar hún var far- in að búa var hún að skúra eldhús- gólfið hjá sér. Kemur þá ekki prestur í heimsókn. Amma segir honum bara að fá sér sæti inni í eldhúsi á meðan hún klárar. Já, hún amma gerði nú engan manna- mun á þeim tíma og góði prestur- inn þurfti að bíða á meðan amma kláraði heimilisverkin. Elsku ömmu í Reykjavík, eins og hún var kölluð af okkur syst- kinunum, verður sárt saknað. Alltaf tók hún hlýlega á móti manni með bros á vör og stóru faðmlagi. Á eldhúsborðinu var alltaf til nóg af mat eða kökum handa okkur og passaði hún vel að allir fengju nóg. Alltaf gat maður leitað til ömmu með hvað sem var. Hún hjálpaði með skólaverkefni, var módel og alltaf gat maður fengið gistingu ef á þurfti að halda. Við hittum hana á dánar- beðnum og strukum henni og kvöddum. Heyrðist þá ekki í ömmu: „Eru allir búnir að fá nóg að borða?“ Já, hvar sem hún er mun hún alltaf vera viss um að öll börn fái nóg að borða. Elsku amma, takk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þín. Hinrik Bjarni, Guðbjörg Jónmunda, Guðlaug, Herdís. Mamma ólst upp á Brekku á Seltjarnarnesi hjá móður sinni og systkinum. Faðir hennar lést vegna veikinda. Hún var send í sveit eins og þá var títt, til að létta á heimilinu. Vann í vistum hér og þar í Reykjavík og síðast hjá Ingi- björgu og Bergi Gíslasyni á Lauf- ásvegi og mikið dásamaði hún þau fyrir kærleika og alúð. Hún fór í kaupavinnu 1943 að Þyrli í Hval- firði til heiðurshjónanna Sigurðar og Þóru, sem hugsuðu vel um kaupafólkið sitt. Þar kynntust þau pabbi er hann var fenginn til að hjálpa til við sláttinn. Þau byrjuðu sinn búskap vorið 1944 á Vestra- Miðfelli á Hvalfjarðarströnd í sambýli við Jón, bróður pabba, og hans konu, Sólveigu Eyjólfsdótt- ur. Þar fæddust þeim fimm af átta börnum sínum. Pabbi vann lengi við vélavinnu fyrstu búskaparár þeirra og kom það í hlut mömmu að sjá meira og minna um búskap- inn. Sambúð þeirra bræðra gekk ekki sem skyldi svo sú ákvörðun var tekin að fara. Vorið 1952 brugðu þau búi á Vestra-Miðfelli og fluttu að Ytri-Hól í Vestur- Landeyjum. Mamma gerði stans í Reykjavík þar sem hún var að því komin að eiga sjötta barnið. Pabbi hélt áfram með börnin, búpening og ráðskonu, sem var Þuríður Jónsdóttir frá Grafardal í Borgar- firði. Að Ytri-Hóli búnaðist þeim þokkalega. Nágrannar þeirra, Sigurjón Guðmundsson og Ingi- leif Auðunsdóttir og þeirra börn á Grímsstöðum, voru þeim innan handar, afskaplega hjálpsamt og gott fólk. Á Ytri-Hóli var mikið vatnsleysi og kom það fyrir að pabbi þurfti að ná í vatn í Hólsána og bera það heim í brúsa á bakinu að vetri til, rúmlega kílómetra leið. Eldri börnin þurftu í skóla og þá var að koma þeim fyrir hjá vanda- lausum, sem gekk ágætlega en var erfitt. Þau fóru því að hugsa sér til hreyfings og fluttu vorið 1959 að Ragnheiðarstöðum í Flóa, þá voru börnin orðin sjö og það áttunda á leiðinni. Þar komu þau undir sig fótunum. Börnin komust í dags- skóla, fóru að morgni og komu heim seinnipartinn. Þar var gott garðland og var sáð í heilu akrana, kartöflum, gulrótum og rófum, ásamt því að rækta upp túnin og vera með hefðbundinn búskap. Pabbi var um nokkurt skeið forða- gæslumaður í Gaulverjabæjar- hreppi og þótti einkar naskur í því starfi. Það gerði enginn eins góð- an mat og mamma, hrossakjöts- bollurnar hreinasta sælgæti, kaffi- brauðið og rjómaterturnar ekki síðri, veisluborðin hlaðin. Í febrúar 1978 lést pabbi, þá um vorið brá mamma búi, ásamt yngstu börnunum þremur, og flutti til Reykjavíkur. Hún vann á ýmsum stöðum í Reykjavík, m.a. við heimilishjálp, í mötuneyti Vegagerðarinnar, og hjá Sam- bandinu, síðast í mötuneyti fyrir kennara í Vogaskóla. Var hún ákaflega góður starfskraftur, stundvís, rösk og reglusöm og var sótt eftir henni til vinnu. Hún flutti á Höfðagrund 2 á Akranesi árið 2005, þá 81 árs. Henni leið vel þar, var sjálfri sér nóg og sá alveg um sig sjálf. Vorið 2015 flutti hún til dóttur sinnar og tengdasonar að Arkarlæk í Hvalfjarðarsveit og svo á haustdögum 2018 á Dvalar- heimilið Höfða, þar sem hún lést, 95 ára að aldri. Guð blessi þig, mamma mín, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Árni Sigurlaugsson. Elsku amma, mikið vorum við heppin með þig. Alltaf gott að koma til þín, passaðir alltaf að enginn færi svangur heim, nóg af knúsi og plássi fyrir alla. Hægt að stóla á þig að ef Nágrannar eða Leiðarljós voru í gangi, þá vær- irðu á vísum stað. Sum okkar duttu inn í glápið á Nágrönnum með þér en lögðum okkur gjarnan í sófanum við hlið þér á meðan Leiðarljósið spilaðist. Það var reyndar alltaf einstaklega auðvelt og þægilegt að leggja sig þegar komið var í heimsókn, já eða sum- um okkar fannst það, andrúms- loftið var eitthvað svo róandi. Þeg- ar út í það er farið þá tengjast margar minningar sjónvarps- áhorfi, það var til dæmis mun skemmtilegra að horfa á barna- efnið á sínum tíma með þér, sem fylgdist vel með og hlóst að góðu gríni og undraðist á öðru. Þú kenndir okkur margt, til dæmis að gera kakósúpu og spila marías. Minntir okkur líka á að vera stillt og prúð við mömmu sem gerði alltaf allt fyrir okkur. Þú varst eina amman sem við þekkt- um og stóðst þig vel í því hlut- verki, góð manneskja og vinur, dugnaðarforkur og góð fyrir- mynd. Þú áttir líka auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á hlutun- um og hlóst þá dillandi hlátri. Við fórum oft til þín til Reykjavíkur og það voru ófáar strætóferðirnar til þín og með þér, tvisturinn stopp- aði svo heppilega fyrir utan húsið þitt í Gnoðarvoginum. Við príluð- um í stóra trénu í Háagerðinu, hlupum út í Kjalfell að versla fyrir þig og borðuðum svo ótakmarkað magn af brúntertu, sem sló alltaf í gegn. Þú kunnir vel að hafa ofan af fyrir þér og hafa það notalegt, til dæmis við að leggja kapal og hlusta á tónlist. Þú hafðir góða nærveru, varst jákvæð og hvetjandi, stundum óþægilega hreinskilin, en alltaf áhugasöm um okkar hagi og vildir okkur allt það besta. Við erum glöð þín vegna að þú fékkst hvíldina, en eigum alltaf eftir að sakna þín. Þín barnabörn frá Arkarlæk Guðlaug, Óskar, Ásta og Ralph. Elsku fallega konan, hún mamma mín. Duglega sveitakonan sem gekk í öll verk með sín átta börn, sum á handleggnum, önnur hangandi í pilsinu. Já, hún mamma lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hún var svo ótrúlega jákvæð og dug- leg. Það fleytti henni yfir marga brimskaflana og boðaföllin, hæð- irnar og hólana í lífinu. Alltaf tilbúin að hjálpa er eitt- hvað bjátaði á hjá okkur systkin- unum og fleirum. Hún var svo mikil barnagæla, elskaði allan hópinn sinn og hlúði að honum. Prjónaði og saumaði á okkur öll. Þvoði og straujaði, bætti og stoppaði í, sokka og vettlinga. Hún hafði mjög gaman af að spila á spil við okkur, rússa og marías, og var hann í uppáhaldi. Hvað þá ef hún vann mann, hún fékk iðulega trompventil eða kóngagrikk og það var eiginlega ómögulegt að vinna hana, hún kom alltaf út í gróða. Hennar uppáhaldsþáttur í sjón- varpinu var Leiðarljós, ef maður þurfti að hitta á hana þá var hún örugglega heima á þeim tíma er það var sýnt. Eftir að hún flutti til mín kom hún mér til að horfa á Glæstar vonir og Nágranna, sagði mér söguþráðinn svo ég komst inn í þættina, horfðum við saman á þá og hneyksluðumst og spekúleruð- um og biðum spenntar eftir næsta þætti. Hún hafði mjög gaman af að ferðast, heimsótti soninn til Noregs margoft, fór bara ein og blessaðist það alltaf, og eins að fara í skreppitúra hingað og þang- að. Eftir að hún hætti að vinna fór hún að sauma út myndir í stramma. Saumaði handa öllum fallega púða og myndir. Saumaði kjóla og pils á sjálfa sig. Hún las mikið og hlustaði á útvarp og spil- aði fallega tónlist. Hún var mjög trúuð og bænheit, bað fyrir fólk- inu sínu og fleirum og var afskap- lega næm og berdreymin. Oft á kvöldin kveikti hún á kerti og spilaði ljúf lög og lagði kapal. Það var svo mikil ró inni hjá henni og gott að koma til hennar og slaka á. Það var dásamlegur tími sem ég fékk að hafa þig hjá mér og hugsa um þig, mamma mín. Þú hlakkaðir til að fara í sumar- landið, þá yrðir þú laus við lúna líkamann þinn og gætir ferðast og farið þangað sem þig langaði til. Ég veit að þú kíkir til mín þegar þú ert búin að jafna þig á vista- skiptunum. Hjartans þakkir fyrir alla hjálpina á árum áður þegar erf- iðleikarnir gengu yfir hjá okkur, elsku mamma mín. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Innilegar þakkir fyrir góða umönnun og hlýju sendum við starfsfólki Höfða og Sjúkrahúss Akraness. Sigríður G. Sigurlaugsdóttir (Didda). Kær móðursystir mín Guðlaug Hinriksdóttir, hún Lauga frænka, hefur kvatt okkur í hinsta sinn. Hún var alin upp í stórum syst- kinahóp á tímum kreppu og at- vinnuleysis þar sem ekkert annað var í boði en að hjálpast að og gera allt sem hægt var til að eiga í sig og á og þak yfir höfuðið. Hún var barn að aldri þegar móðir hennar varð ekkja og þótti það ganga kraftaverki næst hvernig henni ömmu minni tókst að halda hópn- um sínum saman og sjá fyrir þeim á launum verkakonu á þessum erf- iðu tímum. Hún frænka mín ræddi stundum þessa tíma við mig á þeim mörgu árum og þeim mörgu samverustundum sem við áttum. Hún minntist uppvaxtaráranna með hlýju og þakklæti og bar þar hæst sá gagnkvæmi kærleikur sem var á milli systkinanna og for- eldra þeirra. Þetta fylgdi henni frænku minni út í lífið og þegar hún var sjálf komin með stóran barnahóp fór það ekki framhjá mér að hún var ekki bara móðir barnanna sinna heldur líka besti vinur í blíðu og stríðu. Lauga frænka var gestrisin og einstaklega góð heim að sækja. Það var óhætt fyrir ferðalanga að norðan að banka upp á hvenær sem var og biðja um gistingu. Það eina sem hún vildi vera viss um var að hún næði að baka súkku- laðitertu handa mér áður en ég kæmi, en til vonar og vara þá ákvað hún að betra væri að eiga alltaf eina í frysti. Svo leið manni svo ósköp vel að háma í sig meira af þessari ekta íslensku súkku- laðitertu en maður myndi leyfa sér vanalega sem gestur. Heim- sóknir og samvera með Laugu frænku skildu alltaf eftir ein- hverskonar tilfinningu friðar og rólyndis í sálinni. Eftir samtal, kaffi og súkkulaðitertuna frægu þá sannfærðist ég í hvert sinn um það að hún frænka mín væri merkileg kona, hvunndagshetja sem sat þarna fyrir framan mig og án þess að ætla sér það þá sann- færði hún mig um hvað það er sem skiptir mestu máli í lífinu. Systkinin frá Brekku á Sel- tjarnarnesi hafa nú öll horfið á braut til annarra heimkynna. Lauga var sjötta í röðinni af níu systkinum. Það var dýrmætt að fá að vera þeim samferða í svona mörg ár og læra af þeim hvað skil- yrðislaus væntumþykja til sinna nánustu þýðir í raun og veru og hvernig hægt er að sýna það í verki. Það gerði hún Lauga, hún var alltaf nálæg, þó hún væri ekki á staðnum. Sjaldan kom maður til hennar án þess að einhverjir af- komendur væru þar hjá henni, hún nefndi aldrei nafnið mitt án þess að bæta við „mín“, hún hringdi reglulega í mig eða móður mína til að fylgjast með mér og mínum. Ég kveð elskulega frænku mína með virðingu og þökk fyrir allt sem hún var mér og gerði fyrir mig. Hún var tilbúin að mæta Guði sínum og öllum þeim sem farnir voru á undan og voru henni kærir. Hvíl í friði, frænka mín, og þakka þér fyrir allt. Ég sendi börnum hennar og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. En öðru máli gegnir um þann, sem búinn beið, unz brottför væri ráðin og fór þá sína leið með ferðahuga barnsins, á eftir öllum þeim er ástum batzt hann fastast og komnir voru heim. (Indriði Þórkelsson) Elísabet Hjörleifsdóttir. Guðlaug Hinriksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.