Morgunblaðið - 04.06.2019, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2019
✝ Gunnar Ragn-arsson fæddist
í Lokinhamradal í
Arnarfirði 20. júní
1926. Hann lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 20.
maí 2019.
Gunnar var son-
ur hjónanna Krist-
ínar Sveinbjörns-
dóttur húsfreyju,
f. 8.12. 1899, d.
13.8. 1977, og Ragnars Guð-
mundssonar frá Meðaldal í
Dýrafirði, f. 9.9. 1900, d. 27.1.
1963, oddvita í Auðkúluhreppi
og bónda á Lokinhömrum og
síðar Hrafnabjörgum. Gunnar
var næstelstur níu alsystkina.
Þau eru: Sigríður, f. 1924, d.
1998, Ólafur, f. 1927, d. 1948,
Guðmundur, f. 1930, d. 1981,
Grétar, f. 1933, d. 1952,
Anika, f. 1934, gift Guðjóni
Ármanni Eyjólfssyni, Berg-
þóra, f. 1937, gift Guðjóni Á.
Jónssyni, Höskuldur, f. 1942,
kvæntur Guðmundu Guð-
mundsdóttur, Halla, f. 1943, d.
1950. Hálfsystur Gunnars sam-
feðra eru: Sigrún, f. 1934, gift
Ragnari Valdimarssyni, og
Lilja, f. 1946, gift Baldri
Kristjánssyni.
Fyrri kona Gunnars var
Þórdís Hilmarsdóttir, f. 12.9.
farandkennslu, sótti kvöld-
skóla á Þingeyri hálfan vetur
og var einn vetur á Núpi í
Dýrafirði. Eftir það lauk hann
kennaraprófi frá Kennara-
skóla Íslands og tók stúdents-
próf frá Menntaskólanum í
Reykjavík utanskóla árið eftir.
Hann stundaði nám í tungu-
málum og forspjallsvísindum
við Háskóla Íslands og nam
ensku, listasögu og heimspeki
við Edinborgarháskóla. Þaðan
lauk hann M.A. Honours-prófi
með heimspeki sem aðalgrein
sumarið 1955. Eftir heimkom-
una vann hann á Lands-
bókasafni Íslands, kenndi við
Kennaraskólann og Náms-
flokka Reykjavíkur. Hann
stundaði framhaldsnám við
McGill-háskóla í Montreal í
Kanada veturinn 1958-1959.
Eftir það vann hann um hríð í
gjaldeyriseftirliti Seðlabank-
ans og kenndi dönsku við
Menntaskólann í Reykjavík.
Árið 1963 varð hann skóla-
stjóri grunnskólans í Bolung-
arvík og gegndi því starfi til
ársins 1991. Eftir að Gunnar
fór á eftirlaun fékkst hann við
þýðingar og þýddi fjölmörg
þekkt heimspekirit. Hann
kynnti sér menntunarheim-
speki Johns Deweys við Cent-
er for Dewey Studies í Car-
bondale í Illinois í Banda-
ríkjunum og gerði auk þess
nokkra útvarpsþætti um heim-
spekileg efni.
Útför Gunnars fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
4. júní 2019, klukkan 15.
1930, d. 10.7.
2013. Þau skildu.
Þeirra dóttir er
Margrét, f. 30.
janúar 1953. Eftir-
lifandi eiginkona
Gunnars er Anna
Sigríður Skarp-
héðinsdóttir kenn-
ari, f. í Reykjavík
5. apríl 1932. Þau
gengu í hjónaband
árið 1957. Börn
Gunnars og Önnu eru: 1)
Helga Kristín, f. 14. júní 1957,
gift Þorleifi Óskarssyni, f. 6.
mars 1958. Börn þeirra eru: a)
Gunnar Már, f. 1989. Sam-
býliskona hans er Birna Er-
lingsdóttir, f. 1989. Þau eiga
eina dóttur, Hörpu Sigríði, f.
2015, og b) Óskar Helgi, f.
1996, í sambúð með Söru Þ.
Finnbogadóttur, f. 1997. 2)
Vilhjálmur, f. 18. mars 1959.
Fyrri kona hans var Zuilma
Gabríela Sigurðardóttir, f.
1962. Þau skildu. Sonur þeirra
er Ari Þór, f. 1981. Seinni
kona Vilhjálms er Liming Dai,
f. 1974.
Gunnar ólst upp á Lokin-
hömrum til 14 ára aldurs þeg-
ar fjölskyldan flutti á Hrafna-
björg. Hugur hans stóð til
mennta en í upphafi var skóla-
gangan þó stopul. Hann fékk
Gunnar, tengdafaðir minn, var
um margt merkilegur maður.
Hann ólst upp í afskekktri sveit,
Lokinhamradal í Arnarfirði, þar
sem hvorki var rafmagn né renn-
andi vatn og samgöngur með
eindæmum erfiðar. Hann fór
ungur að slá með orfi og ljá,
sækja sjóinn og vinna önnur
störf sem sinna þurfti á stóru
fjárbúi. Hann hafði reyndar eng-
an áhuga á sauðfé eða búskap en
sjómennskan höfðaði til hans.
Sjósókn varð þó ekki hlutskipti
hans, hann vildi ganga mennta-
veginn og foreldrar hans studdu
hann í því enda var Gunnar ein-
stökum gáfum gæddur. Ungur
að árum var hann látinn kenna
systkinum sínum því ekki var
auðvelt fyrir farkennarann að
komast til þeirra um torfærar
vegleysur. Einnig kenndi hann
öðrum börnum í Arnarfirði með
leyfi skólayfirvalda.
Skólaganga Gunnars hófst í
kvöldskóla á Þingeyri í hálfan
vetur og eftir það fór hann í Hér-
aðsskólann á Núpi í Dýrafirði.
Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur
og þar lauk hann kennaraprófi
og stúdentsprófi. Þá lagði hann
stund á ensku, dönsku, frönsku
og forspjallsvísindi í Háskóla Ís-
lands og fór eftir það til Ed-
inborgar þar sem hann lauk
námi í heimspeki frá
Edinborgarháskóla.
Árið 1963 fékk Gunnar
skjólastjórastöðu í Bolungarvík
og fluttu þau Anna vestur með
tvö ung börn. Þar áttu þau far-
sælan feril, en Anna kenndi við
skólann frá fyrstu tíð. Gunnar
hafði ekki hugsað sér að vera í
Bolungarvík til frambúðar. Sú
varð þó raunin því þar voru þau
hjónin í tæpa þrjá áratugi. Fljót-
lega fór hann að fást við þýð-
ingar öll sumur og lagði grunn-
inn að því þýðingarstarfi sem
hann vann að í 30 ár eftir að
hann fór á eftirlaun.
Gunnar var víðsýnn skólamað-
ur og kom því m.a. á að farið var
að kenna ensku strax á barna-
stigi. Hann kenndi alltaf með-
fram skólastjórastarfinu, m.a.
ensku og mannkynssögu og síðar
einnig heimspeki við Mennta-
skólann á Ísafirði.
Heimili þeirra hjóna fyrir
vestan var gestkvæmt, enda
voru þau höfðingjar heim að
sækja. Þar var mikið spjallað,
einkum um skólamál, bókmennt-
ir og heimspeki. Gunnar var
skemmtilegur viðræðu og áhuga-
samur um menn og málefni.
Anna og Gunnar nutu þess að
ferðast um landið. Mér er minn-
isstæð ferð sem við fórum með
þeim inn á hálendi Austfjarða á
85 ára afmælisdaginn hans. Þá
var m.a. komið við á Kárahnjúk-
um en Gunnar vildi sjá með eigin
augum þá umdeildu virkjun sem
þar var reist.
Þegar þau hjónin fluttu til
Reykjavíkur urðum við Helga
þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa
þau fyrir nágranna. Í Eskihlíð 10
var alltaf opið hús fyrir syni okk-
ar frá unga aldri. Gunnar og
Anna létu sér einstaklega annt
um þroska þeirra og menntun,
kenndu þeim og fylgdust með
þeim alla tíð. Verður aldrei nóg-
samlega þakkað fyrir þann
mikilvæga þátt sem þau áttu í
uppeldi þeirra.
Að leiðarlokum – þegar ég
minnist Gunnars – bregður fyrir
í huganum mynd af honum, full-
um af eldmóði, við tölvuna í her-
berginu þar sem veggir eru
þaktir bókum. Heimspeki og
menntunarmál voru Gunnari alla
tíð ástríða og á því sviði auðn-
aðist honum að fá miklu áorkað.
Blessuð sé minning hans.
Þorleifur Óskarsson.
Mætur maður er fallinn frá.
Við þau tímamót er mér ljúft að
minnast einstaklega góðrar við-
kynningar við Gunnar Ragnars-
son og konu hans, Önnu Skarp-
héðinsdóttur, en þeim sóma-
hjónum kynntist ég, unglingur
að aldri, er ég dvaldi á heimili
þeirra í Bolungarvík fyrir hálf-
um fimmta áratug. Ég hafði
eignast dóttur þeirra, Helgu
Kristínu, að vinkonu í mennta-
skóla og ekki kom annað til
greina af þeirra hálfu en að ég
byggi hjá þeim þegar til tals kom
að ég réðist með vinkonu minni
vestur til að vinna þar sumar-
langt „í fiski“. Það var með smá-
vegis fiðring í maganum sem ég
fór vestur en allur ótti reyndist
sannarlega ástæðulaus: þarna
var ég aufúsugestur og naut
mikillar gestrisni og vinsemdar.
Heimilið var skemmtilegt, bæk-
ur úti um allt svo að ekki þurfti
einu sinni að fara á bókasafnið
og þar datt ég sannarlega í
lukkupottinn. Samræðurnar á
skólastjóraheimilinu voru líka
auðgandi og oft „heimspekileg-
ar“ enda húsbóndinn hámennt-
aður heimspekingur. Ekki var
þó blaðrað að óþörfu, Gunnar
var fremur fámáll og gekk oft
hummandi um gólf í þungum
þönkum en fylgdist þó betur
með en mann grunaði því að
hann skaut gjarnan inn í sam-
ræðurnar smellnum athuga-
semdum öllum að óvörum. End-
aði sumarið með heimsókn
foreldra minna, sem voru jafn-
velkomin og ég, er þau komu
vestur að sækja mig og var fast-
mælum bundið að þetta yrði ekki
síðasta heimsóknin. Reyndar var
ég líka heimagangur á „auka-
heimili“ þeirra hjóna í Reykjavík
þar sem kynnunum var viðhaldið
enda þurftum við Helga ekkert
smávegis að spjalla öll mennta-
skólaárin. Svo kom að því að fara
aftur vestur í lok menntaskólans
til að afla skotsilfurs til fyrirhug-
aðrar Frakklandsferðar okkar
Helgu – og ekki var við það kom-
andi, frekar en fyrri daginn, að
fá að endurgjalda greiðann með
nokkru móti. Þessi vetrarheim-
sókn, sem stóð eitthvað á annan
mánuð, er mér, borgarbarninu,
einnig ógleymanleg: að vaða
skafla upp í mið læri, vera send
heim úr frystihúsinu um miðjan
dag í rökkrinu þegar rafmagnið
fór, sitja við kertaljós og prjóna
og svo fljúgandi glerið í órahárri
Óshlíðinni ef menn brugðu sér af
bæ inn á Ísafjörð. Allt er þetta
sem gerst hafi í gær. Ég hef
engu að síður átt því láni að
fagna að hafa fylgst með þeim
hjónum af og til í áranna rás og
alltaf hefur verið sérlega
ánægjulegt að hitta þau og sjá
hversu hress og ræðin þau hafa
verið þrátt fyrir hækkandi aldur.
Það er ekki fyrr en á allra síð-
ustu misserum sem Gunnar fór
að kenna heilsubrests en andlegt
atgervi hans var alla tíð ósnert.
Ég verð þessum einstöku vel-
gjörðarmönnum mínum ætíð ein-
læglega þakklát fyrir að hafa
opnað mér heimili sitt á þeim
miklu mótunarárum sem ung-
lingsárin eru. Það hefur vafa-
laust haft meiri áhrif á mig en ég
hef nokkurn tíma almennilega
gert mér grein fyrir. Hjartans
Anna, Helga, Villi og aðrir
aðstandendur. Þið fáið mínar
innilegustu samúðarkveðjur í
þeirri von að minningarnar um
merkan mann og kæran eigin-
mann, föður, afa og vin megi
milda söknuðinn og verða að
fjársjóði sem hvorki mölur né
ryð fær grandað.
Áslaug J. Marinósdóttir.
Hann stendur álútur og styð-
ur hægri hendi á borðplötuna
undir kaffikönnu kennarastof-
unnar, setur á tölu um fánýti
mannlegrar tilveru þegar sóst er
eftir eintómum hégóma – og
kveður fast að orði.
Nei, hér er ekki á ferðinni
neitt slitrótt muldur í barm sér.
Hvert einasta hljóð tungunnar
hljómar svikalaust „svo að heyr-
ist í gegnum brimgnýinn og eld-
gosadrunurnar“ eins og segir á
einum stað. Af sjálfu leiddi, að
Gunnar Ragnarsson var áheyri-
legastur upplesari einhver, sem
hugsast gat. Mér er sem ég
heyri enn þá flugið í flutningn-
um, þegar hann las sögu af dýru
brauði: „Því sem manni er trúað
fyrir, því er manni trúað fyrir …
Héld maður þurfi ekki einlægt
að vera að éta, sagði konan. Það
er ósiður … Og ég veit ekki fyr,
segir konan, en mig er farið að
lánga í kaffi.“
Gunnar var fullkomlega laus
við hvers konar uppskafnings-
hátt, dyndilmennsku og smjaður.
Svo hreinskilinn var hann og
falslaus, að ýmsum mun hafa
þótt nóg um; Bolvíkingar höfðu
þó margir munninn fyrir neðan
nefið sjálfir. Haft var eftir barn-
krakka langt innan við fermingu:
„Gunnsi skólastjóri! Maður segir
nú bara nokkur vel valin orð við
hann og svo steinheldur hann
kjafti!“ Óþarft að taka fram, að
bragðið mundi fráleitt hafa lán-
ast þótt beitt hefði verið, sem
reyndar ekki var.
Andlegt atgervi hans var af
þeirri stærðargráðu, að dr.
Broddi heitinn skólastjóri Kenn-
araskólans mun hafa látið svo
um mælt, að nemanda á borð við
Gunnar fengju skólastofnanir
inn fyrir dyr hjá sér einu sinni á
öld. Lærisveinninn skrifaði
seinna snilldargrein um meistara
sinn, sem hann mat mest allra
manna.
Ég hygg, að Gunnar hafi verið
músíkalskur að hófi; mér er
raunar nær að halda að hann
hafi verið laglaus. Þeim mun
meira undur að sonarsonur hans
skuli einn flinkastur íslenskra
fiðluleikara, sem nú eru á dög-
um. En afi drengsins í móður-
ætt, erlendur maður, mun hafa
verið virtúós á þetta viðkvæma
hljóðfæri.
Gunnar samdi bók um ensk-
ameríska heimspekinginn A.N.
Whitehead. Þá þýddi hann með
ágætum á íslensku ritið „Sam-
ræður um trúarbrögðin“ eftir
skoska heimspekinginn David
Hume (1711-1776), sem talinn
hefur verið fremstur hugsuða á
Bretlandseyjum. Hann kenndi,
að gagnslaust væri að freista
þess að útlista reynslu manna
með því að vísa til hins yfirnátt-
úrulega. Nær væri að einbeita
sér að lífinu hérna megin grafar
og deyja síðan án uggs og ótta.
Víst er, að prestum við Djúp var
betra að vera ekki að marki slak-
ir í trúfræðinni, ef rökrætt
skyldi við skólastjórann í Vík-
inni.
Þau hjón Anna og Gunnar
voru samhent og starfshættir í
skólanum í Bolungarvík mjög
vandaðir. Anna kenndi íslensku
og bókmenntir með mikilli hind,
nákvæm og gjörhugul í hvívetna.
Mér er til efs að margir lesendur
Gunnar
Ragnarsson
✝ Guðbjörg EddaGuðmunds-
dóttir, Didda, fædd-
ist í Keflavík 20.
janúar 1936. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Hrafnistu
í Garðabæ 24. maí
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmundur
Alfreð Finnboga-
son, fræðimaður og
ættfræðingur frá Tjarnarkoti í
Innri-Njarðvík, f. 8. nóvember
1912, d. 19. apríl 1987, og Guð-
laug Ingveldur Bergþórsdóttir
frá Suðurgarði í Vestmanna-
eyjum, f. 18. nóvember 1908, d. 4.
apríl 1985. Systkini Diddu:
Drengur (óskírður) f. 22. nóvem-
ber 1933, d. 27. mars 1934, Stef-
anía, f. 28. október 1934, d. 1.
ágúst 2018, Finnbogi Geir, f. 4.
október 1937, Laufey Ósk, f. 10.
september 1940, Jón Björgvin, f.
16. desember 1941, d. 27. apríl
1942, og Jón Már, f. 16. ágúst
1943.
Árið 1958 kynntist Didda Búa
Jóhannssyni, f. 25.7. 1931, d.
13.3. 2001. Þau slitu samvistum
árið 1966. Þeirra börn: 1) Aldís
Búadóttir þroskaþjálfi, f. 2.3.
1961. Börn hennar og Heimis
Sigursveinssonar trésmíðameist-
ara, f. 15. maí 1959, eru a) Eva
Dís, f. 2. júní 1982, unnusti henn-
ar er Pawel Radwanski, f. 6.
september 1985. b) Íris Edda, f.
8. febrúar 1984, unnusti hennar
er Atli Ævar Ingólfsson, f. 6. maí
1988. c) Karítas, f. 18. apríl 1990,
unnusti hennar er Magnús Mar-
geir Stefánsson, f. 9. maí 1986. d)
Diljá, f. 19. júní 1992, unnusti
hennar er Árni Freyr Ásgeirs-
son, f. 10. mars 1992. 2) Jóhann
Búason rafvirki, f. 31.1. 1965.
Börn hans og Eyglóar Sigtryggs-
dóttur stuðningsfulltrúa, f. 1.
febrúar 1964, eru a) Katrín, f. 12.
janúar 1990, sambýlismaður
hennar er Aðalsteinn Ólafsson, f.
19. ágúst 1977. b) Bjarki, f. 9.
ágúst 1997, sambýliskona hans
er Aleksandra
Klara Wasilewska,
f. 27. júní 1996.
Árið 1975 giftist
Didda Sigurði
Magnússyni, f. 13.
mars 1934, d. 3.
nóvember 2009.
Þau slitu samvistum
1986. Þeirra sonur
er Sigurður Fjalar
verkfræðingur, f. 9.
apríl 1979. Börn
hans og unnustu hans, Hildar
Guðnýjar Ásgeirsdóttur sjúkra-
þjálfara og lýðheilsufræðings,
eru Ásgeir Gauti, f. 28. júní 2017,
fyrir á Sigurður Fjalar Ylfu Mar-
gréti, f. 2. febrúar 2012, af fyrra
sambandi. Börn Sigurðar af
fyrra hjónabandi eru Magnús
rafvirkjameistari, f. 18. ágúst
1953, Anna Guðrún lífeindafræð-
ingur, f. 22. mars 1956, Sigríður
kennari, f. 16. júlí 1957, Halldór
Sigurður lyftusérfræðingur, f.
11. ágúst 1963, Esther hár-
greiðslumeistari, f. 23. júlí 1966.
Didda lagði fimmtán ára að
aldri upp í ferðalög til ýmissa
landa þar sem hún vann við þrif á
sjúkrahúsum, s.s. í Svíþjóð og
Englandi, ásamt því að vinna sem
nokkurs konar au pair hjá hjón-
um í Kaliforníu í Bandaríkjunum
um tíma. Hún vann við sím-
svörun á Hreyfli um átta ára
skeið. Um 1975 vann hún sem
hótelstýra á Raufarhöfn og
nokkru síðar sem starfsmaður í
loðnubræðslu Síldarverksmiðju
ríkisins á Siglufirði. Í byrjun ní-
unda áratugarins var hún sauð-
fjár- og refabóndi í Lyngási í
Kelduhverfi. Síðustu starfsárin
vann hún við umönnun, meðal
annars á dvalarheimili aldraðra
á Blesastöðum í Skeiða- og Gnúp-
verjahreppi og síðan í Arnarholti
á Kjalarnesi á meðan það þjónaði
sem endurhæfingarstöð fyrir
geðfatlaða. Síðustu árin átti hún
við veikindi að stríða.
Útför Diddu fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 4. júní
2019, klukkan 15.
Elsku amma Didda, með hár
úr silfri og hjarta úr gulli.
Við kveðjum þig með sorg í
hjarta og með tár á hvarmi en um
leið vaknar eilítið bros á vör þeg-
ar við hugsum til þess að nú sért
þú komin á góðan stað.
Við áttum margar góðar
stundir með ömmu Diddu. Það
var alltaf stutt í brosið hjá þér,
elsku amma. Þú varst alltaf svo
góð við okkur, tókst á móti okkur
með hlýjan faðm og með bros á
vör. Börnunum okkar, barna-
barnabörnunum þínum, þótti
alltaf gaman að koma til þín því
að þú söngst fyrir þau og lékst
þér við þau. Umhyggjusemi og
vinsemd var alltaf að finna hjá
þér, elsku amma. Þú hafðir einn-
ig mikinn áhuga á að vita hvernig
okkur vegnaði í lífinu, hvort sem
það sneri að skóla, íþróttum eða
áhugamálum.
Þú varst alltaf stórglæsileg
með stórt hjarta, elsku amma. Þú
hafðir sterkar skoðanir sem
fengu okkur oft til þess að fara
dýpra í samræður og spjall um
daginn og veginn og þá fengum
við sögur af þér sem við hlust-
uðum á hugfangnar. Þú varst
samkvæm sjálfri þér og hrein-
skilin og alltaf góð við okkur, með
kaffi tilbúið og tilbúin í spjall.
Þú varst hörkudugleg, mikil
fyrirmynd og gafst frá þér já-
kvæða orku hvert sem þú fórst.
Við litum alltaf mikið upp til þín,
bæði varstu alltaf svo vel til höfð
og falleg á sama tíma og þú varst
yfirveguð, hlýleg og góð.
Margar minningar skjótast í
kollinn þegar við hugsum um þig,
elsku amma, en það sem stendur
upp úr er tilfinningin sem við
finnum þegar við hugsum um þig.
Tilfinningin er svo ljúf, góð, hlý
og falleg, allt á sama tíma.
Takk fyrir allt saman, elsku
amma okkar.
Við munum sakna þín þangað
til við hittum þig næst.
Þínar,
Eva Dís, Íris Edda,
Karitas, Diljá.
Guðbjörg Edda
Guðmundsdóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Sálm. 10.14
biblian.is
Þú gefur gaum að
mæðu og böli og
tekur það í hönd
þér. Hinn bágstaddi
felur þér málefni
sitt, þér sem hjálpar
munaðarlausum.