Morgunblaðið - 04.06.2019, Side 19
Gísla sögu Súrssonar hafi farið
nær um það en hún, hver vó Vé-
stein.
Ég bið Guð að hugga og
styrkja ástvini Gunnars og gefa
þeim alla himneska blessun og
náð, bæði hér og í komandi
heimi. Guð blessi minningu
drengsins góða.
Gunnar Björnsson,
pastor emeritus.
Með söknuði kveð ég afa
minn, Gunnar Ragnarsson. Við
vorum miklir vinir. Framan af
var ég nær daglega hjá þeim
ömmu í Eskihlíð og var tíður
gestur alla tíð síðan. Oft sátum
við inni hjá afa og tókum skák
eða „eina bröndótta“, eins og
hann orðaði það. Hann kenndi
mér mannganginn í æsku og við
héldum íþróttinni við þar til
undir það síðasta. Afi sagði mér
frá því að þau systkinin á Lok-
inhömrum hefðu búið til tafl-
menn úr kertavaxi enda hvergi
hægt að kaupa slíkt þar í sveit.
Hann tefldi mikið og þótti strax
efnilegur. Á námsárunum í Ed-
inborg tefldi hann gjarnan við
samstúdenta sína.
Við afi fórum oft saman í
morgunsund í Sundhöll Reykja-
víkur. Þar var hann fastagestur
allt frá því þau amma fluttu til
Reykjavíkur og þar til heilsan
leyfði það ekki lengur. Afi
stundaði alla tíð sund sér til
ánægju og heilsubótar. Það var
líka fastur liður að afi færi í
gönguferð á hverjum degi, jafn-
vel tvisvar á dag. Það gerði hann
allt fram undir það síðasta. Hon-
um fannst dagurinn ekki hafa
verið almennilegur nema hann
kæmist í göngutúr. Ef til vill átti
þetta þátt í því hve heilsuhraust-
ur hann var.
Ég á margar minningar þar
sem við sátum saman í herberg-
inu hans í Eskihlíðinni. Þar var
gott andrúmsloft, herbergið
troðfullt af bókum og a.m.k. tví-
raðað í hverja hillu. Í seinni tíð
gaukaði hann gjarnan að mér
bókum, oftar en ekki um heim-
speki. Afi geymdi allar myndir
sem við bræður teiknuðum í
æsku til að fylgjast með þroska-
ferli okkar. Hann talaði um
þetta sem gögn sem væru verð-
ugt rannsóknarefni, t.d. fyrir
ungan barnasálfræðing. Eins
tók hann upp á segulband sam-
töl við okkur bræðurna þar sem
hann spurði erfiðra spurninga
sem reyndu á þau mörk sem
börn eru fær um rökhugsun.
Alltaf fannst mér gott að spjalla
við afa. Hann hafði áhuga á
mörgum viðfangsefnum, var
fróður, víðsýnn og nútímalegur í
hugsun.
Afi reyndi að vekja áhuga
okkar barnabarna sinna á heim-
speki og kom okkur í heimspeki-
skóla fyrir börn. Hann keyrði
mig alltaf og sagði nokkur orð
við kennarann. Fljótlega var
hann kominn með námsefnið til
yfirlestrar. Hann var áhugasam-
ur um barnaheimspeki og taldi
gagnrýna hugsun skipta miklu
máli í menntun barna. Sjálfur
var hann alinn upp við
utanbókarlærdóm. Þegar hann
minntist þess í seinni tíð var
hann gagnrýninn á þær kennslu-
aðferðir.
Afi var mikill tungumála-
maður. Ungur að árum lærði
hann dönsku og ensku eftir út-
varpinu og þakkaði því hve vel
hann náði dönskum framburði.
Síðar lagði hann stund á tungu-
mál í háskóla. Hann kenndi
dönsku einn vetur í MR og vann
um skeið við endurskoðun
dansk-íslenskrar orðabókar. Ég
leitaði oft til hans með aðstoð við
dönskunám. Hann var góður
kennari og við höfðum báðir
ánægju af þessum stundum.
Mér er sérstaklega minnisstætt
hvað hann hneykslaðist á því
hve mikið Danir „gleyptu upp“
eftir enskunni. Þá var mikið flett
upp í orðabókum og var gamli
þýðandinn alltaf sérstaklega
spenntur að sjá hvað orðabókin
gæfi upp (og hissa hvað hún gæfi
ekki upp!).
Með söknuði kveð ég kæran
vin, góðan afa og fyrirmynd í lífi
mínu.
Óskar Helgi Þorleifsson.
Öll þekking er merkingarbær vegna
athafna og allar athafnir eru
merkingarbærar vegna vináttu.
(John Macmurray)
Við sem vorum með Gunnari
Ragnarssyni í leshring síðustu
æviárin minnumst hins óþreytta
eldhuga. Gunnar lagði sig í ein-
lægni fram í leit að skilningi og
þekkingu handa sjálfum sér og
öðrum. Við söknum okkar góða
félaga og þökkum fyrir það sem
hann færði okkur; samveru-
stundirnar og samtölin sem
munu áfram lifa með okkur í
formi minninga. Einnig þær
fjöldamörgu þýðingar á verkum
erlendra hugsuða sem Gunnar
gerði aðgengilegar fyrir íslenska
heimspekiáhugamenn. Í minn-
ingu og í fótsporum hans munum
við halda áfram að ræða grund-
vallarmálin af einurð og í vin-
áttu.
Egill Arnarson, Einar Kvar-
an, Geir Þórarinsson, Hafþór
Sævarsson, Jörundur
Guðmundsson, Magnús Þór
Jónsson, Oddný Eir Ævars-
dóttir, Rögnvaldur Þórsson
og Þorsteinn Hilmarsson.
Haustið 2010 rakst ég á Þor-
stein Hilmarsson heimspeking á
kaffihúsi þar sem hann sat og
ræddi við svipmikinn og fjörug-
an mann á efri árum. Þannig
voru fyrstu kynni mín af Gunnar
Ragnarssyni, heimspekingi og
þýðanda. Hann hafði gegnt ýms-
um hlutverkum á lífsleiðinni,
meðal annars verið skólastjóri í
Bolungarvík og námsmaður í
Edinborg. Þar komst Gunnar í
kynni við heimspekinginn John
Macmurray sem hann hafði
miklar mætur á. Það sem Gunn-
ari líkaði best í fari Macmurrays
var að hann forðaðist „fræðileg-
ar langlokur“, nokkuð sem
Gunnar vildi reyndar meina að
hefði öðru fremur stuðlað að því
að Macmurray féll í gleymsku.
Gunnar sagði annars að fyrstu
kynni sín af heimspekinni hefðu
verið útvarpserindi Sigurðar
Nordal sem flutt voru í Ríkisút-
varpinu þegar hann var ungling-
ur. Gunnar tók hús á þessum
spekingum, Sigurði og Macm-
urray, ekki vegna persónulegrar
aðdáunar heldur var um hrein-
ræktaðar heimspekiheimsóknir
að ræða. Við það að fara yfir
kenningar þessara manna komu
fram atriði sem Gunnar vildi öðl-
ast nánari skilning á. Því var
réttast að leita beint í frumheim-
ildina. Að hans sögn var honum
vel tekið í bæði skiptin.
Ef lífshlaup Gunnars er sett í
samhengi við reynslu okkar sem
fengum að kynnast honum er
freistandi að halda því fram að
fáir hafi staðið honum jafnfætis
þegar kemur að ástríðu fyrir
faginu. Hún birtist til dæmis í
því að á meðan hann starfaði
sem skólastjóri vaknaði hann
gjarnan snemma til að heim-
spekin yrði ekki útundan. Einn
af fylgifiskum viskuástar Gunn-
ars var að hann veigraði sér ekki
við að trufla fyrirlesara með
spurningu ef eitthvað var óljóst í
máli þeirra, meðan aðrir sátu og
þögðu af kurteisi, hefðarspekt
eða kannski gömlum vana. Nú
þegar Gunnar er farinn er
kannski rétt að spyrja hvort við
sem eftir erum ættum oftar að
leyfa sannleikanum að njóta vaf-
ans? Gefa okkur meiri tíma til að
staldra við og ofmeta ekki eigin
þekkingu og innsæi.
Í lok fyrrnefnds fundar spurði
ég þá félaga, Þorstein og Gunn-
ar, hvort við ættum að stofna
heimspekileshring. Ég hafði
reyndar áður viðrað slíka hug-
mynd við allmarga heimspeki-
áhugmenn en þrátt fyrir góðar
undirtektir varð ekki neitt úr
neinu. Það kom mér því á óvart
að stuttu síðar fékk ég fékk upp-
hringingu frá Gunnari sem vildi
taka mig á orðinu. Hann sagðist
jafnframt hafa fengið vilyrði
Þorsteins fyrir því að við gætum
nýtt aðstöðu Háskólaútgáfunnar.
Næstu sjö árin, eða þar til Gunn-
ar varð ófær um að vera með
sökum heilsubrests, varð
Háskólaútgáfan meginvettvang-
ur heimspekiiðkunar með
áherslu á þýðingar og frumsamið
íslenskt efni. Að jafnaði hittist
hópurinn á tveggja til þriggja
vikna fresti, þótt hann færi
stundum í lengri dvala. Aldurs-
forsetinn Gunnar var 84 ára
gamall í upphafi og því kominn
yfir nírætt þegar ferðinni lauk.
Ég held að ég geti mælt fyrir
munn annarra þátttakenda að
við erum Gunnari mjög þakklát
fyrir að halda okkur við efnið og
ég vona að minning hans verði
okkur hinum hvatning í því að
halda áfram að hugsa á íslensku.
Einar Kvaran.
Ef ég hefði verið spurður fyrir
ári hversu gamall ég héldi að
nafni minn og afi, Gunnar Ragn-
arsson, yrði hefði ég hiklaust
sagt að minnsta kosti 100 ára.
Hann var bara þannig maður –
hausinn var alltaf á fullu. Það
var því sárt að kveðja hann á
Landspítalanum hinn 20. maí
síðastliðinn þó að síðustu vikurn-
ar hefðu gert manni ljóst að
þetta yrði ekki mikið lengra.
Ég var svo lánsamur að sem
barn bjuggum við fjölskyldan í
sömu götu og Gunnar afi og
Anna amma. Heimili þeirra var
mér því sem annað uppeldis-
heimili og ég minnist tímanna
þaðan alltaf með hlýju og þakk-
læti. Að einhverju leyti uppfyllti
Gunnar afi hina hefðbundnu
ímynd af afa sem gaukaði að
manni mola úr skrifborðsskúff-
unni í bókaherberginu og rétti
manni þúsundkall þegar maður
kvaddi. Það var samt aldrei sú
ímynd sem skilgreindi hann. Ég
minnist afa sem heimspekings
og kennara. En jafnframt minn-
ist ég hans sem áhugamanns um
tækni og vísindi.
Ég hef aldrei þekkt neinn sem
þótti vasareiknir jafn merkileg
uppfinning. Ég fylgdist oft með
honum slá inn tölur í reiknivélina
bara til þess að hann gæti sýnt
mér hversu fljót hún væri að
reikna flókin dæmi. Sama gilti
um tölvur. Þegar hann sagði
skilið við gömlu Macintosh 128k-
tölvuna sína og uppfærði í iMac
stuttu eftir aldamót velti hann
sér lengi upp úr því hversu
margar blaðsíður hann þyrfti að
skrifa í ritvinnslunni til að fylla
tíu gígabæta harða diskinn í vél-
inni. Þvílíkt undur sem honum
þótti að mannskepnan hefði get-
að skapað þessi tæki.
Til að lýsa því örstutt hvernig
maður Gunnar afi var langar mig
að minnast þess þegar hann
bauð mér eitt sinn í bíó að eigin
frumkvæði.
Þetta hefur líklega verið árið
2002. Ég þá þrettán ára og afi 76
ára. Við sáum myndina Tímavél-
ina, byggða á samnefndri bók
H.G. Wells frá 1895. Myndin
sem slík var ekki mjög merkileg.
Hefðbundin Hollywood-útgáfa af
tímaflakki með viðeigandi hasar
og dramatík. Efnislega skipti
sagan samt öllu máli. Fyrsti vís-
indaskáldskapurinn um tíma-
flakk með tímavél. Fátt betra
efni í heimspekilegar samræður.
Er tímaflakk fræðilega mögu-
legt? Hvers vegna myndi mann-
skepnan vilja ferðast fram og
aftur í tíma? Ættum við að gægj-
ast í framtíðina eða breyta for-
tíðinni ef við gætum það? Hug-
myndin um eitthvað jafn
fjarstæðukennt og tímaflakk
vakti óteljandi vangaveltur. Vís-
indalegar, heimspekilegar og
siðferðilegar. Það má ætla að ein
bíóferð hafi sjaldan skilið jafn
mikið eftir sig hjá þrettán ára
polla.
Hvert sem hann fór sótti hann
í að spyrja spurninga og öðlast
þekkingu. En umfram allt vildi
hann deila þekkingunni áfram og
hvetja þá sem á eftir sér komu
til að læra og halda áfram að
spyrja spurninga.
Gunnar Ragnarsson var upp-
alandi og lærifaðir og ég á hon-
um margt að þakka. Hann vakti
áhuga minn á vísindum og tækni.
Hann kenndi mér tungumál og
stærðfræði. Hann talaði við mig.
Hann spurði mig spurninga.
Hann fékk mig að sama skapi til
að hugsa, spyrja og efast.
Það hafa fáir haft jafn mikil
áhrif á mig og Gunnar Ragn-
arsson. Ég elska þig alltaf. Takk.
Gunnar Már Þorleifsson.
Við Gunnar kynntumst við
frágang og útgáfu á þýðingu
hans á Nytjastefnunni eftir John
Stuart Mill í kringum 1990 eða
um það leyti sem þau Anna
fluttu til Reykjavíkur frá Bol-
ungarvík eftir drjúga starfsævi
þar. Það verður seint sagt um
Gunnar að hann hafi sest í helg-
an stein þegar þarna var komið
sögu. Gaman var að heyra hann
lýsa því yfir að fyrst hann entist
við kennsluna í Bolungarvík gæti
hann ekki talið eftir sér að nota
sem samsvaraði þó ekki væri
nema einni kennslustund á dag
til að fara í gönguferðir og halda
sér þannig sprækum. Við þetta
stóð hann lengst af og hellti sér
jafnframt út í hvert verkefnið af
öðru sem sneri að þýðingum á
heimspekilegu efni.
Með okkur Gunnari tókst
samstarf sem sneri einkum í
fyrstu að heimspekilegum þýð-
ingum og vangaveltum um
hvernig kenningum merkra
hugsuða verði best komið á gott
íslenskt mál. Jafnframt þróaðist
með okkur vinátta þar sem við
ræddum oft saman um heim-
spekileg efni. Reglulegar kaffi-
húsaferðirnar urðu æði margar
undanfarin tæp 30 ár, oft við
tveir saman en einnig stundum í
stærri hópi áhugamanna um
heimspeki. Þá má ekki gleyma
leshringnum sem hittist reglu-
lega í nokkur ár. Þar var Gunnar
í essinu sínu.
Ég hygg að engum sem
kynntist Gunnari í gegnum
heimspekina blandist hugur um
hversu mikil ástríða og áhugi bjó
að baki því sem Gunnar hafði
fram að færa. Minnistætt er
hvernig hann hafði oft eftir setn-
ingar og hugtök frá bresku raun-
hyggjumönnunum, nú eða John
Dewey, með skoskum áherslum,
hristi hausinn og undraðist hvað
þeir væru að fara og hvernig í
ósköpunum ætti að koma þessu
yfir á skiljanlegt íslenskt mál.
En þar var hann á heimavelli og
árangurinn eftir því. Margur
mundi telja sig sáttan við ævi-
starfið að afreka þær frábæru
heimspekiþýðingar og greinar
sem liggja eftir Gunnar. Í hans
tilfelli dugðu honum efri árin eft-
ir að starfsæfi hans sem skóla-
stjóra lauk til að skila því verki.
Með Gunnari er fallinn frá
mikill eldhugi sem aldrei missti
áhugann og undrunina frammi
fyrir stærstu spurningum tilver-
unnar. Það er, tel ég, merkilegt
að hugsa til þess að maður af
hans kynslóð hafi fetað þessa
slóð. Það hefur ekki verið sjálf-
gefið að sækja nám á sviði heim-
speki í Skotlandi og Kanada á 6.
áratugnum. Væntanlega hefur
skilningur á því sem í slíkum
manni býr verið takmarkaður
þegar heim var komið. Kannski
herti það hann svo að sannfær-
ingin um mikilvægi viðfangsefn-
isins entist honum alla ævi.
Ég kveð Gunnar með þakk-
læti fyrir að hafa fengið að kynn-
ast góðum vini og við hjónin
sendum Önnu og fjölskyldunni
allri hugheilar samúðarkveðjur.
Þorsteinn Hilmarsson
Fleiri minningargreinar
um Gunnar Ragnarsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2019
Móðir okkar,
VALBORG EBY ÞORVALDSDÓTTIR
víóluleikari og leiðsögumaður,
Colmar, Frakklandi,
lést í Frakklandi þriðjudaginn 28. maí.
Útför fer fram í Colmar miðvikudaginn
5. júní ásamt bálför.
Minningarathöfn og jarðsetning mun fara fram á Íslandi
í október, nánar auglýst síðar.
María Lára Eby
Kristín Edda Eby
Elísabet Eby
Ástkær dóttir mín, móðir, tengdamóðir,
systir, mágkona, amma og langamma,
KRISTÍN ÞÓRISDÓTTIR,
Sléttuvegi 9,
lést föstudaginn 3. maí. Jarðarförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna
andláts hennar.
Petrína Kristín Björgvinsdóttir
Þórir Ólafur Skúlason Fanney Sigurgeirsdóttir
Árni Benedikt Skúlason
Kolbrún Þórisdóttir Hreinn Ó. Sigtryggsson
Ólafur Þórisson
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri,
EINAR PÁLL STEFÁNSSON,
Gautaborg, Svíþjóð,
lést á heimili sínu í Gautaborg 25. maí.
Útförin fer fram frá Västra Frölunda kyrka,
Gautaborg, mánudaginn 17. júní
klukkan 11.
Guðfinna Ingólfsdóttir
Stefán Lýður Einarsson
Lovísa Margrét Einarsdóttir Urban Rönnqvist
Ingólfur Helgi Einarsson Siri Vento
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORBERGUR ÞÓRARINSSON,
lést í faðmi fjölskyldunnar á
hjúkrunarheimilinu Skjóli 15. maí.
Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju
föstudaginn 7. júní klukkan 15.
Elísabet Jósefsdóttir
Þórarinn H. Þorbergsson Unnur Elín Jónsdóttir
Þórarinn Fannar Þórarinsson
Þórdís Hildur Þórarinsdóttir
Fjóla Ósk Þórarinsdóttir
Stefán Örn Þórarinsson
Gabriela E. Þorbergsdóttir Þóroddur Gissurarson
Þorbergur Taró Ómarsson
Elísabeth Tanja Gabrieludóttir
og langafabörn
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
DÝRFINNA HELGA KLINGENBERG
SIGURJÓNSDÓTTIR
ljósmóðir,
Hraunbæ 75, Rvk.,
lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn 29. maí.
Útförin verður fimmtudaginn 20. júní frá
Dómkirkjunni.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja Lífsspor
eða Parkinsonsamtökin.
Elinborg Sigurðardóttir Guðmundur Ingólfss.
Elinóra Inga Sigurðard. Júlíus Valsson
Magnús J. Sigurðsson Margarita Reymondsd.
Þórey S. Sigurðardóttir
Sigríður H. Sigurðard. Guðmundur Vernharðs
Jón Helgi Sigurðsson Inga H. Sigurjónsd.
Sigrún J. Sigurðardóttir Kristófer A. Tómass.
og fjölskyldur