Morgunblaðið - 04.06.2019, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2019
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og
sæti,
signaði Jesús mæti.
Eins láttu ljósið þitt
lýsa í hjarta mitt,
skína í sál og sinni,
sjálfur vaktu þar inni.
Lát húmið milt og hljótt
hlúa að mér í nótt
og mig að nýju minna
á mildi arma þinna.
Ég fel minn allan hag
einum þér nótt og dag,
ljósið af ljósi þínu
lifi í hjarta mínu.
(Sigurbjörn Einarsson)
Hvíldu í friði elsku pabbi minn.
Þín dóttir
Kristjana S. Helgadóttir.
Tengdafaðir minn er látinn
eftir snarpa en harða baráttu við
hið miskunnarlausa mein sem
krabbameinið er. Hann flutti með
alla fjölskylduna árið 1992 á Arn-
ardrang í Landbroti og ákvað að
gerast bóndi. Þar kom borgar-
barnið ég árið 1997 í fyrsta skipt-
ið eftir að hafa kynnst Kristjönu.
Ég held að honum hafi ekkert lit-
ist á mig í byrjun en ég held að
við höfum verið ágætir saman
eftir það.
Ég gleymi því aldrei þegar ég
var klæddur í vinnugalla og stíg-
vél og hent inn í traktor með
tengdapabba og leiðin lá í fjár-
húsið. Ég átti mjög erfitt með að
fara inn í fjárhúsið út af lyktinni
og þurfti aðeins að lofta út áður
en ég fór inn, man að hann hló al-
veg ógurlega að mér. Nokkrum
mánuðum seinna stóð maður
fastur í skít, pungsveittur að
hjálpa honum að moka út. Þau
Helgi Vilberg
Jóhannsson
✝ Helgi Vilbergfæddist 22. maí
1952. Hann lést 20.
maí 2019.
Útför hans fór
fram 29. maí 2019.
voru ekki fá skiptin
sem við vorum sam-
an úti í fjárhúsi að
moka út, í sauðburði
og eða hanna kerfi
til að auðvelda bú-
störfin, okkur
fannst ekkert
skemmtilegt að gefa
með loftlausum
hjólbörum.
Það var líka mjög
gaman að taka þátt í
heyskap á sumrin og maður var
svo frjáls úti á túni að snúa
klukkutímunum saman fram og
til baka á hinum ýmsu traktorum
sem allir höfðu sitt nafn. Öll vinn-
an við að halda tækjum í lagi var
líka eftirminnileg og maður var
stundum svo reiður út í legur og
tinda sem hafa bara eitt mark-
mið, að bila og eyðileggja. Stund-
um vorum við langt fram eftir
nóttu að gera við, en ég var mjög
góður í því að rétta verkfærin.
Eftir langa daga lágum við líka
oft úti á túni og horfðum á
stjörnubjartan himininn og öll
stjörnuhröpin.
Nú ert þú þar og líður vel hjá
mömmu þinni, pabba og Þorláki,
bið að heilsa þeim. Helgi var
mjög góður við barnabörnin sín
og elskaði að fá þau í heimsókn.
Þórdís Ósk og afi eiga mjög mikið
af minningum saman úr fjárhús-
inu, enda hafði hann mikið gaman
af því að taka myndbönd og
myndir af þeim, þær minningar
eru ómetanlegar núna.
Eftir sitja líka minningar um
ferðalög, ættarmót, sumarbú-
staði og skemmtilega ferð sem
við fórum í til Benidorm. Á þeim
tíma fór fram eitt af stórmótum í
fótbolta og við gallharðir stuðn-
ingsmenn Englands, fundum
okkur lítinn enskan bar þar sem
við horfðum saman á leikina með
gallhörðum Njöllum. Við horfð-
um á síðasta leikinn með þeim og
þá var búið að taka frá fyrir okk-
ur sæti og tekið á móti okkur eins
og við ættum staðinn, þennan
dag áttum við líka Benidorm því
við fórum í bæjarferð eftir leikinn
og komum frekar seint heim,
tengdamamma og Kristjana voru
ekkert með stórt bros þegar við
mættum mjög hressir upp á hót-
el. Við sögðumst hafa lent í fang-
elsi. Við skemmtum okkur mjög
vel þennan dag, og rifjuðum við
þetta oft upp.
En ég gæti sagt endalaust
margar sögur og rifjað upp fleiri
minningar um þennan mikla og
stóra mann sem hann tengda-
pabbi var, ég á eftir að sakna
hans, sakna sveitarinnar og jafn-
vel á ég eftir að sakna þessa að
moka skít með honum fram á
rauða nótt.
Guð styrki okkur sem minn-
umst Helga, sem við kveðjum í
dag, og ég veit að þú munt fylgj-
ast með mér og þínum.
Þinn tengdasonur
Einar Þór Sigurgeirsson.
Elsku besti afi. Við söknum
þín. Þú verður alltaf í hjarta okk-
ar og við munum aldrei gleyma
þér. Þú ert okkar besti, þú ert fal-
legur, yndislegur, hjálpsamur og
góður.
Nú ert þú farinn upp í skýin og
hittir Guð og Jesú. Núna ertu á
góðum stað, þeir passa þig. Nú
færðu að hitta mömmu þína,
pabba þinn og Þorlák.
Við vitum að núna líður þér vel
og við minnumst þín með söknuði
en líka gleði yfir öllum skemmti-
legu stundunum sem við áttum
saman.
Við elskum þig.
Þórdís Ósk Einarsdóttir,
Katrín Ýr Einarsdóttir,
Bjarki Þór Einarsson.
Við Helgi höfðum nánast ekki
þekkst neitt þrátt fyrir að vera
systkinabörn. Í áratugi hafði ég
ekki heyrt af þér en leiðir okkar
lágu aftur saman við jarðarför
móður þinnar fyrir u.þ.b. ári. Þú
varst kominn með krabbamein og
horfurnar ekkert allt of góðar.
Ég bauð þér heim í kaffi þar sem
ég útskýrði fyrir þér fagnaðar-
erindið um Jesú og þú bauðst
honum inn í líf þitt. Ég bauð þér
einnig á samkomu í CTF-kirkj-
unni, sem þú þáðir strax. Þar
sástu óvænt Helgu Dís dóttur
þína og síðan fór Sigurdís þín
einnig að koma og stundum
barnabörnin. Við áttum fjölmörg
yndisleg föstudagskvöld saman.
Þú elskaðir að lofa Guð og varst
næmur fyrir nærveru hans. Oft
sast þú hugsandi og sagðir: „Vá-
áá – vááá“ þegar nærvera Guðs
var sem áþreifanlegust og þú
fannst kraft hans streyma um þig
allan. Margoft upplifðir þú Guð
snerta við þér og lækna þig af
margvíslegum verkjum og mein-
um. Ég trúði því fram á hinstu
stund að Guð myndi gera þig al-
heilan og leyfa þér að vera lengur
með okkur hér á jörðu en áætlun
hans var önnur og hvað getur
maður annað en tekið undir með
Job þegar hann sagði: „Drottinn
gaf og Drottinn tók, lofað veri
nafn Drottins.“ Vikulegi heima-
hópurinn sem hittist heima hjá
okkur Hannesi á miðvikudags-
kvöldum var líka vettvangur þar
sem þú lést þig aldrei vanta svo
framarlega sem þú mögulega
gast komið. Þar myndaðist sönn
vinátta og traust sem þú nefndir
oft hvað þú mætir mikils og værir
þakklátur fyrir að hafa eignast.
Við deildum baráttu og sigrum,
gleði og sorgum, báðum saman
og byggðumst upp í trúnni. Aldr-
ei brást það að þegar við drógum
orð úr „hamborgaranum“,
mannakornsöskjunni góðu, að
orðin sem við fengum voru beint
inn í aðstæður.
Þín verður sárt saknað, bæði í
kirkjunni og ekki síður í heima-
hópnum. Ég er afskaplega þakk-
lát fyrir að hafa kynnst þér svo
náið síðasta árið sem þú lifðir og
að þú skulir hafa eignast svo ein-
læga trú á Jesú sem skiptir öllu
máli við dauðans dyr. Síðast þeg-
ar þú komst í kirkjuna varstu svo
illa á þig kominn líkamlega að
þínir nánustu vildu helst hringja
á sjúkrabíl og koma þér aftur á
spítala. Þá man ég að þú sagðir:
„Ég vil ekki fara á spítalann, ég
vil bara Jesú. Mig langar bara að
fara heim og hlusta á lofgjörð-
arlög.“ Helgi er nú kominn til
Jesú sem hann elskaði. Hann er
kominn með himneskan líkama,
alheill og laus við allar þjáningar.
Um leið og ég votta fjölskyldu
Helga dýpstu samúð get ég ekki
annað en samglaðst honum með
yndislegt hlutskipti og hlakka til
að sjá hann á himnum.
Guðrún Margrét Pálsdóttir.
Það er ótrúlegt til þess að vita
að Helgi sé farinn. Minningarnar
hrannast upp hver á fætur ann-
arri.
Sigurdís (Dísa) konan hans er
systurdóttir mömmu. Tengslin
voru náin og fórum við fjölskyld-
an, mamma og pabbi, ég og
Steina systir í margar skemmti-
legar ferðir með Helga og fjöl-
skyldu hans. Það verður stundum
þannig að ættingjar verða misn-
ánir manni. Helgi og Dísa, Ingi-
björg Þóra, Jóhann, Kristjana og
Helga Dís hafa alltaf verið okkur
náin.
Þeir sem þekktu Helga vita að
hann var með eindæmum hjálp-
samur. Við systkinin og pabbi
fengum oft hjálp með bílana og
annað sem til féll. Það var sama
hvað Helgi tók sér fyrir hendur,
allt lék í höndunum á honum.
Skipti það einu hvort heldur hann
keyrði strætó, smíðaði, gerði við
bíla eða eitthvað annað. Hann
sigraði í ökuleikni vagnstjóra hjá
strætó og smíðaði oft ótrúlega
flotta hluti úr nánast engu.
Ég man eftir því að pabbi og
mamma höfðu eitt sinn keypt
litasjónvarp en þau vantaði stand
undir sjónvarpið. Skömmu síðar
kom Helgi með heimasmíðaðan
stand og tók ekki í mál að fá
borgað fyrir þetta. Hann vissi að
foreldrar mínir höfðu ekki allt of
mikið á milli handanna
Ég hef lengi haft brennandi
áhuga á bílum og því áhugamáli
deildum við Helgi. Eins og ég
nefndi áðan var hann mér svo
mikil blessun í mörgu. Eitt sinn
var ég heldur fljótfær að kaupa
mér bíl. Ég komst að því daginn
eftir kaupin að skottið var svo
ryðgað að það vantaði næstum
allan botninn í það. Eitthvað bar
ég mig aumlega út af þessu við
Helga. Hann sagði mér koma
með bílinn til sín. Hann gerði
listavel við skottið, og ég er ekki
frá því að það hafi litið betur út
en þegar bíllinn var nýr.
Það gladdi mig mikið þegar ég
heyrði að Helgi og Dísa myndu
taka við bænum Arnardrangi,
fæðingarstað mömmu. Ég vissi
að staðurinn yrði í góðum hönd-
um sem varð raunin. Helgi var
duglegur að hjálpa sveitungum
sínum á margvíslegan hátt. Það
var alltaf tilhlökkun hjá mér og
pabba heitnum að heimsækja
Arnardrang. Við fengum ávallt
höfðinglegar móttökur og skipti
þá engu máli hversu mikið þau
höfðu að gera.
Helgi var mikill fjölskyldu-
maður og það sást langar leiðir
hversu stoltur eiginmaður og fað-
ir hann var.
Þau hjónin voru samhent og
árangurinn var eftir því. Börnin
þeirra eru hvert öðru yndislegra
og blessun hvar sem þau koma.
Það var mér mikið áfall þegar
ég heyrði að Helgi hefði greinst
með krabbamein. Helgi og Dísa
fóru oftar í bæinn vegna þessa og
fóru þau hjónin oft með dóttur
sinni á kristilega samkomur. Ég
man ennþá eftir því þegar ég hitti
þau þar. Tár þakklætis fylltu
augu mín. Trúin á Guð átti eftir
að reynast honum mikill akkur á
erfiðri stund. Hann vissi hvert
hann myndi fara að þessu jarð-
vistarlífi loknu.
Ég veit að ég mun hitta hann á
himnum, þar sem hann er núna,
laus við þjáningar krabbameins-
ins og líður vel.
Í þeirri fullvissu kveð ég með
söknuði Helga Vilberg Jóhanns-
son. Guð blessi minningu hans.
Stefán Ingi Guðjónsson.
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Athygli er vakin á sýningu á munum Friðriks Friðriks-
sonar sem er íbúi á Aflagranda 40. Friðrik er óviðjafnanlegur safnari
og kennir ýmissa grasa í hans safni. Sýningin er á opnuartíma húss-
ins kl. 8.30-15.45 og stendur til fimmtudagsins 6. júní. Heitt á könn-
unni og kökur og kruðerí á vægu verði.
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-
16. Opin handavinnustofa kl. 9-12. Opið hús t.d. spil kl. 13-15. Brids kl.
12.30. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinnuhópur
kl. 12-16. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt og 18
holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 14.45-15.30.
Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Brids og kanasta kl. 13.
Bólstaðarhlíð 43 Minnum á smíðaverkstæðið, þar er Albert fyrir
hádegi. Opin handverksstofa kl. 9-16. Yngingar jóga með hláturívafi
kl. 9-9.50. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Botsía kl. 10.40-11.20. Göngutúr
um nágrennið kl. 13. Heimsókn á Stakkaborg kl. 13.30. Bónusrútan
kemur kl. 14.40. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Hverfið mitt, íbúafundur
í boði borgarinnar kl. 16-18.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8.50. Listasmiðja kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30. Brids kl.
13. Kríurnar myndlistarhópur kl. 13-16. Enska kl. 13-15. Gáfumanna-
kaffi kl. 14.30. Hugmyndabankinn opinn kl. 9-16. Allir velkomnir óháð
aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Karlaleikfimi Ásgarði kl.
12. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta frá Jónshúsi kl. 14.45.
Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramik málun kl.
9-12. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 13-16. Leikfimi gönguhóps
kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Allir velkomnir.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30. Brids í handavinnustofu kl. 13, kaffi kl. 14.30.
Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45, lesið upp úr blöðum kl. 10.15,
upplestur kl. 11, hádegisverður kl. 11.30-12.30, samverustund með
djákna kl. 13, kaffihúsaferð á Das kl. 14.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Sjómaður óskar eftur
sumarbústað
Ó.E. sumarbústað í langtímaleigu,
keyrslufjarlægð frá Rvk. Er sjómaður
og því sjaldan í landi en mundi vilja
njóta þegar það er. Reyklaus, reglu-
og tillitssamur. Greiðslugeta 70k per
mánuð. Hafa samband í 55@55.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ýmislegt
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Elsku hjartans pabbi okkar, sambýlismaður,
afi og tengdafaðir,
SIGURÐUR JENS SVERRISSON
bóndi í Hvammi 2, Þistilfirði,
lést laugardaginn 25. maí.
Útförin fer fram frá Þórshafnarkirkju
laugardaginn 8. júní klukkan 13.
Margrét J. Sigurðardóttir
Halldóra Sif Sigurðardóttir
Ólafur Aðalsteinn Sigurðsson
Ásgerður Sigurðardóttir
Kristín Jónsdóttir
barnabörn og tengdasynir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
GUÐJÓN ANTONSSON
frá Skeggjastöðum,
Vestur-Landeyjum,
varð bráðkvaddur miðvikudaginn 29. maí.
Útför hans fer fram frá Akureyjarkirkju,
Vestur-Landeyjum, laugardaginn 8. júní
klukkan 14.
Svanborg E. Óskarsdóttir
Ólöf Mjöll Guðjónsdóttir
Halldór Kristinn Guðjónsson Erla Magnúsdóttir
Anton Vignir Guðjónsson
Nína Guðrún Guðjónsdóttir Arnar Gíslason
Eygló Þóra Harðardóttir Sigurður Einar Vilhelmsson
Óskar Rúnar Harðarson Jóna Dóra Óskarsdóttir
Arnfríður Kristrún Sveinsd. Magnús Gabríel Haraldsson
og barnabörn