Morgunblaðið - 04.06.2019, Síða 22

Morgunblaðið - 04.06.2019, Síða 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2019 ENGINN ÐBÆTTUR SYKUR ENGIN ROTVARNAREFNI 85% TÓMATPÚRRA VI 60 ára Sigurbjörg er Akureyringur en býr í Hveragerði. Hún er stuðningsfulltrúi í Grunnskólanum í Hveragerði. Hún er í kirkjukórnum í Hvera- gerði. Maki: Haraldur Guðmundsson, f. 1959, skógfræðingur og sjálfstætt starfandi verktaki. Börn: Guðmundur Helgi, f. 1989, Róbert Smári, f. 1995 og Sólveig Diljá, f. 1997. Barnabörn: Elmar Þór Róbertsson, Har- aldur Nökkvi Guðmundsson og Evían Máni Róbertsson. Foreldrar: Þorsteinn Leifsson, f. 1925, d. 2018, bifreiðastjóri á Akureyri, og Hrafnhildur Baldvinsdóttir, f. 1930, íþróttakennari á Akureyri. Hún er búsett þar. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það gerir engum gott að loka sig of lengi af frá umheiminum. Hertu upp hugann, þú þarft ekkert að óttast. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að beita hugkvæmni þinni til þess að hlutirnir fari að ganga á nýjan leik. Lærðu að þekkja takmörk þín og stattu vörð um sjálfa/n þig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ástvinir þínir eru ávallt tilbúnir að styðja þig. Komdu vinum þínum á óvart með heimboði. Þér eru allir vegir færir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Einhver sem býr yfir meiri reynslu getur gefið þér góð ráð. Enginn verður óbarinn biskup. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Að vera vel undirbúin/n er lykillinn að sjálfstrausti þínu. Nú er rétti tíminn til þess að undirbúa gott ferðalag. Passaðu samt að hafa dagskrána ekki of skipulagða. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú kemst að óvæntum leyndar- málum í dag. Til þess að fá sem mest út úr deginum þarf að vakna snemma og hefjast strax handa. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það getur verið gaman að fara ótroðn- ar slóðir en til þess þarf bæði kjark og þrautseigju. Leyfðu vinum þínum að um- vefja þig kærleika. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er óþarfi að burðast með allar heimsins áhyggjur á bakinu. Ekki vera of gagnrýnin/n og ekki reyna að breyta náunganum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Í lífinu er mikilvægt að gæta jafnvægis. Hreinskilni borgar sig alltaf, ann- ars kemstu í vítahring sem erfitt getur verið að brjótast úr úr. 22. des. - 19. janúar Steingeit Yfirmenn þínir munu hugsanlega gera auknar kröfur til þín í dag. Láttu einka- málin hafa forgang utan vinnutíma. Þú færð boð í brúðkaup. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að verja sjálfa/n þig betur og hætta að hafa svona miklar áhyggjur af fólki sem þér finnst einblína á þig. Farðu samningaleiðina þegar þess þarf. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú átt gott samtal við einhvern sem þér þykir mjög vænt um. Sýndu vinsemd og segðu það sem eykur vellíðan, Þú færð fréttir sem koma eins og köld vatnsgusa framan í þig. S igurður Reynir Halldórs- son fæddist 4. júní 1949 á Krossi í Lundarreykja- dal og ólst þar upp. Sigurður var bóndi og tamningamaður á Krossi í sex ár, á Skarði II í átta ár og á Gullbera- stöðum frá 1989. Hann hefur því ávallt verið búsettur í Lundar- reykjadal. „Við erum núna með 30 hross og 280 kindur vetrarfóðrað.“ Sigurður vann á tilraunabúinu á Hesti. „Þar kynntist ég snillingum og vísindamönnum eins og Einari E. Gíslasyni á Syðra-Skörðugili, Halldóri Pálssyni búnaðarmála- stjóra og Stefáni Scheving til- raunastjóra og lærði margt um bú- fjárhald, um fólk, lífið og tilveruna. „Ég var síðan hjá Reyni Aðalsteins- syni á Sigmundarstöðum við tamn- ingar. Það var frábær lærdóms- og reynslutími. Hann er gríðarlegur hestamaður, hann Reynir.“ Sigurður keppti á landsmótum frá 1974 til 2000, og dæmdi líka í gæðingakeppnum og íþróttakeppn- um á félagsmótum og landsmótum. Hann fór til Kanada tvo sumarparta ásamt öðrum til að kynna íslenska hestinn á Toronto-svæðinu og í Albertafylki hjá Vancover. „Mér var eiginlega kippt út úr þessu fyrir tíu árum út af heilsunni, en eiginkona mín er enn að bauka við tamn- ingar.“ Í gegnum tíðina hefur Sigurður komið að félagsmálum, m.a. í Hesta- mannafélaginu Faxa sem hann kom á legg, ásamt öðrum, og stofnun íþróttadeildar innan hestamanna- félagsins. Hann hefur lengi verið meðlimur Ungmennafélagsins Dag- renningar og tekið þátt í uppsetn- ingu á leiksýningum félagsins, t.d. Sjálfstæðu fólk, Íslandsklukkunni og Góða dátanum Svejk, oft í burð- arhlutverkum og lék m.a. Jón Hreggviðsson. „Síðast lék hann í Hafinu eftir Ólaf Hauk Símonarson árið 2017. Ég vona nú að ég sé hættur að leika, þetta er komið gott, en hérna í sveitinni verður maður að taka þátt í samfélaginu, annars er ekkert samfélag. Það er ýmislegt sem manni hefur dottið í hug að gera og ég hef voða gaman af því að umgangast skemmtilegar skepnur Sigurður Halldórsson bóndi – 70 ára Í Faxaborg Kari með dæturnar þrjár og hryssan til vinstri, Embla, nýbúin að vinna Faxaskeifuna. Skemmtilegar skepnur og menn Á Landsmóti Sigurður situr Gleði frá Hvanneyri á Vindheimamelum 1990. Afmælisbarnið Sigurður. og menn,“ en hann var sem dæmi með upplestur í vetur í Snorrastofu. Fjölskylda Eiginkona Sigurðar og móðir þriggja dætra hans er Kari Berg, f. 5. janúar 1955, húsfreyja og bóndi. Foreldrar hennar voru hjónin Ivar Marinius Berg, f. 27. febrúar 1915, d. 4. maí 2006, tollvörður og Tordis Oskarda Vik, f. 20. júlí 1917, d. 21. júní 1998, húsfreyja og matráður. Þau voru búsett í Horten í Noregi. Fyrri eiginkona Sigurðar og móðir elstu dóttur hans er Björg Þorgils- dóttir, f. 14. apríl 1953, fyrrverandi húsfreyja á Sveinsstöðum, nú búsett á Blönduósi. 50 ára Grímur er Sel- fyssingur. Hann er yfirlögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi og stað- gengill Lögreglustjóra. Hann er aðstoðarþjálf- ari nýkrýndra Íslands- meistara Selfoss í handbolta. Maki: Björk Steindórsdóttir, f. 1969, ljós- móðir á fæðingardeild LSH og HSu. Börn: Hildur, f. 1987, Eva, f. 1995, Her- geir, f. 1997, og Ragnheiður, f. 2005. Barnabörn: Jakob Máni og Aron Logi Hafþórssynir og Hildar, og Hergeir Þór Elíasson og Hildar, sem fæddist andvana 24.5. 2019. Foreldrar: Hergeir Kristgeirsson, f. 1934, rafvirkjameistari og lögreglumaður, bús. á Selfossi, og Fanney Jónsdóttir, f. 1933, d. 2017, vann m.a. við umönnunarstörf. Grímur Hergeirsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.