Morgunblaðið - 04.06.2019, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2019
Bandaríkin
Portland Thorns – Chicago RS.............. 3:0
Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn
með Portland.
Efstu lið: Washington 16, Portland 14,
Utah Royals 13, North Carolina 12, Chi-
cago Red Stars 11, Houston 11, Reign 10.
Svíþjóð
B-deild:
Öster – Brage........................................... 2:2
Bjarni Mark Antonsson lék allan leikinn
fyrir Brage.
Efstu lið: Varberg 29, Mjällby 24,
Norrby 20, Jönköping 17, Brage 18.
KNATTSPYRNA
KNATTSPYRNA
2. deild kvenna:
Leiknisvöllur: Leiknir R. – Grótta...... 19.15
Í KVÖLD!
Úrslitakeppni NBA
Annar úrslitaleikur:
Toronto – Golden State.................... 104:109
Staðan er 1:1 og þriðji leikurinn fer fram
á heimavelli Warriors í Oakland aðfaranótt
fimmtudags.
KÖRFUBOLTI
Miðvörðurinn
Berat Djimsiti
verður ekki með
Albaníu gegn Ís-
landi á laugar-
dag, í undan-
keppni EM í
fótbolta. Eftir að
hafa fagnað
meistaradeild-
arsæti með Atal-
anta á Ítalíu í
maí fór Djimsiti í aðgerð vegna
meiðsla sem hafa plagað hann.
Djimsiti hefur verið byrjunarliðs-
maður hjá Albaníu líkt og Ledian
Memushaj, miðjumaður Pescara,
sem hefur nú dregið sig úr hópnum
vegna meiðsla. Eros Grezda, kant-
maður Rangers í Skotlandi, ákvað
einnig frá að hverfa. Allir léku þeir
í fyrstu tveimur leikjum Albaníu í
undankeppni EM í mars.
Albanía sakn-
ar leikmanna
Berat
Djimsiti
Fagmennska og þjónusta
SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS
ASSA ABLOY á heima hjá okkur
- Lyklasmíði og vörur
FRAKKLAND
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Markvörðurinn Rúnar Alex Rún-
arsson lauk sínu fyrsta tímabili sem
leikmaður Dijon í Frakklandi á
blendnum nótum. Liðið bjargaði sér
frá falli úr efstu deild með sigri í um-
spilseinvígi við Lens, en Rúnar Alex
meiddist í upphitun fyrir lokaleikinn á
sunnudag þar sem hann átti að vera í
byrjunarliði.
Rúnar Alex veit ekki hvort hann
getur verið með íslenska landsliðinu
sem mætir Albaníu og Tyrklandi í
undankeppni Evrópumótsins á Laug-
ardalsvelli 8. og 11. júní. Hann kom til
landsins í gær og fór þá beint í skoðun
hjá læknateymi landsliðsins og vissi
ekki sjálfur hvort hann gæti verið
bjartsýnn á að ná leikjunum eða ekki.
Rúnar Alex hefur leikið fimm A-
landsleiki en veitir Hannesi Þór Hall-
dórssyni sífellt harðari samkeppni um
sæti í byrjunarliði.
Staðan hafði ekki skýrst seint í
gærkvöld þegar Morgunblaðið fór í
prentun en Rúnar Alex fékk verk í
nára og mjöðm við að æfa útspörk.
Mikið högg að missa af
úrslitaleiknum
„Þetta var eiginlega bara alveg
hræðilegt. Þetta var langt tímabil og
ömurlegt að fá ekki að taka þátt í úr-
slitaleiknum upp á næsta tímabil að
gera. Það var mikið högg, en við náð-
um að vinna, sem er fyrir öllu,“ sagði
Rúnar Alex við Morgunblaðið. Áfallið
sem fylgdi því að meiðast var mikið,
en léttirinn ekki síður gríðarlegur að
sleppa við fall eftir 3:1-sigur.
„Þetta er ekki búið að vera auðvelt
tímabil og það er rosalega mikill léttir
að vita að við verðum meðal þeirra
bestu á næsta ári,“ sagði Rúnar Alex.
Hefði ekki getað farið betur
Rúnar Alex er 24 ára gamall og
gekk í raðir Dijon síðastliðið sumar,
en tilkynnt var um félagaskiptin á
meðan hann var með íslenska lands-
liðinu á heimsmeistaramótinu í Rúss-
landi. Rúnar Alex var búinn að vera í
rúm fjögur ár hjá Nordsjælland í
Danmörku þar sem hann var að-
almarkvörður síðustu tvö tímabil sín.
Eftir skiptin til Dijon varð hann um
leið fyrsti íslenski markvörðurinn sem
spilar sem aðalmarkvörður í einni af
fimm sterkustu deildum Evrópu. Þar
spilaði hann 26 af 40 deildarleikjum
Dijon, að umspilinu meðtöldu, eftir að
hafa verið úti í kuldanum um miðjan
vetur, en vann sæti sitt til baka og er
ánægður með sitt fyrsta tímabil.
„Ég er eiginlega bara rosalega
ánægður með það. Ég held að þetta
hefði ekki getað farið betur, þótt það
sé kannski asnalegt að segja. Ég byrj-
aði vel, ásamt liðinu, en svo lenti allt
liðið í smá lægð og ég missi sæti mitt í
byrjunarliðinu. En ég sýndi rosalega
mikinn karakter að ná að vinna mig til
baka og svo náðum við að klára tíma-
bilið á því að halda okkur uppi. Ég
held að þetta muni verða eitt mik-
ilvægasta tímabilið á mínum ferli og
var mjög gott fyrsta tímabil. Spila ein-
hverja 30 leiki, lendi í mótlæti en kom
sterkari til baka.“
Tungumálið spilaði stóra rullu
Hann segir það hafa verið nokkurt
stökk frá dönsku úrvalsdeildinni og
yfir í frönsku 1. deildina en hann hafi
lagt ríka áherslu á að læra tungumálið
sem fyrst. Það hafi hjálpað honum
mikið.
„Ég áttaði mig ekki á því hversu
miklir tungumálaörðugleikarnir yrðu
þegar ég skrifaði undir. Það hjálpaði
því mikið þegar ég var kominn með
tungumálið í kringum febrúar mars, á
þeim tíma þegar ég vinn mig aftur inn
í liðið. Ég held að það hafi spilað rosa-
lega stóru rullu í að ég náði að vinna
sæti mitt til baka. Ég var með einka-
kennara og reyndi svo að bulla mig
eitthvað áfram inni í klefanum meðal
leikmannanna. Þeir gátu hjálpað mér
og það var ofsalega mikilvægt að ná
því. Hvað gæði varðar þá er stökkið
nokkuð stórt. Það er mikið af ein-
staklingsgæðum hér og góðum
íþróttamönnum, svo deildin er svolítið
öðruvísi en rosalega skemmtileg,“
sagði Rúnar Alex, sem skrifaði undir
fjögurra ára samning við félagið og
reiknar ekki með öðru en að vera
áfram.
„Ég geri ráð fyrir því. Mér líður
mjög vel þarna, ég hef komið mér
mjög vel fyrir ásamt kærustunni
minni og við eigum von á lítilli stelpu í
október. Ég er alveg tilbúinn að vera
þarna áfram, mér líður mjög vel,“
sagði Rúnar Alex Rúnarsson.
Kom sterkur
til baka eftir
mótlætið
Rúnar Alex og Dijon áfram í efstu
deild Óvissa vegna landsleikjanna
AFP
Fallslagur Rúnar Alex Rúnarsson slær boltann af höfði Maliks Tchokountes
í leik gegn Caen, sem einmitt hafnaði stigi á eftir Dijon og féll úr deildinni.
Freddie Veseli, miðvörður Empoli á
Ítalíu og albanska landsliðsins í
knattspyrnu, segir ljóst að íslenska
landsliðið hafi verið á niðurleið síð-
ustu misseri og það ætli Albanar að
nýta sér á laugardag. Þessi 26 ára
leikmaður, sem í byrjun ferilsins var
um tíma hjá Manchester City og
Manchester United en náði ekki að
vinna sér inn sæti í aðalliðum félag-
anna, á að baki fjölda leikja fyrir
yngri landslið Sviss en hefur leikið
19 A-landsleiki fyrir Albaníu.
Albanía tapaði báðum leikjum sín-
um við Ísland í undankeppni HM
2014, 2:1, en liðið var með á EM 2016
þegar Ísland sló í gegn með því að ná
í 8-liða úrslit: „Það er eðlilegt þegar
lið ná svona hápunkti að þau fari aft-
ur niður á við. Ísland er ekki sams
konar lið og það var fyrir nokkrum
árum. Við vonumst til að nýta þetta
tækifæri og af hverju ættum við ekki
að geta unnið?“ spurði Veseli á
blaðamannafundi í gær.
„Við yrðum ánægðir með sex stig
úr þessum leikjum [við Ísland á
laugardag og Moldóvu á þriðjudag],
það er á hreinu, en það er alltaf erfitt
að vinna fótboltaleiki. Við einbeitum
okkur að fyrri leiknum og ætlum að
eiga góða frammistöðu í fyrsta leikn-
um undir stjórn nýs þjálfara,“ sagði
Veseli. Eftir tap gegn Tyrklandi í
fyrsta leiknum í undankeppni EM í
mars var Christian Panucci rekinn
og hinn 73 ára gamli Edy Reja, landi
hans frá Ítalíu, tók við sem þjálfari
Albaníu. Reja, sem síðast þjálfaði
Atalanta tímabilið 2015-2016, mun
því þreyta frumraun sína sem lands-
liðsþjálfari á Laugardalsvelli á laug-
ardaginn. sindris@mbl.is
Ísland ekki sams
konar lið og áður
Miðvörður Empoli vill nýta tækifærið
AFP
Tækling Freddie Veseli (númer 5) í
landsleik gegn Tyrklandi í mars.