Morgunblaðið - 04.06.2019, Síða 32
Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri
Borgarleikhússins, mun leikstýra
söngleik með lögum Bubba
Morthens sem verður sýndur á
Stóra sviði Borgarleikhússins á
næsta ári en handritið skrifar Ólafur
Egill Egilsson. Auk Kristínar verða
listrænir stjórnendur sýningarinnar
Ilmur Stefánsdóttir leikmynda-
hönnuður, Filippía Elísdóttir bún-
ingahönnuður, Björn Bergsteinn
Guðmundsson ljósahönnuður og
Lee Proud danshöfundur.
Kristín leikstýrir söng-
leik með lögum Bubba
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 155. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
„Ég held að þetta muni verða eitt
mikilvægasta tímabilið á mínum
ferli og þetta var mjög gott fyrsta
tímabil. Ég spilaði um 30 leiki, lenti
í mótlæti en kom sterkari til baka,“
segir Rúnar Alex Rúnarsson, lands-
liðsmarkvörður í fótbolta, sem seg-
ir það mikinn létti að geta áfram
spilað í efstu deild Frakklands með
Dijon á næstu leiktíð. »26
Alex kom sterkur til
baka eftir mótlætið
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
„Í fótboltanum hefur þetta verið krefj-
andi tímabil en ég elska eyj-
una, það hafa verið margir
sólríkir dagar núna svo
það er ekki hægt að
kvarta yfir því, sem er
annað en hægt er að
segja um síðasta
sumar,“ segir Cloé
Lacasse létt í
bragði. Hún er leikmaður
maímánaðar í úrvals-
deild kvenna í fótbolta
hjá Morgunblaðinu
og eini fulltrúi ÍBV
í liði mánaðarins.
Breiðablik á
fimm af ellefu
leikmönnum liðsins, en Valur, Kefla-
vík, Fylkir, Þór/KA og Stjarnan einn
hver. »25
Sólríkt en krefjandi
tímabil í Eyjum
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Bókin Íslensk þjóðlög í útsetn-
ingum Guitar Islancio kemur í
verslanir á föstudag. Um er að
ræða safn 22 íslenskra þjóðlaga, en
Guitar Islancio hefur gefið út um
60 þjóðlög á fjórum diskum til
þessa. Öll lögin eru skrifuð með
nótum og ljóðin birt í heild sinni.
Auk þess er töluvert mikill texti á
íslensku, ensku og þýsku um þjóð-
lögin.
„Við höfum vandað okkur mikið
við þessa útgáfu,“ segir Jón Rafns-
son bassaleikari um bókina, sem
JR Music gefur út og er 88 blaðsíð-
ur í stóru broti. Hann bætir við að
hún eigi sér nær tuttugu ára að-
draganda. Árið 2000 hafi hann ver-
ið beðinn að hlaupa í skarðið sem
sölumaður í hljóðfæraverslun einn
laugardag. Þá hafi maður komið
inn í búðina og verið ráðþrota.
„Hann var með tvo diska Guitar
Islancio, sem hann sagðist hafa
keypt nýlega, og spurði hvort hægt
væri að kaupa nótur þjóðlaganna á
diskunum,“ rifjar Jón upp. „Ég
brosti og þegar ég sagði honum að
hann væri á réttum stað þar sem
ég væri bassaleikari hljómsveit-
arinnar datt af honum andlitið.
Þetta reyndist vera austurrískur
tónlistarmaður frá Vínarborg, en
hann var ekki eins ánægður þegar
ég benti honum á að nóturnar væri
aðeins að finna í nær 1.000 blað-
síðna doðranti Bjarna Þorsteins-
sonar frá 1909, bók sem gagnaðist
honum varla.“
Þetta varð til þess að Jón fór að
huga að útgáfu. Á árunum 2006 til
2008 voru félagarnir í Guitar Is-
lancio beðnir að spila í grunn-
skólum og áður en þeir mættu í
skólana sendu þeir kennurunum út-
setningar af lögunum fyrir krakk-
ana. „Margir kennarar höfðu þá á
orði að þessar útsetningar þyrftu
að vera öllum aðgengilegar, það
blundaði í mér og fyrir fimm árum
byrjaði ég að vinna að útgáfunni.“
Djasstónleikaröð Salarins
Jón segir að bókin sé hugsuð fyr-
ir alla sem hafi áhuga á íslenskum
þjóðlögum og sé góð kennslubók.
Hann hafi þegar fengið fyrir-
spurnir um dreifingu í Þýskalandi,
og Richard Gillis, vesturíslenskur
trompetleikari sem hefur leikið
töluvert með Guitar Islancio í Kan-
ada, sé byrjaður að undirbúa kynn-
ingar á henni vestra á næsta ári.
„Þjóðverjar hafa sérstaklega
verið hrifnir af þessari tónlist og ég
stefni á að kynna bókina á bóka-
messunni í Frankfurt í haust. Við
höfum líka fengið góðar viðtökur í
Skandinavíu og Vesturheimi. Bókin
tengist vel diskunum og lögin sem
ég gaf út á safndiski fyrir tveimur
árum eru öll í henni. Í haust kemur
síðan út vínilsafnplata og saman
mynda þessar útgáfur þrennu.“
Sumardjasstónleikaröð Salarins í
Kópavogi hefst á morgun með tón-
leikum Guitar Islancio og hefjast
þeir klukkan 17. Aðgangur er
ókeypis og hljómsveitin flytur ís-
lensk þjóðlög í bland við annað efni.
Bókin verður síðan sérstaklega
kynnt í Eymundsson í Austurstræti
klukkan 17 á föstudag og þar stígur
bandið líka á svið.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Útgáfa Jón Rafnsson, bassaleikari og útgefandi, segir mikla vinnu liggja að baki bókinni.
Sérstök útgáfa þjóðlaga
Safn íslenskra laga í útsetningum Guitar Islancio gefið út
Bókin kynnt í Vesturheimi, Þýskalandi og Reykjavík