Morgunblaðið - 08.06.2019, Side 36

Morgunblaðið - 08.06.2019, Side 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019 50 ára Sveinn er frá Heiðarholti á Sval- barðsströnd og býr á Heiðarbóli sem er í landi Heiðarholts. Hann er strandveiðimaður og vinnur í Fóðurverk- smiðjunni Laxá. Maki: Elísabet Inga Ásgrímsdóttir, f. 1975, listamaður og vinnur í Valsárskóla á Svalbarðsströnd. Börn: Níels Almar, f. 1993, Fannar Ingi, f. 1995, og Sveindís Marý, f. 2007, og stjúpbörn eru Árni Þór, f. 1993, og Ásgeir Freyr, f. 1995, Þórssynir. Foreldrar: Steingrímur Helgi Valdimars- son, f. 1926, d. 2018, og Gunnhildur Frið- riksdóttir, f. 1927, d. 2013, bændur í Heiðarholti. Sveinn Heiðar Steingrímsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Sól er í sinni og afslappað viðmót þessa dagana gerir þér auðvelt að fá fólk á þitt band. Byrjaðu á því að koma skipulagi á heimilið. 20. apríl - 20. maí  Naut Sýndu skilning þegar náinn vinur fær- ist undan að svara spurningum þínum. Sumt reddast og annað á bara að fara eins og það fer. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er eitt og annað sem þú ert að velta fyrir þér þessa dagana en þér finnst þú ekki finna neinn botn í. Svarið kemur þegar það kemur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að létta á hjarta þínu og skalt gera það við einhvern þér nákominn. Einbeittu þér að því að gefa og þiggja og koma til móts við aðra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ekki reyna að slá ryki í augu fólks því það hefnir sín alltaf. Þér verður heitt í hamsi vegna fjölskyldudeilna. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert með aðfinnslur í garð annarra og mátt vita að fólk er ekki alltaf í skapi til að taka við þeim. Gerðu upp þau mál sem á þig leita og þá mun þér hverfa allur ótti. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er svo komið að jafnvel ákvarðanir um smæstu hluti vefjast fyrir þér. Það er ólíkt þér en ekki hafa áhyggjur. Börn taka allan tíma þinn næstu daga. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er hin stöðuga vinna sem fyrst og fremst skilar árangri. Þú ert stríð- in/n með afbrigðum en þolir illa ef þér er strítt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur látið aðra ganga fyrir og nú er kominn tími til þess að þú sinnir sjálfum/sjálfri þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Sýndu fólki að þér standi ekki á sama um það. Þér verður boðið í veislu en það á eftir að draga dilk á eftir sér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú er rétti tíminn til þess að segja þínum nánustu hvað þér býr í brjósti. Hugsaðu um eigin velferð. Ekki hafa áhyggj- ur af því að þurfa að sanna þig, þú ert löngu búin/n að gera það. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft á allri þinni árvekni að halda þegar þú gengur til samninga í dag. Það þarf stundum að hækka róminn svo all- ir heyri. fram á haust í Straumsvík og líkaði vel. Jarðfræðingurinn Eftir þriggja vetra skólagöngu í jarðfræði komst ég í sumarvinnu við að kortleggja berggrunn Vestfjarða og Miðnorðurlands undir handleiðslu góðra og drífandi manna. Vaknaði þá skyndilega almennur áhugi á jarð- fræði og flestir frítímar voru sem fyrr notaðir á fjöllum, oft í hópi góðra fé- laga í björgunarsveitum sem ég lagði lið mitt í um aldarþriðjung. Eftir að hafa kennt einn vetur náttúrufræði- greinar við Menntaskólann á Ísafirði fékk ég vinnu hjá Orkustofnun þar sem ég vann við undirbúning (og að hluta byggingu) virkjana (svo sem Blönduvirkjunar, mögulegra Skaga- fjarðarvirkjana og við ýmis möguleg afbrigði Austurlandsvirkjana og Þjórsárvirkjana) og fleiri stórmann- virkja í tæp 15 ár. Á áratugnum frá 1980-1990 lærði ég húsasmíði (samhliða vinnu við alls kyns uppbyggingu orkukerfisins) og byggði einbýlishús yfir fjölskylduna við Rauðagerði í Reykjavík. Konu minni til 42 ára, Guðrúnu Einars- dóttur, hafði ég kynnst 1972 og eign- margri reynslunni ríkari auk þess sem mér fæddist elsta barnið, Ást- hildur, á menntaskólaárunum. Eftir stúdentspróf fór ég síðasta sumarið mitt á sjó en einhvernveginn tilheyrði að fara í eitthvert há- skólanám þótt áhuginn væri tak- markaður. Byrjaði ég aðeins í lækn- isfræði en þvældist síðan gegnum jarðfræðinám með takmarkaðan áhuga á mörgum þáttum námsefn- isins en óbilandi áhuga á öllu er tengdist ferðalögum um fjöll og firn- indi ásamt því er varðaði mótun jarð- arinnar. Vann þau sumur og langt Á gúst Guðmundsson heiti ég og fæddist 8. júní 1949 í nýlega járn- klæddum torfbæ í Innri-Lambadal í Dýra- firði. Þar sem fæðingin var fyrir- sjáanlega erfið varð að sækja lækni tvívegis til Þingeyrar. Vorið var kalt, og ísskán á firðinum þannig að ráð var að klæða kinnunga bátshornsins með afgangs bárujárnsplötum. Læknirinn var óviðbúinn og nokkuð við skál en eftir að ljósmóðirin hafði látið hann leggja sig stund og hellt í hann kaffi tókst honum vel til að koma barninu í heiminn. Sagði ljós- móðirin mér áratugum síðar að sér hefði aldrei dottið í hug að bæði móð- ur og barni væri lífsvon. Uppvaxtarárin í Lambadal voru hið áhyggjulausa líf barnsins en þar sem hratt fór fækkandi í sveitinni snérist lífið ansi mikið um fæðuöflun búfénaðar og að eltast við sauðfé um fjöll og firnindi. Veturnir voru rólegir og helsta dægrastytting (eftir að hafa komist í gegnum Gagn og gaman og Grettissögu) var lestur fornsagna og sögur Guðrúnar frá Lundi. Taldi ég mig vel samræðuhæfan um efni hvorutveggja. Skólaganga hófst við 10 ára aldur í Holti í Önundarfirði hjá skáldinu Guðmundi Inga Kristjánssyni. Þá var orðið ljóst að á svo afskekktum bæ sem Innri-Lambadal, var erfitt með skólagöngu fjögurra barna þannig að foreldrar mínir brugðu skömmu síðar búi og fluttu í áföngum til Reykjavík- ur. Fyrri unglingsárin var ég að mestu í Reykjavík, reyndi sem mest að stunda einhverja vinnu samhliða slitróttri og lítt glæstri skólagöngu. Fór síðar m.a. á vetrarvertíð (og sumarvertíð) á Snæfellsnes, og að því loknu (vel fjáður) í Landsprófsdeild að Núpi í Dýrafirði. Var síðar ýmist á sjó eða í landvinnu eftir því sem vinnu var að fá í kjölfar síldarhrunsáranna. Fór síðar þrjá vetur í menntaskóla á Laugarvatni, næst liðlega eitt ár í ný- reistri álverksmiðjunni í Straumsvík til að rétta af bágan fjárhag. Loks lauk ég stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík, þrem árum síðar en margir jafnaldrar mínir en uðumst við fjögur börn, fyrst Þór- laugu og síðan Steinvöru, Finnboga og Ásrúnu á uppbyggingarárunum í Rauðagerðinu. Árið 1990 hætti ég vinnu hjá Orku- stofnun og fór að vinna sjálfstætt fyr- ir nokkra aðila er höfðu þörf fyrir jarðfræðiþjónustu á ýmsum sviðum. Mest snerist þetta sem fyrr um und- irbúning stórmannvirkja, Jarð- gangagerð undir Breiðadals- og Botnsheiði um 1990, Hvalfjarðargöng 1991-94, og ýmislegt á virkjanasvæði Þjórsár og mögulegra virkjana á há- lendi Austurlands (upp af Fljótsdal og Jökuldal). Þá tók við liðlega ára- tugur þar sem undirbúningur Aust- urlandsvirkjana tók að beinast að virkjun jökulsánna eystra með allt að 200 m hárri stíflu í Jökulsá á Brú við Kárahnjúka og jarðganganeti sem samtals varð milli 70 og 80 km langt. Inn á þessa vatnsflutningaleið var síðan fléttað samsöfnun vatns frá Jökulsá í Fljótsdal og austur á há- hryggi Hrauna sem eru öræfi austan Vatnsjökuls. Minn þáttur í þessum virkjanaundirbúningi fjaraði út eftir því sem vinnu við virkjanafram- kvæmdir miðaði áfram og var að mestu lokið um 2005. Á þessum árum voru unnin nokkur skemmtileg verkefni til undirbúnings jarðganga í vegakerfinu, svo sem Fá- skrúðsfjarðargöng, Héðinsfjarðar- göng og göng undir Almannaskarð. Þegar nokkurt hlé varð hjá mér á virkjanaundirbúningi vann ég við undirbúning nokkurra jarðganga í vegakerfinu, svo sem göng til Bol- ungavíkur, göng undir Vaðlaheiði, göng til Norðfjarðar og göng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Við hrun fjármálakerfisins 2008 má segja að undirbúningsvinna á því sviði sem ég starfaði við hafi frosið í allt að ár en stundum leggst eitthvað til þannig að ég lenti í að aðstoða samstarfsfélaga mína frá Lands- virkjun við verkefni sem þeir höfðu tekið að sér í austurhluta Kanada. Minn hlutur fólst í að vera í rann- sóknarteymi er undirbjó jarðganga- gerð undir sundið Strait of Belle Isle er skilur að Nýfundnaland og Labra- dor. Í tengslum við það verk var ég ósamfellt í ár þar vestra og lengst í Ágúst Guðmundsson jarðfræðingur – 70 ára Fjölskyldan Ágúst í hópi barna og barnabarna árið 2010. Jarðgöng og virkjanir í rúm 40 ár Í Innri-Lambadal Síðasti systk- inahópurinn sem óx úr grasi þar. 40 ára Davíð er Reyk- víkngur, fæddur þar uppalinn, og býr í mið- bænum. Hann er með BS-gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í mat- vælafræði frá NMBU í Ási í Noregi. Hann er þróunarstjóri hjá nýsköpunar- og sjávarútvegsfyrirtækinu Codland. Maki: Elísabet María Hafsteinsdóttir, f. 1980, útgáfustjóri hjá hljóðbókaveitunni Storytel, en er í fæðingarorlofi. Sonur: Hafsteinn Munir, f. 2019. Foreldrar: David Janis, f. 1946 í Súmötru á Indónesíu, fv. umsjónarmaður sundlaugar, bús. í Reykjavík, og Dóra Pálsdóttir, f. 1947, d. 2016, kennari. Davíð Tómas Davíðsson Til hamingju með daginn Reykjavík Hafsteinn Munir Davíðsson fæddist 1. mars 2019. Hann vó 3.290 g og var 48 cm langur. Foreldrar hans eru Davíð Tómas Davíðsson , sem á 40 ára afmæli í́ dag, og Elísabet María Hafsteinsdóttir. Nýr borgari Nýlegt 5 herbergja einbýli með bílskúr á einni hæð í Ásahverfi, Reykjanesbæ. Sérsmíðaðar innréttingar, vönduð eign. Stærð 207,3 m2 Verð kr. 61.500.000 Fitjaás 12, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is LÆKKAÐ VERÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.