Morgunblaðið - 08.06.2019, Side 28

Morgunblaðið - 08.06.2019, Side 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019 Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími: 551 3033 Frábært úrval af herrafatnaði fyrir útskriftina frá BERTONI Flottir í fötum Fyrrverandi fjár- málaráðherra og stofn- andi Viðreisnar, Bene- dikt Jóhannesson, skrifar Pistil blaðsins fyrir nokkru, 14. maí; Verum hrædd – verum mjög hrædd. Þar gerir hann 5. kynslóð þráð- lausrar samskipta- tækni, 5G, að umtals- efni, en í dag erum við í þeirri fjórðu eins og kunnugt er. Pistillinn gengur meira eða minna út á það að vera með alhæfingar um þá sem ekki eru tilbúnir að fallast á „viðurkenndar“ skoðanir og stefn- ur. Þar bendir hann á að RT America (Russia today í Bandaríkjunum) hafi verið með sjö sjónvarpsþætti um hættuna af 5G-símkerfum. Höf- undur gerir enga tilraun til að skoða málið af einhverri hlutlægni og sanngirni. Heldur er RT dregin inn í eitthvert Rússaplott til að vinna gegn uppsetningu 5G í Bandaríkj- unum og tefja þannig þróunina þar meðan þeir vinna sjálfir að uppsetn- ingu á 5G. Augsýnilega er enginn greinarmunur gerður á fjölmiðl- inum og rússneskum stjórnvöldum. Það er ekki rétt hjá höfundi, að eng- in vísindaleg rök séu fyrir hættunni af geislum frá 5G. Alþjóðlegt ákall Nú er í gangi al- þjóðlegt ákall gegn upp- setningu á 5G þar sem allir borgarar heimsins geta skrifað undir, Int- ernational Appeal: Stop 5G on Earth and in Space (https:// www.5gspaceap- peal.org/the-appeal). Auk þess hafa vísindamenn og læknar frá 36 löndum skrifað undir slíka áskorun, Scientists warn of po- tential serous health effects of 5G (http://www.5gappeal.eu). Ætli þeir séu á móti framförum og uppfullir af RT-samsæri? Færðar hafa verið sönnur á skað- semi rafgeislunar á fólk og umhverfi. Uppsetning 5G flokkast undir til- raunir á mannfólki og umhverfi, slíkt er skilgreint sem glæpur samkvæmt alþjóðalögum. Vegna þess hversu stutt bylgjulengd 5G-sendinganna verður og hversu illa bylgjurnar kom- ast í gegnum fast efni, þurfa send- istövar að vera með u.þ.b. 100 m milli- bili, annar hver ljósastaur þyrfti að vera með sendi og jafnvel þyrfti tí- unda hvert hús í þéttbýli að vera með loftnet. Sérhver 5G-sími verður með tugi örlítilla loftneta sem nema og miða geisla að næsta farsímamastri. 5G-sendar út um allt, á jörðu og í segulhvolfi Sérhver 5G-grunnstöð verður með hundruð eða þúsund loftneta sem beina fjölda leysilegra geislum samtímis til allra farsíma á viðkom- andi þjónustusvæði. Þessi tækni er kölluð „margþætt inntak, margþætt afköst“ eða MIMO. Auk þessa hafa minnst fimm fyrirtæki boðist til að koma fyrir 5G stöðvum á sporbraut jarðar, með samtals 20.000 gervi- tunglum sem munu þekja jörðina með öflugum og nákvæmum, stýr- anlegum geislum. Sérhvert gervi- tungl mun senda frá sér millimetra bylgjur með geislaorku upp að 5 milljónum watta frá þúsundum loft- neta sem komið verður fyrir í skipu- lögðu og þéttriðnu neti. Þó að orkan sem nær til jarðar frá gervitunglunum verði minni en frá loftnetum á jörðu niðri, mun hún hafa áhrif og verða viðbót við millj- arða 5G-senda á jörðu niðri. Það sem er jafnvel enn hættulegra er að gervitungl verða staðsett í seg- ulhvolfi jarðar sem hefur veruleg áhrif á rafmagnseiginleika andrúms- loftsins. Gleymum því ekki að ómögulegt er að slökkva á þessum gervitunglum. Breytingin á rafseg- ulumhverfinu gæti orðið enn meiri ógn fyrir lífið heldur en geislunin frá loftnetum á jörðu niðri. Aðvörun vísindamanna Árið 2015 sendu 215 vísindamenn af 41 þjóðerni, viðvörun til Samein- uðu þjóðanna (UN) og til Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) (https://emfscientist.org/index.php/ emf-scientist-appeal). Þar fullyrða þeir að fjöldi nýrra vísindagreina sýni að rafsegulsvið (EMF) hafi áhrif á líf- verur langt undir alþjóðlegum við- miðunum. Meir en 10.000 ritrýndar vísindarannsóknir sýna að rafgeislun er skaðleg heislu fólks. Að búa til samþykki Mér finnst afskaplega ábyrgð- arlaust af Benedikt Jóhannessyni, fv. ráðherra og stofnanda nýs stjórn- málaafls, að falla í gryfju rétthugs- unar og forskriftasamþykkis, ef svo má að orði komast, sbr. bókina, Manufacturing consent, eftir þá Edward S. Herman og Noam Chomsky frá árinu 1988, þar sem vald bandarískra fjölmiðla er gert að umtalsefni og höfundar færa rök fyrir kerfisbundnum áróðri þeirra sem öfl- ugum hugmyndafræðilegum stofn- unum. Tvær þeirra stærstu hér á landi berja sér á brjóst sem öflugir og trúverðugir alvörufjölmiðlar og vara okkur við falsfréttum, en áður þurfa þessir sömu fjölmiðlar að geta greint hvað eru falsfréttir og hvað ekki. Ekki veit ég hvernig franska þjóð- þingið ætlaði að fara að en þar hugðu menn á bann við slíkum fréttaflutn- ingi. Væri gaman að vita hvert yrði fyrsta fórnalambið, CNN? Í það minnsta kallaði Herdís Þorgeirs- dóttir þann fjölmiðil ómerkilegan í viðtali á RÚV, ef ég man rétt. Ég minni á að hún er doktor frá lagadeild háskólans í Lundi; þar sem umfjöll- unarefnið var, tjáningarfrelsi fjöl- miðla og ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra. Nei, risunum í íslenskum fjöl- miðlaheimi hefur ekki tekist að greina á milli þess hvað eru falsfréttir og hvað ekki, heldur virðast þeir vera hluti af forskriftinni. Ætíð eru tvær hliðar á öllum málum eða helgar til- gangurinn meðalið, hvað sem það kostar? Velkomin í útópíu Aldous Huxley og George Orwell. Verum varkár – verum mjög varkár Eftir Ara Tryggvason » Skaðlegar afleið-ingar 5G geislunar er enginn hræðsluáróð- ur af hendi rússneskra fjölmiðla. Nú er í gangi ákall um að stöðva upp- setningu 5G stöðva. Ari Tryggvason Höfundur er fv. stuðningsfulltrúi. arit54@gmail.com Margir stjórnmála- menn hér á landi lifa eftir þeirri lífsskoðun sinni að hlutverk þeirra sé að vernda hagsmuni almennings. Setja alls kyns skorður þeim sem vilja auka skaða og koma í veg fyrir að ein- staklingar nái fram sínu besta. Þessi hópur stjórnmálamanna hef- ur trú á skynsemi al- mennings og setur því lög og reglur, höft og takmarkanir. Dæmi um þetta er viðhorf þessa göfuga hóps gagnvart sölu á bjór og léttvíni í matvöruversl- unum. Þeir sjá fordæmi þess og gögn sem styðja ákvarðanir þeirra um að standa gegn meira frjálsræði í sölu áfengis og annarra vímuefna. Nokkrir þjóðþekktir einstaklingar hafa kallað þá sem huga að lýðheilsu, barnavernd, sjálfbærni og forvörnum mörgum ill- um nöfnum, borið upp á þá dómsdags- spár. Það sýnir staðreyndafátækt þegar sendiboðum málefnis er úthúð- að. Staðreyndin er að margt hefur breyst í neyslumynstri þjóðarinnar, alvarlegast þó að neysl- an er orðin meiri og al- mennari. Að sjálfsögðu lyftir aukinn ferða- mannastraumur sölu- tölum upp en það er að- eins brot af aukningunni. Með sam- stilltu átaki í for- varnageiranum með foreldrasamfélaginu, hækkun forræðisald- urs, tókst að draga úr neyslu ungmenna og koma í veg fyrir að þjóðin yrði afvelta á fylliríi og að æska landsins færi í hundana. Í dag þarf að bretta upp ermarnar því allt hjal um frjálslyndi ýtir undir neyslu. Það er beinlínis rangt þegar sömu aðilar segja að ekkert af þeim varnaðarorðum og spám hafi ræst. Dagbækur lögreglu, fréttir úr heilbrigðisgeiranum og langir biðlistar eftir meðferð sanna það. Það er eðlilegt að halda því fram að íslenska þjóðin sé annarrar gerð- ar en aðrar þjóðir og allt sem tíðkast erlendis geti ekki hentað hér. Rökin eru skýr og hafa Íslendingar valið sér ýmsar reglur og lög sem má kalla forræðishyggju eða verndandi þátt gegn utanaðkomandi þrýstingi áfengisiðnaðarins um að fá leyfi til að selja meira til að auka sinn hagnað án tillits til afleiðinganna. Margar leiðir eru farnar til að glepja einstaklinga. Nýleg könnun Maskínu sýnir að fleiri eru hlynnt sölu bjórs og léttvíns í matvöruversl- unum, en samfélagið er andvígt auknu aðgengi að áfengi samkvæmt mörgum öðrum könnunum. Nánast allar umsagnir um breytingar á áfengislögum eru á móti tilslökunum með góðum rökum. Við hvetjum al- menning og stjórnmálamenn til að kynna sér þau rök vel áður en þau taka ákvarðanir um aukið frelsi áfengisiðnaðarins til að ýta hér undir aukna neyslu https://www.althingi.is/ thingstorf/thingmalin/erindi/ ?ltg=149&mnr=110. Stórum hópi landsmanna finnst flestir stjórnmálamenn standa sig vel í að verja samfélagið. Þeir hafa óspart vísað til þess að vilji þjóðarinnar sé skýr, hún vilji hafa þessa vernd og ekki draga úr þeirri stoð sem for- varnir hafa í skýrum áfengislögum. Ungt fólk í dag sem er vel upplýst er líklegra til að hafna neyslu áfengis eða annarra vímuefna. Þetta unga fólk vill búa í opnu þjóðfélagi og kemur auga á rökin fyrir því að ekki sé verið að hvetja til aukinnar neyslu áfengis. Ungt fólk í dag er meðvitaðra um þau Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem við ætlum að ná. Áfengi vinnur gegn 13 af 17 markmiðum. Hama- gangur talsmanna áfengisiðnaðarins er mikill núna því sannleikurinn er alltaf að koma betur í ljós um óholl- ustu áfengis á einstaklinga og neikvæð áhrif á samfélög. Það er kominn tími til að stjórnmálamenn sem vilja frelsa áfengisiðnaðinn vippi sér yfir í nú- tímann og vinni að samþykktum Heimsmarkmiðum um að auka sjálf- bærni. Vegna þess Eftir Aðalstein Gunnarsson Aðalsteinn Gunnarsson » Það er kominn tími til að þeir sem vilja frelsa áfengisiðnaðinn vippi sér yfir í nútímann og vinni að samþykktum heimsmarkmiðum um að auka sjálfbærni. Höfundur er framkvæmdastjóri IOGT á Íslandi. Nú virðist margir þeirrar skoðunar að fjárlög á næsta ári stefni í 40 milljarða halla eða þar um bil. Þykir það slæmt til afspurnar og raunveru að fjár- málaáætlun standist ekki, þrátt fyrir að það felist bæði í orðinu og innihaldinu að áætlun hverfist um hið ókomna og getur brugðist til beggja átta. Tala stjórnmálamenn og fleiri að taka þurfi með einhverjum hætti á aðsteðjandi halla og vanda. Þeir sem eru með vinstri slagsíðu tala helst um hækkun skatta en þeir sem eru með hægri slagsíðu tala um samdrátt í útgjöldum, nú telja sjálfsagt sumir að viðbrögðin eigi að vera sambland niðurskurðar útgjalda og aukning skattheimtu. Sá sem hér skrifar telur að nefnd úrræði séu röng og myndu örugglega auka niðursveifluna ef einhver verður og auka atvinnuleysi sem sjálf- sagt allir hvar sem þeir standa í hinu pólitíska litrófi hljóta að sam- þykkja að sé af hinu vonda. Nær er lagi fyrir hið opinbera annað hvort að taka innlend lán eða auka peningamagn í um- ferð með peningaprentun til að dekka hallann. Sjálfsagt yrði blanda þessara tveggja lausna ofan á að bestu yfirsýn og skynsemi þeirra sem kallaðir yrðu til a stoppa í gatið. Vel má vera að auka þurfi umsvif hins opinbera meira en gert ráð fyrir í núverandi áætlun, þ.e. auka þurfi hallann til að vega upp á móti samdrætti í einkageiranum. Lántaka og peningaprentun yrði þá Skondið – eða hvað? Eftir Þorbjörn Guðjónsson » Það er algeng mein- loka að halda að halla á fjárlögum verði einungis mætt með lækkun útgjalda eða hækkun skatta eða blöndu af hvoru tveggja. Þorbjörn Guðjónsson Höfundur er cand oecon. á gamals aldri. meiri en ella. Forðast ber líkt og heit- an eldinn að taka erlend lán. Gæta verður að verðbólgu, það er að hún magnist ekki svo af verði stór vand- ræði. En það er til mikils til vinna að halda fólki í vinnu fremur en á at- vinnuleysisbótum. Atvinnuleysið, auk þess að vera versta böl þeirra sem í því lenda, felur í sér þjóðhaglegt tap, að nauðsynjalausu, sem aldrei verður aft- ur tekið. Móttaka að- sendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.