Morgunblaðið - 08.06.2019, Page 48
G e i r s g a t a 4 - 5 1 9 4 4 9 0 - v i ð H a f n a r t o r g
Nicola Lolli, konsertmeistari Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands, leikur
ásamt Bjarna Frímanni Bjarnasyni,
aðstoðarhljómsveitarstjóra SÍ, verk
eftir Stravinsky og Schumann fyrir
fiðlu og píanó á stofutónleikum á
Gljúfrasteini á morgun, 9. júní, kl.
16. Miðar eru seldir í safnbúð
Gljúfrasteins samdægurs og kosta
2.500 kr. en ókeypis er fyrir börn á
leikskólaaldri.
Lolli og Bjarni leika
saman á Gljúfrasteini
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 159. DAGUR ÁRSINS 2019
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.150 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Ísland spilar í dag fyrsta heimaleik
sinn í undankeppninni fyrir EM
karla 2020 en íslenska liðið mætir
Albaníu á Laugardalsvellinum
klukkan 13. Bæði liðin eru með þrjú
stig eftir tvær fyrstu umferðirnar
og leikurinn er gríðarlega mikil-
vægur fyrir baráttuna sem fram-
undan er um tvö efstu sæti rið-
ilsins og sæti á EM. »40
Fyrsti heimaleikurinn
í dag gegn Albaníu
Nýtt leikrit eftir Tyrfing Tyrfingsson
verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu
á næsta ári. Nefnist það Helgi Þór
rofnar og er lýst sem drepfyndnu,
kraftmiklu og spennandi verki um
það hvort maðurinn komist undan
sögunni um sig, geti losað sig úr
álögum og hætt að trúa á spádóma.
Leikstjóri sýningarinnar verður Stef-
án Jónsson og er verkið það fimmta
eftir leikskáldið sem Borgarleik-
húsið sýnir.
Leikarar í sýning-
unni verða Bergur
Þór Ingólfsson, Hilm-
ar Guðjónsson,
Hjörtur Jóhann
Jónsson og Þuríður
Blær Jóhanns-
dóttir.
Helgi Þór rofnar í
Borgarleikhúsinu
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Barna- og ungmennatímaritið
HVAÐ er komið út og er stefnt að
því að gefa út tvö tölublöð á ári.
Hugmyndin að útgáfunni varð til
hjá Ágústu Margréti Arnardóttur
fyrir um sex árum. Þá var dóttir
hennar sex ára og vildi verða áskrif-
andi að tímariti. „Ég sá að fátt var
um fína drætti og fór strax að hugsa
um hvernig blað ég myndi gefa út,“
segir hún.
Ágústa er fimm barna móðir og
býr með fjölskyldu sinni á Djúpa-
vogi. Hún rak hönnunar- og fram-
leiðslufyrirtæki en setti það á ís til
þess að geta varið meiri tíma með
börnunum. Hún segir að þau hafi
verið föst í lífskapphlaupi og það
hafi bitnað á börnunum. „Ég henti
mér út úr rússibananum og breytti
alveg um gír. Maðurinn minn er sjó-
maður og hann bætti við sig störf-
um, sem voru hærra launuð en ég
átti tök á.“
Fjölskyldulífið breyttist og þau
fóru að stunda útivist og sameigin-
leg áhugamál. Ágúst byrjaði að
skrifa um lífsreynsluna á Instagram
og öðrum samfélagsmiðlum. Þá seg-
ist hún hafa áttað sig á því að upp-
lýsingar vantaði fyrir Íslendinga og
sérstaklega fyrir börn og unglinga.
Grilla múffu og berfætlast
„HVAÐ er sprottið út úr því að
kynna það sem ég hef verið að
kynna mér undanfarin þrjú ár í
bland við að fá hvatningu, eflingu og
öll verkfæri sem börn, ungmenni og
fjölskyldur þeirra geta nýtt sér til
þess að eiga fleiri gæðastundir.“
Efnið í blaðinu er fjölbreytt og
margir leggja hönd á plóg. Áhersla
er á útivist og náttúru, ferðalög og
áfangastaði, hvatningu og sköpun,
líkama og sál og áhugamál og af-
þreyingu. „Efnið er tímalaust,“ seg-
ir Ágústa og leggur áherslu á að
blaðið geymi mjög áhugavert efni.
Dýrt sé að ferðast á Íslandi en í
blaðinu sé bent á hagkvæmar leiðir
og framkvæmanleg áhugamál, sem
þurfa ekki að kosta mikið. „Það er til
dæmis tilvalin samverustund að fara
út og grilla múffu í appelsínuberki.
Það er mögnuð upplifun.“ Hún vísar
til þess að fjölskyldan hafi skapað
sér nýjan og ódýrari lífsstíl, for-
gangsraðað á annan hátt en áður.
„Ef maður ætlar að gera meira þarf
maður að vinna minna og um leið að
eyða minna.“ Í þessu sambandi
bendir Ágústa á grein ungrar stúlku
um jarðtengingu sem kosti ekkert.
„Það að berfætlast er ekkert annað
en að fara úr sokkum og skóm og
tengjast jörðinni,“ segir hún.
Blaðið er 164 blaðsíður. Ágústa
segir að söfnun á Karolina Fund
hafi fjármagnað helming byrj-
unarkostnaðarins og hún sé bjart-
sýn á framhaldið. „Það er svo mikið
forvarnagildi á hverri blaðsíðu, svo
mikil hvatning og efling fyrir börnin
að taka af skarið sjálf auk upplýs-
andi efnis.“ Hún leggur áherslu á að
ekki sé verið að mata ungmennin
heldur vekja athygli þeirra á ýmsu.
„Vonandi hvetur blaðið lesendur til
þess að fylgja eftir draumum sín-
um.“
Morgunblaðið/RAX
HVAÐ Ágústa Margrét Arnardóttir á leið með fyrstu eintök tímaritsins í verslanir. Gefa á út tvö tölublöð á ári.
Fylgja draumum og
fjölga gæðastundum
HVAÐ er nýtt barna- og ungmennatímarit fyrir alla