Morgunblaðið - 08.06.2019, Side 23

Morgunblaðið - 08.06.2019, Side 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019 Til sölu eru veiðileyfi í Reykjadalsá í Reykholtsdal í Borgarfirði, sumarið 2019. Veiðitímabilið er frá 20. júní til 30. september og rennt er fyrir laxi og urriða. Í boði eru ýmist einn eða fleiri dagar og veitt er á tvær stangir. Auðvelt er að komast að ánni, ágætt veiðihús er á staðnum og liðlega klukkutíma akstur frá höfuð- borgarsvæðinu. Mjög góð veiði hefur verið í ánni undanfarin ár. Verð eru frá 14.400 kr á stöng fyrir daginn. Frekari upplýsingar um verð og lausa daga gefur Hörður Guðmundsson í gegnum: reykjadalsa@hotmail.com Veiði í Reykjadalsá FRÉTTASKÝRING Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær formlega af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. Ellefu þingmenn flokksins hafa gef- ið kost á sér í embættið til þessa, en framboðsfrestur rennur út klukkan fimm að breskum tíma á mánudag. May mun áfram gegna embætti for- sætisráðherra þar til leiðtogakjöri flokksins er lokið, en gert er ráð fyrir að það verði í lok júlí. Af þeim sem gefið hafa kost á sér er Boris Johnson, fyrrverandi utan- ríkisráðherra og borgarstjóri Lund- únaborgar, talinn sigurstrangleg- astur. Reynslan af fyrri leiðtogakjörum innan Íhaldsflokks- ins hefur þó sýnt að sá aðili sem leiðir í upphafi hefur sjaldan eða aldrei náð að bera sigur úr býtum. Skrifast það að einhverju leyti á ferlið í kosningunum, en þingmenn flokksins, sem nú eru 313 talsins, kjósa á milli frambjóðendanna í nokkrum umferðum. Eftir hverja umferð heltist einn frambjóðandi úr lestinni þar til að lokum tveir standa eftir. Þá fá almennir flokks- menn Íhaldsflokksins, sem eru um 100.000 talsins, að kjósa á milli þeirra tveggja í póstkosningu, en kannanir benda til að Johnson njóti yfirgnæfandi stuðnings meðal þeirra. Áskorunin fyrir Johnson verður því að tryggja sér nægan stuðning meðal þingmanna flokks- ins, svo að hann verði annar af þeim tveimur sem grasrót flokksins fær að velja á milli. Ein hindrunin, sem talin var myndu standa í vegi Johnsons, var dómsmál, sem stuðningsmenn Evr- ópusambandsaðildar höfðuðu á hendur honum fyrir að hafa farið vísvitandi með rangt mál í kosn- ingabaráttunni í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Dóm- ari hafði úrskurðað að Johnson bæri að gefa réttinum skýrslu svo að hægt væri að skera úr um hvort halda ætti réttarhöld í málinu. Áfrýjunardómstóll ákvað hins vegar í gær, að vísa bæri málinu end- anlega frá dómi. Brexit er grundvallarmálefnið Helsta, ef ekki eina, málefnið sem leiðtogabaráttan mun snúast um er hver afstaða Íhaldsflokksins eigi að vera til væntanlegrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, en nú er stefnt að því að hún verði 31. október næstkomandi. Það sem helst hefur tafið fyrir framgangi málsins er skortur á samkomulagi við Evrópusambandið um útgönguna sem breska þingið getur fellt sig við, en samkomulag það sem May náði við sambandið var fellt í þrígang af neðri deildinni. Þeir frambjóðendur sem harðastir eru í afstöðu sinni segja að Bret- land eigi beinlínis að stefna að samningslausri útgöngu. Andrea Leadsom, sem nýlega sagði af sér sem leiðtogi neðri deildarinnar vegna Brexit-málsins, hefur þar verið fremst í flokki, en hún gaf einnig kost á sér í embættið árið 2016 eftir að David Cameron sagði af sér. Flestir frambjóðenda vilja þó stefna að því að útgangan úr Evr- ópusambandinu verði gerð í sam- komulagi við sambandið, en bæði Boris Johnson og Dominic Raab, fyrrverandi ráðherra útgöngumála, hafa lýst því yfir að þeir myndu yfirgefa Evrópusambandið án samnings ef nýtt samkomulag sem þingið getur stutt liggur ekki fyrir þegar 31. október rennur upp. Raab er talinn vera næstsigurstrangleg- astur í kjörinu á eftir Johnson. Jeremy Hunt utanríkisráðherra er einnig talinn eiga möguleika á embættinu, en honum er það helst fjötur um fót að hann greiddi líkt og May atkvæði með því að Bretar yrðu áfram innan Evrópusam- bandsins. Hefur Hunt einnig sagt að það væri ígildi „pólitísks sjálfs- morðs“ að yfirgefa sambandið án samnings. Undir þrýstingi frá Farage Það sem einkum hefur hert af- stöðu væntanlegra leiðtogakandí- data er hin óvænta velgengni Brex- it-flokksins, sem Nigel Farage stofnaði nýlega. Flokkurinn sópaði til sín atkvæðum í nýafstöðnum Evrópuþingkosningum í Bretlandi, og hefur Farage sagt að næsta markmið sé að ná einnig meirihluta í neðri deild breska þingsins. Brexit-flokkurinn varð þó fyrir áfalli á fimmtudaginn, þar sem frambjóðandi flokksins tapaði naumlega fyrir frambjóðanda Verkamannaflokksins í aukakosn- ingum í borginni Peterborough. Munaði einungis 700 atkvæðum á frambjóðendunum tveimur, en at- hygli vakti að fylgi Verkamanna- flokksins í kjördæminu minnkaði um 17% frá þingkosningunum 2017 og fylgi Íhaldsflokksins um 25%. Kapphlaupið hafið  Theresa May steig formlega til hliðar sem leiðtogi Íhalds- flokksins  Johnson með mest fylgi í skoðanakönnunum AFP Helsta ógnin Nigel Farage, formaður Brexitflokksins, afhenti May „upp- sagnarbréf“ í gær. Farage hefur helst sótt fylgi til óánægðra íhaldsmanna. Mögulegir arftakar May Styður útgöngu án samnings Afstaða til Brexit-málsins Opinn fyrir að yfirgefa ESB án samnings 31. október nk. Vill ekki fara án samnings, en útilokar ekkert Leggst gegn útgöngu án samnings Vill aðra þjóðar- atkvæðagreiðslu MATT HANCOCK SAJID JAVID ESTHER MCVEY MARK HARPER SAM GYIMAH BORIS JOHNSON 54 52 Fyrrv. utanríkis- ráðherra RORY STEWART Ráðherra alþjóð- legrar þróunar JEREMY HUNT Utanríkis- ráðherra 51 MICHAEL GOVE Umhverfis- ráðherra 45 46 Fyrrv. ráðherra Brexitmála DOMINIC RAAB 56 Fyrrv. leiðtogi neðri deildar þingsins ANDREA LEADSOM AFP Fremstur Boris Johnson nýtur nú mests stuðnings í könnunum. Xi Jinping, for- seti Kína og Vla- dimír Pútín Rússlandsforseti gagnrýndu Bandaríkjastjórn harðlega á ráð- stefnu um efna- hagsmál í St. Pétursborg í gær. Gagnrýndi Pútín það sem hann kallaði „orðbragð við- skiptastríða og refsiaðgerða“ sem kæmi frá Washington. Sagði hann jafnframt að taka ætti til skoðunar hlutverk bandaríkjadals í alþjóða- viðskiptum. Sagði Pútín það vera gagnrýnivert hvernig Bandaríkja- stjórn reyndi bæði að koma í veg fyrir Nord-2 olíuleiðsluna frá Rúss- landi til Evrópu og að ýta kínverska fyrirtækinu Huawei af fjarskipta- markaði. Xi sagði að það þyrfti að yfirstíga ójafnvægi í alþjóðahagkerfinu, og vísaði þar til stöðu Bandaríkjanna. Sagði Xi að Kínverjar horfðu til Rússlands með gagnkvæma sam- vinnu á grundvelli jafnræðis og virðingar. Gagnrýndu Banda- ríkin fyrir yfirgang Vladimír Pútín RÚSSLAND Bandaríska geimferðastofn- unin NASA til- kynnti í gær að hún hygðist bjóða almenningi upp á geimferðir í alþjóðlegu geimstöðina frá og með næsta ári. Yrði boðið upp á allt að tvær geimferðir á ári, og gætu þeir sem vildu dvalið í geimstöðinni í allt að 30 daga. Eins og gefur að skilja verður farmiðinn frekar dýr, en áætlað er að hann gæti kostað um 7 milljarða króna. Munu einkafyrirtækin Spa- ceX og Boeing sjá um að koma ferðalöngum til geimstöðvarinnar. Þá hyggst NASA rukka fyrir gist- inguna um 35.000 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmlega fjórum milljónum króna, fyrir hvern dag sem gist er í geimstöðinni. Auðkýfingurinn Dennis Tito var fyrsti ferðalangurinn til að heim- sækja geimstöðina. Greiddi hann Rússum um 20 milljónir banda- ríkjadali fyrir ferðina árið 2001. Bjóða upp á ferða- lög í geimstöðina Dennis Tito NASA Allt bendir til að fullvalda ríki hafi staðið að baki árásunum á fjögur olíuflutningaskip hinn 12. maí síðast- liðinn, en engin sönnunargögn hafa enn komið fram sem bendla Írani við málið. Þetta er frumniðurstaða rann- sóknar Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna í málið, en árásirnar áttu sér stað innan lögsögu þeirra. Frumniðurstöðurnar voru kynnt- ar öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í vikunni af fulltrúum furstadæm- anna, Sádí-Arabíu og Noregs, en skipin fjögur sem urðu fyrir árásinni tilheyrðu þeim ríkjum. Samkvæmt niðurstöðunum voru árásirnar framkvæmdar rétt undan ströndum borgarinnar Fujairah af köfurum sem notuðust við hraðbáta til þess að sigla inn fyrir lögsögu furstadæmanna. Settu kafararnir segulmagnaðar sprengjur á skrokk skipanna. Ekkert mannfall varð þó í árásinni. Sagði í sameiginlegri yfirlýsingu ríkjanna þriggja, að sterkar vísbend- ingar væru um að árásirnar hefðu verið hluti af háþróaðri aðgerð, og að allar líkur bentu til að ríkisvald hefði staðið að baki framkvæmd hennar. Fulltrúi Rússa í öryggisráðinu sagði eftir fund ráðsins, sem haldinn var fyrir luktum dyrum, að engin sönnunargögn hefðu verið lögð fram gegn Írönum þar. Fulltrúar Banda- ríkjanna og Sádi-Arabíu hafa hins vegar þegar sagt Írani ábyrga. Sagði John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, í síðustu viku að það væri „enginn vafi í huga nokkurs manns í Washington hver beri ábyrgðina á þessu.“ „Ríki“ ber ábyrgðina  Skýrsla um árásina á olíuflutningaskipin beinir spjótum óbeint að Íran  Engin bein sönnunargögn sögð fyrir hendi AFP Árás Eitt af olíuflutningaskipunum fjórum sem urðu fyrir árásinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.