Morgunblaðið - 08.06.2019, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.06.2019, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019 Lords of Chaos segir frá uppgangs-árum svartmálmssenunnar í Noregi.Hún er unnin upp úr samnefndri bókog byggist á sönnum atburðum en tekur sér nokkurt skáldaleyfi. Þessi saga er vel þekkt innan metalsenunnar og hefur alltaf verið umdeild, enda ekki staðfest nákvæmlega hvern- ig allt átti sér stað í raun og veru. Eins og við er að búast hefur myndinni verið misvel tekið inn- an harðkjarnasamfélagsins og ekki eru allir á eitt sáttir um hvernig unnið er úr efniviðnum. Sagan er sögð út frá Øystein Aarseth, sem gengur undir listamannsnafninu Euronymous, gítarleikara hljómsveitarinnar Mayhem. Það er farið afar hratt yfir sögu í upphafi, þar sem rýnt er í tilurð Mayhem og stefnumótun hljómsveit- arinnar. Til þess að koma miklu efni fyrir á stuttum tíma er stuðst við sögumannsrödd, þar sem Euronymous útskýrir málavexti fyrir áhorfendum. Sögumannsröddin er vandasamt frásagnartól í kvikmyndum, hún getur verið truflandi og það hefði vissulega verið ánægju- legt ef það hefði tekist að sleppa því að nota hana í þessari mynd. Engu að síður er skiljan- legt að höfundarnir hafi ákveðið að fara þessa leið til að koma allri sögunni fyrir. Mayhem er fyrst um sinn skipuð gítarleikara, bassaleikara og trommuleikara en það verður bylting þegar söngvarinn Per Yngve Ohlin (einnig þekktur sem Pelle og undir listamanns- nafninu Dead) gengur til liðs við bandið og full- komnar sveitina. Pelle er undarlegur, ungur maður, hann er listrænn, gríðarlega þunglynd- ur og er einstaklega upptekinn af dauðanum. Þessi þráhyggja Pelles fyrir dauðanum hefur mótandi áhrif á hugmyndafræði og sviðsfram- komu Mayhem; þegar þeir koma fram eru lík- amshlutar dýra gjarnan hluti af sviðsmyndinni og Pelle sker sig með hnífum og brotnum flösk- um á sviðinu svo að blóð gusast út um allt. Þessi saga er meira eins og formáli en það sem hrindir hinni eiginlegu atburðarás af stað er sjálfsvíg Pelles, sem er einkar blóðugt og ógeðfellt. Euronymous kemur að besta vini sín- um skelfilega útleiknum og ákveður að taka ljósmynd af líkinu áður en hann kallar til sjúkrabíl. Þessi ljósmynd var síðar notuð sem plötuumslag á bootleg-plötuna Dawn of Black Hearts og er það líkast til umdeildasta plötu- umslag allra tíma. Í stað þess að syrgja vin sinn almennilega ákveður Euronymous að þessi atburður sé til þess fallinn að styrkja ímynd sveitarinnar, eins konar sölupunktur; Mayhem og norskur svart- málmur snýst um myrkur, limlestingar og dauða og meðlimir tvínóna ekki við að limlesta sig fyrir alvöru. Euronymous stofnar plötubúð- ina Helvete, sem verður griðastaður fyrir kjarnameðlimi svartmálmssenunnar sem hann kallar „Svarta hringinn“. Þar kynnist hann Kristian Vikernes, sem er betur þekktur sem Varg Vikernes eða undir listamannsnafninu Burzum. Í kjölfarið hefst myrk atburðarás þar sem tónlistarsköpun, kirkjubrennur, vinslit og hrottafengin morð koma við sögu. Myndin er byggð á sönnum atburðum, þann- ig að sagan er flókin og hefur svolítið skrítna hrynjandi. Hún blandar saman grínmyndastíl og spennumyndastíl og á tímabilum fer hún alla leið inn í hryllingsmyndaformið. Sum atriði eru raunar svo ótrúlega grótesk að manni er skapi næst að grípa fyrir augun. Ef þetta væri skáld- uð saga myndi ég segja að sagan væri út um all- ar trissur og að persónurnar væru of margar. Þetta má þó fyrirgefa í þessu tilfelli, því að nokkurn veginn svona átti þetta sér stað. Engu að síður má gera sér í hugarlund að það gæti verið ruglingslegt að horfa á myndina ef maður er ekkert kunnugur þessari sögu og þessu fólki. Það er samt ýmislegt gert í tilraun til þess að skapa rökrétta dramatíska framvindu; í upphafi er andrúmsloftið til dæmis létt og kímið en svo tekur myndin myrkari stefnu og endar í algjörri martröð. Þetta helst að sjálfsögðu í hendur við það sem gerðist, allt saman byrjaði þetta með góðri tónlist og vilja til að bylta forminu en end- aði í tómu tjóni. Þá er einnig látið í veðri vaka að sjálfsvíg Pelles hafi verið áfallið sem setti allt út af sporinu, að eftir það hafi þetta ekki verið sviðssetning lengur og að þessi atburður hafi skapað myrkt fordæmi fyrir þennan hóp sem sökkti sér í kjölfarið allt of djúpt niður í dauða og eyðileggingu. Leikararnir í myndinni standa sig prýðilega, Jack Kilmer er skemmtilegur í hlutverki Pelles og þeir Rory Culkin og Emory Cohen eru líka fínir úr í hlutverkum Euronymousar og Vargs enda er mestu púðri eytt í persónusköpun þeirra tveggja. Euronymous er aðalpersónan og kjarni myndarinnar, hann er sú persóna sem þroskast mest og lærir að horfast í augu við galla sína. Varg Vikernes er skúrkurinn í sög- unni en honum er samt sýndur viss skilningur, það er gefið í skyn að hann sé afvegaleiddur fremur en hreint og klárt illmenni og að hann sé innst inni bara óöruggur unglingur sem vill upp- fylla ákveðna ímynd. Hinn raunverulegi Varg hefur haldið því fram að Lords of Chaos sé „mannorðsmorð“, sem er auðvitað nokkuð hjá- kátlegt því hann hefur gert feikinóg til að myrða sitt mannorð sjálfur, verandi nasisti, kvenhat- ari, hómófób og morðingi. Hann gerir samt skrambi góða tónlist og er því eitt ógurlegasta dæmið um þá siðferðislegu spurningu hvort hægt er að skilja listina frá listamanninum. Myndin er eins og gefur að skilja full af frá- bærri tónlist, þarna hljómar fjöldi laga eftir ým- iss konar sveitir, m.a. Mayhem, Tormentor og Bathory. Sigur Rós annast frumsömdu tónlist- ina, sem kann að virðast furðulegt en tónlist hennar veitir ágætt mótvægi við rokkið. Reynd- ar hefði alveg verið gaman ef tónlistin hefði spil- að aðeins stærra hlutverk, það er til dæmis bara eitt tónleikaatriði en það atriði er alveg tryll- ingslega flott. Frá upphafi má hafa verið ljóst að einhverjir yrðu óánægðir með myndina, enda fjallað um ansi umdeild mál. Sumir hafa kvartað yfir því að hér sé farið frjálslega með staðreyndir og einnig hefur mörgum svartmálmsaðdáendum þótt myndin smætta tónlistarformið, að þetta sé bara líkt og æsifréttamennska um vonda menn og að höfundum myndarinnar sé alveg sama um músíkina. Það er mjög skiljanlegt að iðkendur og aðdáendur svartmálms vilji fjarlægja sig þessum myrka bakgrunni, einblína frekar á tón- listina og horfa fram á við, frekar en að róta endalaust í þessum dramatísku atburðum. Auð- vitað er líka ótti við að þessi saga ali á fordóm- um í garð stefnunnar; fólk sem veit ekkert um svartmálm hefur kannski hugmyndir um að þetta séu allt ógeðslegir ofbeldismenn, sem er mikil einföldun og beinlínis rangt, enda vita það allir sem vilja vita að þorri metalhausa er vænstu skinn. Því verður hins vegar ekki neitað að þetta er ótrúlegur samtímaharmleikur og mjög ríkur efniviður í spennuþrungna bíómynd og ekkert endilega furðulegt að vilja gera sér mat út því. Útkoman er því fínasta bíómynd en það er líklega rétt að benda á tvennt, í fyrsta lagi að þetta er ekki heimildarmynd, hér er skáldað og fyllt í eyður, og í öðru lagi að þetta er ekki tæmandi úttekt á svartmálmsmenningunni og fólkinu innan hennar. Þegar upp er staðið er Lords of Chaos krass- andi mynd sem er gaman að horfa á. Það er óhætt að mæla með henni fyrir öll þau sem hafa unun af níðþungri músík og þau sem þekkja til sögunnar ættu að hafa nóg til að ræða um að áhorfi loknu. „Afsakið allt blóðið“ Málmsmiðir Lords of Chaos segir frá uppgangsárum svartmálmssenunnar í Noregi og er hand- rit hennar unnið upp úr bók sem byggist á sönnum atburðum þó höfundur taki sér skáldaleyfi. Bíó Paradís Lords of Chaos bbbmn Leikstjóri: Jonas Åkerlund. Handrit: Dennis Magn- usson og Jonas Åkerlund. Kvikmyndataka: Pär M. Ekberg. Klipping: Rickard Krantz. Tónlist: Sigur Rós. Aðalhlutverk: Rory Culkin, Emory Cohen, Jack Kilmer, Sky Ferreira. 118 mín. Bretland, Noregur og Svíþjóð, 2018. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Kristín Gunnlaugsdóttir myndlist- armaður opnar sýningu í Komp- unni í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í dag kl. 15. Þar sýnir hún 40 teikn- ingar og eitt málverk og ber sýn- ingin yfirskriftina Málverk og teikningar 2018. Eins og titillinn ber með sér voru verkin unnin í fyrra, málverkið olía á striga en teikningarnar gerðar með kol- blýanti, vatnslit og glimmeri og unnar með lifandi fyrirmynd. „Að teikna mannslíkamann krefst stöð- ugrar þjálfunar eins og íþróttt. Hvert verk geymir innri reynslu og tilfinningu. Ég teikna konur því ég þekki tilfinninguna sem býr í líkamanum sem kona. Glimmer er eiginlega bannað í myndlist. Aðeins of stelpulegt. Eða bara of fallegt og auðvelt og þar með hættulegt. Þess vegna nota ég það og það er æðislegt,“ skrifar Krist- ín. Sýningin verður opin daglega kl. 14-17 til 22. júní. Sýnir Kristín Gunnlaugsdóttir opnar sýn- ingu í Kompunni í Alþýðuhúsinu í dag. Hvert verk geymir innri reynslu Sýning Önnu Andreu Winther, Pönnukökuverkunin, verður opnuð í dag kl. 14 í galleríinu Úthverfu á Ísafirði. Anna hefur dvalið í nokkr- ar vikur í gestavinnustofum Arts- Iceland á Ísafirði og er sýningin byggð á rannsóknarvinnu listakon- unnar þessar vikur sem hún hefur dvalið á Ísafjarðarsvæðinu, skv. til- kynningu. Pönnukökuverkunin eftir Önnu Andreu Winther er gjörningur þar sem hún sviðsetur stöðvar byggðar á vinnuaðstöðu kvenna í saltfisk- vinnslunni á Ísafirði á 19. og 20. öld og verkar pönnukökuuppskrift ömmu sinnar, sem ættuð er frá Ísa- firði, samkvæmt þeim aðferðum, eins og því er lýst í tilkynningu. Anna gerir tilraun til að kynnast hálfframandi vinnu formæðra sinna í gegnum uppskrift sem er henni kunnug og kær. Í þessu ferli er ólík- um uppskriftum eða verkunar- hefðum íslenskra kvenna frá mis- langri fortíð fléttað saman. Verkar pönnuköku- uppskrift ömmu Pönnukaka Kynningarmynd frá Önnu. Er heitt í vinnunni? Þín eigin skrifborðs- kæling! Á vinnustað eða hvar sem er! Kæli-, raka- og lofthreinsitæki, allt í einu tæki. Hægt að tengja bæði við rafmagn eða USB tengi. Verð aðeins kr. 24.900 m.vsk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.