Morgunblaðið - 08.06.2019, Side 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2019
böllunum heima í stofu. Pönnu-
kökurnar þínar verða líka alltaf
bestar í heimi.
Síðustu árin hafa samveru-
stundirnar einkennst af lang-
ömmu- og langafaheimsóknum
og stelpurnar mínar tvær elsk-
uðu ykkur. Langamma og
langafi áttu alltaf súkkulaði,
þær áttu sér uppáhalds dót sem
þið leyfðuð þeim svo að eiga og
þeim fannst gott að vera hjá
ykkur. Þú elskaðir þær og hrós-
aðir mér fyrir hvað þær eru
flottar stelpur og hvað þér
fannst ég standa mig vel sem
mamma. Það mun ég alltaf
geyma í hjartanu mínu.
Þú varst með hlýjasta faðm-
inn, innilegasta hláturinn og
stærsta hjartað. Þú og afi skiljið
eftir ykkur stóra fjölskyldu og
ég lofa að við munum öll passa
upp á hvert annað. Ástarkveðj-
ur til þín og afa. Þín
Dagný Erla.
Elsku amma.
Takk fyrir alla umhyggjuna,
allar góðu stundirnar, útileg-
urnar, spilamennskuna og
pönnukökurnar. Þegar Björk
spurði þig hvaða uppskrift hún
ætti að nota þegar hún bakaði
pönnukökur hlóstu og svaraðir
að það væri engin uppskrift af
pönnukökum, þetta væri bara
tilfinning. Það er kannski þess
vegna sem þær voru svona góð-
ar hjá þér.
Þú vannst okkur líka alltaf í
kana. Það varst nú líka alltaf þú
sem skrifaðir en við vissum að
þú skrifaðir aldrei þér í hag, þú
varst bara svo klár.
Það væri hægt að skrifa heila
bók með öllum góðu minning-
unum sem við eigum með þér og
afa, þið hafið alltaf verið til
staðar fyrir okkur systkinin og
erum við ykkur svo þakklát.
Þín ömmubörn.
Freyr, Hrafn og Björk.
Elsku yndislega amma mín.
Það er óhætt að segja það að
við barnabörnin þín erum þau
allra heppnustu að hafa átt
ömmu eins og þig. Þú varst svo
sannarlega einstök, og það er
þyngra en tárum taki að skrifa
þessi orð til þín. Svo hjartahlý
og yndisleg varstu.
Ég hef oft pælt í því hvað ég
var heppin stelpa á Djúpavogi
að hafa ömmu og afa í húsinu
ská á móti í Borgarlandinu okk-
ar góða, en núna sem fullorðin
kona sé ég hvað þetta voru
ótrúleg forréttindi. Að það hafi
verið hluti af daglegu lífi manns
að hoppa yfir til ömmu og afa
þegar mann langaði til. Án allra
spurninga frá þér. Það er það
sem gerði þig svo góða við okk-
ur, maður var alltaf velkominn,
sama hvaða dagur var eða sama
hvað klukkan var.
Ég man sérstaklega eftir því
einn afmælisdaginn minn þegar
ég vaknaði að sjálfsögðu fyrir
allar aldir og sá að mamma og
pabbi höfðu gefið mér það sem
ég óskaði mér helst, línuskauta.
Ég dreif mig að sjálfsögðu út til
að prófa, það var sól og þú varst
sko ekki lengi út í dyr til að
koma og kyssa stelpuna þína til
hamingju með afmælið. Svo
fylgdistu með mér skauta fram
og til baka allan morguninn.
Mikið var gott að vita af þér
þarna.
Á þessum sorgarstundum er
gott að eiga minningarnar með
þér, þær eru algjörlega ómetan-
legar og svo ótrúlega margar.
Ég er mjög þakklát fyrir þær
og mun varðveita þær um
ókomna tíð.
Eins sárt og það er að sakna
þín, elsku amma mín, þá hlýnar
mér í hjartanu að vita að þið afi
séuð saman á ný, að þú hafir
loksins fengið að hitta mömmu
þína eftir öll þessi ár og litlu
systur þínar. Þær hafa tekið vel
á móti Erlu sinni, ég er alveg
klár á því.
Elsku amma mín, ég mun
sakna þín á hverjum degi svo
lengi sem ég lifi, verð þakklát
fyrir að hafa haft þig í lífi mínu í
33 ár og að ég hafi getað verið
til staðar fyrir þig þegar þú
þurftir á mér að halda. Ég mun
heiðra minningu þína á hverjum
degi, þú varst mér svo kær og
ég mun alltaf elska þig af öllu
hjarta.
Þú ert ljósblik á lífshimni mínum, þú
ert ljóð mitt og stjarna í kveld.
(Magnús K. Gíslason)
Takk fyrir ástina sem þú
sýndir mér, takk fyrir faðmlög-
in, takk fyrir alla kossana.
Takk fyrir allt, elsku besta
amma mín, ég mun sakna þín
meira en orð fá lýst.
Þín elskandi sonardóttir,
Urður Arna.
Hún Erla systir átti hálfan
annan mánuð í tólf ára aldur
þegar snjóflóð féll á heimili okk-
ar í Goðdal á Ströndum sunnu-
daginn 12. desember 1948. Hún
var á farskóla í Asparvík, átti
von á pabba þá um helgina að
sækja sig fyrir jólin. Þegar
hann kom ekki á tilsettum tíma
fór hún að hringja og hringja
heim næstu dagana, enginn
svaraði og henni var sagt að
þetta væri ekki til neins, síminn
hefði bilað í óveðrinu. Hún var
úti að leika sér við krakkana
síðdegis á fimmtudag þegar
kennarinn kallaði hana inn og
sagði við hana: „Erla mín, það
varð slys heima hjá þér. Það
fórust allir nema pabbi þinn og
hann er helsærður. Farðu nú
aftur út að leika þér.“ Það kom
enginn og hélt utan um hana og
huggaði hana.
Erla segir frá þessum átak-
anlegu atburðum í prýðilegri
endursögn Önnu Kristine
Magnúsdóttur í „Milli mjalta og
messu“ sem kom út hjá bókaút-
gáfunni Hólum 2009.
Erla kvað sér aldrei á ævinni
hafa orðið jafn mikið um og
þegar hún sá fallega andlit
mömmu sinnar í hinsta sinni.
Eftir jarðarförina var hún send
aftur í Asparvík þar sem hún
átti góða vist, en var næsta vet-
ur í skóla á Kaldrananesi. Ein-
hverju sinni kunni hún ekki
svar við spurningu kennarans,
sem þá sagði: „Ég skil nú ekk-
ert í þér Erla hvað þú ert
heimsk, eins og þú átt gáfaða
bræður.“ Þessi orð sátu í henni
alla tíð, og þarna sagði hún að
sér hefði liðið einna verst á æv-
inni. Síðan var hún á Drangs-
nesi hjá Ingibjörgu föðursystur
sinni og hefði gjarnan viljað
vera áfram, en nú lá leiðin til
Reykjavíkur þar sem Bjarni
föðurbróðir okkar var búinn að
reisa hús, og áttu þeir bræður
saman efri hæð og ris. Eftir
komuna til Reykjavíkur var hún
fyrst hjá Önnu frænku systur
pabba, og þrátt fyrir umhyggju
Önnu fannst henni hún einmana
stúlka á framandi slóðum. En
hún fór í Gagnfræðaskóla
Austurbæjar og undi sér vel,
þar eignaðist hún sína bestu
vinkonu, Lilju Bögeskov.
Pabbi útvegaði Erlu vist á bæ
í Húnaþingi sumarið 1951. Þar
leið henni illa, hefði frekar vilj-
að vera hjá frændfólki sínu á
Ströndum.
Síðan bjuggum við saman á
Flókagötu 58 um skeið.
En sumarið 1953 sá Erla í
fyrsta skipti á balli í Breiðfirð-
ingabúð piltinn frá Djúpavogi,
hann Boga Ragnarsson. Þau
giftust ári seinna. Fyrst bjuggu
þau við þröngan kost á Álfhóls-
vegi í Kópavogi, en fluttust síð-
an á Djúpavog. Erlu fannst þar
fyrst grýtt og hrjóstrugt og
enginn sem hún þekkti nema
Bogi, en þar bjuggu þau í 43 ár
og undu sér vel, börnin sjö kom-
ust á legg og Erla vann í nær 30
ár í kaupfélaginu. Eftir það
ráku þau Bogi í nokkur ár
ferðaþjónustu á Eyvindará við
Egilsstaði við góðan orðstír.
Erla hafði gaman af að dansa
og Bogi var í essinu sínu með
nikkuna. Þau létu sér annt um
Goðdal alla tíð, og hálfri öld eft-
ir snjóflóðið beittu þau sér fyrir
því að reistur var minningar-
steinn við Skarð þar sem mótar
fyrir mynni Goðdalsins.
Það er ljúft að minnast Erlu.
Haukur Jóhannsson.
Við kveðjum Erlu Jóhanns-
dóttur, kæra mágkonu og mikla
uppáhaldsfrænku, með söknuði
og þakklæti fyrir þær góðu
stundir sem við áttum með
henni í áratugi. Kæti og glað-
værð voru áberandi í fari Erlu
og þeir sem ekki vissu betur
hefðu vel getað ályktað sem svo
að lífshlaup hennar hlyti að hafa
verið áfallalaust.
Svo var sannarlega ekki því
Erla og bræður hennar Berg-
þór og Haukur upplifðu á unga
aldri meiri sorg en lögð er á
flesta. Ekki kom þó til greina að
láta bugast heldur skyldi lífið
halda áfram. Það er engan veg-
inn sjálfgefið að ellefu ára
stúlka sem missir móður og
tvær ungar systur í skelfilegu
slysi og föður sinn nokkrum ár-
um síðar varðveiti lífsgleði sína.
Eiginlega ætti það að vera
ómögulegt, en Erlu tókst það
samt á aðdáunarverðan hátt.
Um leið leyndist engum að hún
var viðkvæm, og svo sannarlega
var hún umhyggjusöm og
hjartahlý manneskja.
Á fjölskyldusamkomum var
Erla hrókur alls fagnaðar,
ásamt lífsförunaut sínum, Boga,
sem þá spilaði á nikkuna við
mikinn fögnuð.
Þau Bogi kynntust kornung
og voru einstaklega lánsöm að
eiga hvort annað, eins og þau
gerðu sér sjálf glögga grein fyr-
ir. Þau eignuðust sjö börn og
fleiri barnabörn og barnabarna-
börn en við kunnum tölu á og
ljómuðu ætíð af stolti þegar tal-
ið barst að afkomendunum.
Það varð stutt á milli Erlu og
Boga sem lést á síðasta ári, og
þannig hafa þau örugglega bæði
viljað hafa það. Við, mágkona
Erlu og frænkur hennar, erum
ekki á einu máli um tilvist ann-
ars heims, en þær bjartsýnustu
í hópnum eru sannfærðar um að
nú sé Erla komin í ástríkan
faðm Boga, móður sinnar,
systra og föður. Það getur ekki
annað en verið góð vist.
Dóra Jakobsdóttir,
Kolbrún Bergþórsdóttir,
Brynhildur Bergþórsdóttir,
Ásdís Bergþórsdóttir,
Anna Bergþórsdóttir.
Elsku besta vinkona mín, hún
Erla frá Goðdal, hefur nú kvatt
þessa jarðvist.
Við hittumst fyrst í Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar og
urðum fljótt mjög góðar vinkon-
ur.
Hún bar ekki á torg þá miklu
lífsreynslu og sorg eftir að snjó-
flóðið féll á Goðdal 1948. Þar
missti hún móður sína og tvær
yngri systur og fleira heimilis-
fólk. Faðir hennar lifði af snjó-
flóðið mikið slasaður. Erla og
tveir eldri bræður hennar voru í
skóla þegar flóðið féll á heimili
þeirra.
Nokkur sumur unnum við
saman sem leiðbeinendur hjá
Skólagörðum Reykjavíkur sem
voru á Klambratúni. Það voru
mjög mörg börn send í skóla-
garðana á þeim árum.
Sextán ára gamlar fórum við
að kíkja á „dansmenninguna“ í
Reykjavík. Þá var dansað í
Iðnó, Gúttó, Breiðfirðingabúð
og á mörgum fleiri stöðum. Við
höfðum gaman af að dansa t.d.
skottís, ræl og polka en rokkið
og „tjúttið“ heillaði okkur mest,
það var toppurinn á tilverunni.
Á balli eitt kvöldið í Breið-
firðingabúð birtist hress og kát-
ur „dansherra“. Þar var kominn
Bogi frá Djúpavogi. Erla, þá að-
eins sautján ára gömul, hitti þar
sinn lífsförunaut. Frá þeim er
kominn mikill fjöldi afkomenda.
Erla var dugleg, góð, heiðarleg
og mjög skemmtileg vinkona og
héldust vinatengsl okkar í tæp
70 ár.
Innilegar samúðarkveðjur frá
mér til allra ættingja og vina
Erlu og Boga sem sárt sakna
þeirra.
Lilja Bögeskov.
Hún vakti athygli mína strax
í fyrstu ferðinni í Kaupfélagið.
Þessi ógnar kraftmikla og
ákveðna kona sem gekk í verkin
eins og hamhleypa. Ég var
„nýja kennslukonan“, á Djúpa-
vogi, rétt tæplega tvítug, með
stúdentspróf upp á vasann. Áð-
ur en langt um leið var Laufás
orðið mitt annað heimili og þau
Erla og Bogi farin að kalla mig
fósturdótturina.
Smátt og smátt raðaðist sag-
an hennar upp, eftir því sem við
kynntumst betur. Saga konunn-
ar sem prjónaði og saumaði á
börnin sín sjö, saga konunnar
sem varð móðir 17 ára og var
komin með sex börn 25 ára
gömul. Saga stúlkunnar sem 11
ára gömul missti móður og tvær
yngri systur, ásamt fleiri heim-
ilismönnum, í snjóflóði í Goðdal.
Atvik sem mótaði hana fyrir
lífstíð, enda lá henni á að stofna
sína eigin fjölskyldu.
Við Erla unnum saman í
sjoppunni eitt sumar. Þó að hún
væri ákveðin og stjórnsöm, upp-
lifði ég það aldrei þannig að ég
yrði minni af. Þvert á móti, var
það mikill kostur hvað Erla kom
hreint fram, þú vissir alltaf hvar
þú hafðir hana. Og hún sagði
mér hiklaust til syndanna ef því
var að skipta og það gerði mér
gott.
Þær eru dýrmætar minning-
arnar um stundirnar við eldhús-
borðið í Laufási. Oftar en ekki
greip Bogi í nikkuna og við Haf-
dís sungum langt fram á kvöld,
stundum með fleiri gestum.
Einstaka sinnum var eitthvað í
glasi, sem hvorug okkar Erlu
vildi þiggja. Með einni undan-
tekningu þó og það var á þriðju-
dagskvöldi. Og þó að við
drykkjum báðar hóflega, þá og
ævinlega, varð það að viðkvæði,
að við fengjum okkur aldrei í
glas nema á þriðjudagskvöld-
um.
Í fyrra, eftir andlát Boga,
dvaldi ég í tæpar tvær vikur
heima hjá Erlu. Heilsan hennar
þá orðin léleg og sjónin tæp.
Hann var þó þarna enn, þessi
kraftur og einbeiting sem snýst
um að gera það sem gera þarf.
Þó að viðfangsefnin væru ekki
mikið flóknari en svo að fara í
sturtu og á fætur, biðja sonar-
dóttur að fara í búð og svo bara
að lifa í gegnum daginn og
kannski hlusta á hljóðbók, þá
gekk hún til þeirra verka af
æðruleysi og auðmýkt. Já, það
var ævinlega mannbætandi að
vera nærri Erlu, þá sem fyrr.
Ég er svo þakklát fyrir að
hafa átt skjól hjá þeim Boga og
eiga vináttu þeirra og barnanna
þeirra. Þeim og fjölskyldum
þeirra sendum við Ingi Hans
innilegar samúðarkveðjur.
Með kveðju frá „fósturdótt-
urinni“.
Sigurborg Kristín
Hannesdóttir.
Erla Jóhannsdóttir var mikil
fyrirmyndarkona í alla staði.
Erlu kynntist ég fyrir 21 ári
þegar Hafdís Erla yngsta dóttir
hennar sendi mér bréf og upp-
lýsingar um það sem mamma
hennar hafði gengið í gegnum
og aldrei treyst sér til að segja
frá.
Mér finnst stórkostlegt
hvernig Erla tókst á við líf sitt
sem tók stakkaskiptum hinn 12.
desember árið 1948. Þá féll
snjóflóð á heimili hennar í Goð-
dal í Bjarnarfirði, þar sem
mamma hennar og tvær ungar
systur létu lífið ásamt fleira
heimilisfólki, ættingjum Erlu.
Þegar pabbi hennar, sem ætlaði
að sækja hana í jólaleyfi í skól-
ann í Asparvík, kom ekki á til-
skildum tíma reyndi Erla að
hringja heim til sín en fékk
ekkert svar. Þá lá Jóhann pabbi
hennar grafinn í snjó í Goðdal
þar sem hann heyrði litlu dætur
sínar deyja. Erla vissi ekki hvað
hafði gerst fyrr en fjórum dög-
um seinna.
Frá þeim tíma og fram að
fimmtán ára aldri bjó Erla víða
en þegar hún varð fimmtán ára
flutti hún í hús sem pabbi henn-
ar og Bjarni bróðir hans höfðu
byggt á Flókagötu. Þar hélt hún
heimili fyrir föður sinn og bræð-
ur en líf hennar breyttist að
nýju þegar hún fór á ball í
Breiðfirðingabúð. Þar bauð
henni upp í dans ungur og
glæsilegur maður að nafni Bogi
Ragnarsson frá Djúpavogi, sem
hét því að annast hana þegar
hann vissi sögu hennar. Og við
það stóð Bogi allt til dauðadags
í ágúst í fyrra. Saman eignuðust
þau sjö börn og skilja eftir sig
fjölda barnabarna og lang-
ömmu- og -afabarna. Saga Erlu
var ótrúlega sorgleg og sterk,
en þegar við settumst í hljóð-
stofu Rásar 2 og græna ljósið
kom á, sem þýddi að við værum
„í loftinu“, var engu líkara en
Erla hefði starfað sem fyrirles-
ari um sorg og sorgarviðbrögð.
Einlægni hennar og hlýja varð
til þess að ég falaðist eftir kafla
frá henni í bókina „Milli mjalta
og messu“ árið 2009.
Hún lagði alltaf ríka áherslu
á að börnum væri sinnt vel og
þau mættu ekki gleymast þegar
sorgin berði að dyrum.
Ég þakka þér elsku Erla mín
fyrir einstök kynni og einstaka
vináttu sem átti engan sinn líka.
Ég kveð þig með Ferðabæn
Hallgríms Péturssonar og ég er
sannfærð um að Bogi þinn hafi
beðið þín þegar þú komst til
hans í eilífðarríkið.
Blessuð sé minning ykkar,
elsku Erla og Bogi.
Ég byrja reisu mín,
Jesús, í nafni þín,
höndin þín helg mig leiði,
úr hættu allri greiði.
Jesús mér fylgi í friði
Með fögru englaliði.
(Hallgrímur Pétursson)
Anna Kristine.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Okkar ástkæri sonur, eiginmaður og faðir,
GÍSLI KRISTJÁNSSON HEIMISSON
verkfræðingur,
Hverafold 31, Reykjavík,
lést heima að morgni fimmtudagsins 6. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
María Gísladóttir
Þorgerður Ragnarsdóttir
María, Grímur og Ragnar Gíslabörn
Okkar elskulegi bróðir,
ÁRMANN HAUKSSON
frá Vestmannaeyjum,
lést laugardaginn 1. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Guðmar Þór Hauksson
Elín Hauksdóttir
Magni F. Hauksson
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ERNA JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Klausturhólum 3,
Kirkjubæjarklaustri,
lést sunnudaginn 12. maí
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Guðmundur Guðjónsson Lára Bergsveinsdóttir
Agnar Georg Guðjónsson
Örn Ómar Guðjónsson Seble Work Mamo
barnabörn og barnabarnabörn