Morgunblaðið - 17.06.2019, Side 1

Morgunblaðið - 17.06.2019, Side 1
M Á N U D A G U R 1 7. J Ú N Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  140. tölublað  107. árgangur  HLAUT STYRK ÚR SJÓÐI KRISTJÁNS ELDJÁRNS ÁHUGI EYKST MEÐ BETRI LEIÐUM VILL GETA ÁTT SAMTAL VIÐ ALMENNING FER VÍÐA Á HJÓLI, 6 INNBLÁSTUR Í NÁTTÚRUNNI 10ELSA TURCHI LISTAMAÐUR 28 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Þetta er stórt högg fyrir framtíð- aráform okkar, ef af verður,“ segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax hf., spurður um fyrirhug- aðar breytingar á meðferð leyfisum- sókna um sjókvíaeldi, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur meirihluti atvinnuveganefndar Al- þingis sett fram drög að breyting- artillögu, þar sem lagt er til að miðað verði við að umsækjendur um rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi hafi skilað inn frummatsskýrslu í ferli Skipulagsstofnunar við mat á um- hverfisáhrifum til að umsóknir þeirra haldi gildi sínu, en að aðrar umsóknir sem skemmra eru á veg komnar falli niður. Kjartan segir að áhrif þessa gætu orðið umtalsverð fyrir Arnarlax, en verði tillagan að lögum í óbreyttri mynd myndi það þýða að leyfisum- sókn fyrirtækisins fyrir stækkun nú- verandi reksturs í Arnarfirði um 4.500 tonn, sem og umsókn fyrir- tækisins til að hefja rekstur laxeldis upp á 10.000 tonn í Ísafjarðardjúpi, muni falla niður. „Þetta krefst end- urskipulagningar á uppsetningu fyrirtækisins,“segir Kjartan, en Arnarlax er með 110 manns í vinnu sem stendur. Kjartan segir að sér hefði þótt það eðlilegra ef tillagan innihéldi 18-24 mánuða lagaskilaákvæði þannig að þau fyrirtæki sem frumvarpið snerti gætu brugðist við. »2 Óttast að fyrirtækjum í laxeldi verði mismunað  Fyrirhuguð breytingartillaga „stórt högg“ fyrir Arnarlax Morgunblaðið/Guðlaugur Albert Sjókvíar Frumvarp um breytingar á fiskeldislögum liggur nú fyrir Alþingi. Fjölmenni fagnaði nýjum Herjólfi sem kom til Vestmannaeyja um helgina. Skipið er sérhannað til siglinga í Landeyjahöfn og eru von- ir bundnar við að frátafir vegna siglinga þangað verði því minni en verið hefur. Þá þykir spennandi að ferjan er rafknúin, en því lýsir Ívar Torfason skipstjóri sem siglingu inn í framtíðina. Eyjamenn hafa nú sjálfir tekið við útgerð Herjólfs, sem Íris Ró- bertsdóttir bæjarstjóri segir mik- ilvægt. Að daglegur rekstur sé á höndum heimamanna skipti miklu, til dæmis þegar þurfi að setja upp aukaferðir þegar fjölsótt íþrótta- mót og samkomur séu í Eyjum. »4 Herjólfi var fagnað Morgunblaðið/Sigurður Bogi Herjólfur Kemur til hafnar í Eyjum.  Nú þegar leyfi FME er í höfn má Monerium gefa út rafeyri í íslensk- um krónum fyrir bálkakeðjur. Með því opnast fyrir möguleikann á að nýta þá áhugaverðu tækni sem orðið hefur til í kringum sýndarfé á borð við bitcoin og ethereum, nema hvað viðskiptin geta nú farið fram með raf-krónum. Á næstu mánuðum mun Moneri- um sækja um skráningu víðar í Evrópu og „bálkakeðjuvæða“ gjald- miðla fleiri þjóða. Segja má að þetta brúi bilið á milli gamla fjár- málaheimsins og hins nýja hlið- stæða en aðskilda fjármálaheims sem orðið hefur til í kringum sýnd- arfé. »12 Gera íslensku krónuna að rafmynt  Flugvélaframleiðendur geta núna farið með flugvélar í hliðarvinds- prófanir á Keflavíkurflugvelli á ný. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upp- lýsingafulltrúa Isavia, hafa flugvéla- framleiðendurnir Airbus og Boeing lýst ánægju sinni með ákvörðun Isavia. Ekkert sérstakt tímabil verð- ur fyrir prófanaflug nú, en áður fyrr voru þau bara leyfð frá október og út mars. »6 Hliðarvindsprófanir á Keflavíkurflugvelli Þjóðhátíðardagur Íslendinga er í dag haldinn hátíðlegur um allt land. Flutt verða ávörp fjallkonunnar, forsætisráðherra og annarra fyrirmenna og blómsveigur lagður að styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli í Reykjavík. Í tilefni dagsins er við- eigandi að flagga og veifa fánanum og það gerðu þær Hugrún Edda, Kolfinna og Matthildur í veðurblíðunni. » 4, 8 og 14 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gleðilega þjóðhátíð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.