Morgunblaðið - 17.06.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚNÍ 2019
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Hágæða sláttutraktorar frá
40 ár
á Íslandi
Sterkir og
notendavænir
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Í drögum að breytingartillögu, sem
meirihluti atvinnuveganefndar
hyggst kynna, á frumvarpi um breyt-
ingar á lögum um fiskeldi, er gert ráð
fyrir að annaðhvort hafi málsmeðferð
samkvæmt lögum um umhverfismat
verið lokið, eða að frummatsskýrslu
hafi verið skilað inn til Skipulags-
stofnunar til að umsóknir um leyfi til
laxeldis sem lagðar voru inn undir
núgildandi lögum haldi gildi sínu.
Kjartan Ólafsson, stjórnarformað-
ur Arnarlax hf., segir að verði þessi
tillaga að lögum, muni það þýða að
samkeppnisaðilar fyrirtækisins muni
halda sínum umsóknum óskertum,
en að tvær leyfisumsóknir félagsins
muni falla niður, þar sem frummats-
skýrslu hafi ekki verið skilað inn. „Ég
skil ekki hvernig atvinnuveganefnd
getur horft framhjá þessu augljósa
misræmi milli fyrirtækjanna, og þau
virðast alls ekki taka tillit til jafnræð-
is,“ segir hann.
Hann segir breytinguna fela í sér
veruleg inngrip fyrir fyrirtækið. „Í
Arnarfirði liggur bæði burðarþols-
mat og áhættumat fyrir, og þar er
umsókn um stækkun á núverandi
leyfi innan burðarþolsmats og
áhættumats. Samkvæmt þessari skil-
greiningu myndi það leyfi líka falla
niður, sem er okkur sérstaklega
sárt,“ segir Kjartan.
Kjartan bendir á að laxeldi feli í
sér langt framleiðsluferli. „Þau
hrogn sem við tökum í stöðina í dag
verða ekki að tekjum fyrr en eftir
þrjú ár, þannig að það þarf að áætla
leyfisumsóknir og leyfisferla yfir
langt tímabil.“
Kjartan bendir einnig á að fyrir-
tækið hafi verið byggt upp undanfar-
in níu ár, en fyrstu seiðin voru sett í
sjó í júlí 2010 og fyrsta slátrunin fór
fram árið 2011. „Við höfum fjárfest
verulega í uppbyggingu í seiðastöð-
um, bæði í Þorlákshöfn og í Tálkna-
firði, við höfum byggt upp vinnslu í
Bíldudal og fóðurstöð og auðvitað
sölueiningu, og þannig fjárfest veru-
lega í öllum hlutum virðiskeðjunnar
síðastliðin níu ár.“ Útflutningur á
eldisafurðum er í dag um 10% af
verðmæti útflutningsafurða í sjávar-
útvegi.
Kjartan segir því, að fyrirhuguð
drög feli í raun í sér að löggjöfin verði
afturvirk í eðli sínu, þar sem með
breytingunum sé gripið inn í langt
ferli sem Arnarlax hafi fylgt við leyf-
isumsóknir sínar. „Mér hefði þótt
eðlilegt og jafnvel sanngjörn krafa,
að horft yrði til lagaskila, þannig að
okkur gæfist sanngjarn frestur til að
klára þessa vinnu,“ segir Kjartan að
lokum.
Drögin rædd milli umræðna
Kolbeinn Óttarsson Proppé, fram-
sögumaður meirihluta atvinnuvega-
nefndar í málinu, segir að um sé að
ræða drög að lausn sem kynnt hafi
verið öðrum í nefndinni og að eftir sé
að ræða þau á vettvangi nefndarinn-
ar.
Athygli vakti við upphaf framsögu-
ræðu Kolbeins, að hann dró þá til
baka breytingartillöguna sem sneri
að meðferð umsókna og tilkynnti að
ný tillaga yrði lögð fram milli ann-
arrar og þriðju umræðu frumvarps-
ins. „Það kemur fram í nefndarálitinu
skýr vilji nefndarinnar til að loka
dyrunum á eftir gamla kerfinu og
láta nýja kerfið taka við,“ segir Kol-
beinn. Í upphaflegri tillögu hafi falist
ákveðin tillaga um hvar ætti að draga
línuna, en að komið hafi fram ábend-
ingar sem sýndu að sú leið sem lögð
var til hefði ekki verið sú besta. „Þess
vegna ákváðum við að fara í þá vinnu
að finna hvaða leið myndi best ná
fram vilja nefndarinnar, og eins og ég
kynnti í umræðunum verður unnin
breytingartillaga sem lögð verður
fram.“
Kolbeinn áréttar að annarri um-
ræðu er ekki enn lokið, og málið er
því ekki komið formlega aftur til
nefndarinnar. „Þannig að það sem
við erum að vinna með núna er hug-
mynd að lausn, sem við vinnum þá
betur á milli annarrar og þriðju um-
ræðu.“
Drög sögð fela í sér afturvirkni
Stjórnarformaður Arnarlax segir drög að breytingartillögu horfa framhjá misræmi milli fyrirtækja í
fiskeldi Framsögumaður meirihlutans segir tillöguna drög sem verði rædd betur í atvinnuveganefnd
Kjartan
Ólafsson
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Friðlaus fjallarefur, fast á jaxlinn bítur. Yfir
eggjagrjótið eins og logi þýtur,“ orti Davíð
Stefánsson frá Fagraskógi eitt sinn.
Þessi fallegi refur var á ferðinni í Heið-
mörk í landi Reykjavíkurborgar um helgina
og naut veðurblíðunnar líkt og aðrir íbúar
höfuðborgarsvæðisins þegar ljósmyndara
Morgunblaðsins bar að garði.
Hafsteinn Björgvinsson, umsjónarmaður
vatnsverndarsvæða Veitna, segir refi vera
mjög algenga á útjöðrum höfuðborgarsvæð-
isins eins og í Heiðmörk, Mosfellsdal og víðar.
Í skýrslu hans, Fuglar og önnur dýr á
verndarsvæðum vatnsbóla Reykjavíkur 2018,
kemur meðal annars fram að refum hefur
fjölgað mjög í Heiðmörk frá árinu 1990. Ber
mest á þeim í Vatnsendakrika. Segir jafn-
framt í skýrslunni að refurinn hafi verið að
færa sig neðar í Heiðmörkina síðustu árin og
greni hans fundist innan girðinga vatns-
tökusvæða. Þá mun vera mjög algengt að sjá
refi rölta um Heiðmörkina í leit að æti og þá
helst eggjum, fuglum, kanínum og músum.
Það má því segja að borgarland þetta sé
áhugaverður staður öllum þeim sem kunna
að meta fjölbreytt dýralíf og náttúru.
Æ algengari
sjón í Heið-
mörkinni
Morgunblaðið/Bogi Þór Arason
Meðalhiti í Reykjavík fyrstu 15
daga júnímánaðar var 10 stig sem
er 1,4 stigum ofan meðallags sömu
daga árin 1961-1990 og +0,3 stigum
ofan meðallags síðustu tíu ára.
Þetta kemur fram í færslu Trausta
Jónssonar veðurfræðings.
„Meðalhitinn er í 11. hlýjasta sæti
sömu daga (af 19) á öldinni. Þeir
voru hlýjastir 2002, meðalhiti +12,0
stig, en kaldastir 2001, meðalhiti þá
7,6 stig. Á langa listanum er meðal-
hitinn í 17. sæti (af 145), á honum er
það líka 2002 sem er í efsta sætinu,
en 1885 í því neðsta. Meðalhiti dag-
ana 15 var þá aðeins 5,8 stig,“ ritar
Trausti. Úrkoma í Reykjavík hefur
einnig verið mjög lítil og mælst að-
eins 2,7 mm sem er það næst-
minnsta í fyrri hluti júní á öldinni.
Árið 2012 var þurrara og vitað er
um 7 þurrari júníbyrjanir áður,
þurrasta 1971, en þá höfðu aðeins
0,2 mm mælst þann 15. júní.
Kaldara fyrir norðan
Mun kaldara hefur verið fyrir
norðan og hefur meðalhiti fyrstu 15
daga júnímánaðar á Akureyri verið
7,8 stig, -1,1 stigi neðan 1961-1990
meðaltalsins, en -1,5 neðan með-
allags síðustu tíu ára.
Á landsvísu er hiti ofan meðal-
lags síðustu 10 ára á um það bil
fimmtungi stöðva, samkvæmt
greiningu Trausta. Í fyrri hluta júní
hafa 209,2 sólskinsstundir mælst í
Reykjavík, rúmlega 30 stundum
meira en mest áður sömu daga, það
var 1998. Í fyrra mældust aðeins
30,4 stundir sömu daga. Hiti hefur
verið við meðallag við Faxaflóa og
rétt ofan þess á Suðurlandi.
Hiti fyrri hluta júnímánaðar
yfir meðaltali síðustu ára
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nauthólsvík Sólskinsstundir í
Reykjavík hafa aldrei verið fleiri.
Meðalhiti í
Reykjavík 10 stig