Morgunblaðið - 17.06.2019, Síða 4

Morgunblaðið - 17.06.2019, Síða 4
Mikil hátíðarhöld verða í höfuðborg- inni í dag í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins. Margskonar skemmti- atriði verða á dagskránni víða um borgina og því ættu allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Segja má að hátíðardagskráin hefjist formlega á Austurvelli klukk- an 11 í dag þegar Guðni Th. Jóhann- esson, forseti Íslands, leggur blóm- sveig að styttu Jóns Sigurðssonar. Strax í kjölfarið mun Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðherra lesa upp hátíðarávarp og að því loknu flytur Fjallkonan ljóð. Frá klukkan 14 til 18 í dag verða Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg, Alþingi, Hæstiréttur Íslands, Hér- aðsdómur Reykjavíkur, Seðlabanki Íslands og Hafrannsóknastofnun op- in almenningi. Þá verður einnig ókeypis aðgangur að Þjóðminjasafn- inu milli klukkan 10 og 17 þar sem mennta- og menningarmálaráð- herra, opnar Stofu, nýtt fjölskyldu- og fræðirými í safninu. Auk þess munu forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra hleypa af stokkunum átaksverkefni til fimm ára um þverfaglegar rannsóknir á ritmenningu íslenskra miðalda. Á öðrum stöðum í miðbænum verður nóg um að vera en í Hljóm- skálagarði verða haldnir stór- tónleikar milli klukkan 14 og 17 þar sem fjölmargir þjóðþekktir lista- menn koma fram. Á sama tíma verða brúðubíllinn og Sirkus Íslands með sýningu auk þess sem hoppukastalar verða á svæðinu. Þá hefur Landssamband bakara- meistara hannað 75 metra langa Lýðveldisköku sem standa mun gestum og gangandi til boða. Morgunblaðið/Kristinn Hátíð 75 ára afmæli lýðveldisins verður haldið hátíðlegt í dag. Mikið um að vera í borginni  Hátíðardagskrá í Reykjavík í allan dag 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚNÍ 2019 a. 595 1000 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a KRÍT 27. júní í 11 nætur á Hotel Helios Apartmentsaaa Frá kr. 117.206 Íslensk fararstjórn, taska og handfarangur innifalið. BÓKAÐU SÓL ALLUR PAKKINN Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vænst er að Herjólfur, nýja Vest- mannaeyjaferjan, verði kominn í reglubundnar áætlunarsiglingar eft- ir tæpar tvær vikur. Á næstu dögum verður farið yfir ýmis öryggisatriði og þau æfð, máta þarf skipið við landbrýr á viðkomustöðum og loks er beðið eftir útgáfu haffærni- skírteinis og farþegaleyfis. „Við horfum til þess að ferjan verði kom- in í gangið fyrir Orkumótið í knatt- spyrnu sem hefst 26. júní,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, fram- kvæmdastjóri útgerðar skipsins. Eitt framfaraskrefið Við hátíðlega athöfn í Vestmanna- eyjum sl. laugardag gaf Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðherra skipinu nafnið Herjólfur, en það er fjórða Vestmannaeyjaferjan sem ber það nafn. „Við trúum því að nýja ferjan verði enn eitt framfaraskrefið í sam- göngum Vestmannaeyinga,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra í ávarpi sínu. „Með tilkomu Landeyjahafnar var ferðum fjölgað og horft til þess að með nýj- um Herjólfi væri hægt að uppfylla þarfir samfélagsins og komast út úr þeirri stöðu að heimamenn væru alltaf óánægðir með samgöngur á sjó,“ sagði ráðherrann. Nýr Herjólfur tekur 540 farþega og allt að 75 bíla. Áætlun skipsins verður óbreytt með nýju skipi og verða ferðirnar í Landeyjahöfn alls sjö á dag. Fyrsta ferð dagsins er úr Eyjum klukkan sjö á morgnana og komið er að bryggju úr þeirri síð- ustu um miðnæturbil. Ævintýri að taka við nýju skipi Herjólfur var á dóli við Eyjarnar í gær, þar sem áhöfn þess var að kynna sér skipið og fara yfir málin. „Það eru spennandi tímar í vændum og fyrir skipstjórnarmenn er æv- intýri að taka við nýju skipi,“ sagði Ívar Torfason. Hann er einn þriggja skipstjóra ferjunnar, en hinir eru Sigmar Logi Hinriksson og Gísli Valur Gíslason. „Meginkostur skipsins er hve öfl- ugur stjórnbúnaður þess er og auð- velt að beita því. Það er til dæmis ekkert mál að snúa því á punktinum. Þetta kemur sér vel þegar siglt er inn í Landeyjahöfn þar sem að- stæður eru krefjandi. Þá er skipið í samræmi við nýjar kröfur í um- hverfismálum, rafknúið, og því erum við í raun að sigla inn í framtíðina.“ Við siglum inn í framtíðina  Nýjum Herjólfi fagnað í Vestmannaeyjum  Væntanlega í notkun í næstu viku  Siglir sjö ferðir á dag  Öflugur stjórnbúnaður er í rafknúnu skipi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skipstjórar Frá vinstri Sigmar Logi Hannesson, Ívar Torfason og Gísli Valur Gíslason. Þeir eru karlarnir í brúnni. Sigling Herjólfur nýi á dóli við mynni innsiglingarinnar til Eyja. Nafngjöfin Herjólfur skal skipið heita, sagði Katrín forsætisráðherra. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Efnt hefur verið til fagnaðarfundar í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavík- urhöfn klukkan 14 í dag. Skák- félagið Hrókurinn og Kalak, vina- félag Íslands og Grænlands, standa að baki hátíðinni. Meðal þess sem boðið verður upp á er myndasýning frá Grænlandi, tónlistaratriði og ýmiskonar veitingar. Hrafn Jökulsson, forseti Hróks- ins, segir að skemmtunin sé opin öllum og hann vonist til að sjá sem flesta. „Við ætlum að reyna að vera með sem mest skemmtilegheit á boðstólum. Þetta verður sannkall- aður fagnaðarfundur þar sem allir eru velkomnir,“ segir Hrafn og bætir við að fyrir áhugasama standi til boða að taka þátt í skákmóti sem fram fer á svæðinu. „Efnt verður til Air Iceland Connect-skákmóts í til- efni af því samnefndri hátíð í Nuuk var einmitt að ljúka núna nýverið. Sú hátíð heppnaðist með miklum ágætum,“ segir Hrafn sem kveðst vongóður um góða þátttöku í mótinu. Að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Hróknum verður Guð- laugur Þór Þórðarson utanrík- isráðherra heiðursgestur á hátíðinni. Skákmeistarar boða komu sína Að sögn Hrafns er Guðlaugur Þór harðsnúinn skákmaður og mik- ill Grænlandsvinur. Auk hans verð- ur fjöldi stórmeistara í skák á svæð- inu, en nú þegar hefur Hannes Hlífar Stefánsson auk Björns og Braga Þorfinnssona boðað komu sína. „Þessi fagnaðarfundur er til þess að safna saman gömlum og nýjum Hróks- og Grænlandsvinum á eina hátíð. Það er engin skylda að kunna mannganginn eða annað sem við- kemur skák heldur eru allir vel- komnir. Það má segja að það end- urspeglist einna helst í kjörorðum skákhreyfingarinnar, við erum ein fjölskylda. Við vonum því að sem flestir láti sjá sig,“ segir Hrafn. Skákmót og hátíðarhöld á vegum Hróksins og Kalak Ljósmynd/Hrókurinn Hátíð Frá skákmótinu sem haldið var í Nuuk á Grænlandi.  Hátíðin fer fram í Pakkhúsinu í dag „Við bindum miklar vonir við skipið,“ segir Íris Ró- bertsdóttir, bæjarstjóri í Eyjum. „Nú, níu árum eftir að Landeyja- höfn var tek- in í notkun, fáum við skip sem er sérstaklega hannað til sigl- inga þangað. Við treystum því að frátafir verði miklu minni. Vonandi upplifum við aldrei aft- ur það hörmungarástand sem var núna í vetur þegar höfnin var lokuð í rúma fimm mánuði.“ Bæjarstjórinn segir gott að Eyjamenn sjálfir hafi nú forræði á samgöngumálum sínum á sjó, með því að hafa yfirtekið rekst- ur ferjunnar. Að helstu ákvarð- anir í daglegum rekstri séu á höndum heimamanna skipti miklu, til dæmis þegar þurfi að setja upp aukaferðir þegar til dæmis fjölsótt íþróttamót og samkomur séu í Eyjum. Væntingar ÁNÆGÐUR BÆJARSTJÓRI Íris Róbertsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.