Morgunblaðið - 17.06.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.06.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚNÍ 2019 Stærra sjónvarp eða betri gleraugu? Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð sími 510 0110 . www.eyesland.is Moli Hannesar Hólmsteins Giss-urarsonar í Morgunblaðinu á laugardag var að venju fróðlegur. Þar sagði meðal annars: „Fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, Jens Stoltenberg, heim- sótti Ísland á dög- unum og hafði mörg orð um það í ræðu í Norræna húsinu 11. júní, hversu vinsam- legur hann væri Ís- lendingum. Hvernig sýndi hann það, þegar hann var for- sætisráðherra Noregs árin 2008– 2009? Ólíkt Færeyingum og Pól- verjum, sem veittu okkur í banka- hruninu aðstoð án skilyrða, neituðu Norðmenn öllum okkar óskum um aðstoð. Stoltenberg, sem er jafn- aðarmaður, lagði flokksbræðrum sínum í Bretlandi, Alistair Darling og Gordon Brown, lið á alþjóðavett- vangi og beitti sér gegn því, að Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn hlypi und- ir bagga, fyrr en við hefðum gengið að freklegum kröfum Darlings og Browns, sem þá þegar höfðu sett á okkur hryðjuverkalög. (Hryðju- verkalög! Á annað aðildarríki Atl- antshafsbandalagsins!)    Norsk stjórnvöld aðstoðuðu síð-an norska fjáraflamenn við að sölsa undir sig vænar eignir Glitnis á smánarverði, eins og ég lýsi ná- kvæmlega í skýrslu minni fyrir fjármálaráðuneytið, sem aðgengi- leg er á Netinu. Og það var dap- urlegt að sjá Stoltenberg skálma um ganga Seðlabankans 27. febr- úar 2009 eins og hann væri hér jarl, eftir að undarlegur norskur maður hafði verið ráðinn seðlabankastjóri þvert á stjórnarskrárákvæði um, að allir íslenskir embættismenn skyldu vera íslenskir ríkisborgarar.“    Ástæða er til að minnast þess aðenn hafa hvorki Bretar, Norð- menn né aðrir beðið Íslendinga af- sökunar á framgöngu sinni á þess- um tíma. Jens Stoltenberg Enn engin afsökunarbeiðni STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Í dag, þjóðhátíð- ardaginn 17. júní, verður í Þjóðminjasafn- inu við Suður- götu í Reykjavík opnað nýtt rými sem nefnt er Stofa. Þar er að- staða þar sem börn, fjölskyldur, skólahópar og aðrir geta kynnt sér safnkostinn í meira návígi en áður hefur boðist. „Við þurfum að auka þátttöku barna og það er gert með því að byggja upp nýstárlega aðstöðu í grunnsýningunni,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður. Hægt verður að breyta Stofunni úr stofu í baðstofu, rannsóknar- stofu eða kennslustofu, greinir Margrét frá. Innst í rýminu er bæj- arhóllinn sem vísar til sögunnar í gegnum aldirnar, en bæjarhólar eru oft mikil uppspretta heimilda fornleifafræðinga um líf fólks fyrr á tímum. Bæjarhólnum má svo eftir atvikum breyta í skip, baðstofu eða útsýnispall. Verkefnið Menntun barna í söfn- um sem Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands standa saman að hlaut nýverið styrk úr Barnamenn- ingarsjóði. „Safnkosturinn skapar kjarnann, en áhugaverðar verur sem greina má í útskurði eða út- saumi forngripa munu gegna þar hlutverki. Boðið verður upp á fróð- leik, leiki, fleiri muni og leitast við að varpa ljósi á samhengi menning- ar og mannlífs,“ segir Margrét. Stofa á Þjóðminjasafni opnuð í dag Ljósmynd/Þjóðminjasafn Íslands Þjóðminjasafn Rúmfjalir eru með- al sýningargripa í hinni nýju Stofu. Margrét Hallgrímsdóttir Atli Magnússon, blaðamaður, rithöf- undur og þýðandi, lést aðfaranótt 14. júní sl., 74 ára að aldri. Atli fæddist í Súða- vík 26. júlí 1944 og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar. Foreldrar hans voru Magnús Grímsson skipstjóri og Kristjana Skag- fjörð húsfreyja. Á sjö- unda aldursári flutti Atli til Reykjavíkur og ólst þá að mestu upp hjá föðurfor- eldrum sínum. Þau hétu Grímur Jónsson og Þuríður Magnúsdóttir. Atli lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1965. Stærstum hluta starfsævi sinnar var Atli tengdur prentmiðlum, fyrst í prófarkalestri á Þjóðvilj- anum og síðar sem blaðamaður á Tímanum. Þar starfaði hann í yfir tuttugu ár. Þá starfaði Atli einnig um tíma sem blaðamaður á Al- þýðublaðinu. Meðfram blaðamennsku lagði Atli stund á ritstörf og eftir hann liggur fjöldinn allur af þýðingum og viðtalsbókum. Eftir að Tíminn var lagður niður starfaði Atli alfar- ið við þýðingar. Atli ritstýrði Sjó- mannablaðinu Vík- ingi um árabil auk þess að starfa um skeið sem dagskrár- fulltrúi á Rík- isútvarpinu. Hann þýddi mörg af stór- virkjum heims- bókmenntanna, má þar nefna Meistara Jim og Nostromo eftir Joseph Conrad, Gatsby og Nóttin blíð eftir F. Scott Fitzgerald, Aðrar raddir, aðrir staðir eftir Truman Capote, Mrs. Dalloway eftir Virg- iniu Woolf, Hið rauða tákn hug- prýðinnar eftir Stephen Crane og Fall konungs eftir Johannes V. Jensen. Þess utan skrifaði Atli sögu lúðrasveita á Íslandi, Skært lúðrar hljóma, en hann starfaði í tæp þrjátíu ár fyrir Lúðrasveit verka- lýðsins. Atli er heiðursfélagi sveit- arinnar. Atli átti tvær sambýliskonur í gegnum tíðina, Björk Líndal og Unni Ragnarsdóttur. Hann lætur eftir sig einn son, Grím Atlason, fæddan 1970, og fjögur barnabörn. Andlát Atli Magnússon, blaðamaður og þýðandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.