Morgunblaðið - 17.06.2019, Page 10

Morgunblaðið - 17.06.2019, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚNÍ 2019 Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. • Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur • Frí heimsendingarþjónusta Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég hlakka til að hitta fólk ogvinna fyrir opnum tjöldum. Mérfinnst skipta máli að geta áttsamtal við almenning, fólkið sem á leið um, því fatahönnuðir vinna oft í sín- um eigin heimi og tala mest við aðra hönn- uði. Það verður virkilega gaman að fá tæki- færi til að spjalla við safngesti. Hönnunarsafn Íslands er með opna vinnu- stofu í anddyri safnsins og þar skiptast hönnuðir á að vinna í tvo til þrjá mánuði í senn. Þannig er hægt að sýna hvernig hönnuðir vinna og leyfa fólki að fylgjast með ferlinu og spjalla. Ég verð þarna að vinna að minni hönnun í allt sumar og mæli með að fólk komi við, safnið er skemmtilegt og Garðatorg vaxandi staður þangað sem æ fleira fólk kemur,“ segir Signý Þórhalls- dóttir, fata- og prenthönnuður, en hennar fyrsti dagur á opnu vinnustofunni er í dag, á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Signý flutti heim fyrir ári en hún hefur búið í útlöndum frá því hún útskrifaðist úr Listaháskólanum 2011. „Ég starfaði í London undanfarin sjö ár sem fata- hönnuður og það er ansi ólíkt því sem er hér heima. Mikill tískuiðnaður er í London svo þetta er stór hringiða sem maður dregst inn í. En þetta var mjög skemmtilegt og gríðarlega góð reynsla, ég lærði rosalega margt á þess- um tíma. Ég byrjaði í starfs- námi en fékk ráðningu í kjölfarið,“ segir Signý sem síðustu þrjú árin vann hjá ekki minni hönnuði en Vivi- enne Westwood. „Það var alveg frábært. Ég vann í teymi með annarri konu og maður verður að passa að fylgja „erfðaefni“ merkisins en taka samtímis eitthvað nýtt inn í. Vivi- enne Westwood er svo gamalt og rótgróið merki að það er mikið sótt í sögu þess við nýja hönnun; rann- saka það sem áður hefur verið gert og blanda því saman við nýja hönnun. Þá þarf maður bæði að vera meðvitaður um söguna og um leið að fylgjast vel með nýjum straumum. Þetta var krefjandi enda háir standard- ar á öllu, en þetta er mjög frjótt fyrirtæki og þar er rými fyrir skapandi hugsun,“ segir Signý sem sá um að hanna kvenföt og munstur fyrir Jap- ansmarkað. Signý var einnig í starfsnámi hjá Zöndru Rhodes þar sem hún vann við að silkiþrykkja í stúdíóinu hjá henni. „Hún er mikil kempa og það er upp- lifun að koma í stúdíóið hjá henni og hitta hana.“ Morra stendur fyrir rólegheit Signý segir ástæðuna fyrir því að hún flutti aftur heim vera þá að sér finnist landslagið í hönnun á Íslandi spennandi núna. „Síðustu ár hefur fatahönnun sem fag fengið meira pláss en áður og hér er margt spennandi í gangi. Mér finnst gaman að vera komin heim,“ segir Signý sem leitast við að starfa á mörkum fata- og prenthönn- unar, en hún framleiðir silkislæður og vegg- myndir undir merki sínu MORRA. Signý horfir til jurta í íslenskri náttúru í sinni hönnun og nýjar vörur munu bætast við í sumar. „Ég er spennt að sjá hvert þetta leiðir mig og gaman að vera farin að hanna undir eigin merki. Nafnið Morra sæki ég í sögn- ina að morra, sem merkir að vaggast hægt, hreyfast eða rölta hægt, sem mér finnst fal- legt. Þar fyrir utan langaði mig að hafa kvenmannsnafn í merkinu mínu af því ég hanna fyrir konur. Allir þekkja líka Morr- una í Múmínálfunum, svo þetta hefur fjöl- margar tengingar,“ segir Signý og tekur fram að hún hafi ekki valið nafnið Morra með vísun í nítjándu aldar manninn William Morris, eins og sumir halda. „Hann gerði vissulega mikið af jurta- munstrum og var merkilegur brautryðjandi í textílhönnun. Þetta er því óvænt og skemmtileg tenging, enda hef ég hann í miklum metum.“ Innflutningspartí Signýjar verður í dag 17. júní kl. 14. Allir eru velkomnir og frítt inn á Hönnunarsafnið. Gera má ráð fyrir lífi og fjöri á Garðatorgi þar sem hátíðarhöld verða í tilefni þjóðhátíðardagsins. Ljósmyndir/Jaja Agency / Olga Urbanek Glæsileiki Silkislæður Signýjar geta nýst á marga vegu, þær er hægt að binda um háls, á ská yfir öxl, nýta sem höfuðklút eða láta hanga lausar um axlir, allt eftir því sem hentar. Horfir til jurta í íslenskri náttúru Signý Þórhallsdóttir, fata- og prenthönnuður, flutti nýlega heim eftir nokkurra ára dvöl í útlöndum þar sem hún starfaði fyrir víðfræga hönnuði eins og Vivienne Westwood og Zöndru Rhodes. Signý ætlar að halda innflutningspartí í dag á opinni vinnustofu hjá Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Flóra Íslands Signý vinnur með íslenskar jurtir sem hún þurrkar og pressar eins og sjá má hér. Veggmynd Hið smáa og fíngerða ræður ríkjum í veggmyndum Signýjar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.