Morgunblaðið - 17.06.2019, Side 14

Morgunblaðið - 17.06.2019, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚNÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ 75 ár erulangurtími í lífi einstaklinga og jafnvel í lífi heilla ríkja. Ísland var fullvalda ríki fyrir rétt rúmum 100 árum, en svo var það fyrir réttum 75 árum sem landið fékk fullt sjálfstæði og kaus sér eigin þjóðhöfðingja í stað erlends konungs. Þegar stofnað var til íslenska lýðveldisins má segja að 75 ár hafi verið tiltölulega enn hærri aldur en nú því að þá voru lífslíkur fólks innan við sjötíu ár en eru nú meira en áttatíu ár og fara enn hækk- andi. Vaxandi lífslíkur má telja meðal þess mikla árangurs sem náðst hefur hér á landi frá því að landið fékk sjálfstæði, og raunar allt frá því að það fékk fullveldi, enda voru lífslíkur fólks innan við sextíu ár fyrir einni öld. Þegar horft er til sam- anburðar á milli landa sést einnig að Ísland er í allra fremstu röð þegar kemur að lífslíkum, sem segir mikið um hve vel hefur tekist til og hve gott er að búa á Íslandi. Hér er matur heilnæmur og hollur miðað við það sem víðast þekk- ist og nóg til af honum. Hér eru loftgæði mikil og nóg er af vatni sem enginn þarf að óttast að drekka. Þetta hljómar allt svo sjálf- sagt og varla þess virði að nefna, en það þarf ekki að ferðast langt eða til mjög fjar- lægra heimshorna til að sjá að það er síður en svo sjálfsagt að búa við svo heilnæmt umhverfi. Þetta er niðurstaða þeirra skynsamlegu ákvarðana sem þeir sem á undan fóru tóku og við njótum góðs af. Sama hvert litið er á hið sama við; framfarirnar hafa verið ævintýralegar. Ekki þarf annað en að aka um Ísland á þeim sólríku dögum sem glatt hafa landann að undanförnu til að sjá framfarirnar sem orðið hafa í samgöngumálum. Vissu- lega má enn gera betur, bæta brú og breikka veg, og að því er unnið. En þeir sem muna mjóa, holótta og kræklótta hringveg- inn - sem raunar náði ekki allan hringinn - sjá glöggt hvað áunnist hefur í að tengja saman byggðir landsins. Sú tenging er gríðarlega þýð- ingarmikil og verður að vera til staðar. Og hana á ekki aðeins að finna í samgöngukerfi landsins. Til að þjóðinni farnist sem best þurfa hvers kyns tengsl á milli landshluta og á milli bæja og sveitar að vera víðtæk og traust. Þó að Íslendingum hafi fjölgað mikið frá því að landið hlaut sjálfstæði eru þeir enn fá- ir í samhengi við aðrar þjóðir og þurfa að vinna vel saman og standa saman um að efla hag lands og þjóð- ar. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til að þessu leyti. Ísland hefur á því tímabili sem hér um ræðir farið um langan veg frá fátækt til farsældar. Það er fjarri því sjálfsagt að ná slíkum árangri og mikilvægt að leiða hugann að því hvernig svo mátti verða. Fyrir utan þær heilnæmu að- stæður sem áður voru nefndar og öflugt heilbrigðistkerfi sem byggt hefur verið upp hér á landi, og fær vonandi að vaxa og dafna áfram með fjölbreyttum hætti, hefur sá grunnur sem lagður hefur verið með víðtæku og öflugu menntakerfi verið nauðsynleg forsenda vaxandi hagsældar. Það á bæði við um þann grunn sem lagður hefur verið á fyrstu árum skólagöng- unnar sem og þau skref sem stigin eru síðar á námsferlinum í verklegu námi eða í háskólum hér heima og erlendis. Sú fyrirhyggja sem sýnd var við að ráðast í virkjanir orku- auðlindanna, vatnsfallanna og heita vatnsins, hefur skilað þjóðinni miklum verðmætum og lífsgæðum. Þau skyldi aldrei vanmeta og þeim má aldrei glutra niður. Þá hefur þjóðin verið farsæl þegar kemur að undirstöðu- atvinnuvegunum, sjávarútvegi og landbúnaði. Þau verðmæti sem sótt hafa verið í sjóinn á lýðveldistímanum hafa tryggt þjóðinni nauðsynlegan gjald- eyri og það var mikil gæfa að forystumenn þjóðarinnar skyldu hafa kjark til að víkka út landhelgina, sem ekki var sjálf- sagt og tók mjög á. Þá var afar þýðingarmikið þegar takmarka þurfti veiðarnar að farin skyldi sú leið að taka upp aflamarks- kerfi með framseljanlegum heimildum svo að hagkvæmni og skilvirkni í þessari mik- ilvægu undirstöðugrein væri tryggð. Ekki skyldi heldur gleymast að allur sá vöxtur lífskjara sem orðið hefur hér á landi hefur náðst með sjálfstæðri mynt, krónunni, og hefði tæpast náðst að öðrum kosti. Íslenska krón- an hefur hjálpað hagkerfinu í gegnum öldusjó með þeim hætti sem engin önnur mynt hefði gert. Ísland hefur á 75 ára afmæli lýðveldisins traustan grunn að byggja á. Ef byggt er ofan á þennan grunn og gætt að því í hvívetna að grafa ekki undan honum geta ungir Íslendingar dagsins í dag horft til baka að 75 árum liðnum og séð þar aðra ævintýralega ferð vaxandi vel- sældar. Sjálfstæði Íslands 75 ára} Frá fátækt til farsældar Á þessum 75 ára afmælisdegi ís- lenska lýðveldisins vil ég biðja lesendur um að ímynda sér að hér hrapi farþegaflugvél í innan- landsflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar annað hvert ár og margir tugir ein- staklinga færust. Segjum að hér geisi farsótt sem leggist aðallega á ungt fólk og að á tíu daga fresti deyi einstaklingur undir fertugu. Gerum ráð fyrir að banaslys í umferðinni myndu margfaldast miðað við það sem nú á sér stað. Ég er sannfærður um að samfélagið allt væri á öðrum endanum og að ekki yrði þver- fótað fyrir hvers konar viðbrögðum, rann- sóknum og greiningum og umræðuþættir snerust eingöngu um þessi skelfilegu áföll og slys. En lítið gerist í þá áttina því að hér erum við að tala um einstaklinga sem deyja vegna ofneyslu lyfja. Yfir 300 ungir einstaklingar hafa dáið Í fyrra dóu 33 ungir einstaklingar hér á landi vegna of- neyslu lyfja sem er tvöfalt fleiri en nokkrum árum áður. Sem betur fer hefur þessi tala minnkað á yfirstandandi ári. Frá árinu 2001 hafa yfir 300 Íslendingar undir fer- tugu dáið vegna ofneyslu á lyfseðilsskyldum lyfjum. Okkar litla samfélag er í sárum vegna þessa og fjöl- skyldur í molum. Þetta er fólk úr öllum lögum samfélags- ins. Þetta eru krakkar sem líður illa eða eru að kljást við fíknisjúkdóma eða einfaldlega að fikta. Þetta er ungt fólk sem átti alla framtíðina fyrir sér. Við búum í stundum firrtu samfélagi. Hraðinn er mikill og samanburðurinn við aðra, vegna samfélagsmiðla, getur verið erf- iður. Unga fólkinu okkar líður oft illa, er með kvíða og þjáist af þunglyndi. Tilgangsleysi læðist að sumum. Tölvur og tæki geta virkað sem tímabundinn flótti en þau leysa ekki vandann. Stærsta verkefnið Stjórnmál geta oft snúist um dægurþras, málfundatækni, skotagrafahernað og flokks- hollustu en öll þessi atriði eru í raun smáat- riði. Í dag, á þjóðhátíðardegi okkar, fæðast í heiminum jafnmargir og búa á öllu landinu, eða 350.000 manns. Og í gær fæddust jafn- margir og hér búa og á morgun gerist hið sama. Þetta er einfaldlega fólksfjölgunin í heiminum. Ísland er lítið land og við erum fá. Í því felast vandamál en einnig tækifæri. Við þurfum að vinna miklu betur saman að bættri líðan samborgara okkar og hætta að líta fram hjá dauða tuga ungra Íslendinga. Þegar þjóðin fagnar sjálfstæði sínu og lýðveldi er ráð að huga að þessum málefnum. Fátt skiptir meira máli en hvernig börnum okkar líður. Verkefnin í stjórnmálum gerast vart stærri. Ágúst Ólafur Ágústsson Pistill Dauði á meðal þjóðar Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. agustolafur@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Ekki er hægt að skilja ámilli lífsins á samfélags-miðlum og félagslegs lífsþegar um er að ræða börn og unglinga; þetta tvennt er samtengt. Of mikil áhersla hefur verið lögð á neikvæðar afleiðingar samfélagsmiðla og þeim gjarnan kennt um það sem aflaga fer í lífi ungmenna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem unnin var á vegum Norrænu ráðherranefnd- arinnar þar sem skoðað er hvort samband sé á milli andlegrar heilsu ungs fólks og notkunar þess á samfélagsmiðlum. Sigrún Þóris- dóttir sálfræðingur, sem hefur starfað mikið með börnum og ung- mennum, segir að það sem fram kemur í skýrslunni rími við hennar faglegu reynslu. „Við erum að kenna samfélagsmiðlunum um of margt í staðinn fyrir að horfa á líf barnsins í heild,“ segir Sigrún. Skýrslan byggist annarsvegar á niðurstöðum síðustu PISA-rann- sóknar þar sem líðan ungmenna var könnuð og hins vegar á greiningum sem gerðar voru í ár af Rannsókn- arstofu um hamingju þar sem sam- félagsmiðlanotkun ungmenna í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Sví- þjóð og á Íslandi var skoðuð. Íslenskir stórnotendur Í skýrslunni segir að ungt fólk á Norðurlöndunum séu stórnot- endur á samfélagsmiðlum, notk- unin sé miklu meiri en hjá ungu fólki í öðrum Evrópulöndum og þar hafa íslensk ungmenni vinninginn, eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Þar kemur líka fram að ein- manaleiki meðal norrænna ung- menna hefur aukist, það hafi oft verið tengt við aukna notkun á sam- félagsmiðlum, en skýrsluhöfundar segja ekki vera óyggjandi sannanir fyrir því „Þó að einmanaleiki hafi aukist eftir að samfélagsmiðlar héldu innreið sína er ekki hægt að sanna með neinum hætti að þetta tvennt tengist,“ segja þeir. Sigrún tekur undir þetta. „Það er ekki hægt að fullyrða að sam- félagsmiðlar stuðli að meiri ein- semd, en aftur á móti er hægt að fullyrða að þeir unglingar, sem eru einmana, finna meira fyrir því með tilkomu samfélagsmiðlanna. Áður var það þannig að ef barni leið illa í skólanum og var þar vinafátt, gat það skilið það eftir í skóladyrunum. Þetta er ekki hægt í dag, félagsleg staða þín fylgir þér hvert sem þú ferð í gegnum samfélagsmiðlana. Einmana barn er stöðugt minnt á einmanaleik sinn með því að sjá myndir á samfélagsmiðlum af öðr- um að skemmta sér.“ Uppteknir foreldrar og börn Spurð hvort samfélagsmiðlar séu að einhverju leyti orðnir að blóraböggli fyrir það sem miður fari í uppeldi og líðan barna segist Sigrún að mörgu leyti geta tekið undir það. „Margir foreldrar eru gríðarlega uppteknir, ekki bara í vinnu heldur við ýmis konar áhuga- mál. Svo eru margir í alls konar sjálfsrækt sem er örugglega mjög gott fyrir foreldrana, en þeir hafa þar af leiðandi minni tíma til að vera með börnunum sínum. Það má heldur ekki gleyma því að dagskrá margra barna verður sífellt þétt- skipaðri; mörg börn ljúka ekki vinnudegi sínum fyrr en klukkan 6-7 á kvöldin þegar þau koma heim eftir æfingar eiga þá eftir að læra heima,“ segir Sigrún. „Það er allt of mikil einföldun að segja að aukin vanlíðan barna sé snjalltækjunum og samfélagsmiðlunum að kenna,“ segir Sigrún. Snjalltæki: blórabögg- ull eða sökudólgur? GettyImages/iStockphoto Samfélagsmiðlar Það er of mikil einföldun að segja að aukin vanlíðan barna sé samfélagsmiðlunum að kenna, segir Sigrún Þórisdóttir sálfræðingur. Norrænir unglingar á samfélagsmiðlum 2011 til 2018, 16 ára og eldri 100% 95% 90% 85% 80% 75% 70% Ísland Danmörk Noregur Finnland Svíþjóð ESB meðaltal 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Heimild: Eurostat Sigrún Þórisdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.