Morgunblaðið - 17.06.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 17.06.2019, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚNÍ 2019 Góð heyrn glæðir samskipti ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður. Ó, land vorra drauma! Ó, draumur sérhvers manns þá duna jarðar stríð. Sem klettur klýfur strauma og straumur sverfur skaparans strönd og hlíð upp úr hugans lægðum ríst, fram úr hjartafylgsnum brýst, þú heimsins ósk um frelsi og frið sem loks hlutum við. Þó líði þúsund ár og öld og áfram tíðin þúsundföld þínir dagar verða seint taldir. Því hugstór, þó herlaus, að góðum sið þín þjóð, þinn lýður, þitt lið skal samt fram um öld og aldir. :,: Áfram Ísland! Áfram Ísland! :,: Upp úr hugans lægðum ríst … … þín þjóð, þinn lýður, þitt lið skal samt fram um öld og aldir alda. (Hannes Þórður Þorvaldsson) Ljóðið er samið síðasta sumar í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Bandaríska tónskáldið Evan Fein hefur samið við það lag fyrir Karlakórinn Esju sem frumflutt var af kórnum á tónleikum í Neskirkju í maí. Myndbandspptöku af tónleikunum má finna á alnetinu á vefsíðu youtube undir nafni Karlakórsins Esju. HANNES ÞÓRÐUR ÞORVALDSSON, lyfjafræðingur með diplóma í viðskiptafræði. Áfram Ísland um öld og aldir Hannes Þorvaldsson Morgunblaðið/Golli Kristnihátíð Skátar hylla íslenska fánann við upphaf Kristnihátíðar á Þingvöllum í gærmorgun Á þessu sumri verða liðin rétt tutt- ugu og fjögur ár síð- an ég hratt af stað hjónanámskeiðum undir heitinu „Já- kvætt námskeið um hjónaband og sam- búð“. Upphaflega áttu námskeiðin að vera aðeins tvö. En þau pör sem hafa tek- ið þátt skipta nú þús- undum. Námskeiðið hefur verið haldið um allt land mörgum sinnum og eins í Noregi og Svíþjóð. Sjálft inntak námskeiðanna hef- ur lítið breyst í gegnum árin – sem er að hjálpa þátttakendum að greiða úr flækjum lífsins og finna leiðir til að styrkja ástina og efla sambandið. Umgjörðin hefur aftur á móti tekið stakka- skiptum, enda breyt- ist samfélagið stöðugt og spurningarnar sem fjölskyldur glíma við. Margar ástæður eru fyrir því að pör taka þátt í slíku nám- skeiði. Sum koma til að leysa úr vanda í sambandinu, en önnur til að styrkja það sem gott er fyrir. Það má segja að hjónanámskeiðið sé þess eðlis að þar sé verið að fást við mál og benda á lausnir sem fólk ætti að geta sagt sér sjálft. Á námskeiðinu eru eng- ar töfralausnir í boði sem engum hefur dottið í hug fyrr. En vand- inn er sá að við höfum oft gleymt lausnunum, týnt þeim í annríki hversdagsins. Ástin er eins og fjársjóður sem býr innra með okk- ur. Hjónanámskeiðin eru eins og fjársjóðskort, verkfæri til að finna fjársjóðinn, grafa hann upp og láta gullið glitra í sólinni. Þau henta öllum pörum óháð aldri, kynhneigð og hjúskaparstöðu. Hjónanámskeiðin hafa alltaf starfað sjálfstætt án utanaðkom- andi stuðnings eða tengsla og eru algerlega á ábyrgð undirritaðs. Tuttugasta og fimmta starfsárið hefst í ágúst. Hjónanámskeið í 24 ár Eftir Þórhall Heimisson »Margar ástæður eru fyrir því að pör taka þátt í slíku nám- skeiði. Sum koma til að leysa úr vanda í sambandinu, en önnur til að styrkja það. Þórhallur Heimisson Höfundur er prestur í Svíþjóð og ráðgjafi. thorhallur33@gmail.com Þegar landnáms- menn settust hér að áttu þeir það áhuga- verða verkefni fram- undan sér að búa til örnefni fyrir allt það sem fyrir augu bar. Það má að vísu segja að þeir hafi ekki í öllu verið svo hugkvæmir því þeir tóku með sér mörg örnefnin frá Noregi og settu þau á viðeigandi staði. Þannig varðveittu þeir minningarnar og bundu þær nýja landinu. Með tímanum samein- uðust þeir sjálfir landinu með því að eftirláta því eiginnöfn sín. Þann- ig eru margar Eyrarnar í Noregi og á Íslandi, og Hrafnseyri heitir svo vegna þess merka höfðingja og læknis Hrafns Sveinbjarnarsonar sem þar bjó á Sturlungaöld, að að- greina mætti hana frá öðrum Eyr- um á Vestfjörðum. Svo kom til sög- unnar Jón Sigurðsson, sómi Íslands, sverð þess og skjöldur og svo stórt er hans nafn að það yfirtók sögu- staðinn. Hans nafn ber okkur að varðveita flestum nöfnum frem- ur vegna komandi kynslóða, að þeim skiljist hversu frelsið og sjálfstæðið er mikil- vægt. Nú vill svo til að al- mannavegur sem áður lá um hlað fæðingarstaðar hans mun senn liggja um göng í gegnum fjallið þar stutt frá og lítið bera þá á leiðarmerkingum til Hrafnseyrar – nema göngin beri nafn þess stað- ar og verði látin heita Hrafnseyr- argöng. Þau leysa af Hrafnseyrar- heiði eins og Vaðlaheiðargöng leysa af Vaðlaheiði, Almannaskarðsgöng Almannaskarð, Múlagöng Múlaveg o.s.frv. Vart verður fundin betri leið en sú að láta göngin nýju heita Hrafn- seyrargöng til þess að varðveita sögu Jóns forseta og Hrafns læknis með þjóðinni. Þannig verður veg- farendum og landsmönnum best vísað á þann merka stað. Nú skora ég á þá sem málum ráða í þessu efni að veita hver og einn þessari áskorun stuðning svo vel sem hún er til þess fallin að halda á lofti sögustaðnum. Með þjóðhátíðarkveðjum. Hrafnseyri – Hrafnseyrargöng Eftir Jakob Ágúst Hjálmarsson » Vart verður fundin betri leið en sú að láta göngin nýju heita Hrafnseyrargöng til þess að varðveita sögu Jóns forseta og Hrafns læknis með þjóðinni. Jakob Ágúst Hjálmarsson Höfundur er fv. sóknarprestur Ísafjarðar, dómkirkjuprestur og Vestfirðingur. jakob.hjalmarsson@simnet.is Stundum veit maður alveg, þegar viðmælandi kemur í viðtal, hvað hann muni segja og hvernig hann muni tjá sig. Svörin oftar en ekki stöðluð og frasakennd, ekki eins og hugur fylgi máli heldur sjálfvirkt froðusnakk. Sé spurt um einhverja tiltekna framkvæmd er svarið oftast að þetta sé „gríðarlega spennandi verkefni“. Ekki nánar útlistað, enda viðbúið að um einhverja framtíð- armúsík sé að ræða en ekki neitt fast í hendi. Eins er flest sem op- inberir aðilar eða forsvarsmenn fyr- irtækja láta frá sér fara „mikil áskorun“ og oft fylgir með að „í þessum tiltækjum séu fólgin um- talsverð samlegðaráhrif“ sem skapi „stórkostleg tækifæri“ fyrir viðkom- andi ef þá ekki fyrir alla þjóðina. Þessi frasanotkun hefur því mið- ur breiðst hratt út og virðist bráð- smitandi.Væri það ekki hollt fyrir „viðkomandi“ að hlusta á sín eigin viðtöl með gagnrýnum hætti og reyna að bæta þessi vélrænu svör? Þá væri kannski von til þess að al- menningur myndi nenna að hlusta og tæki jafnvel mark á „viðkomandi aðila“. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Frasafroða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.