Morgunblaðið - 17.06.2019, Page 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚNÍ 2019
Ég hafði séð aug-
lýsingu á vef Hörpu
að Ítríói væri boðið
að halda tónleika í
tónleikaröðinni Vel-
komin heim. Ég hafði
áður heyrt í þeim á
landsmóti harm-
onikuunnenda á Ísa-
firði og aðeins á you-
tube. Mér finnst
gaman að fylgjast
með unga fólkinu okkar og sér-
staklega harmonikuleikurum. Ég
var ákveðin í að reyna að leiðbeina
unga fólkinu aðeins um efnisval
því mér þótti það svolítið einhæft
á Ísafirði , þ.e. sama tæknikunn-
átta oft og þá voru Krummavísur í
þeirra eigin útsetningu það verk
sem heillaði mig mest.
Ítríóið skipa þau Helga Krist-
björg Guðmundsdóttir frá Ísafirði,
Jón Þorsteinn Reynisson úr
Skagafirði og Jónas Ásgeir Ás-
geirsson frá Reykjavík. Þau
stunduðu öll kammernám við ein-
leikaradeild Konunglega danska
tónlistarháskólann í Kaupmanna-
höfn. Þau hafa unnið til verðlauna,
m.a. hrepptu þau annað sætið í al-
þjóðlegri harmonikukeppni í Cas-
telfidardo árið 2016 og fyrsta sæti
í kammertónleikakeppni í skól-
anum þeirra í Kaupmannahöfn og
þau hafa tekið þátt í mörgum há-
tíðum.
Tónleikarnir 19. maí í Hörpu
voru alveg stórkostlegir! Efnisval
var fjölbreytt og gaman að kynn-
ast ýmsum nýjungum í harm-
onikuleik. Þau hófu leikinn á verk-
inu Sailing eftir Junchi Deng og
þetta var mjög áheyrilegt verk. Þá
tók við mjög sérstakt verk eftir
Finn Karlsson, For All The
Wrong Reasons, og kynning Jón-
asar Ásgeirs var á þann veg að
verkið væri eiginlega samið út frá
kennitölum þeirra og þetta þótt
mér mjög merkilegt og fjölbreytt.
En svo kom verkið
sem situr í vellíð-
unarminninu, Suite
Gothique eftir Léon
Boëllmann í fjórum
þáttum, Introduction
Choral, Menuett
gothique og hið un-
aðslega Priére á
Notre-Dame og fín
Toccata í lokin. Mér
þótti Priére vera him-
neskt og þvílík sælu-
tilfinning og hin verk-
in voru mjög góð. Þá
kom verk eftir jap-
anskan höfund, nokkurs konar
hugleiðsluverk sem hefði notið sín
betur í lokuðum sal en umferð
gangandi fólks truflaði svolítið
áhrifin. Þá kom hið skemmtilega
Krummi, þ.e. tvö íslensk krum-
malög í þeirra frábæru útsetn-
ingu. Rondo Caprizzioso var líka
alveg ljómandi hjá þeim. Þau ylja
alltaf fallegu íslensku lögin hans
Jóns Nordal, Smávinir fagrir og
Hvert örstutt spor, og flutningur
Ítríós var virkilega fallegur. Tón-
leikunum lauk svo með hressileg-
um Balkan Dance. Því miður voru
ansi fáir félagar úr harmoniku-
félögum landsins á þessum tón-
leikum en þarna voru margir aðrir
góðir gestir og nutu vel.
Helga Kristbjörg, Jón Þorsteinn
og Jónas Ásgeir, hjartans þakkir
fyrir frábæra tónleika og bráð-
skemmtilegar kynningar á verk-
unum.
Ítríó, bravó –
velkomin heim
Eftir Elísabetu
Halldóru
Einarsdóttur
» Tónleikarnir 19. maí
í Hörpu voru alveg
stórkostlegir! Efnisval
var fjölbreytt og gaman
að kynnast ýmsum
nýjungum í harmoniku-
leik.
Elísabet Halldóra
Einarsdóttir
Höfundur er formaður Félags harm-
onikuunnenda í Reykjavík.
elisabete@heima.is
Ljósmynd/Elísabet Halldóra Einarsdóttir
Ítríó Vel er látið af flutningi tríósins í Hörpu.
Samfélagsmiðlar
gegna orðið stóru
hlutverki í daglegu lífi
fólks. Þeir eru vett-
vangurinn sem menn
nota. Segja má að all-
ir orðið komi þar við
sögu hvort sem er
daglega eða annað
veifið. Samfélags-
miðlar eru nálægt
hverju okkar sem
ekki er einkennilegt
hafandi netið að segja má „í vasa
sínum“ gegnum snjallsímtækið
sem í dag er mest notaða tæki sem
mannkyn hefur fundið upp. Þó er
flóran frá sögu uppfinninganna að
telja mikil.
Fátæk lönd heimsins eru þrátt
fyrir fátækt mörg hver full af
litlum snjallsímum sem ungir og
sumir eldri nota hvar sem er með
oft heyrnartæki hangandi hvort í
sinni hlust til að vera klár að
svara. Snögg viðbrögð skipta sköp-
um. „Skáti ávallt tilbúinn“ – er ein-
kunnarorð skátanna og nær líka til
snjallsímanotanda dagsins. Tel að
flestir séu sammála um að út-
breiðsla þessara tækja sé gríðarleg
og sé tíðarandi sem enginn fái
stjórnað. Enda sjálfala eins og tíð-
aranda er títt.
Allskonar hefur komið upp
kringum samfélagsmiðlana sem
orkar tvímælis. En hverjum kemur
slíkt á óvart um tæki sem dregur
jafn langt? Aldrei hefur verið auð-
veldara að ná til fólks með upplýs-
ingar en í dag. Ekki bara með
hringingu heldur miklu meira net-
inu í formi upplýsinga hverskonar
ásamt oft áróðurstengdum mynd-
birtingum og öðrum minna gagn-
legum upplýsingum.
Stjórnmálin og flokkapólitíkin
eru með tölvuna og snjalltækið hjá
sér. Tölva dagsins er í 99% tilvika
nettengd og stjórnmálin með
stundum her manna í vinnu hjá sér
sem einblína á að ná til fólks og
koma að upplýsingum sem þau
telja sér í hag og hafi áhrif á skoð-
anir fólks. Vel er þekkt að maður
hafi áhrif á mann. Samt skulu
menn gæta sín á að gera ekki of
mikið úr þessum áhrifamætti nets
og tölvu og að beita
sálfræðihernaði á fólk.
Tel að stundum sé of
mikið gert úr akkúrat
þessum þætti. Aldrei
að gera lítið úr fólki,
gáfum þess né getunni
til sjálfstæðrar
ákvörðunartöku. En
svolítið hefur borið á
þessu að áróðrinum sé
hampað og með hon-
um netinu og þessu
þakkað það að flokkur
kom vel út úr talningu
að kosningum af-
stöðnum. Einföldun.
Enginn efast um að samfélags-
miðlarnir skipti máli eða hafi áhrif
á skoðanamyndun fólks. En það
hafa fjölmiðlar á öllum tíma gert
og fólk með tímanum dregið sumt
sem það les í efa. Sama mun ger-
ast með samfélagsmiðlana. Sjá má
að engin trygging er fyrir árangri í
kjörklefanum og hefur reyndar
aldrei verið því vitað er að kjós-
endur, margir hverjir, taka ákvörð-
un inni í sjálfum kjörklefanum.
Stundum er fólk óútreiknanlegt og
með því skoðanakannanir.
Að telja að hægt sé að pró-
gramma fólk og fá það með ein-
hverjum sérgerðum aðgerðum til
að fara þessa leið en ekki hina leið-
ina er vanhugsað ráð. Þó er ljóst
að samfélagsmiðlar fara víða. Fólk
er samt fólk og verður áfram. Fólk
hugsar og tekur sjálfstæðar
ákvarðanir. Erfitt er að breyta
þessu. Sjá má að ekki er á vísan að
róa þó tölur haldi öðru fram um
mannhjörðina.
Annað má einnig ígrunda. Netið
er fullt af réttum upplýsingum og
netverjar þekkja leiðina „að
gúggla“ – megi nota slíkt orðskrípi
– og gera óspart. Af hverju? Nú
auðvitað til að fá sannleik mála.
Með léttum leik gera samfélags-
miðlarnir fólki þetta kleift. Og þeir
skoða atriði frá mörgum hliðum.
Áróðursmeistarinn hefur af netsins
völdum misst nokkurn spón úr
askinum fyrir stjórnmálin. Gott
fyrir þau að hugleiða sem beita
áróðri og honum máski vondum.
Sjálfur sannleikurinn hefur
gagnast mér best. Er betri leið til
en hann?
Netið gerir meira. Það dregur
heiminn saman. Samfélagsmiðlar
hafa afnumið allar fjarlægðir. Hvar
sem þú ert í heiminum má orðið
reikna með að netið sé til staðar
og að gerlegt sé að tengjast því og
tjá sig yfir hafið og heim gegnum
snjallsímann eða fartölvuna sem
auðvelt er að hafa með sér í tösk-
unni og tengjast netinu uppi á hót-
elherbergi. Tilfinningin fyrir því að
vera á erlendri grund er ekki sú
sama og var fyrir áratugum og
fyrir tíma samfélagsmiðla og nets.
Þessa tilfinningu um að vera er-
lendis þekkir maður frá gamalli tíð
en var ekki með í pakkanum í
febrúar 2018 er maður var staddur
á enskri grund hafandi allt þetta
kraðak upplýsinga kringum sig og
með einum smelli á snjallsímanum
hægt að komast í samband við
fólkið sitt á Íslandi og sjá af því
myndir í rauntíma og í sumum til-
vikum beinni útsendingu. Fréttir
RÚV voru meira að segja á sínum
stað á tölvuskjánum á hefð-
bundnum fréttatíma ríkissjón-
varpsins. Ekkert vantaði en breytti
ekki hinu að þúsundir mílna að-
skildu mig frá fólkinu mínu heima.
Svo sem notalegt og það allt sam-
an að geta horft á fréttatímann en
sjarminn sem maður þekkir frá
þeim gömlu góðu ... að mestu horf-
inn. Og smá söknuður stóð eftir.
Svolítið skrítið allt saman en
veruleiki dagsins og andartaksins í
heimi tækni, tækniframfara, gervi-
hnatta og lína sem liggja þvers og
kruss milli landa heimsins og
þræðir allir tengdir saman í stjórn-
stöð. Útkoman er ein mynd sem
tölva og eða snjallsími ná og op-
inbera manni og gera að einum úr
liðinu. Allt með sína kosti og líka
galla. Einfaldleiki! Hvert fórstu?
Eftir Konráð Rúnar
Friðfinnsson » Allskonar hefur
komið upp kringum
samfélagsmiðlana sem
orkar tvímælis. En
hverjum kemur slíkt á
óvart um tæki sem
dregur jafn langt?
Konráð Rúnar
Friðfinnsson
Höfundur starfar í kirkju og við
kirkjuleg málefni.
Samfélagsmiðlar
Vantar þig
pípara?
FINNA.is