Morgunblaðið - 17.06.2019, Page 18

Morgunblaðið - 17.06.2019, Page 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚNÍ 2019 Á skammtíma gróðasjónarmið að ráða för við Hvalár- virkjun? Vilja menn ekki opna augu sín fyrir þeim miklu verð- mætum sem fórna á fyrir þessa virkjun? Vilja menn ekki sjá að verndun til fram- tíðar á náttúru í víð- ernum landsins er svo miklu meira virði en nokkur megavött í raforku? Sigríð- ur í Brattholti bjargaði Gullfossi. Hefur ekki Gullfoss verið þjóðinni ómæld auðlind allar götur síðan? Eins verður með víðerni Vest- fjarða. Þau eiga eftir að verða ómæld og margföld auðlind fái þau að vera í friði fyrir eyðilegg- ingu virkjanafram- kvæmda sem eru al- gerlega óþarfar. Lítil snefilvirkjun fyrir gríðarlega eyðilegg- ingu og náttúruspjöll. Það er oft þörf en nú er nauðsyn að stöðva þessi virkjunar- áform. Það voru mikil mistök að þessi virkjun skyldi lenda í nýtingarflokki en þrátt fyrir það er enn hægt að stöðva áformin. Þingeyingar stöðv- uðu Laxárvirkjun 2 þar sem sökkva átti blómlegum dal. Vestfirðingar og allir náttúruverndarsinnar landsins. Leggjumst á eitt við að stöðva Hvalárvirkjun. Hvalárvirkjun Eftir Kristján Baldursson » Leggjumst á eitt til að stöðva Hval- árvirkjun. Kristján Baldursson Höfundur er tæknifræðingur. kribald@gmail.com Fyrir nokkrum ár- um var skipt um mjaðmarlið í mér með ágætum. Nokkr- um mánuðum seinna vorum við hjónin ásamt dóttur, tengda- syni og Jóhanni syni þeirra í sumarbústað Læknafélagsins í Brekkuskógi. Ég gætti mín ekki þar sem ég sat lágt og hugðist klæða mig í kuldaskó. Ég beygði mig fram til að reima skóna. Í næstu andrá sat ég fastur og úr liði genginn. Brátt bar að sjúkraflutn- ingafólk frá Selfossi, ungan mann og konu, Verkefni þeirra var ekki auðvelt, en ég í tvöfaldri sjálfheldu í þröngu herberginu. Þau gripu snarlega til þess ráðs að svæfa mig á staðnum. Þannig var ég sel- fluttur út á hlað með aðstoð fólks- ins míns. Ég var því næst fluttur á LSH í Fossvogi og þar gert að liðhlaupinu. Daginn eftir kom nafni litli, sem hafði fylgzt skelfdur með atvikinu, í heimsókn til afa. Hann kom rakleitt til mín og spurði: „Afi Tómasson! Ertu í liði núna?“ Síðan ríkir gleði yfir þessari minningu í Brekku- skógi. Þitt mál er miklu stærra Þetta er önnur saga og hún er allt öðru vísi. Hún verður ekki sögð hér, enda löng en þó auð- skilin. Með hana hef ég þvælzt lengi ekki ósvipað og Jón Hregg- viðsson með sína dauðasök. Þar kom að ég braut odd af oflæti mínu og hugðist leita til hins æðsta valds. Var það frumraun mín. Þegar ég loks gekk á fund hins háa herra var mér strax ljóst að ég var kominn í geitarhús. Þú átt ekkert erindi hingað. Hann bætti við: „Ertu ekki í neinu liði?“ „Þitt mál kemur þér sjálfum lítið við, Jón Hreggviðsson. Það er miklu stærra mál.“ „Ertu í liði núna?“ Eftir Jóhann Tómasson Jóhann Tómasson » Þegar ég loks gekk á fund hins háa herra var mér strax ljóst að ég var kominn í geitarhús. Höfundur er læknir. Um Suðurlandsveg eykst umferðin svo mikið að tímabært er að allir þingmenn Suðurkjördæmis standi saman og flytji frumvarp á Alþingi um að hraða fram- kvæmdum við nýja brú yfir Ölfusá, sem skal vera með fjórum akreinum og miðast við 2+2 til að dæmið klárist endanlega. Óþolandi er að engin svör skuli fást í hvert sinn sem þessir landsbyggðarþingmenn eru spurðir hvers vegna þeir hafi ekki fyrir löngu fylgt þessu máli eft- ir í samgöngunefnd Alþingis. Þetta vandamál átti fyrrverandi þingmað- ur Árni Johnsen frekar að kynna sér í stað þess að halda til streitu kröfunni um gerð Vestmanna- eyjaganga sem eru talin alltof áhættusöm. Álagið á gömlu brúnni yfir Ölfusá, sem nálgast ystu þol- mörk, vekur spurningar um hvort óhjákvæmilegt sé að taka strax ákvörðun um mislæg gatnamót í beinu framhaldi af framkvæmdum við tvö- földun Suðurlands- vegar sem hefur tafist alltof lengi. Í Suður- kjördæmi eru stutt veggöng undir Reyn- isfjall og ný veglína sunnan Víkurþorps brýnustu verkefnin sem þola enga bið. Um ókomin ár gagnast þau öllum landsmönnum. Engum kemur á óvart að stuðn- ingsmenn Héðinsfjarðarganga í Reynishverfi skuli afskræma allar staðreyndir um veggöng vestan Víkurþorps þegar þeir þvo hendur sínar opinberlega með fjarstæðu- kenndum fullyrðingum um að engin þörf sé á færslu hringvegarins til suðurs og tvöföldun Suðurlands- vegar. Rangfærslur af þessu tagi sem skaða samgöngumál Suður- kjördæmis og beinast gegn íbúum Víkurþorps eru til háborinnar skammar. Vestan Reynisfjalls vilja ábúendurnir enga málamiðlun sem gagnast báðum deiluaðilum. Til eru menn sem færast undan í flæmingi til að þurfa ekki að svara því hvers vegna þeir kjósi frekar að setja samgöngumál Víkurþorps í pólitískt uppnám. Það hafa bændurnir í Reynishverfi sjálfir séð um. Þar koma Víkurbúar hvergi nærri. Áður en Alþingi var blekkt til að samþykkja kjördæmabreytinguna áttu allir fyrrverandi þingmenn Suðurlands að standa saman og berjast fyrir því að framkvæmdir við tvöföldun Suðurlandsvegar hefðu forgang, á undan Vaðlaheið- argöngum sem engin arðsemi verð- ur af. Árið 2012 létu þingmenn Suð- urkjördæmis sig það engu varða, þegar Steingrímur J. og skoð- anabræður hans beittu falsrökum til að troða Vaðlaheiðargöngum fram fyrir þarfari verkefni á Suðurlandi, Reykjavíkursvæðinu, Vesturlandi, Vestfjörðum- og Mið-Austurlandi. Það er ótækt að stór hópur landsbyggðarþingmanna skuli þeg- ar þeim hentar ganga gegn vilja kjósenda sinna í þeim tilgangi að setja brýnustu verkefnin í óleys- anlegan hnút og vekja um leið falsk- ar vonir heimamanna í Þingeyj- arsýslum og á Eyjafjarðarsvæðinu um að 1.500 króna veggjald á hvert ökutæki standi næstu tvo áratugina undir fjármögnun Vaðlaheið- arganga. Í kjölfarið festast Vega- gerðin, einkaaðilar og ríkissjóður í svikamyllu, sem þingmenn Norð- austurkjördæmis finnast sekir um, þegar allar tilraunir til að reka svona rándýrt samgöngumannvirki upp á meira en 20 milljarða króna verða fyrirtækjum í fámennum sveitarfélögum ofviða. Fullvíst þyk- ir að það komi fljótlega niður á brýnustu verkefnum í öðrum lands- hlutum, sem hafa alltof lengi setið á hakanum. Þetta óréttlæti geta íbúar Suður- lands og höfuðborgarsvæðisins, sem enn sitja uppi með sprungið vega- kerfi, aldrei látið bjóða sér næstu 15 árin. Með því að taka Vaðlaheiðar- göng fram yfir þarfari verkefni er verið að setja samgöngumál ann- arra landshluta í vítahring, sem vonlaust verður að brjótast út úr mörgum árum seinna. Yfirmenn Vegagerðarinnar og þingmenn Suð- urkjördæmis skulu taka til greina réttmæta kröfu heimamanna um að mislæg gatnamót verði ákveðin í beinu framhaldi af nýrri brú yfir Ölfusá og að þungaflutningarnir á Suðurlandsvegi fari ekki í gegnum íbúðarhverfið á Selfossi. Veglínuna verður að færa til norðurs ef slysahættan á að hverfa endanlega úr íbúðarhverfinu. Þang- að eiga þungaflutningarnir á hring- veginum ekkert erindi. Á þessu vandamáli skulu stjórnarflokkarnir taka hið snarasta. Skammarlegt er að þingmenn Suðurkjördæmis skuli aldrei fylgja þessu máli eftir í sam- göngunefnd og bregðast við áhyggj- um heimamanna. Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson »Með því að taka Vaðlaheiðargöng fram yfir þarfari verk- efni er verið að setja samgöngumál annarra landshluta í vítahring. Höfundur er farandverkamaður. Ný veglína í Suðurkjördæmi Við Íslendingar verðum að teljast heppin þjóð þegar horft er til þeirra land- gæða sem við búum við. Engu að síður hef- ur landinu okkar hrak- að á undanförnum ára- tugum og árhundruðum. Óblíðar náttúruhamfarir svo sem gos og fleira hefur valdið því að land hefur blásið upp og eftir standa gróðurlausar sand- auðnir og örfoka melar. Okkur hefur auðnast að standa að landgræðslu víðsvegar um land og hefur eitthvað áunnist þó enn sé langt í land og mörg verkefni fyrirliggjandi sem fjölgar ár frá ári. Á miðri síðustu öld var ráðist í að flytja inn til landsins svokallaða alaskalúpínu. Þetta er harðger jurt sem sögð er búa yfir þeim eiginleikum að geta undirbúið jarðveg og jafnvel vikið undan öðr- um gróðri þegar jarðvegurinn er orðinn frjórri. Ég ætla strax að láta þess getið að ég er ekki neinn sér- fræðingur í þessum efnum en finn þó til löngunar að láta nokkur orð falla um þessa plöntu sem í dag er fyrir augum okkar allra þó í mis- miklum mæli sé. Sjálfur bý ég í borgarlandinu þar sem þessi planta æðir nú yfir móa og mela eins og enginn sé morgun- dagurinn. Ég hef oft vakið máls á því við kunningja mína og verð þá var við að menn hafa ákaflega lítið velt þessu fyrir sér. Stundum heyrir maður að fólk segi eitthvað á þessa leið „en hún er svo falleg“ eða „það er svo fallegt að sjá þessa litadýrð þegar hún blómstrar yfir sum- arið“. Enginn talar um það, að minnsta kosti ekki ennþá, að það sé nú ekki neitt fallegt að sjá lúpínusinuna yfir vetrartímann. Hvort skyldi nú vera fallegra, lyngið okkar og móarn- ir í sinni litadýrð lungann úr árinu eða lúpínusinan yfir vetrarmán- uðina? Þetta er kannski full- dramatískt hjá mér því vissulega get ég verið því sammála að lúpínan er miklu skárri heldur en örfoka melar og sandar. Ég fæ á engan hátt séð hvað þessi lúpína hefur að gera í borgarlandinu okkar. Hér eru ekki örfoka melar og sandar. Hér er gróið land í miklum blóma. Núna stöndum við frammi fyrir því að mosi, lyng og allur lág- gróður verði kæfður í lúpínu á næstu árum og í stað þess að hafa þá fjölbreytni verður eftir lúpína og tré og tré á stangli sem nær uppúr lúpínuhafinu og reyni svo hver sem vill að ímynda sér hvernig umhorfs verður, einkum yfir vetrartímann, þegar lúpínusinan, eins og ég kýs að kalla hana, liggur yfir öllu. Þannig sé ég þetta fyrir mér. Reyndar held ég að þessi barátta sé fyrir löngu töpuð og að ekkert sé fyrir dyrum annað en stórkostleg fækkun á plöntuúrvali í flóru Íslands eða hvað? Á mínum vörum brennur sú spurning hvort við getum eitthvað gert? Eða hvort einhver vilji sé til að gera eitthvað? Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að lúpína henti alls ekki hvar sem er. Þar sem gróður er fyrir, einkum lágróður, á lúpínan ekkert erindi því hún kæfir allan lággróður þar sem hún fer yfir. Það getur vel verið að á einhverjum tímapunkti víki hún til hliðar og hleypi öðrum gróðri að. En eftir sit- ur spurningin hvaða gróður það verði og einkum og sér í lagi hvort það verði jafn fjölbreyttur gróður og áður var? Ég óttast að við séum að komast á þann stað að eiga ekki afturkvæmt með óvarlegheitin okkar. Við höfum ekki gætt nógu vel að því hvar við hleypum lúpínu af stað og hefðum þurft að sýna í þeim efnum fyrir- hyggju sem við höfum ekki gert. Greinarhöfundur kallar eftir því að honum fróðari menn láti í sér heyra um hvað skuli til bragðs taka. Eru einhverjir möguleikar í stöðunni? Eftir Sigurþór Charles Guðmundsson » Við höfum ekki gætt nógu vel að því hvar við hleypum lúpínu af stað og hefðum þurft að sýna í þeim efnum fyrir- hyggju sem við höfum ekki gert. Sigurþór C Guðmundsson Höfundur er endurskoðandi og áhugamaður um íslenska flóru. sigurthorgudmundsson@gmail.com Lúpína hvað? Kröftug Lúpínubreiður í Reykjavíkurborg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.