Morgunblaðið - 17.06.2019, Síða 24
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚNÍ 2019
Norðlingabraut 8
110 Reykjavík
S: 530-2005
Bíldshöfði 16
110 Reykjavík
S: 530-2002
Tryggvabraut 24
600 Akureyri
S: 461-4800
&530 2000
www.wurth.is
Verkfæri – Festingar – Fatnaður – Persónuhlífar – Efnavara – Bílaperur – Rafmagnsvörur
Léttur dúnjakki
• 90% dúnn/10% fiður, þéttvafið nylon efni
• Einstaklega þægilegir, hlýir og léttir,
ferðapoki fylgir hverjum dúnjakka
• 5 mismunandi litir
• Stærðir: XS - 4XL – henta báðum kynjum
Vnr: 1899 707
Verð: 13.480 kr.
Pepsi Max-deild karla
ÍA – KR ..................................................... 1:3
Valur – ÍBV............................................... 5:1
KA – Grindavík......................................... 2:1
Staðan:
KR 8 5 2 1 14:7 17
Breiðablik 8 5 1 2 16:9 16
ÍA 8 5 1 2 15:10 16
Fylkir 8 3 3 2 14:11 12
KA 8 4 0 4 10:9 12
FH 8 3 3 2 14:15 12
Stjarnan 8 3 3 2 11:12 12
Grindavík 8 2 4 2 7:8 10
Valur 8 2 1 5 13:13 7
Víkingur R. 8 1 4 3 11:14 7
HK 8 1 2 5 8:12 5
ÍBV 8 1 2 5 7:20 5
Inkasso-deild karla
Leiknir R. – Þór ....................................... 0:3
Alvaro Calleja 31., 65., Ármann Pétur Æv-
arsson 61.
Staðan:
Þór 7 5 0 2 15:6 15
Víkingur Ó. 6 4 1 1 9:4 13
Fjölnir 7 4 1 2 13:9 13
Fram 7 3 2 2 12:10 11
Grótta 7 3 2 2 12:12 11
Keflavík 6 3 1 2 12:7 10
Þróttur R. 7 3 1 3 15:12 10
Leiknir R. 7 3 0 4 11:13 9
Njarðvík 7 2 1 4 7:10 7
Haukar 7 1 3 3 7:12 6
Afturelding 7 2 0 5 10:18 6
Magni 7 1 2 4 9:19 5
Svíþjóð
B-deild:
Brage – Trelleborg ................................. 2:0
Bjarni Mark Antonsson lék allan leikinn
með Brage.
Halmstad – Mjällby ................................. 2:0
Óttar Magnús Karlsson kom inn á eftir
66. mínútur en Gísli Eyjólfsson sat á vara-
mannabekknum.
KNATTSPYRNA
HLÍÐARENDI /
AKRANES/ AKUREYRI
Bjarni Helgason
Stefán Stefánsson
Baldvin Kári Magnússon
Valsmenn höfðu ekki unnið deild-
arleik í tæpan mánuð þegar liðið
fékk ÍBV í heimsókn í 8. umferð úr-
valsdeildar karla í knattspyrnu,
Pepsi Max-deildinni, á Origo-
vellinum á Hlíðarenda á laugardag-
inn.
Leiknum lauk með stórsigri Vals,
5:1, þar sem þeir Lasse Petry og
Ólafur Karl Finsen skoruðu tvívegis
fyrir Valsmenn og Andri Adolphs-
son skoraði eitt mark. Sigurður Arn-
ar Magnússon skoraði mark Eyja-
manna í upphafi síðari hálfleiks.
Valsmenn voru fastir í fyrsta gír
allan fyrri hálfleikinn en eftir að Sig-
urður Arnar jafnar fyrir Eyjamenn í
upphafi síðari hálfleiks hrökk liðið í
gang og lék á als oddi með Kristin
Frey Sigurðsson í broddi fylkingar.
Allur léttleiki í Valsliðinu fer í gegn-
um Kidda og hann gerir aðra í kring-
um sig svo miklu, miklu betri.
Frammistaða Eyjamanna á laug-
ardaginn var hreinasta hörmung og
liðið leit út eins og slakt 1. deildarlið
oft á köflum. Jonathan Glenn gat
ekki unnið skallabolta þótt líf hans
lægi við, varnarmenn liðsins gátu
ekki tekið á móti einföldum send-
ingum og það var alltof langt á milli
manna, þrátt fyrir að liðið hafi spilað
5-4-1.
Hvort Valsmenn séu hrokknir í
gang skal látið ósasgt enda mót-
spyrnan í leiknum á laugardaginn
engin. Frammistaða Eyjamanna í
leiknum öskrar á fall enda gæðin í
liðinu ekki samboðin efstu deild á Ís-
landi í dag. bjarnih@mbl.is
Engin galdraformúla
„Ég hef enga galdraformúlu
hvernig á að vinna Skagamenn, við
leggjum bara leikinn upp út frá því
hvað þeir hafa verið að gera í síðustu
leikjum. Þeir hafa verið að gera frá-
bæra hluti gegn svokölluðum stórum
liðum svo við þurfum að finna ein-
hverja veikleika í þeirra leik og ég
held að við höfum fundið nokkra og
náð að nýta það. Stundum heppnast
það hjá þjálfurum og stundum ekki,“
sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR
eftir 3:1 sigur á ÍA þegar liðin mætt-
ust á Akranesi á laugardaginn en þá
lauk 8. umferð efstu deildar karla í
knattspyrnu.
Orð að sönnu því eftir að KR-
ingar leyfðu Skagamönnum að ham-
ast í byrjun leiksins tóku þeir við
stjórninni og héldu góðum tökum á
leiknum. Auðvitað ekki algerlega og
Akurnesingar áttu sín færi en í liði
KR er Óskar Örn Hauksson, sem
hélt þeim algerlega við efnið. Alltaf
hætta þegar hann fékk boltann og
það fór mikil vinna og einbeiting að
hemja hann.
Sigurinn kom KR á topp deild-
arinnar og liðið er til alls líklegt en
eins og Rúnar bendir á er engin
galdraformúla. Skagamenn byrjuðu
deildina með látum og önnur lið
hljóta að hafa spáð í það. Þá stendur
eftir hvort Akurnesingar nái vopn-
um sínum og finni svör – þá reynir á
leikmenn og þjálfara. stes@mbl.is
KA í efri hlutanum
KA-menn unnu 2:1 sigur á
Grindavík þar sem þjálfarar liðanna
mættu báðir sínum fyrrverandi lið-
um. Kristijan Jajalo spilaði í marki
KA gegn sínum gömlu félögum,
vegna meiðsla Aron Dags og stóð sig
vel. Einnig spilaði Bjarni Að-
alsteinsson allan leikinn fyrir KA en
hann var kallaður úr láni frá Magna
nú á dögum. Sigurinn er gríðarlega
mikilvægur fyrir KA-menn þar sem
deildin er afar jöfn og fá stig á milli
liðanna.
Það var í raun ekki mikið sem
skildi að á milli liðanna í leiknum en
þó voru heimamenn sterkari aðilinn.
Grindvíkingar fengu sín færi en
tókst ekki að nýta þau nægilega vel.
Það þurfti glæsilegt langskot frá
Hrannari Birni til þess að brjóta nið-
ur varnarmúr gestanna. Seinni hálf-
leikurinn var opnari og fengu bæði
liðin færi. KA brugðust vel við jöfn-
unarmarki gestanna og náðu að sigla
sigrinum heim.
Ásgeir Sigurgeirsson kom inn á
fyrir KA í seinni hálfleiknum og
hefði getað skorað. Þetta var hans
fyrsti leikur síðan hann sleit kross-
band í fyrra. Þetta eru góðar fréttir
fyrir KA en Ásgeir gefur sóknarleik
KA aðra vídd með sínum hraða.
sport@mbl.is
KR á toppinn
eftir sigur á
Skaganum
Valsmenn tóku við sér og skoruðu
fimm mörk Endurfundir á Akureyri
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hlíðarendi Víðir Þorvarðarson, fyrirliði ÍBV, og Sigurður Egill Lárusson.
1:0 Hrannar B. Steingrímsson 45.
1:1 Alexander V. Þórarinsson 66.
2:1 Elfar Árni Aðalsteinsson 70.
I Gul spjöldSteinþór Freyr Þorsteinsson,
Alexander Groven og Hallgrímur Mar
Steingrímsson (KA). Réne Joensen,
Marc McAusland og Gunnar Þor-
steinsson (Grindavík).
Dómari: Pétur Guðmundsson, 8.
Áhorfendur: 855.
KA – Grindavík 2:1
M
Hallgrímur M. Steingrímsson (KA)
Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
Alexander Groven (KA)
Kristijan Jajalo (KA)
Hallgrímur Jónasson (KA)
Aron Jóhannsson (Grindavík)
Alexander V. Þórarinsson (Grind.)
Elias Tamborini (Grindavík)
Vladan Djogatovic (Grindavík)
0:1 Pálmi Rafn Pálmason 15.(víti)
0:2 Óskar Örn Hauksson 23.
0:3 Tobias Thomsen 80.
1:3 Viktor Jónsson 83.
I Gul spjöldAlex Freyr Hilmarsson (KR).
Einar Logi Einarsson, Marcus Joh-
ansson og Hörður Ingi Gunnarsson
(ÍA).
Dómari: Helgi Mikael Jónasson, 8.
Áhorfendur: 1.281.
ÍA – KR 1:3
MM
Óskar Örn Hauksson, KR
M
Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA
Marcus Johansson, ÍA
Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA
Finnur Tómas Pálmason, KR
Gunnar Þór Gunnarsson, KR
Kristinn Jónsson, KR
Atli Sigurjónsson, KR
1:0 Lasse Petry 20.
1:1 Sigurður Arnar Magnússon 52.
2:1 Andri Adolphsson 55.
3:1 Ólafur Karl Finsen 59.
4:1 Lasse Petry 64.
5:1 Ólafur Karl Finsen 84.
I Gul spjöldLasse Petry (Val). Óskar Elías
Zoëga og Sindri Snær Magnússon
(ÍBV).
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson, 7.
VALUR – ÍBV 5:1
Áhorfendur: 828.
MM
Ólafur Karl Finsen (Val)
Andri Adolphsson (Val)
M
Lasse Petry (Val)
Kristinn Freyr Sigurðsson (Val)
Sigurður Egill Lárusson (Val)
Birkir Már Sævarsson (Val)
Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
Evariste Ngolok (ÍBV)
Knattspyrnu-
stjórinn Maurizio
Sarri hefur verið
ráðinn sem stjóri
Juventus en
þetta tilkynnti
ítalska félagið í
gær. Sarri tekur
við liðinu af Mas-
similiano Allegri
sem hætti á dög-
unum og gerir
þriggja ára samning. Sarri tók við
liði Chelsea síðasta sumar af Anton-
io Conte. sport@mbl.is
Sarri tekinn
við Juventus
Maurizio
Sarri