Morgunblaðið - 18.06.2019, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 2019
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Égheyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Sólin er það fyrirbæri semgerir okkur mögulegt aðlifa hér á jörðinni. Hún ylj-ar okkur, sendir okkur
orku, birtu og þegar hún skín á
húðina framleiðir húðin D-vítamín
sem er okkur nauðsynlegt. En sólin
getur líka brennt. Húð hefur nátt-
úrulega vörn
gegn geislum sól-
arinnar sem hún
byggir upp
smám saman
þegar við erum
úti í sólinni. Húð-
in dökknar og
það veldur því að
við þolum sólina
lengur. Húð fólks
er mismunandi
með tilliti til þess
hversu hætt því er við sólbruna.
Gjarnan er tala um fjórar húðgerð-
ir:
Ljós/hvít húð - það er norrænt
fólk, sem er með ljóst og rautt hár,
sem hættir til að brenna. Hér er
um að ræða norrænt fólk sem er
með ljóst eða rautt hár.
Ljósbrún húð; hér á í hlut fólk
sem verður brúnt án þess að
brenna í hóflegri sól. Þetta er
dökkhært fólk sem upplifir sig ekki
viðkvæmt fyrir sólinni.
Brúngul húð: fólk sem þolir sól
vel og er frá Asíu og Mið- og Suð-
ur-Ameríku.
Dökkbrún húð: fólk frá Afríku og
Suður-Asíu sem þolir sól mjög vel
og brennur sjaldan.
Framangreint á við um fullorðna.
Húð barna er viðkvæmari fyrir sól
og ungbörn með ljósa eða ljósbrúna
húð ættu aldrei að vera óvarin úti í
sól.
Á heitum sólríkum dögum er
einnig möguleiki á að skaða aug-
un, ofhitna og ofþorna. Þá skiptir
ekki máli hvernig húðgerðin er.
Börnum er sérlega hætt við þessu
fylgikvillum sólarinnar.
Útfjólublá geislun
Það eru útfjólubláir geislar sól-
ar sem geta skaðað húðina. Talað
eru um UV stuðul og er hann á
skalanum frá 0 og upp í 10. Á vef-
síðunni ur.gr.is er sívöktun á út-
fjólublárri geislun. Þar má sjá
hver geislunin er í Reykjavík og á
Egilsstöðum.
Sólvörn
Aðferðir til að verjast skaðleg-
um geislum sólarinnar
Besta leiðin er að klæðast ljós-
um, léttum fötum á heitum sól-
ardögum og gleyma ekki sólhatti
ef menn eru langtímum saman úti.
Best er að vera á hreyfingu í sól-
inni. Verst er að liggja kyrr og
láta sólina skína stöðugt á sama
hluta líkamans.
Nota sólgleraugu sem eru CE
merkt með breiðum örmum.
Nota sólkrem eftir þörfum.
Af hverju að forðast sólbruna?
Fyrir utan það hversu sársauka-
fullt og leiðinlegt er að sólbrenna
þá er sterkt samband á milli þess
að brenna í sólinni og fá húð-
krabbamein síðar á ævinni.
Greinilegt samband er á milli
þess að sólbrenna sem barn og að
fá sortuæxli síðar á ævinni. Sér-
staklega þarf því að gæta þess að
börnin okkar sólbrenni ekki.
Nánar má lesa um börnin og sól-
ina, sólkrem og viðbrögð við sól-
bruna á heilsuvera.is. Ef sólbruni
er mikill eða útbreiddur tekur
starfsfólk heilsugæslunnar vel á
móti þér og aðstoðar þig við með-
höndlun brunans. Hikaðu ekki við
að hafa samband eða koma, við er-
um hér fyrir þig.
Sólin sendir orku en
getur verið skaðleg
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sólarstemming Ylströndin við Nauthólsvík er vinsæll staður enda er þar frábær aðstaða fyrir sóldýrkendur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mannlíf Setið í sólinni á fallegum sumardegi á kaffihúsi við Austurvöll .
Heilsuráð
Margrét Héðinsdóttir, hjúkrunarfræð-
ingur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Margrét
Héðinsdóttir
Unnið í samstarfi við Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðsins
Leiklestur í Hlöðunni að Kvoslæk
Efnt verður til leiklesturs með tón-
list í Hlöðunni á Kvoslæk í Fljótshlíð,
næstkomandi sunnudag, 23. júní, kl.
15.00. Stjörnuleikararnir Brynhildur
Guðjónsdóttir, Arnar Jónsson, Ragn-
heiður Steindórsdóttir og Þór Tul-
inius flytja valda kafla úr þýðingu
Rutar Ingólfsdóttur á franska meist-
araverkinu Stílæfingar eftir Raymond
Queneau. Þýðing Rutar kemur út hjá
bókaútgáfunni Uglu í vikunni og mun
þetta vera 36. tungumálið sem verkið
er þýtt á. Stílæfingar Queneaus er
þekktar um heim allan, en í stílæfing-
unum segir höfundurinn litla sögu á
níutíu og níu vegu. Þar leikur hann
sér að mismunandi stíl, upphöfnum,
lágkúrulegum, ljóðformum, orða-
leikjum, stafabrengli svo fátt eitt sé
nefnt.
Sveinn Einarsson er leikstjóri
flutningsins og milli kafla leika þau
Einar Jóhannesson, klarinettuleikari,
Sigurður I. Snorrason, klarinettuleik-
ari og Anna Guðný Guðmundsdóttir,
píanóleikari létta skemmtitónlist
sem franska tónskáldið Louis Duno-
yer de Segonzac samdi til flutnings
með verkinu árið 2008. Leiklesturinn
hefst kl. 15.00 og tekur um klukku-
stund. Boðið verður upp á kaffi að
lestrinum loknum. Aðgangseyrir er
2.000 kr.
Leiklestur í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð
Ljósm/Aðsend
Listafólk Stjörnuleikararnir Brynhildur Guðjónsdóttir, Arnar Jónsson, Ragn-
heiður Steindórsdóttir og Þór Tulinius flytja valda kafla úr Stílæfingum. Þau eru
hér og til hægri Rut Ingólfsdóttir þýðandi og Sveinn Einarsson leikstjóri.
Stílæfingar á sunnudegi
Fjölmenni var í Þjóðminjasafninu í
gær þegar Lilja Alfreðsdóttir
menntamálaráðherra opnaði þar
Stofu, rými á 3. hæð safnhússins þar
sem börn, foreldrar og skólahópar
geta kynnt sér menningararfinn, á
sýningu sem er sérstaklega sniðin að
yngstu safngestunum.
Í ávarpi rómaði ráðherrann sýn-
inguna og sagði hana góða viðleitni
til þess að nálgast börnin og fræða
þau um sögu þjóðarinnar. Heimsókn
á söfn að vera sjálfsagður viðkomu-
staður barnafjölskyldna sem gjarnan
gera eitthvað skemmtilegt saman um
helgar.
Menntamálaráðherra opnaði Stofu í Þjóðminjasafninu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Stofa Lilja Alfreðsdóttir naut aðstoðar ungra gesta við opnun sýningarinnar.
Sjálfsagður viðkomustaður