Morgunblaðið - 18.06.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 18.06.2019, Síða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 2019 OFNÆMI Í NEFI? Cetirizin STADA filmhúðaðar töflur innihalda cetirizin tvíhýdróklóríð, 10 mg, og er lyfið notað til að draga úr einkennum í nefi og augum vegna árstíðabundins eða stöðugs ofnæmiskvefs og til að draga úr einkennum langvinns ofsakláða af óþekktum orsökum. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. OFNÆMI Í AUGUM? 18. júní 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 125.29 125.89 125.59 Sterlingspund 158.55 159.33 158.94 Kanadadalur 93.88 94.42 94.15 Dönsk króna 18.894 19.004 18.949 Norsk króna 14.419 14.503 14.461 Sænsk króna 13.253 13.331 13.292 Svissn. franki 125.83 126.53 126.18 Japanskt jen 1.1572 1.164 1.1606 SDR 173.28 174.32 173.8 Evra 141.11 141.89 141.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 171.8694 Hrávöruverð Gull 1352.45 ($/únsa) Ál 1755.5 ($/tonn) LME Hráolía 61.25 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Aðgerðir banda- rískra stjórnvalda gegn kínverska tæknirisanum hafa haft alvarlegri af- leiðingar en stjórn- endur fyrirtækisins reiknuðu með. Reuters hefur þetta eftir Ren Zhengfei, forsjóra Huawei, og upplýsti hann að tekjutap félagsins hafi numið um 30 milljörðum dala. Bæði lagði ríkisstjórn Trumps blátt bann við notkun samskiptabúnaðar Huawei, og eins hefur sala á snjall- símum fyrirtækisins minnkað um á bilinu 40-60%, samkvæmt heimildum Bloomberg. Hafði Huawei nýlega tekist að verða næststærsti farsímaframleið- andi heims, á eftir Samsung. Ren væntir þess að viðsnúningur verði hjá fyrirtækinu árið 2021. ai@mbl.is Tekjur dragast mikið saman hjá Huawei Ren Zhengfei STUTT þá sést hve umfang þeirra er risa- vaxið. „Opinberar tölur ná ekki vel yfir þessa tegund veiða og má áætla að samanlagður afli þessara allra- minnstu fleyja jafnist á við 20-30% af heildarafla allra annarra fiskiskipa í heiminum . Áhrifin eru því veruleg,“ útskýrir Wilen en áætlað er að um 12 milljónir manna stundi strandveiðar af þessu tagi, og um 30 milljónir til viðbótar hafi atvinnu af verkun, sölu og öðru því sem fylgir veiðunum. Víða má sjá þess merki að veið- arnar séu orðnar ósjálfbærar. Eftir því sem meira er gengið á fiskstofn- ana veiðist minna, svo sjómennirnir grípa til þess ráðs að nota net með minni möskva, og fanga þá um leið smæsta fiskinn áður en hann nær að vaxa og ala af sér ný afkvæmi. Segir Wilen áætlað að ef veiðunum væri stýrt betur gæti viðbótaraflinn sem með því fengist verið tugmilljarða dala virði á ári. „Og það væru pen- ingar sem myndu fara til fólks sem er í hópi fátækustu íbúa jarðar.“ Hvert þorp með sitt svæði Að koma veiðunum í betra horf er allt annað en auðvelt og bendir Wi- len á að í þeim löndum sem um ræðir séu stjórnvöld yfirleitt ekki þess megnug að koma skikk á málin of- anfrá s.s. með kvótakerfi og eftirliti að íslenskri fyrirmynd. Lausnin þurfi að koma neðanfrá, og þurfi að vera af öðrum toga en beitt hefur verið á Vesturlöndum. „Sú leið sem er vænlegust til ár- angurs er að innleiða svk. TURF- kerfi, (e. territorial use rights for fishing), þar sem tilteknum hópi, s.s. sjómönnum í hverju þorpi eða hér- aði, eru veitt yfirráð yfir tilteknu hafsvæði og fá að haga veiðunum þar eftir eigin höfði,“ segir Wilen. „Þetta er ekki ný lausn, og var t.d. sama leið farin í Japan fyrir nokkrum ár- hundruðum þar sem þorp með slak- ar hrísgrjónaekrur fengu sitt eigið svæði undan ströndum eyjunnar til að nýta og stjórna. Hefur þetta fyr- irkomulag reynst Japönunum vel og veiðisvæðin þeirra minna í dag helst á ræktarland sem hlúð hefur verið að af mikilli alúð.“ Björninn er ekki þar með unninn heldur verður væntanlega líka að leiðbeina hverju fiskveiðisamfélagi með framhaldið, og fá sérfræðinga til að fræða sjómennina. „Alþjóða- bankinn og fleiri stofnanir hafa beitt sér fyrir útbreiðslu þessarar tegund- ar fiskveiðistjórnunar, og hefur reynslan sýnt að til að vel takist til þarf oft öflugan leiðtoga eða hóp sjó- manna sem samfélagið lítur upp til, til að ákveða að taka næstu skref í rétta átt og hlífa auðlindinni svo hún gefi meira af sér síðar. Síðast en ekki síst þarf að fá hljómgrunn fyrir TURF-kerfinu í næstu byggð, og þeirri þarnæstu, og koll af kolli, og besta leiðin til að sannfæra fólk um ágæti þessarar lausnar að gera til- raun á einu svæði – og svo kross- leggja fingur og vona að tilraunin gefi góða raun.“ Og jafnvel þá er ekki hægt að reikna með að innleiðing TURF gangi alltaf áfallalaust fyrir sig. Nefnir Wilen sem dæmi að í Síle, þar sem þessi leið var farin, hafi óprúttn- ir aðilar orðið uppvísir að því að laumast inn á veiðisvæði annarra og árekstar orðið á milli sjómanna. „Stjórnvöld ráða tæpast við að vakta miðin og undir handhöfum veiðirétt- inda komið að verja sín svæði sjálfir. Láta þeir þá engin vettlingatök duga.“ Lausnin kemur neðanfrá Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Áskorun „Til að vel takist til þarf oft öflugan leiðtoga sem samfélagið lítur upp til, til að ákveða að taka næstu skref í rétta átt,“ segir Jim Wilen.  Með svokölluðu TURF-kerfi mætti vonandi ná betri stjórn hefðbundnum strandveiðum í þróunarlöndum  Hvert samfélag ræður yfir hluta af miðunum VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hægt væri að skapa gríðarleg verð- mæti ef strandveiðar í þróunarlönd- um væru stundaðar með skynsam- legri hætti. Gallinn er að veiðunum er lítið sem ekkert stýrt og gengið æ meira á auðlindir hafsins svo að bæði sjálfbærni veiðanna og lífsviðurværi fólks eru í hættu. Um þetta fjallaði Jim Wilen í er- indi sem hann flutti á ráðstefnu sem RNH og félagsvísindasvið HÍ héldu á föstudag til heiðurs Ragnari Árna- syni prófessor í fiskihagfræði. Wilen er prófessor við Kaliforn- íuháskóla í Davis og sérfræðingur á sviði náttúruauðlindahagfræði. Í er- indinu beindi hann sjónum sínum að strandveiðum á litlum bátum, líkt og stundaðar eru af íbúum strandhér- aða víða í Afríku og Asíu. „Um er að ræða veiðar sem fara yfirleitt fram innan við 6 km frá landi, á litlum og opnum bátum með á bilinu 1-5 manns í áhöfn. Spanna þessi fley allt frá eintrjánungum sem búið er að höggva út úr viðardrumbum, og sem þarf að róa með handafli eða eru búnir litlu segli, yfir í lítil skip með utanborðsmótor og einhvern veiði- búnað,“ útskýrir Wilen. Hvert og eitt fley kann að veiða sáralítið magn af fiski, og segir Wi- len ekki óalgengt að afrakstur tveggja manna eftir heilan dag á sjó sé lítið meira en hálf karfa af smá- fiski. „Þessi afli fer á markað þar sem fiskinum er staflað upp í litlar hrúgur og seldur heimamönnum en stærri fiskur er gjarnan keyptur af hótelum og veitingastöðum á svæð- inu eða jafnvel seldur úr landi.“ Hálf karfa af smáfiski er ekki mik- ið, en þegar haft er í huga að margar milljónir manna stunda svona veiðar, Framundan er mikil uppstokkun hjá Deutsche Bank, stærsta banka Þýskalands, og stendur m.a. til að setja á laggirnar svk. „slæman banka“ (e. bad bank) til að gleypa upp allt að 50 milljarða evra virði af verstu eignum bankans, og þá aðal- lega áhættusamar afleiður. FT greindi frá þessu á sunnudag. Ætlunin er jafnframt að draga töluvert úr verðbréfa- og skulda- bréfaviðskiptum bankans utan Evr- ópu og ýmist minnka eða leggja nið- ur starfsstöðvar þeim tengdar, þar með talið útibú bankans í Bandaríkj- unum. Í staðinn verður aukin áhersla lögð á almenna bankaþjónustu við einstaklinga og fyrirtæki, og eigna- stýringu fyrir einstaklinga. FT segir undirbúning vel á veg kominn þó að æðstu stjórnendur eigi enn eftir að veita nýju stefnunni end- anlega blessun sína. Er þess vænst að Christian Sewing, bankastjóri Deutsche, kynni breytingarnar með formlegum hætti þegar hálfs árs uppgjör bankans verður birt seint í júlí. Hlutabréfaverð Deutsche hækk- aði um 3% við tíðindin, en hafði áður lækkað svo mikið í mánuðinum að hlutabréf bankans höfðu aldrei verið ódýrari í 149 ára sögu hans. Að sögn Reuters vilja hvorki Sew- ing, né stjórnarformaðurinn Paul Achleitner, að Deutsche kveðji Bandaríkjamarkað með öllu, þrátt fyrir mikinn taprekstur. Er senni- legt að bankinn haldi því áfram úti lágmarksrekstri þar í landi til að þjónusta fyrirtæki og stofnanafjár- festa. ai@mbl.is AFP Grunnur Sewing vill ekki draga Deutsche með öllu út úr BNA. „Slæmur banki“ í bígerð hjá Deutsche  Hyggjast draga úr umsvifum sín- um utan Evrópu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.