Morgunblaðið - 18.06.2019, Síða 15

Morgunblaðið - 18.06.2019, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 2019 Tímaflakk Hin árlega Víkingahátíð víkingafélagsins Rimmugýgjar var haldið á Víðistaðatúni dagana 14.-17. júní. Þar mátti sjá sjá víkinga af öllum stærðum og gerðum, berjast og sýna listir sínar. Kristinn Magnússon Undanfarið hefur borið á núningi í við- skiptum á milli Kína og Bandaríkjanna, sem hefur vakið at- hygli umheimsins. Við- skiptasambandið milli þessara tveggja stærstu efnahagskerfa heimsins hefur ekki eingöngu áhrif á þessi tvö ríki, heldur einnig á efnahag um allan heim. Mig langar að benda á það í þessari grein hvernig þessi þróun hefur verið, útskýra nokkrar stað- reyndir og skýra út afstöðu Kína. Þessi viðskiptadeila milli Kína og Bandaríkjanna hófst eingöngu af völdum Bandaríkjanna. Síðan árið 2018 hafa Bandaríkin ítrekað hækkað refsitolla á kínverskar vörur sem fluttar eru til Banda- ríkjanna. Í von um að koma ein- hverjum böndum á þessa þróun hefur Kína tekið þátt í 11 samráðs- fundum milli ríkjanna af fullri ein- lægni, og hefur verið staðfast í að leysa ágreininginn með viðræðum með hagsmuni beggja ríkja í huga. Með sameiginlegu átaki hafa þess- ar viðræður skilað jákvæðum ár- angri á ýmsum sviðum. Þrátt fyrir að Kína hafi tekið þátt í viðræðun- um af fullum heilindum, hafa Bandaríkin lagt fram síauknar kröfur af sinni hálfu og komið fram með mjög ósanngjarnar kröfur á ýmsum svið- um. Þann 10. maí 2019 hækkuðu Bandaríkja- menn refsitolla á kín- verskar vörur, að and- virði 200 milljarða bandaríkjadala, úr 10% upp í 25%. Þessi aðgerð Bandaríkjanna gróf verulega undan þeim samningavið- ræðum sem höfðu ver- ið í gangi. Þessi yfirgangur skaðar ekki að- eins hagsmuni íbúa Kína og Bandaríkjanna, heldur skaðar einnig þróun alþjóðaviðskipta, og veldur auknum áhyggjum í al- þjóðasamfélaginu. Bandaríkin lögðu nýlega fram þau rök fyrir þessum aðgerðum að benda á að Bandaríkin hefðu tapað fé á viðskiptum við Kína, og héldu því einnig fram að Kínverjar stund- uðu hugverkaþjófnað. Þeir hafa einnig komið fram með þær ásak- anir að kínverskar tæknilausnir skapi hættu fyrir aðrar þjóðir. En hver er sannleikurinn í þessu máli ? Hinn mikli viðskiptahalli sem er á viðskiptum milli Kína og Banda- ríkjanna er óhjákvæmileg afleiðing innri uppbyggingar efnahags Bandaríkjanna og ákvarðast einnig af samanburðarhæfni milli land- anna tveggja og mismunandi dreif- ingu vinnuafls á heimsvísu. Aukin neysla, lítil áhersla á sparnað og mikill fjárlagahalli í Bandaríkj- unum eru helstu ástæður við- skiptahalla Bandaríkjanna við Kína. Á undanförnum 40 árum hafa við- skipti milli Kína og Bandaríkjanna aukist 230 falt. Árleg sala frá bandarískum fyrirtækjum í Kína náði 700 milljörðum bandaríkjadala og nam hagnaður þeirra meira en 50 milljörðum bandaríkjadala. Bandaríkin og bandarísk fyrirtæki hafa hagnast verulega á viðskiptum við Kína í gegnum tíðina. Kínverska ríkisstjórnin hefur lagt ríka áherslu á að vernda hug- verkarétt og hefur komið á fót skil- virku lagaumhverfi. Þessu lagaum- hverfi er fylgt fast eftir, og það er engin stefna af hálfu kínverskra yf- irvalda til að þvinga erlend fyrir- tæki til að láta af hendi tæknilausn- ir. Það er kínversk alþýða, sem hefur unnið sleitulaust af þekkingu og hugviti, sem stendur að baki hinni hröðu tækniþróun sem hefur átt sér stað í Kína. Bandaríkin mis- notuðu hugtakið þjóðaröryggi til að brjóta á kínverskum fyrirtækjum, og má nefna HUAWEI í því sam- bandi, í viðleitni sinni við að reyna að bregða fæti fyrir kínverska tækniframþróun. Þessi brot á grunngildum WTO hefur valdið út- breiddum vangaveltum og óánægju víða um heim. Hækkun verndartolla leysir eng- an vanda, og það að hefja við- skiptastríð skaðar ekki einungis þann sem hefur það stríð, heldur einnig alla aðra. Þær mótvæg- isaðgerðir sem Kína hefur gripið til eru eingöngu í sjálfsvörn vegna tollastríðs sem Bandaríkin hófu. Með þessum mótvægisaðgerðum erum við ekki eingöngu að verja okkar eigin lögvörðu hagsmuni, heldur eru þær einnig til varnar frjálsum viðskiptum og alþjóða- samvinnu. Kína hefur enga löngun í eitthvert viðskiptastríð, en Kína mun heldur ekki skorast undan því að verja hagsmuni sína. Kína hefur aldrei látið undan utanaðkomandi þrýstingi, og mun heldur ekki gera það í framtíðinni og drekka þann beiska kaleik sem grefur undan hagsmunum þess. Kína er ávallt reiðubúið í viðræður og stefna okk- ar hefur ekkert breyst varðandi það að takast á við ágreining með við- ræðum og ráðgjöf. Hins vegar gerir Kína þær kröfur að báðir aðilar sammælist um þá stefnu að virðing og jafnræði ríki á milli aðila, báð- um aðilum til hagsbóta. Vonast er til að Bandaríkin átti sig á því að ekki er hægt að sveigja til þær reglur sem gilda um fráls alþjóða- viðskipti. Samræður eru besta leið- in til að leysa alþjóðlegan ágrein- ing. Samvinna er eina rétta leiðin til að leysa „núning“ í viðskiptum. Kína vonast til að Bandaríkin muni vinna með Kína og leysa úr ágrein- ingnum, báðum aðilum til hags- bóta. Kína ber mikla virðingu fyrir af- stöðu Íslands til frjálsra alþjóða- viðskipta. Ísland var fyrsta landið í Evrópu til að undirrita fríversl- unarsamning við Kína. Síðan hann var undirritaður fyrir 6 árum, hefur fríverslunarsamkomulagið opnað fyrir ýmsa möguleika fyrir almenn- ing. Virði viðskipta á milli landanna náði því að fara yfir 700 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári. Kína virðir frjáls milliríkjaviðskipti og vinnur ötullega að því að opna fyrir viðskipti milli allra ríkja. Kína er reiðubúið til að vinna náið með Ís- landi, og öðrum ríkjum, til að opna fyrir aukna samvinnu, öllum aðilum til hagsbóta, og leggja þar með sitt af mörkum til þróunar alþjóðlegra viðskipta og efnahags. Eftir Jin Zhijian »Kína hefur enga löngun í eitthvert viðskiptastríð, en Kína mun heldur ekki skorast undan því að verja hags- muni sína. Jin Zhijian Höfundur er sendiherra Kína á Íslandi. Tollastríð er engin lausn – samvinna er eina leiðin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.