Morgunblaðið - 18.06.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.06.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 2019 Með aukinni mennt- un virðist spilling hafa farið vaxandi á okkar svo góða Íslandi. Hér virðist það krafa að unglingar fari beint í menntaskóla og síðan í háskóla. Háskólarnir úða út háskólamennt- uðu fólki, lögfræð- ingum í hópum, við- skiptafræðingum og ég veit ekki hvað. Ný- útskrifaðir viðskiptafræðingar þykj- ast kunna allt um leið og þeir út- skrifast og hinir útskrifuðu lögfræðingar vilja komast í einhver krassandi mál svo að þeir verði sem fyrst þekktir. Ekki ætla ég að dæma hvorki viðskiptafræðinga eða lögfræðinga eins, sem betur fer eru ekki allir eins, en þetta blessaða fólk heldur að það kunni allt bara af því að það er með háskóla- menntun. Frá mínum bæjardyrum séð er þeim bara vorkunn. Af hverju hefur spillingin aukist svo mikið hér á þessu landi? Í dag er ekkert sem heitir að vinna sig upp í starfi, að fólki sé treyst til að taka á sig ábyrgð, t.d. við rekstur fyrirtækja. Nei, ef þú hefur mennt- un, s.s. í viðskiptafræði eða lög- fræði og jafnvel dýralækningum, getur þú fengið starf. Ekki ætla ég sem eldri maður að velta mér svo sem mikið upp úr þessum málum, en mér finnst það umhugsunarefni að svo virðist sem spilling hafi auk- ist með aukinni menntun. Hinn 29. apríl þurfti ég að skeppa heim til Vestmannaeyja. Ekki var siglt frá Landeyjahöfn svo ég pantaði mér far með flugi. Ég var mættur á flugvöllinn kl. 6.30 og bókaði mig inn. Klukkan 8.30 var tilkynnt að það væri svo misvinda í Eyjum að ekki væri hægt að fljúga, það ætti að athuga klukkan 9. Klukkan 9 var okkur tilkynnt að það ætti að reyna kl. 10.30, og aftur mætti fólkið klukkan 10.30. Klukk- an 12 var tilkynnt að það ætti að sameina flugið sem hefði átt að vera um morguninn við seinna flug, eða kl. 15.45, sem og var gert. Ég hringdi í flugturninn í Vest- mannaeyjum klukkan 12 og mér var tjáð að það væri bara ágætis flugveður. Ástæðan sem ég held að hafi ver- ið fyrir því að ekki var flogið að sú flugfélagið hafði ekki flugvél á lausu. Ég hringdi í Herjólf og var tjáð að ég væri á biðlista með bílinn og væri númer 19 frá Þorlákshöfn. Númer fimm 30. apríl og gæti hugsanlega komist með bílinn heim með kvöldferðinni 30. apríl frá Þor- lákshöfn. Ég varð hreinlega brjálaður, það var búið að eyðileggja heilan vinnu- dag fyrir mér, ekki nóg með það að ég væri reiður yfir þessu heldur helltist yfir mig reiði yfir því hvern- ig heilbrigðis-, samgöngu- og dóms- málaráðuneyti og Vegagerðin geta hagað sér gagnvart okkur Eyja- mönnum. Enginn sýslumaður. Við getum bara sótt okkar þjónustu hjá sýslumanninum á Selfossi. Sjúkra- húsið svo til lamað, enginn svæfing- arlæknir né skurðlæknir. Þú getur bara farið til Reykjavíkur og fætt þitt barn þar og eytt morð fjár í þann kostnað. Dýralæknirinn hjá Vegagerðinni vísar á sína starfs- menn og virðist ekki þurfta að bera neina ábyrgð frekar en ráðherrarnir. Það er engum treystandi og ég er hræddur um að ef Eyjamenn hættu að selja afurðir sínar þá kæmi það við þá í 101, eða þetta lið í Reykja- víkinni. Við Eyjamenn greiðum okkar fram- lag í ríkiskassann eins og aðrir og þurfum að greiða fyrir það að geta notað þjóðvegi landsins. Við greiðum fargjald til að komast upp á land og þungaskatt af okkar bílum og höfum aldrei kvartað. Hvernig væri að dóms- málaráðherra, samgönguráðherra og heilbrigðisráðherra færu nú að vakna til lífsins og gera eitthvað í málunum. Við greiðum milljarða í ríkiskassann og margar Land- eyjahafnir á hverju ári. Maður fær það stundum á tilfinninguna að við Eyjamenn séum annars flokks fólk. Páll Magnússon þingmaður hefur talað um það að mokað væri upp úr Landeyjahöfn með teskeið og það er satt. Það er bara staðreynd að það eru of margar stofnanir í þessu litla landi og of margir fræðingar sem halda að þeir kunni allt, en kunna svo ekki neitt. Ef litið er á Samgöngustofu skilst mér að þar séu eintómir lögfræðingar. Ætla þessir lögfræðingar að meta það hvort skip sé haffært? Sigurður Ás hefur ekkert hlustað á reynda sjó- menn um að til þess að Landeyj- arhöfn verði í lagi þá þurfi að lengja báða garðana, bæði aust- urgarðinn og vesturgarðinn. Nei, hann er alltaf að reikna á skrifstof- unni sinni og fær alltaf það sama að 2+2 eru 4. Hvar er nú VG heilbrigð- isráðherrann? Fyrir mörgum árum lenti maður með höndina í spili á fiskibát við Vestmannaeyjar. Einar Guttormsson, sjúkrahúslæknir í Vestmannaeyjum, tók höndina af manninum á sjúkrahúsinu í Eyjum og tókst það vel. Einn góður vinur minn missti framan af putta í vinnuslysi hér. Hann var sendur til Reykjavíkur og þurfti svo að bíða og bíða á bráðamóttökunni í Foss- vogi til að fá gert að sárum sínum. Í dag 2019 geta konur ekki fætt börnin sín í Eyjum, ef eitthvert stórslys verður þá er bara að senda þann slasaða til Reykjavíkur eða hann getur bara dáið. Ætlar heil- brigðisráðherra, sem alltaf hefur haft munninn opinn frá því að hún komst á þing, að láta þetta við- gangast? Er einhver sparnaður í því að hafa ekki sýslumann í Vest- mannaeyjum. Nei þetta er hneyksli. Dómsmálaráðherra, gerðu nú eitt- hvað í málinu. Sigurðir Ingi, ætlar þú virkilega að láta Vegagerðina haga sér svona gagnvart okkur Eyjamönnum? Það er komið nóg. Aukin menntun – aukin spilling Eftir Friðrik I. Óskarsson Friðrik I. Óskarsson Höfundur er eldri borgari og fv. framkvæmdastjóri. fio@fio.is »Hvernig væri að dómsmálaráðherra, samgönguráðherra og heilbrigðisráðherra færu nú að vakna til lífs- ins og gera eitthvað í málunum. Efnahagshrunið sem skók Ísland haustið 2008 er einsdæmi í ís- lenskri réttarsögu. Af hruninu hef- ur sprottið mikill fjöldi dómsmála, þar sem reynt hefur á flókin laga- leg álitaefni sem mörg hver hafa verið án fordæma. Þar á meðal hafa dómsmál tengd stóru við- skiptabönkunum þremur sem féllu í október 2008 verið sérstaklega fyrirferðarmikil, bæði einka- og sakamál. Ein og sér hlaupa saka- málin á tugum og hafa þau snúist um margvísleg fjármuna- og efna- hagsbrot, svo sem innherjasvik, markaðsmisnotkun, fjárdrátt, um- boðssvik og peningaþvætti. Í þess- um sakamálum hefur einnig reynt á hvort ýmis grundvallarréttindi sakborninga hafi verið virt við meðferð málanna. Nú þegar meira en tíu ár eru liðin frá hruninu eru fáein sakamál sem tengjast því enn til meðferðar fyrir íslenskum dóm- stólum, auk stöku kærumála fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu sem dómfelldir einstaklingar í saka- málum hafa skotið þangað eins og fjallað hefur verið um að und- anförnu. Rit um hrunrétt Á undanförnum árum hafa fræðimenn við Lagadeild Háskóla Íslands stundað rannsóknir á lög- gjöf og réttarframkvæmd sem efnahagshrunið 2008 hefur leitt af sér. Á næstunni verður gefið út heildstætt rit um það efni eftir Ásu Ólafsdóttur, varaforseta Lagadeild- ar, Eyvind G. Gunnarsson og Stef- án Má Stefánsson prófessora. Ritið nefnist Hrunréttur og er þar að finna lögfræðilega úttekt á þeim álitamálum sem sköpuðust í kjölfar þess einstaka atburðar í sögu þjóð- arinnar sem varð við efnahags- hrunið á haustmánuðum 2008. Þar er lýst ýmsum almennum atriðum sem varða hrunið, einkum laga- setningu sem var gripið til. Auk þess er vikið að sérstökum álitaefn- um, ekki síst réttarframkvæmd eft- ir hrunið. Rit um dómaframkvæmd varðandi umboðssvik Þá verður á næstunni gefið út nýtt rit í ritröð Lagastofnunar Há- skóla Íslands eftir Eirík Tómasson, fyrrverandi prófessor og hæstarétt- ardómara, sem nefnist Dómar um umboðssvik í kjölfar bankahrunsins. Í ritinu er gerð grein fyrir hæstaréttardómum tengdum efna- hagshruninu þar sem einstaklingar voru ákærðir fyrir umboðssvik sam- kvæmt 249. gr. almennra hegning- arlaga. Ritið hefur að geyma ít- arlega fræðilega umfjöllun um dómana sem ekki hefur áður verið ráðist í. Er þar m.a. leitast við að svara þeirri spurningu hvort niður- stöður í umræddum dómsmálum séu í samræmi við viðtekna skýr- ingu á þessum refsiákvæðum, en í því efni er einkum stuðst við fræði- skrif Jónatans Þórmundssonar, fyrrverandi prófessors í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands. Rit þetta er hið nítjánda í ritröð Laga- stofnunar en fyrsta framlagið í rit- röðinni kom út árið 2005. Tilgangur ritraðar Lagastofnunar er að vera vettvangur fyrir framúrskarandi rannsóknir í lögfræði sem hafa fræðilegt og hagnýtt gildi fyrir lög- fræðinga og samfélagið í heild sinni. Mikilvægi rannsókna á hruninu til framtíðar litið Auk þeirrar fræðilegu útgáfu sem áður getur munu Lagadeild og Lagastofnun Háskóla Íslands halda áfram að standa fyrir lögfræðileg- um rannsóknum á efnahagshruninu 2008. Þótt rannsóknir á efnahags- hruninu lúti að liðnum atburðum hafa þær engu að síður mikið gildi til framtíðar litið, m.a. fyrir íslenskt viðskiptalíf. Á það ekki síst við um rannsóknir á dómaframkvæmd sem lýtur að fjármuna- og efnahags- brotum í starfsemi hinna föllnu við- skiptabanka. Auk rannsókna á hrunsmálunum eru á vettvangi Lagadeildar og Lagastofnunar stundaðar rannsóknir á fjármuna- og efnahagsbrotum á breiðari grundvelli. Má þar nefna reglur um peningaþvætti, sem hafa verið í brennidepli upp á síðkastið, m.a. í samhengi við skipulagða brota- starfsemi, svo og reglur um at- vinnurekstrarbann, en frumvarp um það efni liggur nú fyrir Alþingi. Lagalegar rannsóknir á efna- hagshruninu og tengdum sviðum Eftir Ásu Ólafsdóttur, Eyvind G. Gunnarsson og Friðrik Árna Friðriksson Hirst » Þótt rannsóknir á efnahagshruninu lúti að liðnum atburðum hafa þær engu að síður mikið gildi til framtíðar litið, m.a. fyrir íslenskt viðskiptalíf. Ása Ólafsdóttir Ása er prófessor við Lagadeild Há- skóla Íslands og formaður stjórnar Lagastofnunar HÍ. Eyvindur G. Gunnarsson er prófessor við Laga- deild HÍ og varaformaður stjórnar Lagastofnunar. Friðrik Árni Frið- riksson Hirst er framkvæmdastjóri Lagastofnunar og doktorsnemi við Lagadeild HÍ. asaolafs@hi.is, egg@hi.is, faf@hi.is Friðrik Árni Friðriksson Hirst Eyvindur G. Gunnarsson Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.