Morgunblaðið - 18.06.2019, Side 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 2019
Eldri borgarar verð-
skulda betri lífsgæði en
þeir njóta nú og meiri
virðingu á ýmsum vett-
vangi. Þau hafa mis-
munandi heilsu, færni
og þjónustuþarfir.
Einnig ólík tengslanet,
áhugasvið og búsetu.
Mörg búa á hjúkr-
unarheimilum en lang-
ur biðlisti er eftir slíkri
búsetu.Fyrr á þessu ári
fréttist það að fullbúið hjúkr-
unarheimili á Seltjarnarnesi væri að-
eins hægt að starfrækja að hluta,
vegna skorts á fagfólki. Nú er búið að
leysa þennan vanda,eins og yfirleitt
þar á bæ. En gæti þetta verið tím-
anna tákn sem gefur til kynna hvað
er framundan?
Fjölgun eldri borgara
Öldruðum Íslendingum fjölgar nú
hlutfallslega. Það mun halda áfram,
þar til ýmsir árgangar þeirra verða
með þeim fjölmennustu hérlendis
(skv. Hagstofugögnum). Jafnframt
fækkar fólki á vinnualdri og erfitt
gæti þá verið að finna starfsfólk í sér-
hæfða öldrunarþjónustu. Því jafn-
framt þarf að sinna annarri atvinnu í
landinu. Þetta er mikil áskorun sem
hægt er að mæta á ýmsan hátt. Ein-
ungis verða kynntir hér tveir kostir
til úrbóta.
Hafin er undirbúningsvinna á veg-
um stjórnvalda við nýtt og stórt hús
fyrir dag- og göngudeild, til að mæta
þessu breytta aldursmynstri. Verður
það á Landspítalalóð, nálægt öðrum
nýjum húsum, og ætlunin er að virkja
eitthvað af starfsfólki þar, til að sinna
þessari nýju deild. Þarna er í vinnslu
lausn við miklum vanda, en eftir
standa þó búsetumálin. Fleiri sér-
hæfð úrræði eru nauðsynlegt fyrir
suma, en aðrir gætu jafnvel nýtt sér
eftirfarandi:
Að aldrað fólk fái í auknum mæli
viðeigandi stuðning við heimabúsetu.
Sjálfsbjargargetu sumra (sem ennþá
vinna) mætti styrkja með hærra frí-
tekjumarki og lægri sköttum. Ef
þessi lausn virkar vel væri við hæfi að
hvetja yngra fólk til að
auka hæfni sína í dag-
legu lífi með heilsurækt,
fyrir framtíðina. Holl
næring og fl. hefur líka
ákvæð áhrif, en er ekki á
dagskrá hér.
Langar ferðir á fót-
um, fák eða hjóli
Á breytingatimum
getur verið gott að fjalla
aðeins um fortíð og
íhuga stöðuna þá. Á full-
veldisafmælinu í fyrra
var þjóðlíf fyrir öld skoð-
að og metið. Lífið þá var fábrotnara en
einfaldara, tæknifátækara en þó um-
hverfisvænna. Elsta starfandi heimili
fyrir aldraða, Grund, var stofnað 1922.
Nú verða hér kynntar langferðir fjög-
urra manneskja fyrir öld eða seinna á
20.öld.
1. Benedikt Benjamínsson (1893-
1974). Hann ferðaðist reglulega um
sem póstur í allra Strandasýslu í 25
ár. Sýslan var þá fjölmenn og stór og
hann gekk á veturna en var á hestum
á sumrin. Ferðafélagar voru margir,
stundum nýir læknar og prestar en
einn tíðan ferðafélaga lofar hann sér-
staklega í bókinni Benedikt Stranda-
póstur (1971). Það er Hermann Jón-
asson þingmaður og samflokksmaður.
Eftir þessar ferðir vann hann á
Ströndum og í Reykjavík. Hann bjó
alla tíð á eigin heimili.
2. Sigurgeir Sigurðsson (1890-
1953). Fyrir öld var hann prestur á
fjölmennum stað, Ísafirði. Þá fæddist
þar sonur hans Pétur sem fjallaði um
ferðir föður síns í bókinni Lif og Trú
(1997). Þeir feðgar urðu báðir bisk-
upar. Sá eldri sá um guðsþjónustur í
Bolungarvík í 7 ár, til 1925. Þá var
ráðinn prestur þar. Hann fór þá reglu-
lega gangandi um Óshlíðina með
fylgdarmanni. Oft voru ferðirnar erf-
iðar. Í skjóli og skugga vestfirskra
fjalla er eftirfarandi ritningarstaður
styrkjandi: „Ég hef augu mín til
fjallanna. Hvaðan kemur mér hjálp?
Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara
himins og jarðar“(Sálm 121:1-2). Seint
á síðustu öld fór greinarhöfundur oft
þessa leið, með fl. Ísfirðingum, til að
synda og spila badminton á Bolung-
arvík. Holl heilsurækt, en stundum
var erfitt að aka Óshlíðina.
Prestfjölskyldan bjó þá m.a. í svo-
kölluðu Grímshúsi, eða Túngötu 3.
Þar fæddist Ólafur Ragnar forseti og
hafði búsetu á Ísafirði. (Gott fannst
mér að búa þar 1985.) Sigurgeir varð
síðar athafnasamur biskup í 15 ár.
3. Sesselía Helgadóttir (Setta í
Skógum (1875-1976).
Hún var bóndi og bjó lengi við
Þorskafjörð og fræðast má um hana í
bókinni Vestfirskar konur í blíðu og
stríðu (2. bók 2011). Reyndar var hún
ömmusystir mín. Um miðja 20. öld
heimsótti hún Maríu systur sína í
Súðavík við Álftafjörð.Þá gekk hún
yfir Þorskafjarðarheiði, sem aðeins
er fær göngugörpum.Við Ísafjarð-
ardjúp fékk hún far áfram með bátn-
um Fagranesinu. Hún var þá orðin
fullorðin, en fór seinna í bílum á höf-
uðborgarsvæðið .Hún var fyrir úti-
vist.
4. Oddný Guðmundsdóttir (1908-
1985) (Mbl. 8/6 ’19 og fl.). Hún var há-
menntuð farandverkakona og var far-
kennari í um 30 ár. Í 13 ár á Strönd-
um og víðar á Vestfjörðum, þar sem
hún gekk mikið. Í öðrum landshlutum
notaði hún hjólið Skjónu. Oddný
skrifaði mikið og þótti fær í íslensku.
Mörg sumur var hún kaupakona í
heyskap og fór víða á hjólinu. Í viðtali
sagði hún: „Svona ferðalög eru besta
ráðið til að kynnast landinu og þjóð-
inni. Ég á margar og ógleymanlegar
minningar um gestrisið og skemmti-
legt fólk.“ (Melkorka 1955).
Vonandi hefðu hinar hversdags-
hetjurnar getað tekið undir þessi orð.
Þau ferðuðust flest til að starfa og
fengu þannig líkamsrækt. Líklega
flest frísk á efri árum. Þau er öll verð-
ug þess að læra af þeim. Kannski eitt-
hvað hagnýtt.
Öldrunarmas og langar
en gamlar vinnuferðir
Eftir Ævar Halldór
Kolbeinsson » Árangursrík íslensk
íþróttaiðkun hefur
aukist talsvert sl. öld.
Áður fyrr stundaði fólk
meiri líkamrækt í störf-
um, oft gangandi.
Ævar Halldór
Kolbeinsson
Höfundur er (h)eldri öryrki og
áhugasamur um íslenska velferð.
Í Kommúnistaá-
varpinu stendur þessi
klausa á einum stað:
„Hin hefðbundna
þekking er ekkert
annað en fals og lygi,
sem kóngar og klerkar
hafa talið fólkinu trú
um ...
Því þarf að skapa
nýjan þekking-
argrundvöll sem sé
manninum hag-
stæður“. Er þá bara hægt að semja
þekkinguna eftir hentugleikum eins
og skáldsögu!?
Kenningin um loftslagsbreytingar
af mannavöldum er líklega tilraun
„vísindamanna“ til að skapa nýjan
þekkingargrundvöll!
Fyrir allmörgum árum barst til
landsins klausa sem er áreiðanlega
ættuð frá Loftslagsnefnd SÞ: „ Talið
er að snefilefni í andrúmsloftinu geti
hugsanlega hindrað hitaútgeislun
jarðirnar, sem hefði þær afleiðingar
að jörðin losnaði ekki við hita, hitinn
mundi safnast upp – veðurfar
hlýna.“
Eins og allir heilvita menn sjá þá
er þetta algjör fjarstæða, hvert ein-
asta orð, (enda þýðir ekki að byggja
á hinu hefðbundna, sem er tóm lygi).
En það vekur athygli að þarna er
ekki fullyrt neitt aðeins „talið hugs-
anlegt“. Það sýnir glögglega að
menn – vísindamenn sem aðrir – vita
ekkert um málið. Og gera því ekki
annað en setja fram ágiskanir og
getgátur og fela sig svo á bak við al-
menning (talið er, hver telur) og
forðast þannig að bera ábyrgð á
neinu, sem vonlegt er raunar því
þeir vita mætavel að þetta er tómur
tilbúningur.
Til dæmis að hiti geti safnast upp
utanhúss þar sem allt er galopið upp
í ískaldan himingeiminn og hitinn
stígur alltaf upp, kallað uppstreymi,
hlýja loftið stígur upp með snef-
ilefnum og vatnsgufu og öllu tilheyr-
andi, vatnsgufan þéttist þegar hún
kólnar og myndar ský og síðan úr-
komu. Kalda loftið kemur niður aft-
ur og hlýnar af snertingu sinni við
fast efni og fljótandi og stígur þá
upp aftur sömu leið. Þetta er hin ei-
lífa hringrás lofts og vatns. Því meiri
hiti, því örara uppstreymi og því
meiri uppgufun, sem svo orsakar
meiri úrkomu. Það er eingin hætta á
að jörðin skrælni!
Hitaútgeislun jarðarinnar hefur
ekkert að segja í þessu sambandi,
því geislar hafa ekki áhrif á loft.
Ljósgeislar t.d. hafa engin áhrif á
loftið, m.a.s. geislar sem myndast
við kjarnaklofning hafa ekki áhrif á
loftið. Hefur nokkur heyrt að loft
verði geislavirkt. Sólargeislarnir
hita ekki loftið sjálft, þá væri gufu-
hvolfið heitt en ekki ískalt eins og
það er. Þá væri sennilega geimurinn
sjálfur heitur því það eru óteljandi
sólir á sveimi í geimnum, sem senda
frá sér hitageisla í allar áttir eins og
okkar sól.
Umræðan um þessi efni hefur
verið líkari trúboði en vísindum.
Ekki reynt að sanna neitt heldur
reynt að fá fólk til að trúa dellunni.
Þó er það eðli vísinda að sanna,
sanna hvað er rétt og
hvað er þá fordómar,
misskilningur eða upp-
spuni vísindastarfsemi
leitar þeirrar þekk-
ingar, sem þarf til þess
að geta sannað.
Það er glæpur gegn
mannkyninu þegar vís-
indamenn telja sak-
lausu fólki trú um fals-
vísindi! Þrátt fyrir að
flestir leiðandi stjórn-
málamenn heimsins láti
draga sig á asnaeyr-
unum heimshornanna á milli til að
gera samninga um hluti sem enginn
ræður neinu um eru þeir samningar
gerðir á fölskum forsendum og því
gildislausir. Sama gildir um lög sem
sett eru á slíkum forsendum, þau
eru fölsk lög. Vilji menn setja lög á
vísindalegum forsendum þá er
fyrsta skilyrðið að þær forsendur
séu rækilega sannaðar. Hafa verður
í huga að hér er um raunvísindi að
ræða, en ekki heimspeki né persónu-
legar skoðanir. Raunvísindi krefjast
sannana. Vísindi verða að vera óvil-
höll. Það er ekkert að marka rann-
sóknir, þar sem leitast er við að
skjóta stoðum undir einhverja fyr-
irfram ákveðna niðurstöðu.
Í upphafi þessa greinarkorns var
vitnað í Kommúnistaávarpið af því
að kommúnistar hafa forystu í að
boða þessa „trú“. Þeir stjórna hinum
lúmska, sálfræðilega áróðri, sem
rekinn er til fá fólk til að trúa (svona
hliðstætt við kónga og klerka fyrri
tíma). En það er sama hvernig þeir
afneita hinni „hefðbundnu þekk-
ingu“. Náttúrulögmálin breytast
ekki, eðlislögmálin eru alltaf eins,
þeir geta ekki skapað heiminn uppá
nýtt. En þeir hafa skapað ógn til að
hræða fólk til hlýðni. Sem dugði þó
ekki, þar sem hún var reynd. Að
koma á ógnarstjórn er liður í und-
irbúningi undir heimsbyltinguna.
Kommúnistar virðast ráða öllu í
Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóð-
anna. Hvað um aðrar nefndir? Flest-
ar samþykktir Allsherjarþingsins
eru byggðar á heimspeki sósíalista.
Evrópusambandið er sama eðli.
Færir valdið frá heimamönnum til
fjarlægra staða, þar sem embætt-
ismenn sitja í makindum og gefa or-
drur (eins og Bör Börson forðum).
Það er þegar farið að glitta í afleið-
ingar glóbalismans. Milljónir manna
sitja um landamæri Bandaríkjanna
og Mexíkó og troða sér bráðlega yfir
þau á flótta undan hinu sósíalíska
hungri í Afríku og Suður-Ameríku
og víðar. En það verður skamm-
góður vermir þeir verða fljótir að
éta upp það sem til er, og hvað svo?
Þá dugar engin ógnarstjórn !
Eina raunverulega ógnin er ein-
faldlega marxisminn sjálfur. Þar
sem hatrið býr.
Ógn og ismi
Eftir Pétur
Guðvarðsson
Pétur
Guðvarðsson
» Þegar vísindamenn
telja fólki trú um
falsvísindi er það glæp-
ur gegn mannkyninu.
Höfundur er rökhyggjumaður
og fv. bóndi.
faxatrod@simnet.is
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is