Morgunblaðið - 18.06.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 2019
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin handavinnustofa kl. 9-12.
Opið hús t.d. spil kl. 13-15. Bridge kl. 12.30. Bónusbíllinn, fer frá
Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinnuhópur kl. 12-15.30. Opið fyrir
innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala
kl. 14:45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535-2700.
Boðinn Þriðjudagur: Bridge og Kanasta kl. 13.00.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8.50. Salatbar kl. 11.30-12.15. Hádegismatur kl. 11.30.
Bridge kl. 13-15. Enska kl. 13-15. Gáfumannakaffi kl. 14.30.
Garðabæ Vatnsleikfimi. Sjál kl. 08.00 og 13.00. Gönguhópur fer frá
Jónshúsi kl. 10.00. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45.
Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 13.00 Handavinna, kl. 13.30 Alkort.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl
liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og
hádegismatur kl. 11.30. Bridge í handavinnustofu kl. 13, gönguferð
um hverfið með Önnu kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í Sundlaug Seltjarnarness kl. 7.10,
Spjaldtölvunámskeið kl. 10, Kaffispjall í króknum kl. 10:30, pútt á
golfvellinum kl. 13.30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á
könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er
frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn
kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu
frá kl. 14.30 – 15.00. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bókhald
NP Þjónusta
Annast liðveislu við
bókhaldslausnir o.fl.
Hafið samband í síma
831-8682.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
✝ Heimir BjörnIngimarsson,
fæddist á Bíldudal
19. janúar 1937.
Hann lést 7. júní
2019 í sumarbústað
sínum.
Foreldrar Ingi-
mar Jóhannes Sig-
urður Júlíusson, f.
12. desember 1911,
d. 12. júlí 1987, og
Ósk Laufey Hall-
grímsdóttir, f. 31. október
1910, d. 28. desember 1988
Systkini: Hlynur Jóhannes
Ingimarsson, f. 5. apríl 1935, d.
18. mars 2016, Grétar Ingi-
marsson, f. 5. ágúst 1942, d. 12.
júlí 1990. Jón Gunnar Ingimars-
Dröfn og Guðgeir Ingi. Sigþór
Heimisson, f. 6. ágúst 1960,
maki Hildur Óladóttir, börn
Sigþórs Atli, Olga og Einar.
Lára Ósk Heimisdóttir, f. 22.
febrúar 1963, maki Björn Krist-
inn Björnsson, börn þeirra
Heimir, Björk og Laufey. Haf-
þór Ingi Heimisson, f. 4. mars
1966, maki Jenný Valdimars-
dóttir, börn þeirra Össur og
María.
Heimir og Rósa áttu sjö
barnabarnabörn, Sigríði Karen,
Guðgeir Rúnar, Fenri Inga,
Stefníu, Iðunni Birnu, Atla
Hrafn og Atla.
Heimir og Rósa bjuggu
lengst af á Akureyri eða í 43
ár. Heimirvar menntaður húsa-
smiður. Hann starfaði sem
framkvæmdastjóri og til 12 ára
var hann bæjarfulltrúi fyrir Al-
þýðubandalagið á Akureyri.
Útför hans fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag, 18. júní
2019, klukkan 13.30.
son, f. 12. janúar
1946, Ísleifur Ingi-
marsson, f. 5. apríl
1949, Hallveig
Guðbjört Ingimars-
dóttir, f. 30. júní
1950, Óttarr Ingi-
marsson, 4. októ-
ber 1951.
Eiginkona Heim-
is til 61 árs var
Stefanía Rósa Sig-
urjónsdóttir, f. 28.
janúar 1940, d. 15. febrúar
2019.
Börn þeirra Guðgeir Hallur
Heimisson, f. 26. september
1956, d. 1. júní 2014, maki Sig-
ríður Benjamínsdóttir, barn
hans Þröstur og þeirra Rósa
Það verður ekki sagt að vind-
arnir hafi blásið með þeim sem
stóðu að stofnun húsnæðissam-
vinnufélaga hér á landi undir lok
síðustu aldar. Árum saman var
barist fyrir löggjöf um þetta hús-
næðisform og þær voru margar
ferðirnar í Alþingishúsið.
Að lokum tókst þó að tryggja
þessum húsnæðiskosti tilveru-
rétt í húsnæðiskerfinu. Einn af
þeim sem stóðu vaktina var
Heimir Ingimarsson. Eitt af
fyrstu húsnæðissamvinnufélög-
unum sem stofnuð voru undir
merkjum Búseta var félagið á
Akureyri. Þar gerðist Heimir
fljótlega forystumaður. Hann tók
líka sæti í stjórn Búseta lands-
sambands og jafnan kallaður rit-
arinn. Áður en fundi lauk var
Heimir oftast búinn að klára
fundargerðina og þar þurfti ekki
að hnika til staf. Svo var Heimir
listaskrifari.
Það munaði svo sannarlega um
félaga Heimi á þessum árum og
það kom sér vel, reynsla hans í
sveitarstjórnarmálum og þjóð-
málum. Svo var Heimir svo
skemmtilegur að fundir og ferða-
lög lyftust á hærra plan.
Heimir stýrði skrifstofu Bú-
seta á Akureyri í fjölda ára og
hann kom einnig við sögu Hús-
næðissamvinnufélagsins Bú-
manna á fyrstu árum félagsins á
Akureyri.
Heimir var félagsmálamaður í
bestu merkingu þess orðs og
hjartað sló með þeim sem áttu
undir högg að sækja í þjóðfélag-
inu. Að eiga slíkan mann að sam-
starfsmanni og vini var mikið
gæfuspor.
Innilegar samúðarkveðjur til
allra aðstandenda.
Reynir Ingibjartsson.
Heimir Björn
Ingimarsson
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÍÐUR KARLSDÓTTIR,
Rúrí,
Mosabarði 8, Hafnarfirði,
lést sunnudaginn 9. júní.
Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn
19. júní klukkan 13.
Árni Rosenkjær
Karl Rosenkjær Selma Guðnadóttir
Guðrún Hildur Rosenkjær Ásmundur Kristjánsson
Ágústa Ýr Rosenkjær Jóhann Viðarsson
Guðný Birna Rosenkjær Sigurjón Einarsson
ömmubörn og langömmubörn
✝ Grímur Mar-inó Stein-
dórsson fæddist í
Vestmannaeyjum
25. maí 1933 og
ólst þar upp til
sex ára aldurs.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð 5. júní
2019.
Grímur fór í
Laugarvatnsskól-
ann 14 ára. Hann var í síma-
vinnu á sumrin og skóla á
vetrum. Hann sótti líka nám í
Myndlista- og handíðaskól-
anum. Grímur var lærður járn-
smiður og vann sem slíkur um
árabil. Hann lagði stund á mál-
aralist og höggmyndagerð.
Listaverk Gríms Marinós eru
víða um land, meðal annars
Súlurnar á Hörgaeyrargarði í
Eyjum, skútan við höfnina í
Stykkishólmi, Beðið í von á
Hellissandi, Vor við Fjöl-
brautaskólann á Húsavík og
Friður, verðlaunaverkið um
fund þeirra Gorbatsjov og
Reagan í Reykjavík. Þá var
verk hans Landpóstar vígt
með athöfn við Staðarskála í
togafundinum sem haldinn
var í Reykjavík eins og áður
segir.
Grímur var í hópi þekkt-
ustu manna á sínu sviði. Hann
hélt fjölda sýninga, bæði einn
og með öðrum. Einkasýningar
m.a. í Stöðlakoti, í Vest-
mannaeyjum, Lions-heimilinu
Kópavogi, Safnahúsi Borgar-
fjarðar, áhaldahúsi Kópavogs,
Listasafni Kópavogs, Perl-
unni, Bókasafni Kópavogs,
Hafnarborg, menningar- og
listastofnun Hafnarfjarðar,
safnaðarheimilinu Borgum,
FÍM-salnum auk fjölda sam-
sýninga, m.a. í Alþjóðlegri
bóka- og listamessu, Sviss,
Kongens Have, Skulpturbi-
ennalen, Kaupmannahöfn, Ny-
borg í Danmörku, Kjarvals-
stöðum, Gallerí Langbrók.
Verk hans eru í opinberri
eigu víða um land. Hann
myndskreytti einnig bækur.
Grímur Marinó var kvæntur
Rósu Jónsdóttur, f. 13. októ-
ber 1942, d. 9. nóvember
2015. Börn hans eru Gríma
Sóley, f. 9. júní 1974, og Jón
Þór, f. 10. janúar 1965, d. 23.
september 2018. Maður Grímu
er Viðar Guðmundsson, f. 9.
mars 1973 og eiga þau Stein-
rós Birtu Kolbeins og Kormák
Mána Kolbeins.
Útför Gríms Marinós fór
fram frá Kópavogskirkju 12.
júní 2019.
Hrútafirði að við-
stöddu fjölmenni. Í
Kópavogi er eitt
fegursta úti-
listaverk bæjarins
eftir Grím en það
er Freyjublómið
við Boðaþing.
Grímur Marinó
hefur hlotið marg-
ar viðurkenningar
fyrir listaverk sín,
m.a. hlaut hann
fyrstu verðlaun í samkeppni
vegna leiðtogafundar Gorbat-
sjov og Reagan í Höfða árið
1986. Grímur bjó í Kópavogi
um áratugaskeið, var útnefnd-
ur bæjarlistamaður Kópavogs.
Grímur sótti sjóinn frá unga
aldri. Hann átti og gerði út
trillur og átti kvóta.
Grímur Marinó Steindórsson
tók tvisvar þátt í lista-
samkeppni og hefur jafnoft
fengið viðurkenningu fyrir
verk sín. Hann fékk önnur
verðlaun í samkeppni Listahá-
tíðar um merki hátíðarinnar
1988 og sama ár fékk hann
fyrstu verðlaun í samkeppni
ferðamálanefndar Reykjavíkur
um minjagrip í tilefni af leið-
Kæri Grímur.
Þegar við Jón Þór byrjuðum
saman haustið 2011 og fórum
að búa leið ekki á löngu áður en
þú fórst að droppa við til að vita
hvernig við hefðum það. Ekki
var þó um að ræða að setjast
niður, mesta lagi að þiggja hálf-
an kaffibolla í forstofunni ef til
var á könnunni. Svo varstu rok-
inn, alltaf nóg að gera að hitta
fólk, skjótast í Garðinn með
kleinur eða kanilsnúða eða jafn-
vel skjótast austur að Skógum
að hitta meistara Þórð, sem þú
hafðir mikið dálæti á.
Að ætla að kynnast þér var
ekki auðvelt, enda varstu af-
skaplega orðspar maður, en síð-
ar meir náðum við stundum á
spjall og ég komst að því að þú
hafðir óskaplega lúmskan húm-
or. Þá laumaðir þú einhverju út
úr þér, leist svo til hliðar og
glottir út í annað.
Er við stóðum uppi húsnæð-
islaus bauðstu mér að dvelja á
þínu heimili. Eitthvað voru nú
ekki allir sáttir við það og var
okkur vísað á dyr af utanað-
komandi aðilum. Sama sagan
endurtók sig sl. haust með
hörmulegum afleiðingum.
Þér leist nú ekki allskostar á
blikuna þegar ég fór að ráðast í
tiltekt heima hjá þér því allt
var dýrmætt og engu mátti
henda. Það leið þó ekki á löngu
áður en þú fórst að koma skæl-
brosandi inn úr dyrunum, líta
yfir svæðið og spyrja: „Hvað, á
ég heima hér?“
Þú varst óskaplega bóngóður
maður, kannski einum of, og
margur var greiðinn sem þú
gerðir okkur Jóni Þór. Ég veit
líka hversu vænt þér þótti um
hann og hvað þú varst búinn að
leggja á þig í gegnum árin til að
greiða götu hans. Sem betur fer
gátum við aðeins greitt til baka
síðasta árið, þó ekki væri nema
með kaffisopa áður en þú
raukst út á morgnana eða með
ætum bita að kveldi eftir eitt-
hvert seigildið í mötuneytinu.
Þú varst ótrúlegur listamað-
ur, bæði í málverkum og eins
járni og grjóti. Þau verk sem
hæst standa í mínum huga eru
Jötnar, fyrir utan Fjarðarkaup
í Hafnarfirði, Beðið í von á
Hellissandi, Landpóstar á Stað
í Hrútafirði og innsiglingarvit-
inn í Vestmannaeyjum.
Þú varst óskaplega stoltur af
verkum þínum, það sýna enda-
lausar myndir sem þú tókst af
þeim, en vanmast líka eigin
hæfni og ég held að það hafi
skapað þessa þörf fyrir að gefa
eitt og annað til að fá viður-
kenningu. Þau eru ófá lista-
verkin og málverkin sem þú
gafst m.a. til Vestmannaeyja.
Arna Björg dóttir mín tók
fljótlega upp á því að kalla þig
afa og knúsa þig í bak og fyrir
og hlaut sólskinsbros að laun-
um. Þið náðuð einstaklega vel
saman og ég hef aldrei heyrt
þig spjalla eins mikið eins og
þegar þið sátuð saman í Sunnu-
hlíð og skoðuðuð eitthvert
myndaalbúmanna sem ég kom
með.
Það var þér óskaplega þungt
áfall þegar elsku Jón Þór okkar
fór langt fyrir aldur fram.
Hann elskaði þig mun meira en
hann sýndi nokkurn tímann og
er eflaust glaður yfir endur-
fundunum. Nú verða hylki ykk-
ar sameinuð í sömu gröf við
hliðina á Steindóri föður þínum.
Það er sko maður sem ég vildi
hafa kynnst.
Hafðu þökk fyrir allt. Ég
kveð þig með orðunum sem þú
sagðir alltaf við okkur Jón Þór:
„Gangi þér vel.“
Þín tengdadóttir,
Sigurlaug og börn.
Ég kynntist Grími Marinó á
9. áratugnum og við urðum
strax miklir mátar. Amma
hans, Jóhanna Magnúsdóttir
og langamma mín Sigríður,
voru systur. Grímur var rækt-
arsamur um ættir sínar. Árið
1992 hélt hann mikla og glæsi-
lega sýningu í Perlunni í
Reykjavík, með undursamlega
fallegum verkum úr stáli og
grjóti. Ljóð mín við verkin á
veggjum. Grímur hafði kynnt
mig góðum vini, meistara
Gunnari Reyni Sveinssyni, tón-
skáldi og mynduðum við þrír
teymið Alletre og gáfum út
bókina Tónmyndaljóð, hönnuð
af Birgi Andréssyni. Síðar
þýdd á ensku, endurprentuð og
nú uppseld. Grímur stóð fyrir
annarri sýningu í Perlunni og í
bæði skiptin boðið upp á tónlist
Gunnars Reynis, m.a. verkið
Málmgrímur og söngvasveigar
hans við ljóð mín, Hlér og Tón-
myndaljóð. Allt var þetta mikið
ævintýri fyrir mig sem ég fæ
aldrei fullþakkað Grími Mar-
inó.
Við brölluðum fleira saman á
næstu árum og áttum góðar
stundir. Hann var tíður gestur
í vinnu minni á Bókasafni
Kópavogs og duglegur að
skutlast til mín suður í Garð
eftir að ég flutti þangað. Ég hef
saknað hans eftir að hann
veiktist og týndi heiminum, nú
er hann kominn í annan heim
og þar mun ég hitta hann aftur
og við bröllum eitthvað saman.
Ég sendi fjölskyldu Gríms sam-
úðarkveðjur og sérstaklega
yndi hans, dótturinni Grímu
Sóleyju og hennar fjölskyldu.
Ég set hér brag í minningu vin-
ar míns
„Grímur“
Grímur hafsins og grettur
lífs og gæfu
mörkuðu störf og stíl
í stál og grjót
Gáski í list og glettur
í gleði og sorg
harka og mýkt
mæltu sér mót
Kristur hans klettur
og kærleikur
klappaður í stein
og stálsins vinarhót
Ein er hans Gríma
og heill er hann enn
genginn í birtunnar sal
eilífðar heilsu bót
Félagi Jarðar og frændi
einlægur vinur
kvaddur þakklæti
og vissu um endurmót
Hrafn Andrés Harðarson.
Grímur Marinó
Steindórsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn-
ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar