Morgunblaðið - 18.06.2019, Side 23

Morgunblaðið - 18.06.2019, Side 23
DÆGRADVÖL 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 2019 „ÞÚ ERT EFLAUST AÐ VELTA ÞVÍ FYRIR ÞÉR HVAR VÖXTURINN ER Í FYRIRTÆKINU.” „HVÍ SAGÐIR ÞÚ EKKI AÐ ÞÚ VILDIR EKKI SÓSU?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að kynna honum hollari valmöguleika. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann MÚSAGANGURINN ER ÚR SÖGUNNI, GRETTIR! Æ, GÓÐI! ÞÆR VERÐA AÐ FINNA SÉR ANNAN SAMASTAÐ ÞETTA MISSERIÐ! OKKUR LÍÐUR VEL HÉR! UPPHITAÐ HÚSNÆÐI! STRÁKAR, ÞETTA GENGUR EKKI TIL LENGDAR ÞAÐ MÁ VEL VERA AÐ ÞIÐ SÉUÐ STÓRIR OG HARÐSVÍRAÐIR, EN VARÐLIÐIÐ MITT ER ALGERLEGA ÓTTALAUST! CHIHUAHUA-HUNDAR!! Fjölskylda Eiginkona Stefáns er Þórunn Sigurðardóttir, f. 29.9. 1944, menn- ingarstjórnandi. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Ólason, f. 1907, d. 1988, lögfræðingur í fjár- málaráðuneytinu, og Unnur Kol- beinsdóttir, f. 1922, d. 2016, kennari. Börn Stefáns og Þórunnar eru 1) Baldur, f. 1971, framkvæmda- stjóri fyrirtækjaráðgjafar hjá Kviku banka. Maki: Þóra Björk Ólafsdóttir, f. 1973, fram- kvæmdastjóri Safnaráðs. Börn þeirra eru Stefán Logi, f. 1999, og Kolbeinn Óli, f. 2006, en fyrir átti Þóra Fáfni, f. 1995; 2) Unnur Ösp, f. 1976, leikkona og leikstjóri. Maki: Björn Thors, f. 1978, leikari. Börn Unnar og Björns eru Dagur, f. 2007, Bryndís, f. 2012, og tvíbur- arnir Björn og Stefán, f. 2017. Systkini Stefáns eru Þorgeir, f. 1952, fyrrv. útsölustjóri hjá ÁTVR; og Vignir, f. 1956, húsasmiður og verslunarmaður hjá BYKO. Foreldrar Stefáns voru hjónin Margrét Stefánsdóttir, f.1917, d. 2014, húsfreyja, og Baldur Stef- ánsson, f. 1920, d. 2006, yfirverk- stjóri hjá ÁTVR. Þau bjuggu lengst af í Kópavogi. Stefán Baldursson Margrét S. Sigurðardóttir húsfreyja á Hjalteyri Sigurður Jón Sigurðsson útvegsbóndi á Hjalteyri Ella Sigurðardóttir húsfreyja á Akureyri Margrét Stefánsdóttir húsfreyja í Kópavogi Sigurður Bragi Stefánsson húsasmíðameistari í Kópavogi Ásta Stefánsdóttir húsfreyja og bólstrari í Hafnarfi rði Laufey Stefánsdóttir húsfreyja á Hjalteyri Halla Stefánsdóttir húsfreyja í Reykjavík Birgir Stefánsson rafvirki og útsölustjóri ÁTVR, Kópavogi Hulda Stefánsdóttir húsfreyja á Akureyri og í Hveragerði Ragnheiður Stefánsdóttir húsfreyja og saumakona í Rvík Stefán Lúther Stefánsson sjómaður á farskipum og versl.maður í Rvík Stefán Rósant Sigurjónsson bóndi í Hörgárdal og verkamaður á Akureyri Sigurjón Jónsson bóndi á Hellu í Blönduhlíð Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Hallfríðarstaðakoti í Hörgárdal Guðríður Jónsdóttir húsfreyja á Bakka Sigurður Steinsson bóndi á Bakka á Borgarfi rði eystra Þorgerður Sigurðardóttir húsfr. á Fáskrúðsfi rði og hótelstýra á Hjalteyri Stefán Pétur Jakobsson kaupm. og útgerðarmaður á Fáskrúðsfi rði Ólöf Stefánsdóttir húsfreyja á Brimnesi Jakob Pétursson bóndi á Brimnesi við Fáskrúðsfjörð Úr frændgarði Stefáns Baldurssonar Baldur Stefánsson yfi rverkstjóri hjá ÁTVR Helgi R. Einarsson segir aðþetta sé um of: Þegar að Þrúði hann leit (í Þórsmörk, sem er uppi’ í sveit) til agnar víst brann, aumingja hann, því ástin var brennandi heit. Og síðan fer Helgi með „Spaug“: Þegar Rúna reiddist hún rétta hlut sinn neyddist. Er hnefinn harði bóndann barði börnunum ei leiddist. Nú rifjast upp limra eftir Krist- ján Karlsson: Ein kaldlynd kerling á Stöng söng klámvísur vorkvöldin löng uns fólkinu leiddist. Það fór svo það reiddist og fyllti upp í hennar sönggöng. Pétur Stefánsson yrkir á Leir um þurrkatíð: Margt veldur bændunum baga, blíðviðrissól alla daga. Ég heyrði þá fregn að húrrandi regn myndi búskapinn bæta og laga. Sigmundur Benediktsson heldur áfram: Skrjáfa lauf og skorpna ber, skráþurr lindavegur. Skarlatsrauður skallinn er, skilningurinn tregur. Um hvítasunnuhelgina var ann- að hljóð í Pétri: Þessi helgi er ljúf og löng, lífsins gangan ekki ströng. Ég una skal við ölsins föng, yrkingar og drykkjusöng. Ólafur Stefánsson bætti við: Helgarfrí með fútt og glans, fírum býður, ört til sans, draumalíf með dömufans, dósabjór og Óla skans. Ármann Þorgrímsson yrkir um „dreng góðan, ónefndan“: Sækir fast á Sjafnar mið seint mun þrekið dvína, einnig góður er hann við eiginkonu sína. Andrés H. Valberg orti á leið- inni heim frá Kanada 1975 (lang- hent, hringhent): Lofts í höllu, háum ranni, á hreyfils trölli svífa má. Hlýnar öllum innri manni er Íslands fjöllin rísa úr sjá. Hér er gamall húsgangur í lok- in: Ekki líst mér á ‘ana ákaft þó hún prjóni. Mér er sem ég sjái ‘ana sitja hjá honum Jóni. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Brennandi ást í þurrkatíð Er heitt í vinnunni? Þín eigin skrifborðs- kæling! Á vinnustað eða hvar sem er! Kæli-, raka- og lofthreinsitæki, allt í einu tæki. Hægt að tengja bæði við rafmagn eða USB tengi. Verð aðeins kr. 24.900 m.vsk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.