Morgunblaðið - 18.06.2019, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 2019
Íslensk hönnun - Hönnunarsafn Íslands
Eins og par sem
dansar tangó
Ljósmynd/Hönnunarsafn Íslands/Elísabet V. Ingvarsdóttir skráði
1997 SIGURÐUR GÚSTAFSSON
Þessi stóll sem dansar tangó svo létt er verk Sigurðar
Gústafssonar (1962) arkitekts en hann hefur hannað
töluvert af húsgögnum. Stóllinn er úr stáli og viði og
form hans vísar í dansandi par í stellingum tangódans-
ins, enda ber hann nafnið Tangó.
Stóllinn var framleiddur hjá sænska fyrirtækinu Käl-
lemo í númeruðum eintökum og vakti athygli víða og er
eftirsóttur hjá uppboðssölum. Til viðbótar við tangó
sveifluna er innblástur sóttur í fyrirmyndir úr hönn-
unarsögunni og um leið leikið með skörun við listir á
framúrstefnulegan hátt.
Sigurður Gústafsson hlaut hin virtu verðlaun Torsten
og Wanja Söderberg fyrir hönnun árið 2003.
Hlutverk Hönnunarsafns Íslands er að safna og varðveita þann
þátt íslenskrar menningarsögu sem lýtur að hönnun, einkum
frá aldamótunum 1900 til samtímans. Safnið á og geymir um
900 íslenska og erlenda muni, sem margir hafa mikla menning-
arsögulega þýðingu. Safnkosturinn fer sístækkandi, enda æ
fleiri hönnuðir sem hasla sér völl og koma fram með vandaða
gripi sem standast alþjóðlegan samanburð og eru hvort tveggja
nytjamunir og/eða skrautmunir. Í tilefni af aldarafmæli full-
veldis Íslands setti safnið upp sýninguna 100ár100hlutir á In-
stagram þar sem 100 færslur eru birtar á jafnmörgum dögum
af hönnunargripum í eigu safnsins frá árunum 1918 til 2018.
Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380
Sjáum til þess að allar yfirhafnir
komi hreinar undan vetri
STOFNAÐ 1953
Í tilefni áttatíu ára afmælis síns ný-
lega tilkynnti leikarinn Ian McKell-
en um 80 sýningar í Harold Pinter
leikhúsinu á West End í London. 80
miðar verða á hverri sýningu, hver
þeirra kostar 10 pund og allur
ágóði rennur beint til leikhússins
sjálfs.
McKellen, einn ástsælasti leikari
Breta, varð áttræður 25. maí og
fagnar því rækilega með leikför um
Bretlandseyjar. Alls staðar njóta
leikhúsin ágóðans og með þessu
segist hann vera að endurgjalda
leikhúsunum uppeldið sem þau
veittu honum forðum daga. Hann
hefur þegar safnað rúmri milljón
punda fyrir leikhús í landinu, and-
virði um 160 milljóna króna. „Þetta
er frábær afmælisgjöf til sjálfs
mín,“ segir hann.
Sýning McKellen, sem gerir
svona mikla lukku, er einleikur þar
sem hann blandar saman end-
urminningum af störfum sínum við
gerð Hringadróttinssögu, en þar
lék hann Gandálf, og sömuleiðis
rifjar hann upp tímana er hann
fékkst við Shakespeare-uppfærslur
í enskum leikhúsum.
Ástsæll McKellen í hlutverki
Gandálfs í Hringadróttinssögu.
80 miðar á allar 80 sýning-
ar á 80 ára afmæli
New York Times birti í síðustu viku
ítarlega umfjöllun Judy Rosen um
stórbrunann sem varð í Universal
Studios í Kaliforníu 1. júní árið 2008.
Þar er sagt að bruninn sé versta
stórslys í sögu tónlistarheimsins og
athygli vakin á því að furðu fáir skuli
vita hve mikil eyðileggingin í raun
og veru var. Árið 2008 var greint frá
því að hvelfing sem einungis hafi
haft að geyma afrit af gömlu efni
hefði brunnið. Þá var lítið gert úr af-
leiðingunum og í fjölmiðlum var
mest áhersla lögð á þær mynd-
bandsupptökur sem áttu að hafa
glatast. Nú hefur hins vegar komið í
ljós að þúsundir hljóðupptakna hafi
eyðilagst í brunanum.
Í leynilegri skýrslu Universal
Music Group frá 2009 kemur fram
að upptökur um 500 þúsund laga
hafi glatast. Þar á meðal eru frum-
upptökur af verkum ýmissa tónlist-
armanna frá miðri 20. öld og má af
þeim nefna Billie Holiday, Louis
Armstrong, Duke Ellington, Al Jol-
son, Bing Crosby, Ellu Fitzgerald
og Judy Garland. Nær allar frum-
upptökur Billy Holiday hafa glatast,
talið er að upptökur Chuck Berry og
Arethu Franklin hafi einnig brunnið
og svo mætti lengi telja. Eyðilegg-
ingin nær ekki síður til yngri kyn-
slóða tónlistarmanna, svo sem Elton
John, Joni Mitchell, Guns N’ Roses,
Nine Inch Nails, Snoop Dogg, Mary
J. Blige, Nirvana, Eminem og 50
Cent og svo mætti lengi telja.
Frumupptökur á borð við þær
sem glötuðust í brunanum í Univers-
al Studios eru einstakar enda varð-
veita þær hljóð í þeirri tærustu
mynd sem unnt er. Gera má ráð fyr-
ir að afrit sem gerð eru eftir frum-
upptökunum nái aldrei nákvæmlega
sama hljómi. Meðal frumupptakn-
anna eru svo kallaðar fjölsporaupp-
tökur þar sem einstök hljóðfæri eru
aðskilin hver frá öðru. Þó flestar
upptökurnar séu til í afritum er talið
að einhverjar upptökur sem aldrei
höfðu verið gerðar opinberar hafi
orðið eldinum að bráð. Þrátt fyrir að
þessar upplýsingar hafi legið fyrir í
mörg ár er það fyrst nú, með grein
Judy Rosen fyrir New York Times,
sem almenningur kemst á snoðir um
raunverulegar afleiðingar brunans.
Ótal frumupptökur glataðar
Morgunblaðið/Valli
Bruni Frumupptökur af tónlist Guns N’ Roses er meðal þess sem glataðist í
brunanum árið 2008. Hljómsveitin hélt tónleika á Laugardalsvelli í fyrra.
Flett ofan af af-
leiðingum brun-
ans í Universal
Studios árið 2008
Níu árum eftir að teiknimyndin Toy Story 3 kom út, sem
átti að fullkomna það sem þá virtist stefna í þríleik, er
fjórða myndin á leiðinni í kvikmyndahús 19. júní. Þessi
mynd á líka að vera sú síðasta. Hún mælist einstaklega vel
fyrir hjá erlendum gagnrýnendum sem þegar hafa séð
myndina sem fjallar áfram um Vidda, Bósa ljósár og fé-
laga en segir söguna af því þegar nýtt leikfang bætist í
hópinn, plastgaffall sem á í rauninni ekki að vera leikfang.
„Hér er kominn stórviðburður sumarsins í kvikmynda-
húsunum. Einnig, hversu margar kvikmyndaraðir hafa
skilað eins fullkomnu verki fjórar myndir í röð?“ spyr
gagnrýnandi The Hollywood Reporter. Aðrir taka í sama
streng. Á öðru máli er gagnrýnandi The Guardian, hins
vegar, sem segir að myndin sé endurtekning á sömu gömlu
sögunni. Nefnilega sögunni um leikföng sem eru skilin eft-
ir af áhugalausum og fullorðnum eigendum, sem var rauð-
ur þráður í annarri og þriðju mynd.
Toy Story 4 hittir í mark
Gagnrýnendur sáttir Í myndinni lenda gömlu leik-
föngin í því að nýtt bætist í hópinn. Það er gaffall.
Leikarinn Cuba Gooding Jr., sem
gerði garðinn frægan fyrir leik sinn
í Boyz n the Hood og Jerry Mag-
uire, gaf sig fram við lögreglu og
var leiddur fyrir rétt á fimmtudag-
inn var. Hann var sakaður um að
hafa áreitt konu kynferðislega á
næturklúbbi á Manhattan með því
að káfa á henni. Þrátt fyrir að hann
hafi sjálfur gefið sig fram við lög-
reglu í kjölfar ásakana frá meintu
fórnarlambi segja lögmenn Good-
ing Jr. að upptökur úr öryggis-
myndavélum á staðnum muni leiða
sakleysi hans í ljós. Myndbönd þau
hefur slúðurmiðillinn TMZ þegar
birt og á myndböndunum má sjá
samskipti Gooding Jr. og konunnar
sem hann á að hafa áreitt. Leikar-
inn kemur aftur fyrir rétt 26. júní.
Sakaður um áreitni
Ásakaður Gooding Jr. gaf sig sjálf-
ur fram við lögreglu í síðustu viku.