Morgunblaðið - 18.06.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.06.2019, Blaðsíða 32
Gagnrýnandinn Amanda Holloway fer fögrum orðum um uppfærslu Ís- lensku óperunnar á La traviata í júlí- blaði hins virta óperutímarits Opera. Ber hún lof á frammistöðu söngvara og þá sérstaklega Herdísar Önnu Jónasdóttur og Elmars Gilberts- sonar í hlutverkum elskenda. Mynd- bandsupptaka af sýningunni er nú aðgengileg á vef OperaVison, á slóð- inni operavision.eu, þannig að þeir sem misstu af henni í Hörpu geta séð hana þar fram til loka október. Ber lof á La traviata ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 169. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Kvennalandsliðið í knattspyrnu fagnaði 2:0 sigri í síðari vináttu- leiknum gegn Finnum í Espoo í Finnlandi í gær. Hlín Eiríksdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins í fyrri hálfleik en þetta var síðasti leikur landsliðsins fyrir undankeppni EM en Ísland mætir Ungverjalandi í fyrsta leik sínum þann 29.ágúst. »27 Sigur á Finnum í annarri tilraun ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM „Það er aldrei sjálfsagt að fá að spila fyrir landslið. Eftir alla þessa leiki með yngri landsliðunum var maður þó alltaf að bíða eftir því að vera kallaður inn í hópinn með stóru strákunum. Núna hef ég fengið að vera með þeim síðustu þrjú ár og fylgjast með öllu, og það er frábært að ná að koma inn núna og eiga góðan leik eins og liðið allt,“ segir Hjörtur Hermannsson sem tók stöðu Birkis Más Sævarsson sem hægri bakvörður í leikjunum gegn Albaníu og Tyrklandi. »26 Aldrei sjálfsagt að fá að spila fyrir landslið Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Kvæðakonan góða“, hópur ellefu kvæðakvenna, kvað rímur og flutti stemmur á torgum og götuhornum í Berl- ín í Þýskalandi undanfarna daga. „Þetta er byrjunin á yf- irferð hópsins um útlönd,“ segir Ingibjörg Hjartardóttir. Mágkonurnar Ingibjörg og Hallgerður Gísladóttir þjóðháttafræðingur, sem lést 2007, fóru á rímna- námskeið hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni skömmu eftir aldamót og upp úr því spratt hugmyndin að kvæða- kvennahópnum, að sögn Ingibjargar. Markmið hans yrði það að halda á lofti kveðskaparforminu, þessum gamla menningararfi en jafnframt að endurnýja hann og end- urskapa. Nafnið „Kvæðakonan góða“ varð til strax í upp- hafi. En örlögin höguðu því þannig að þegar Hallgerður veiktist og dó voru áformin sett á ís þar til í vetur sem leið. Ingibjörg segir að „Kvæðakonan góða“ hafi vaknað til lífsins þegar Ragnheiður Ólafsdóttir, sérfræðingur í hefðbundnum íslenskum rímnakveðskap, hafi komið í Reykjavíkurakademíuna, þar sem þrjár úr hópnum hafa aðstöðu. Hún hafi verið nýútskrifaður doktor frá Ástr- alíu, haldið námskeið í rímum og stemmum í Akademí- unni, konurnar hafi sótt það og ákveðið að fara í þessa ferð undir stjórn hennar í minningu Höllu. Dagskráin úti í Berlín var ekki ákveðin fyrirfram held- ur höfðu konurnar þann háttinn á, eins og íslensk veðr- átta, að bresta óvænt í kveðanda á ólíklegustu stöðum og stundum. Þær hófu kveðskapinn á Alexanderplatz og síðan leiddi eitt af öðru. „Við tróðum þrisvar til fjórum sinnum upp á dag og tilviljun réð hvar,“ segir Ingibjörg. Í því sambandi nefnir hún að ein konan hafi átt stefnu- mót við gamlan vin á veitingastað og þá hafi hinar notað tækifærið og kveðið fyrir utan og þannig styrkt þessi gömlu vináttubönd. Markmiði náð Ingibjörg áréttar að gjörningurinn flokkist hvorki undir söng né tónleika. „Heldur kveðum við. Ef einhver í hópnum mismælir sig og segir syngja í staðinn fyrir kveða, þarf sú hin sama að borga þúsundkall í sekt. Þeg- ar við vorum í miðri stemmu undir Brandenburgarhlið- inu kom vörður aðvífandi og gaf okkur merki um að við mættum þetta ekki en við kláruðum kvæðið sem við vor- um að kveða. Það var eitt af markmiðum okkar, að standa í þessu forna hliði, sem var á einskis manns landi þegar múrinn var og hét, og kveða.“ Klæðnaðurinn fólst í nokkuð frjálslegum tilbrigðum við upphlutinn. Margar voru í vesti, sumar aðeins með skotthúfur eða svuntu. „Fólk stoppaði og horfði undr- unaraugum á okkur en skildi auðvitað ekki neitt,“ segir Ingibjörg og bætir við að þær hafi fengið mikil viðbrögð á fésbókinni, þar sem þær héldu úti dagbók í máli og myndum um gang mála. „Þetta er bara byrjunin á fleiri ferðum,“ áréttar hún. Ljósmynd/Sigrún Jónsdóttir Í Berlín Hópurinn í „Kvæðakonunni góðu“. Frá vinstri: Ragnheiður Ólafsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Þuríður Jó- hannsdóttir, Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, Sigrún Huld Þorgrímsdóttir, Jórunn Sigurðardóttir, Elísa Björg Þor- steinsdóttir, Ingibjörg Hjartardóttir, Steinunn Hjartardóttir, Sigrún Hjartardóttir og Ingunn Ásdísardóttir. Sektaðar fyrir mismæli  „Kvæðakonan góða“ kvað rímur og flutti stemmur á torgum í Berlín  Byrjun á yfirferð hópsins um útlönd Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum TWIN LIGHT RÚLLUGRDÍNA PLÍ-SÓL GARDÍNUR GLUGGATJÖLD SCREEN RÚLLUGARDÍNUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.