Morgunblaðið - 28.06.2019, Page 1

Morgunblaðið - 28.06.2019, Page 1
hringinn í kringum landið. Þegar Morgunblaðið fór í prentun á tólfta tímanum var ljóst að hann sló met Eiríks Inga Jó- hannssonar sem var 56 klukkustundir, 12 mínútur og 40 sek- Chris Burkard bar höfuð og herðar yfir aðra í einstaklings- keppni WOW Cyclothon í ár. Hann kom langfyrstur í mark seint í gærkvöld eftir tæplega 54 klukkustunda hjólreiðar úndur. Eiríkur þurfti að hætti keppni á miðvikudagskvöld vegna meiðsla í hné. Það var létt yfir Burkard þegar ljós- myndari Morgunblaðsins myndaði hann í Vík í Mýrdal í gær. Frábær árangur Chris Burkard í WOW Cyclothon Morgunblaðið/RAX F Ö S T U D A G U R 2 8. J Ú N Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  150. tölublað  107. árgangur  MARÍA Á HEIMLEIÐ EFTIR TAP GEGN ENGLENDINGUM BJÖRG SYNGUR Í STRANDARKIRKJU Á SUNNUDAG HEIÐRA MINNINGU ATLA HEIMIS 28 ENGLAR OG MENN 29HM Í KNATTSPYRNU 27 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ,,Ég hef miklar áhyggjur af því að það er vaxandi atvinnuleysi núna og það virðist ekkert vera í rénun,“ seg- ir Drífa Snædal, forseti ASÍ. „Við héldum að það væri að koma skot en síðan myndi þetta lagast eins og gerist yfirleitt á sumrin. Atvinnu- leysi fer minnkandi á sumrin vegna aukinna umsvifa í ferðaþjónustunni en það virðist ekki vera að gerast núna. Það er því fullt tilefni til að hafa miklar áhyggjur af þessu,“ seg- ir Drífa. Atvinnuleysið eykst samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar sem birt var í gær. Mældist það 6,1% af vinnuaflinu í maí en svo hátt hlut- fall atvinnulausra hefur ekki sést í tölum Hagstofunnar frá í maí árið 2015. Ef tekið er tillit til árstíða- bundinna sveiflna á vinnumarkaði mælist atvinnuleysið 4,7% á landinu öllu. Þetta er hæsta prósenta at- vinnulausra eftir búið er að leiðrétta niðurstöðurnar að teknu tilliti til áhrifa árstíðasveiflu sem sést hafa í tölum Hagstofunnar frá því í október 2014. „Við getum leitað í úrræðakistuna frá 2008. Það voru fjölmörg úrræði þar,“ segir Drífa og rifjar upp að- gerðir sem gripið var til vegna at- vinnuleysishrinunnar sem varð í kjölfar hrunsins. „Við erum búin að styrkja rétt fólks til atvinnuleysis- bóta. Við gerðum það á meðan vel gekk. Atvinnuleysisbætur voru hækkaðar sem kemur sér vel núna og mildar höggið fyrir þá sem lenda í atvinnuleysi. En við erum að vinna að því um þessar mundir að greina þennan hóp og skoða til hvaða úr- ræða hægt er að grípa. Það fyrsta sem manni dettur í hug er það sem gert var afskaplega vel 2008, að styrkja fólk til að sækja sér endur- menntun og mennta sig inn í nýjar greinar. Það er eitt af því sem við munum að sjálfsögðu skoða þegar við erum búin að greina þennan hóp betur.“ „Miklar áhyggjur af þessu“  Atvinnuleysið virðist ekki í rénun  Leita í úrræðakistuna frá hrunárinu 2008 til að taka á vandanum að sögn forseta ASÍ  Hæstu atvinnuleysistölur frá 2014-’15 MHæstu atvinnuleysistölur »4  „Við vildum vekja máls á þessu af því okkur finnst það mikilvægt og líka til að geta far- ið að hugsa um það hvað gæti mögulega komið í staðinn,“ segir Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála hjá Reykjavík- urborg. Rætt hefur verið innan borg- arkerfisins hvort flugeldasýningin á menningarnótt í ágúst verði hugs- anlega sú síðasta. Hugmyndir í þá veruna tengjast umræðu um um- hverfismál og áhrifum flugelda á heilsu astmasjúklinga. »11 Menningarnótt Er flugeldasýningin á útleið? Óvissa um flugelda á menningarnótt  Þriggja mánaða uppgjör A-hluta Reykjavíkurborgar sem lagt var fram í borgarráði í gær var 508 milljónum lakara en gert var ráð fyrir í áætlunum. Í bókun borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram á fundinum kom fram að skuldir og skuldbindingar hefðu hækkað um 4.304 milljónir frá áramótum eða rúman milljarð á mánuði. Sjálfstæðismenn hvöttu til þess að áætlanir Reykjavík- urborgar yrðu endurskoðaðar líkt og ríkið hefur gert. Eyþór Arnalds borgarfulltrúi er ósáttur við að borgin sé ekki farin að skoða breyt- ingar á áætlunum. Dagur B. Eggertsson borg- arstjóri segir að taka þurfi þriggja mánaða uppgjörinu með varúð en gæta þurfi að útgjaldahliðinni og tryggja að tekjur skili sér auk þess þurfi stjórnendur að halda vöku sinni og fylgjast með þróuninni. »2 Uppgjörið 500 milljónum undir áætlun Morgunblaðið/Hari Sumar Líf og fjör í Reykjavíkurborg.  Fáir geitungar hafa verið á ferli á Íslandi í sumar og eru það senni- legar afleiðingar af rigningar- sumrinu í fyrra. Erling Ólafsson skordýrafræð- ingur segir langt síðan hann hafi séð jafnfáar geitungadrottningar að vori og geitungarnir séu óvenjufáir í ár. „Illa gekk að koma upp nýrri kynslóð, þar sem það rigndi og rigndi. Svo það voru fáar drottn- ingar sem lágu vetrardvalann til þess að erfa landið í,“ segir Erling. Lítið hefur farið fyrir geit- ungum og býflugum á Íslandi það sem af er sumri, þrátt fyrir blíð- viðri. Þó munu skordýrin enn lifa góðu lífi á landinu. Að sögn Er- lings gengur geitungunum kannski ágætlega í ár og ali nógu margar drottningar í haust, svo ástandið verði eðlilegra næsta ár. »6 Langt síðan jafnfáar drottningar sáust SÖNGHÁTÍÐ Í HAFNARBORG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.