Morgunblaðið - 28.06.2019, Page 2

Morgunblaðið - 28.06.2019, Page 2
Dagur B. Eggertsson Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Sjálfstæðismenn hvöttu til þess á fundi borgarráðs að áætlanir Reykja- víkurborgar yrðu endurskoðaðar líkt og ríkið hefur gert. Þetta gerðu þeir við afgreiðslu þriggja mánaða upp- gjörs A-hluta Reykjavíkurborgar sem lagt var fram og afgreitt í borgarráði í gær. Niðurstaða uppgjörsins er nei- kvæð um 343 milljónir króna í stað 165 milljóna jákvæðrar niðurstöðu sem áætlað hafði verið. Niðurstaðan er því 508 milljónum lakari en gert var ráð fyrir. Staðgreiðsla skatttekna var 738 m. kr. undir áætlun en fram kemur í uppgjörinu að talið sé að síðbúin skil á skatttekjum hafi töluverð áhrif á rekstrarniðurstöðu tímabilsins. Rekstrarniðurstaða fyrir fjár- magnsliði var neikvæð um 168 m. kr., eða 902 m. kr. undir áætlun, og laun og launatengd gjöld 369 m. yfir áætlun. Sjálfstæðismenn lögðu fram bókun þar sem þeir bentu m.a. á að þrátt fyrir að tekjur af fasteigna- skatti hafi hækkað um 17,5% og út- svarsprósenta sé í lögleyfðu há- marki hækki skuldir og skuldbindingar um milljarð á mán- uði eða 4.304 milljónir frá áramót- um. Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðiflokksins, er ósáttur við að borgin sé ekkert farin að skoða breytingar á áætlunum. Sjálfstæðis- menn hafi varað við því að einskipt- istekjur fari ört minnkandi og ekki sé hægt að selja byggingarétti nema einu sinni. Hann segir að þrátt fyrir að skatttekjur kunni að hækka á árinu þá muni það ekki hækka upp nema hluta af frávikinu. Eyþór bendir á að uppgjörið sé gert áður en WOW fór í þrot. Hann segir að bank- ar, Seðlabankinn og fyrirtæki séu sammála um að mikið hafi breyst frá því í mars og ekki til batnaðar auk þess sem engum hagvexti sé spáð. Taka uppgjörinu með fyrirvara Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að það þurfi alltaf að taka þriggja mánaða uppgjörinu með ákveðnum fyrirvara því það sé ekki alltaf dæmigert fyrir árið. Niðurstað- an sé heldur lakari en áætlun gerði ráð fyrir. „Í uppgjörinu sjáum við vísbending- ar um minnkandi útsvarstekjur sem gæti bent til samdráttar á vinnumark- aði. Skýringin gæti þó einnig verið síðbúin skil ríkisins á staðgreiðslu út- svars því útsvarstekjurnar hækkuðu í apríl og þá gekk tekjusamdrátturinn að einhverju leyti til baka. Í mínum huga þá þurfa stjórnendur borgarinn- ar einfaldlega að halda vöku sinni og fylgjast með þróuninni,“ segir Dagur og bætir við að gæta þurfi aðhalds á útgjaldahliðinni og tryggja eftir því sem kostur sé að tekjur skili sér. Leggja til að borgin endurskoði áætlanir Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Reykjavík Borgarbúar á ferðinni í sólinni á Laugaveginum. Eyþór Arnalds  Milljarðahækkun skulda og skuldbindinga á árinu  Dagur segir stjórnendur þurfa að halda vöku sinni 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Strandveiðibátarnir höfðu í gær- morgun, fyrir síðasta dag strand- veiða í júní, landað tæpum 4.669 tonnum af þorski sem er 38,5% af leyfilegum afla í sumar. Er þetta 19% aukning frá sama tíma á síð- asta sumri. Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands smá- bátaeigenda, telur líkur á að kvótinn dugi fyrir sumarið og afar litlar líkur á að það komi til stöðv- unar veiða. Bakslag í júní Maí gekk bærilega, sérstaklega fyrir vestan, en bakslag varð í júní vegna ótíðar, að sögn Arnar. Hann hefur eftir trillukörlum á Vestfjörð- um að þeir hafi þurft að hafa mikið fyrir því að ná dagskammtinum. Að loknum 13 dögum í júní var aflinn 2.326 tonn sem er 16% aukning frá sama mánuði í fyrra. Mesti aflinn fyrri helming strandveiðitímabilsins er á svæði A sem Breiðafjörður og Vestfirðir falla undir. Afli á hvern bát er þó heldur minni í júní en á síðasta ári en svipaður þegar tímabilið sem af er vertíð er skoðað. Aflinn á svæði D, frá Hornafirði í Faxaflóa var 481 tonn,á svæði C sem nær frá Eyja- firði til Djúpavogs var aflinn 426 tonn og á svæði B var búið að landa 374 tonnum. Aukning er á öllum svæðum. 583 bátar eru komnir með leyfi til strandveiða sem er mun meira en á síðasta ári. Örn reiknar með að þeir verði yfir 600 þegar upp verð- ur staðið. Örn vekur athygli á því að 207 bátar hafi veitt 10 tonn eða meira á öllu tímabilinu. Það eru mun fleiri bátar en í fyrra. Miðað er við að hámarksafli strandveiðanna verði 11.100 tonn af þorski. Aflinn á fyrri helmingi strandveiðitímabilsins nálgast nú óðfluga 40% markið. Örn telur litlar líkur á að það komi til stöðvunar vegna þessa. Menn hafi úr fleiri dögum að velja í júlí og ágúst en á fyrrihluta tímabilsins. „Það fer að glæðast vel á B- og C-svæðunum sem hafa verið slök á fyrri hlut- anum. Vonandi förum við langt með að klára þetta.“ Fiskverð gott Örn telur að almenn ánægja sé með strandveiðarnar í sumar. „Fiskverð er gott, mun hærra en í fyrra og veiðigjaldið lækkar mikið á milli ára. Það er miklu betra hljóð í körlunum en í fyrra,“ segir Örn. Betra hljóð í trillukörlum  Strandveiðiaflinn kominn í 4.669 tonn  Þurftu að hafa fyrir skammtinum  Heildaraflinn nálgast 40% af viðmiðun Strandveiðar 2018 2019 Afl i í júní 2.009 2.326 Afl i á róður, kg 646 665 Alls í maí og júní 3.919 4.669 Afl i á bát 8,1 8,4 Afl ahæstir Sæunn SF 155 22,5 Héðinn BA 80 22,2 Staðan eftir 26. júní Heimild: Fiskistofa, Landssamband smábátaeigenda Tonn Hagnaður Bláa lónsins hf. árið 2018 eftir skatta nam rúmlega 3,7 milljörðum króna og var veltan 17,4 milljarðar króna. Þá var eig- infjárhlutfall félagsins 56%. Hlut- hafar fá greiddan út arð sem nem- ur 4,2 milljörðum króna, að því er fram kemur í ársskýrslu félagsins. Hagnaður Bláa lónsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) nam 5,6 milljörðum króna. Eignir Bláa lónsins eru skráðar rúmar 22 milljarðar króna og var handbært fé frá rekstri 5,2 milljarðar. Rúmir fjórir millj- arðar greiddir í arð Morgunblaðið/Árni Sæberg Bláa lónið Ríflega 17 milljarða velta í fyrra og eignir skráðar 22 milljarðar króna. Eftir sex vikna deildarkeppni og undanúrslit lauk fyrsta tímabili Lenovo-deildarinnar í raf- íþróttum með úrslitaviðureign í Háskólabíói í gærkvöldi. Þá mættust Hafið og Fylkir í Counter Strike: Global Offensive og bar Hafið að endingu sigur úr býtum. Ólafur Hrafn Steinarsson, for- maður Rafíþróttasamtaka Íslands, afhenti liðs- mönnum Hafsins veglegan bikar að launum. Fjölmargir fylgdust með keppninni. Morgunblaðið/Eggert Hafið bar sigur úr býtum í Háskólabíói Fyrsta tímabili Lenovo-deildarinnar í rafíþróttum lauk í gærkvöldi Minjastofnun stöðvaði tímabundið framkvæmdir Vesturverks á Ólafs- fjarðarvegi á Ströndum. Mbl.is greindi frá þessu í gær. Fram- kvæmdirnar tengjast fyrirhugaðri Hvalárvirkjun. Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks segir að fyrirtækið hafi talið eðli- legt að hreppurinn hefði verið bú- inn að bera framkvæmdirnar við veginn undir Minjastofnun. En um- ræddar minjar eru skráðar í um- hverfimat og matsskýrslu vegna Hvalárvirkjunar að sögn Birnu sem telur stöðvunina ekki skipta sköp- um um framkvæmd verksins. Framkvæmdir stöðv- aðar á Ströndum Karlmaður á þrítugsaldri var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að nauðga konu á skemmtistað í des- ember 2018. Hann var einnig dæmdur til að greiða konunni tvær milljónir í miskabætur. Mbl.is greindi frá þessu í gær. Fram kom í ákæru vegna málsins í apríl að maðurinn hafi gerst sekur um sér- lega grófa nauðgun en hann fór á eftir konunni inn í herbergi á ótil- greindum stað, læsti hurðinni, reif niður buxur konunnar og þvingaði hana til samræðis. Þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.