Morgunblaðið - 28.06.2019, Síða 6

Morgunblaðið - 28.06.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2019 Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is COMPONIBILI Hirslur 3ja hæða – fleiri litir Verð frá 18.900,- STELTON Kertastjaki Verð 23cm 8.990,- 17cm 7.990,- KARTELL BOURGIE Borðlampi – fleiri litir Verð frá 39.900,- Vandaðar brúðargjafir RITZENHOFF Vínglös Verð frá 2.550,- IITTALA ALVAR AALTO Vasi 22 cm Verð 18.950,- ALESSI Ávaxtakarfa Verð 17.900,- KAY BOJESEN Ástarfuglar Verð 14.990,- HOLMEGAARD Kertalukt grá Verð frá 9.990,- stk. ARCHITECTMADE DISCUS FUGL Verð frá 5.990,- IITTALA TOOLS Eldfast mót Verð frá 37.900,- ROSENTHAL TREND Matar- og kaffistell Fallegt og stílhreint Allir sem gera gjafalista hjá okkur fá kaupauka að verðmæti 15% af öllu því sem keypt er af gjafalistanum. Atvinnuleysi hefur aukist og mæld- ist 6,1% atvinnuleysi í maímánuði þegar reiknað er hlutfall atvinnu- lausra af vinnuaflinu í landinu sam- kvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Svo hátt hlutfall at- vinnulausra hefur ekki sést frá í maí árið 2015. Þetta er einnig tvöfalt hærra hlutfall atvinnulausra í maí- mánuði en í sama mánuði í fyrra. Verulegar árstíðasveiflur eru á fjölda atvinnulausra og þegar Hag- stofan reiknar út árstíðaleiðréttingu á atvinnuþátttökunni kemur í ljós að hún var 81,1% sem er 1,3 prósentu- stigi lægra hlutfall en í aprílmánuði og árstíðaleiðrétt atvinnuleysi var 4,7% í maí, sem er einu og hálfu pró- sentustigi hærra en í apríl. Það jafn- gildir því að um tíu þúsund manns hafi verið atvinnulausir í seinasta mánuði. Þetta er hæsta prósenta at- vinnulausra sem í ljós kemur með árstíðaleiðréttum mælingum frá því í október 2014. Mælingar Hagstofunnar eru byggðar á könnun meðal fólks á aldr- inum 16 til 74 ára og taka því ekki eingöngu til fólks, sem er skráð á at- vinnuleysisskrá. Niðurstöðurnar benda í sömu átt og yfirlit Vinnu- málastofnunar yfir skráningu at- vinnulausra sem sýnt hefur vaxandi fjölda þeirra á skrá að undanförnu. Á nýjasta yfirliti Vinnumálastofnunar kom fram að skráð atvinnuleysi í maí var 3,6% og hefur atvinnuleysi sam- kvæmt skrám ekki verið meira síðan í mars 2015. Alls voru 2.677 fleiri á atvinnuleysisskrá í seinasta mánuði en í maí í fyrra. Í könnun Hagstofunnar sem birt var í gær kemur fram að samanburð- ur mælinga fyrir maí 2018 og 2019 sýnir að vinnuafli fjölgaði um 5.700 manns, á meðan hlutfall þess af mannfjölda lækkaði um 0,3 pró- sentustig. ,,Starfandi fólki fækkaði um 800 og hlutfallið lækkaði um 2,3 prósentustig, frá því á sama tíma ár- ið 2018. Atvinnulausir í maí 2019 voru um 6.500 manns fleiri en á sama tíma árið 2018 þegar þeir voru 6.200 eða 3,0% af vinnuaflinu. Alls voru 44.900 utan vinnumarkaðar í maí 2019 en höfðu verið 42.700 í maí 2018, segir í greinargerð Hagstof- unnar. Vinnumarkaðskönnunin sýnir mikinn mun á atvinnuleysi kynjanna. Alls sögðust 8.700 karlar vera án at- vinnu en 4.000 konur. Atvinnuleysi eykst iðulega í byrj- un sumars þegar námsmenn koma út á vinnumarkaðinn en hafa ekki feng- ið störf. Skv. mælingum Hagstof- unnar var 13,8% ungs fólks,16 til 24 ára, án atvinnu í seinasta mánuði samanborið við 3,1% í mars sl. En hlutfallið var til muna lægra í maí fyrir ári síðan þegar það var 10% meðal unga fólksins. omfr@mbl.is  Árstíðaleiðréttar tölur Hagstofu sýna 4,7% atvinnuleysi í maí  Um 10.000 manns án atvinnu  Hæsta prósenta atvinnulausra frá október 2014  6.500 fleiri í maí en á sama tíma í fyrra Hæstu atvinnuleysistölur í 4-5 ár Morgunblaðið/Hari Vinnuafl 210.200 manns, 16–74 ára, voru á vinnumarkaði í maímánuði. Umönnunarlaug mjaldranna, Litlu- Grárrar og Litlu-Hvítrar, verður laus til afnota eftir að hvölunum verður sleppt í Klettsvíkina í Vest- mannaeyjum eftir rúman mánuð. Forsjármenn verkefnisins sjá fyrir sér að leigja laugina út til köf- unarskóla og leita að nú samstarfs- aðila í þágu þess. „Meðan hvalirnir dvelja ekki í lauginni myndum við vilja skoða möguleika á því að nota hana sem aðstöðu fyrir köfunarskóla og erum að leita samstarfsaðila,“ segir Andy Bool, forstjóri Sea Life Trust. Allur ágóði af leigu laugarinnar mun renna beinlínis til umönnunar Litlu-Grárrar og Litlu-Hvítrar, að sögn Bool. „Umönnunarlaugin var hönnuð til þess að annast Litlu-Grá og Litlu-Hvít og hún mun alltaf verða það, líka eftir að mjaldrarnir yf- irgefa hana og setjast að í Klett- svík,“ segir hann og bætir við að hún verði öryggisathvarf mjaldr- anna. Þeir yrðu fluttir þangað í neyðartilvikum, af umhverfis- eða heilsufarsástæðum. veronika@mbl.is Vilja köfun í mjaldralaug Langt er síðan Erling Ólafsson skordýrafræðingur sá jafnfáar geitungadrottningar að vori og hafa geitungarnir verið sér- staklega fáir í sumar, sem og bý- flugurnar. Erling segir að geitunga- og býflugnaskorturinn sé sennilega afleiðing af rigningarsumrinu 2018, þegar rigndi og rigndi og illa gekk að koma upp nýrri kyn- slóð. „Svo það voru fáar drottningar sem lágu vetrardvalann til þess að erfa landið í vor,“ sagði Erling í samtali við Morgunblaðið. Hann segir geitungana og bý- flugurnar enn lifa góðu lífi á Ís- landi. Fyrst sumarið hefur verið sólríkt hingað til gætu fleiri geit- ungar og býflugur sést á götum úti næsta sumar. „Kannski gengur þeim ágæt- lega í ár og ala nógu margar drottningar í haust svo að ástand- ið verði eðlilegra næsta ár,“ sagði hann. Eins og áður sagði man Erling ekki eftir jafnfáum drottningum að hausti í langan tíma en svona sé náttúran: hún sé sveiflukennd og ómögulegt sé að spá um hvað gerist. Umræða um geitunga og bý- flugur hefur fallið í skuggann á umræðu um lúsmý. Spurður hvort útlit sé fyrir meira eða minna af því næsta sumar segir Erling að ekkert sé vitað um lífshætti þess. „Hvaða áhrif þessi veðrátta hefur á það vitum við ekki. Eins og veðrið er búið að vera í sumar hér sunnanlands hefur það hent- að lúsmýinu vel til að athafna sig. Þurrt veður, hlýtt og logn virðist henta því vel,“ segir hann að end- ingu. Ljósmynd/Wikipedia Geitungur Fáir á ferli þetta árið. Sögulega fáar geit- ungadrottningar  Fáir geitungar á kreiki  Sennilegar afleiðingar rigningarsumarsins 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Matartorg verður í sumar á Mið- bakka við Gömlu höfnina í Reykjavík og er undirbúningur í fullum gangi. Faxaflóahafnir auglýstu á dög- unum eftir umsóknum áhugasamra að vera með matarvagna og mat- arbíla á svæðinu og bárust nokkrar umsóknir, að sögn Hildar Gunnlaugs- dóttur skipulagsfulltrúa Faxaflóa- hafna. Í auglýsingunni er tekið fram að ekki sé heimilt að bera fram mat í ein- nota umbúðum úr plasti eða vera með hnífapör, rör og annað slíkt úr plasti. „Við höfum ekki áður verið með þau skilyrði að ekki megi nota plastáhöld en okkur finnst eiginlega óábyrgt að gera það ekki,“ segir Hildur. Hún segir að ýmsir möguleikar séu fyrir hendi í þessum efnum. Til dæmis noti margir svokallaðir „take away“ staðir ekki plastáhöld. Hægt sé t.d. að nota papparör, einnota hnífapör úr léttum við, hnífapör úr efni sem brotnar nið- ur (ólíkt plasti) og ílát úr pappír og pappa. Það sé til dæmis stefnan hjá Granda mathöll að útiloka allt einnota plast hjá sér. Veitt verða dagsöluleyfi fyrir 5-6 matarvagna/bíla á svæðinu frá klukk- an 9:00 til 21:00 alla daga. Verður 5. júlí-15. september Leyfin gilda frá 5. júlí til 15. sept- ember. Sjávarfang verður áberandi á matseðlunum en einnig verður boðið upp á annars konar mat. Þetta eru matarvagnar sem verða allt sumarið. Síðan verður matarhátíð á vegum aðila sem var með BOX í Skeifunni í fyrra, dagana 19.-21. júlí. Matvörumarkaðurinn mun heita Reykjavík Street Food. Áform eru um að yfir 30 söluaðilar selji þar gest- um og gangandi götubita í gámum, matarvögnum og sölutjöldum en auk þess verði settar upp búðir með götu- fatnaði og sérverslanir. Þá stendur einnig til að hafa bar, kaffibari, ísbúð og bakarí á staðnum en viðburðurinn á að auki að hýsa keppnina „Besti götubiti Íslands.“ Á menningarnótt í ágúst verður þetta svæðið einnig notað fyrir mat- arbíla og vagna. En það verður ekki bara boðið upp á mat á Miðbakkanum í sumar. Komið verður upp körfu- boltavelli, hjólabrettavelli og hjóla- leikvelli. Hugmyndin er að breyta hafnarbakkanum í lifandi almenn- ingsrými. Svæðið verður málað í áberandi litum og mynstri af ungum listamönnum. Nú er bara beðið eftir þurrki svo málningarstörfin geti haf- ist, að sögn Hildar. Banna notkun á plastáhöldum  Matarmarkaður við Gömlu höfnina Morgunblaðið/Hari Matsala Í fyrrasumar setti BOX upp götubitamarkað í Skeifunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.