Morgunblaðið - 28.06.2019, Page 8

Morgunblaðið - 28.06.2019, Page 8
Veginum að Sauðleysuvatni lokað Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það var ákveðið að loka vegaslóðan- um að Sauðleysuvatni í friðlandinu að Fjallabaki. Slóðinn liggur á mjög grónu og viðkvæmu gróðurlendi þar sem jarðvegsrof hefur orðið vegna aksturs á slóðanum,“ segir Hákon Ás- geirssson, teymisstjóri hjá Umhverf- isstofnun. Hákon segir að þar sem engin veiði sé í Sauðleysuvatni hafi verið tekin ákvörðun um að loka veg- slóðanum, endurskoða legu hans og færa hann úr grónu svæði yfir á ógró- ið. „Vegaslóðinn er stuttur, engin af- mörkuð bílastæði og frekar óljóst hvar hann endar. Þeir sem keyra þennan vegaslóða hafa ekkert annað val en að keyra út af honum þegar þeir snúa við,“ segir Hákon sem upp- lýsir að lokun vegarins sé gerð í sam- ráði við veiðifélag Rangárþings ytra og veiðifélag Landmannaafréttar sem hefur yfir veiðiheimildum úr vatninu að ráða. Hákon segir að verið sé að skoða breytingar á færslu fleiri vega og slóða sem liggja að vötnum innan friðlandsins að Fjallabaki með það í huga að breyta legu þeirra úr grónu viðkvæmu landi á ógróið land. Hákon telur slíka framkvæmd ekki hafa mik- il áhrif á umferð á svæðinu en það sé mikilvægt að ökumenn vandi til verka og geri sér grein fyrir því hversu við- kvæmt svæðið er.  Færður vegna jarðvegsrofs á ógróið svæði  Færsla á fleiri vegum í skoðun Ljósmynd/Umhverfisstofnun Lokað Slóðinn að Sauðleysuvatni 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2019 Seljum Íslandspóst, segir Sig-urður Már Jónsson blaðamaður í fyrirsögn á pistli sínum á mbl.is í gær og tekur þar undir orð fjár- málaráðherra frá því fyrr um daginn um að ríkið selji þennan rekstur. Forsætisráðherra sagði samdægurs að málið hefði ekki verið rætt í ríkisstjórninni en að það sé nú „það góða við þessa rík- isstjórn að við höfum ólíkar skoð- anir“.    Ekki er augljóst hvers vegna þaðer sérstakur kostur að ráð- herrar séu á öndverðum meiði, en látum það liggja á milli hluta og víkjum aftur að pistli Sigurðar Más, sem segir: „Það er ekkert sem mæl- ir lengur með eignarhaldi ríkisins á þeirri starfsemi sem Íslandspóstur stendur fyrir og hefur reyndar ekki gert í mörg ár. Á meðan hafa skatt- greiðendur greitt fyrir óskynsamar fjárfestingar, óskýra stefnumótun og þannig horft upp á fyrirtækið verða að nátttrölli í því samkeppn- isumhverfi sem það starfar. Ís- landspóstur hefur reynst ófær um að bregðast við samkeppni, misst getuna til að þjónusta viðskiptavini sína og tapað miklum fjármunum fyrir skattgreiðendum. Starfsemi félagsins er dæmigerð fyrir það þegar ríkisvaldið er að skipta sér af starfsemi sem aðrir geta sinnt bet- ur.“    Staðreyndin er sú að Íslands-póstur hefur farið út í marg- víslega starfsemi í samkeppni við einkaaðila sem hefur ekkert með þá þjónustu að gera að koma bréf- um til skila. Á sama tíma hefur hann dregið úr grunnþjónustunni og tapað háum fjárhæðum.    Ekki þarf að koma á óvart þó aðrætt sé um grundvallarbreyt- ingar í rekstri fyrirtækisins. Póstur á villigötum STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Það bar til tíðinda á níunda tím- anum í fyrrakvöld að úrkoma mæld- ist í Stykkishólmi, 0,2 millimetrar. Þar með lauk þurrviðriskafla sem staðið hafði yfir frá 20. maí, eða í 36 daga. Þetta er nýtt met en gamla metið er frá árinu 1931. Það met var 35 dagar í röð. Ekki er um Íslandsmet að ræða, að sögn Trausta Jónssonar veður- fræðings. Lengri þurrkkaflar finn- ist á öðrum stöðvum í gögnum en Trausti þorir ekki að segja hversu áreiðanleg þau gögn eru. Lengsta syrpan er 52 dagar – á Kirkjubæj- arklaustri á útmánuðum 1947 og 49 dagar á Loftsölum í Mýrdal á sama tíma. „En mælingar voru ekki mjög áreiðanlegar á þessum stöðvum á þessum tíma varðandi litla úr- komu,“ segir Trausti. Á Moggablogginu bendir Trausti á að annað met hafi fallið í vikunni. Þriðjudagurinn 25. júní var fyrsti sólarlausi dagur í Reykjavík síðan 18. maí. Þetta er 37 daga kafli. Marga daga skein sólin frá sól- arupprás til sólarlags. Aðra daga minna. Næstu 30 daga á undan þriðjudeginum mældust sólskins- stundirnar alls 377,6. Það er meira en nokkru sinni hefur mælst í ein- um almanaksmánuði, að sögn Trausta. En sé litið á júnímánuð einan eru sólarstundirnar sem mælst hafa orðnar 296,3, vantar enn 42 til að jafna júnímetið frá 1928. Júlí tekur við á mánudaginn svo þetta mun standa tæpt. Búist er við norðlægum áttum um helgina og þá er von um sólarglætu á höfuð- borgarsvæðinu. sisi@mbl.is Loks rigndi eftir 36 daga þurrviðriskafla  Sólin skein 37 daga í röð í Reykja- vík sem er nýtt met Morgunblaðið/Sigurður Bogi Loks rigndi Wioletta Maszota veðurathugunarmaður við mælinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.