Morgunblaðið - 28.06.2019, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2019
VINNINGASKRÁ
8. útdráttur 27. júní 2019
68 12198 19792 29977 43945 51567 63057 71442
212 12237 19990 30820 44106 51864 63281 71577
289 12305 20027 31680 44186 51902 63562 72431
1301 12633 20093 31940 44276 51909 63761 72821
1436 12752 20141 32364 44998 52448 64172 72945
1470 12810 20412 32426 45200 53313 64381 73044
1692 12937 20648 32503 45254 53378 64535 73209
1694 13139 21372 32907 45265 53627 65005 73232
2837 13737 22996 33038 45467 53630 65642 73371
3976 13828 23409 33344 45497 53720 65750 73969
4007 13882 23613 33388 45826 54517 65776 74320
4354 13986 23918 33453 46051 54549 66120 74358
4397 14109 24436 33659 46384 55384 66455 75130
4764 14111 24658 33824 46649 56249 66936 75216
5036 14572 24662 33863 46809 56813 67035 75594
6736 14785 25349 34102 46957 57421 67164 75607
6960 14978 25366 34565 47243 58045 67201 75663
7280 15062 25387 34594 48407 58112 67743 75767
7338 15418 25736 34617 48706 58114 67784 75993
7346 15961 25837 34932 48871 58186 67836 76121
7637 16184 26017 35607 48969 58427 67951 76678
7789 16220 26070 36487 49466 59087 68130 76829
8203 16427 26644 36493 49503 59634 68545 76843
8549 16631 26762 37511 49549 59741 68606 77328
8638 16711 26835 37700 49794 60040 68615 77427
8645 17467 26845 38111 49838 60129 68699 77497
8962 17882 26863 38344 50035 60266 69035 78581
9356 18215 27689 39387 50180 60475 69052 78648
9689 18279 28001 40002 50311 60683 69139 78844
9737 18433 28038 40819 50491 60914 69490 79691
10731 18478 28611 42261 50673 61190 69493 79840
10749 18493 28727 42370 50748 61354 69672
11100 18905 28885 42461 50846 61383 69695
11240 18942 29026 42828 50874 61901 69855
11268 18968 29098 42980 51163 62397 70340
12042 19447 29290 43434 51189 62433 70954
12141 19626 29355 43591 51519 62590 71087
228 8983 16854 26401 35364 45068 56862 73522
1521 9036 17223 26634 35927 45845 57210 73860
3352 10169 18445 27620 37626 46358 57649 76304
4032 10492 18893 27844 38094 46564 59515 76479
4334 10542 19491 28464 39614 46914 60486 76792
4639 10820 19523 28790 40316 47028 61374 77113
4817 12417 21217 28816 40469 47921 67567 77586
5031 13399 22784 29099 41002 51796 68738 77858
5992 13466 23055 30805 41218 52355 69167 79525
6890 13582 23208 31245 41688 53264 69455
7023 15049 23217 32073 43093 53628 69783
7141 15793 25191 33633 43179 55102 70069
8569 16371 26078 33936 44231 55103 70258
Næstu útdrættir fara fram 4., 11., 18., 25. júlí og 1. ágúst 2019
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
6006 24307 40898 62337 63776
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
144 19359 35661 48256 58325 69495
8376 20178 40204 50334 62494 71510
14804 21974 41696 54705 64576 74914
18619 31820 43408 55005 68090 76267
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
4 9 6 9 0
Hlín Hólm, deildarstjóri flugleiðsögudeildar Samgöngustofu,
var kjörin formaður stýrihóps flugleiðsögu á Norður-At-
lantshafi (NAT SPG) til næstu fjögurra ára á fundi Alþjóða-
flugmálastofnunarinnar, ICAO, í París í fyrradag. Hlín er
fyrsta konan sem gegnir formennsku í hópnum.
Hlutverk NAT SPG er að annast eftirlit með gæðum flug-
leiðsöguþjónustusvæðis innan svæðis ICAO á Norður-
Atlantshafi, en svæðið spannar loftrýmið yfir Atlantshafinu
frá norðurpól að 45 gráðum norðlægrar breiddar.
Aðildarríki NAT SPG eru Bandaríkin, Kanada, Ísland, Noregur, Dan-
mörk, Bretland, Írland, Frakkland og Portúgal.
Hlín er fyrsta konan sem er formaður NAT
Hlín Hólm
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Aðstæður á markaði fyrir lambakjöt
eru hagstæðari en verið hafa í mörg
ár. Birgðir eru litlar vegna sam-
dráttar í framleiðslu. Bændur og
sláturleyfishafar reikna með hækk-
un verðs á lambakjöti. Sláturfélag
Suðurlands hefur boðað 8% hækkun
lambakjötsverðs til bænda, miðað
við verðskrá síðasta hausts. Fram-
kvæmdastjóri Landssamtaka sauð-
fjárbænda segir að verðið þurfi að
hækka meira.
„Markaðsaðstæður eru að mörgu
leyti betri en áður,“ segir Steinþór
Skúlason, forstjóri SS. „Birgðir í
landinu eru í sögulegu lágmarki. Ég
man varla eftir því að hafa farið inn í
sláturtíð með jafn litlar birgðir í
landinu í heild. Samdráttur hefur
verið í framleiðslu og þess vegna
verður minni þörf fyrir útflutning á
lakari markaði í haust. Þá er ljóst að
verð til bænda hefur lækkað gríð-
arlega á nokkrum árum, frá því sem
áður var. Það hlýtur að þurfa að sýna
viðleitni til að hækka verð til bænda,
til þess að einhverjir sjái sér hag í
því að framleiða kjöt, annars leggst
þessi búskapur af,“ segir Steinþór og
bætir því við að það sé samspil þess-
arra þátta sem valdi því að ákveðið
var að hækka verðið um 8%.
Á leið upp úr öldudalnum
SS var með hæsta verðið á síðasta
ári, 430 krónur að meðaltali á kíló
lambakjöts, samkvæmt útreikning-
um Landssamtaka sauðfjárbænda,
þegar meðalverð yfir landið var 401
króna. Fyrirtækið hefur greitt af-
komutengda uppbót á verðið þegar
niðurstaða ársins hefur legið fyrir og
bætti síðast 2% við afurðaverðið.
Hækkunin nú er því tæp 6% frá með-
alverði síðasta árs, að meðtöldum
uppbótum.
SS er fyrsti sláturleyfishafinn sem
birtir verðskrá fyrir sláturtíð
haustsins. Ekki er vitað hvað aðrir
gera. „Við þurfum meiri hækkun en
þetta og vonumst enn eftir henni.
Verðið er langt undir því sem það
þarf að vera og því verði sem við
fengum áður en við lentum í dýfunni.
Við erum að spyrna okkur upp úr
lægðinni núna en það þarf að gerast
hraðar,“ segir Unnsteinn Snorri
Snorrason, framkvæmdastjóri
Landssamtaka sauðfjárbænda, þeg-
ar leitað er viðbragða hans. Hann
tekur fram að upplýsingar séu að
berast og stjórn samtakanna hafi
ekki tekið afstöðu til einstakra verð-
breytinga.
„Góðir hlutir gerast hægt en slys-
in hratt,“ segir Steinþór þegar hann
er spurður að því hversvegna verðið
hafi ekki verið hækkað meira. Hann
tekur fram að taka þurfi tilliti til
þess að mikil viðleitni er í samfélag-
inu að halda aftur af verðbreyting-
um. Reynt hafi verið að fara milli-
veginn og hækka verðið í skrefum.
„Ef aðstæður þróast áfram á hag-
stæðan hátt, verður hægt að taka
annað skref að ári,“ segir Steinþór.
Þeir stóru bæta við sig
Samdráttur í framleiðslu hefur í
för með sér breytingar og tilfærslur
á milli sláturhúsa. Norðlenska hætt-
ir í haust slátrun í húsinu á Höfn.
Fjárhagslega öflugir sláturleyfishaf-
ar, eins og SS og KS, hafa ekki bætt
við sig viðskiptavinum um hríð. Á því
er breyting nú. Þannig lýsti SS því
yfir að það gæti bætt við sig í haust
og segir Steinþór að það markmið að
taka inn nýja viðskiptavini með um
átta þúsund lömb hafi tekist.
Stefnir í 8% hækkun
skilaverðs í haustslátrun
Sauðfjárbændur vonast eftir meiri hækkun afurðaverðs
Morgunblaðið/RAX
Slátrun Unnið að úrbeiningu kjöts í
sláturhúsi SS á Selfossi.
Skilaverð á lambakjöti til bænda
Kr. á kíló, 2014-2019
700
600
500
400
300
200
*Aðeins SS hefur gefi ð út verðskrá fyrir 2019
Heimild: Landssamtök sauðfjárbænda
600 604
543
387 401
455
2014 2015 2016 2017 2018 2019*
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Á síðasta fundi menningar-, íþrótta-
og tómstundaráðs Reykjavíkurborg-
ar var rætt um hvort flugeldasýning
á menningarnótt í ágúst verði hugs-
anlega sú síðasta, í ljósi umræðu um
umhverfismál sem sprottið hefur um
flugelda síðustu ár, meðal annars
um áhrif þeirra á heilsu fólks, t.d.
þeirra sem glíma við astma.
Áfram flugeldar að óbreyttu
Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri
menningarmála hjá Reykjavíkur-
borg fjallaði um undirbúning hátíð-
arinnar á fundinum og velti upp
þessari spurningu fyrir flugeldasýn-
ingar framtíðarinnar. Hún segir
ljóst að flugeldasýningin verði á sín-
um stað á þessu ári enda langt um
liðið frá því samstarf borgarinnar og
björgunarsveita um hana hófst. Aft-
ur á móti sé umræðan um umhverf-
ismál og flugelda þörf.
„Þessi umræða er ekki ný og
kemur upp á hverju ári. Þessar
raddir verða æ háværari og það er
mikilvægt fyrir okkur að vera með-
vituð um hana. Flugeldasýningin
verður í ár og það eru engar áætl-
anir um að slá hana af. Hún verður
þar til við finnum eitthvað jafn sam-
einandi og fallegt til að ljúka menn-
ingarnótt, segir Sif,“ en nefndar-
menn tóku vel í umræðuna að
hennar sögn.
Hátíðin lagar sig að fólkinu
„Ég á ekki von á öðru en að það
verði aftur flugeldasýning árið 2020
þó það sé of snemmt að fullyrða um
það. Við vildum vekja máls á þessu
af því okkur finnst það mikilvægt og
líka til að geta farið að hugsa um það
hvað gæti mögulega komið í stað-
inn,“ segir hún og bendir á að menn-
ingarnótt hafi tekið margs konar
breytingum frá því hún var fyrst
haldin árið 1996. „Hátíðin lagar sig
að borginni og fólkinu. Það er ekk-
ert við menningarnótt sem er hoggið
í stein,“ segir hún.
Síðasta flugeldasýningin
á menningarnótt?
Skipuleggjendur veltu upp umræðu um umhverfismál
Morgunblaðið/Hari
2018 Flugeldasýningin á menningarnótt hefur verið með þeim stærri.