Morgunblaðið - 28.06.2019, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2019
DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS
Veldu öryggi
SACHS – demparar
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA
28. júní 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.21 124.81 124.51
Sterlingspund 157.71 158.47 158.09
Kanadadalur 94.36 94.92 94.64
Dönsk króna 18.899 19.009 18.954
Norsk króna 14.597 14.683 14.64
Sænsk króna 13.402 13.48 13.441
Svissn. franki 127.01 127.71 127.36
Japanskt jen 1.153 1.1598 1.1564
SDR 172.51 173.53 173.02
Evra 141.11 141.89 141.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.1411
Hrávöruverð
Gull 1406.75 ($/únsa)
Ál 1776.0 ($/tonn) LME
Hráolía 65.8 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Eignir verðbréfa-
fjárfestingar- og
fagfjárfestasjóða
námu 881,9 millj-
örðum króna í lok
maí síðastliðins og
hækkuðu um 4,7
milljarða króna á
milli mánaða. Þetta
er á meðal þess
sem fram kemur í
tölum frá Seðla-
bankanum. Eignir verðbréfasjóða námu
154,3 milljörðum króna og hækkuðu
um 452 milljónir króna, eignir fjárfest-
ingarsjóða námu 351,4 milljörðum
króna og lækkuðu um 3,5 milljarða
króna, eignir fagfjárfestasjóða námu
376,2 milljörðum króna og hækkuðu
um 7,7 milljarða króna. Mesta breyt-
ingin í mánuðinum var á peningamark-
aðssjóðum sem lækkuðu um 16,2 millj-
arða króna. Sérhæfðar fjárfestingar
hækkuðu um 12,8 milljarða króna.
Fjöldi sjóða var 223 í lok maí.
Peningamarkaðssjóðir
lækkuðu um 16,2 ma.
Fjárfestingar
Seðlabanki Íslands.
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Mikil sala hefur verið í ferðavögnum
nú í sumar, samkvæmt fram-
kvæmdastjórum stærstu ferða-
vagnaverslana hér á landi, Víkur-
verks og Útilegumannsins. Eru
framkvæmdastjórarnir, þau Arnar
Barðdal hjá Víkurverki og Hafdís
Elín Helgadóttir hjá Útilegumann-
inum, sammála um að það hafi verið
„brjálað að gera“.
„Þetta hefur verið svakalega mikil
sala, og ég held að góða veðrið nú í
byrjun sumars sé aðalástæðan,“ seg-
ir Arnar í samtali við Morgunblaðið.
Hann segir að það hafi komið á
óvart hvað árið byrjaði vel í sölu á
ferðavögnum. „Fólk kom og forpant-
aði hjólhýsi í miklum mæli í byrjun
ársins. Þetta kemur á óvart því bíla-
sala hefur dregist saman um 30-40%
og við miðum okkur gjarnan við
það.“ Arnar segir að hægst hafi að-
eins á sölu á nýjum vögnum í maí, en
vitlaust hafi verið að gera í sölu á
aukahlutum og öðru slíku, sem og í
sölu á notuðum vögnum. „Það hefur
selst miklu meira af notuðum vögn-
um en í fyrra, og þar er mikil aukn-
ing. Í aukahlutunum, fortjöldum,
borðum, stólum og slíku, er líklega
35% aukning milli ára.“ Segir Arnar
að góða veðrið hafi haft þau áhrif að
fólk hafi farið fyrr af stað í útilegur,
og því byrjað fyrr að kaupa sér auka-
hluti.
Hjólhýsin komin til að vera
Hann segir aðspurður að 90% af
ferðavögnum sem Víkurverk selur
séu hjólhýsi, en einnig seljist tjald-
vagnar og húsbílar.
„Þetta hefur þróast eins og í Evr-
ópu, og hjólhýsin eru komin til að
vera.“
Mörg ár eru síðan ný fellihýsi
hættu að seljast hér á landi, en Arn-
ar segir að slíkir vagnar seljist að-
eins í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Ólíkar reglur séu á milli landanna, og
því sé kostnaðarsamt að laga felli-
hýsin að evrópskum reglugerðum.
Hann segir að það góða við hjól-
hýsin sé að verðmæti þeirra haldist
vel í gegnum árin, og hægt sé að líta
á þau sem fjárfestingu. „Þau duga í
30-50 ár.“
Arnar segir að lokum að hann hafi
orðið var við að margir viðskiptavin-
ir séu að kaupa sér notuð hjólhýsi í
fyrsta skipti.
Hafdís segir að hjólhýsin „mokist
út“, ný og notuð. „Landinn er bara
að ferðast um landið. Veðrið spilar
inn í, og svo mögulega gjaldþrot
WOW air sem hefur valdið verð-
hækkunum á flugfargjöldum.“
Hún segir að tjaldvagnar hafi selst
vel líka. „Við erum með þrjár gerðir
af Combi Camp, og tvær þeirra eru
uppseldar. Það er allt að verða tómt
hjá mér í salnum.“
Spurð um helstu nýjungar á sviði
ferðavagna nefnir Hafdís að mikil
breyting hafi orðið á útliti hjólhýs-
anna, bæði að innan og utan, auk
þess sem mörg hver séu þau á hærri
dekkjum, sem henti Íslendingum
mjög vel, og falli í kramið. „Svo eru
uppblásnu fortjöldin búin að vera
vinsæl í nokkur ár. Þar er maður
laus við allar súlur.“
Segja að brjálað hafi verið
að gera í sölu ferðavagna
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ferðalög Hjólhýsi er komin til að vera hér á Íslandi að mati framkvæmdastjóra Víkurverks.
Innflutningur
ferðavagna
» Samkvæmt tölum Sam-
göngustofu varð 18% sam-
dráttur í nýskráningum hjól-
hýsa á milli ára.
» Frá 1. janúar til 31. maí 2019
voru 232 hjólhýsi nýskráð, en á
sama tímabili 2018 voru 285
hjólhýsi nýskráð.
» Nýskráningar tjaldvagna á
tímabilinu 1. janúar - 31. maí í
ár voru 11 en á sama tímabili í
fyrra var einn tjaldvagn ný-
skráður.
Góð byrjun kom á óvart Vagnarnir hærri en áður Tjaldvagnar uppseldir
„Það er ekki margt sem maður sér í
fljótu bragði sem getur útskýrt
þetta,“ segir Jón Helgi Egilsson,
einn eigenda fjártæknifyrirtækisins
Monerium, um miklar sveiflur í
verði rafmyntarinnar bitcoin síð-
ustu daga. Verð á bitcoin fór hæst í
13.814 Bandaríkjadali í fyrradag
eftir snarpa hækkun sama dag. Í
gær lækkaði verðið þó talsvert að
nýju og stóð í tæpum 11.000 Banda-
ríkjadölum þegar líða tók á daginn.
Samtals hefur verð á rafmyntinni
nú hækkað um ríflega 200% frá árs-
byrjun og hefur á þeim tíma sveifl-
ast gífurlega.
Jón Helgi segir að verð á bitcoin
hafi sveiflast í mörg ár og und-
anfarnir dagar séu enn eitt dæmi
þess. „Við höfum áður séð sveiflur á
við þessar. Það er ekkert nýtt að
þessi mynt sveiflist svona mikið í
verði,“ segir Jón Helgi.
Líkt og greint var frá á dögunum
kynnti Facebook áætlanir um út-
gáfu rafmyntarinnar líbru. Með því
vonast fyrirtækið til að geta fengið
notendur sína til að nota rafmyntina
við framkvæmd greiðslna á netinu.
Svo virðist sem fregnirnar hafi vak-
ið áhuga fjárfesta á rafmyntum að
nýju. „Þó að það sé erfitt að útskýra
þessar sveiflur þá virðast fyrirætl-
anir Facebook verða til þess að fólk
fer að huga að rafmyntum í meira
mæli. Þótt rafmyntaheimurinn sé
auðvitað ekki nýr af nálinni þá eru
líkur á því að þetta hafi vakið aukna
athygli á honum í heild sinni,“ segir
Jón Helgi.
aronthordur@mbl.is
AFP
Rafmyntir Verð á bitcoin hefur
sveiflast mikið síðustu daga.
Sveiflurnar ekki
nýjar af nálinni
Aukin athygli á
heimi rafmynta
síðustu daga