Morgunblaðið - 28.06.2019, Síða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2019
✝ Kristinn Val-geir Magn-
ússon var fæddur í
Reykjavík 20. mars
1940. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 19. júní 2019
eftir langvarandi
veikindi.
Kristinn var son-
ur hjónanna Jónínu
Sigurlilju Ásbjörns-
dóttur, f. 24. ágúst
1910 í Sandgerði, d. 7.10. 1983, og
Magnúsar Loftssonar bifreið-
arstjóra, f. 15.7. 1908 í Haukholt-
um, Hrunamannahr., Árn., d.
31.10. 1988, en þau bjuggu í
Reykjavík frá 1939 til 1957 og síð-
an í Kópavogi til dánardags.
Systkini Kristins voru Guðrún
Ingvarsdóttir, f. 23.6. 1931, d.
2.11. 1992, Guðmar E., f. 14.5.
1941, Sigurbjörg, f. 22.4. 1943,
Ragnar Snorri, f. 27.6. 1944, Loft-
ur, f. 10.10. 1945, og Ástráður, f.
25.6. 1948.
Kristinn kvæntist Eygerði
Ingimundardóttur, f. 13.3. 1938,
d. 11.1. 2005, þau slitu samvistum.
Börn Hjördísar af fyrra hjóna-
bandi eru Dagný Einarsdóttir, f.
31.3. 1966, gift Ármanni Inga-
syni, þau eiga þrjá syni, og Einar
Víðir Einarsson, f. 6.12. 1968,
kvæntur Gyðu Evertsdóttur, þau
eiga fjögur börn.
Kristinn gekk í Laugarnes-
skóla, var einn vetur í Héraðs-
skólanum á Laugarvatni og síðan
í Gagnfræðaskóla Austurbæjar
og Gagnfræðaskóla verknáms.
Kristinn lærði ketil- og plötu-
smíði hjá Vélaverkstæði Sig-
urðar Sveinbjörnssonar í Reykja-
vík og vann á yngri árum við að
reisa stóra tanka víða um land,
eins vann hann um lengri tíma í
stálsmíði við byggingu Búrfells-
virkjunar og stækkun Lax-
árvirkjunar. Kristinn var fram-
kvæmdastjóri Vélaverkstæðisins
Foss hf. á Húsavík, síðar rak
hann eigið vélaverkstæði á Húsa-
vík.
Kristinn lék knattspyrnu með
yngri flokkum Knattspyrnu-
félagsins Víkings í Reykjavík.
Hann var virkur félagi í Junior
Chamber, Rótarý og Frímúrara-
reglunni, þá var hann einnig
stofnfélagi í karlakórnum
Hreimi og söng með Sólseturs-
kórnum.
Kristinn verður jarðsunginn
frá Húsavíkurkirkju í dag, 28.
júní 2019, klukkan 13.
Dætur þeirra eru
Inga Elín, f. 22.9.
1957, gift Þórarni
Sigurbergssyni, þau
eiga 5 börn og 7
barnabörn, og Jóna
Margrét, f. 19.12.
1958, gift Gunnari
Haraldssyni, þeirra
börn eru sex og
barnabörnin 13.
Kristinn kvæntist
Esther Ingv-
arsdóttur, f. 31.10. 1935, d. 23.1.
1986, þau slitu samvistum. Þeirra
sonur er Ásbjörn, f. 15.3. 1969,
kvæntur Sigurborgu Möller, þau
eiga fjögur börn. Börn Estherar
af fyrra hjónabandi eru Ingvar
Hafsteinsson, f. 2.7.1958, kvænt-
ur Þyri Kristjánsdóttur, þau eiga
5 börn og fimm barnabörn, og
Hafdís Hafsteinsdóttir, f. 12.11.
1959, d. 12.6. 2011, hún lét eftir
sig eina dóttur. Eftirlifandi eig-
inkona Kristins er Hjördís Árna-
dóttir, f. 11.1. 1943. Sonur þeirra
er Heimir Kristinsson, f.
18.4.1974, kvæntur Kristínu
Skúladóttur, þau eiga tvö börn.
Nú er elsku pabbi laus úr þeim
fjötrum sem sjúkdómarnir sem
hrjáðu hann voru honum síðustu
ævimánuðina.
Það var sárt að horfa upp á
þennan sterka og sjálfstæða
mann missa máttinn smám sam-
an, fyrst í fótunum og svo í hönd-
unum jafnframt því að lungum
gáfu sig og verða á endanum al-
gjörlega upp á aðra kominn en
það átti hann mjög erfitt með að
sætta sig við.
Það voru viðbrigði fyrir sjö ára
dekraða stelpuskottið að fá allt í
einu pabba inn á heimilið og kost-
aði nokkra árekstra en við fund-
um okkar takt og byggðum upp
dásamlegt samband með mikilli
væntumþykju á báða bóga. Það
koma upp ótal minningar, svo sem
útilegur, bíltúrar, reiðtúrar, veiði-
túrar á Lunda, kósíkvöld heima
með mömmu og systkinunum,
pabbi að naglalakka mig eða
strauja fötin mín fyrir djammið og
svo ótal margt annað.
Ég er endalaust þakklát fyrir
allt sem hann hefur kennt mér.
Mér var treyst fyrir og fékk leið-
sögn við að leysa alls kyns verk-
efni, við máluðum saman, settum
saman innréttingar og húsgögn,
smíðuðum, ég fékk að spreyta mig
á stórum verkefnum í vinnunni á
Fossi, æfa mig á bílunum og svo
mætti lengi telja og það hefur
sannarlega verið gott veganesti út
í lífið.
Þó pabbi væri sjálfstæður og
sterkur var hann líka viðkvæmur
og mátti ekkert aumt sjá. Þeir eru
ófáir sem hafa fengið hjálp frá
þeim mömmu við að fóta sig í líf-
inu og við þau á svo vel orðatil-
tækið „þar sem er hjartarúm þar
er húsrúm“ því það var alveg
sama hvort þau bjuggu í lítilli íbúð
eða stóra húsinu sínu, það var allt-
af nóg pláss fyrir alla. Hann var
stoltur af barnahópnum sínum og
barnabörnunum og vildi allt fyrir
okkur öll gera, það skipti engu
máli hvort það voru blóðbönd eða
ekki, við vorum öll börnin hans.
Pabbi átti sér þann draum að
eignast skútu og sigla og í þann
draum hélt hann fram á síðasta
dag.
Í síðasta skiptið sem við spjöll-
uðum saman tveimur dögum fyrir
andlátið var hann mikið að spá í
hvar væri helst að finna skútur til
sölu og bað mig um að leita því
hann væri ekki svo flinkur að leita
á netinu í símanum sínum. Ég
efast ekki um að nú sigli hann á
skútunni sinni inn í sólarlagið á vit
nýrra ævintýra.
Takk fyrir að vera pabbi minn,
takk fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig.
Þín
Dagný.
Húsavík var „sveitin“ okkar
systra á sumrin þar sem við heim-
sóttum afa og ömmu og var þetta
eins og að fara í Disney World í
minningunni.
Heimili afa Kidda og ömmu
Dísu var það hlýjasta og skemmti-
legasta sem til var. Þolinmæði
þeirra fyrir okkur virtist ótæm-
andi. Til að mynda þegar við fund-
um tölvu og prentara árið 1991.
Við minnumst þess ekki að neinn
hafi verið reiður við okkur þegar
við eyddum heilum degi í að
prenta út „listaverk“ sem við
bjuggum til sem hefur kostað
slatta á þeim tíma.
Á daginn heimsóttum við afa á
málmverkstæðið og ömmu í
Kaupfélagið og alltaf vorum við
velkomnar til þeirra. Á kvöldin
voru ýmist ólympíuleikarnir í
rommí eða öðrum spilum sem afi
kenndi okkur. Afi stríddi okkur
líka mikið með því að borða eyru
og augu sviðakjammans með til-
heyrandi skrækjum hjá okkur.
En hápunkturinn var þegar hann
fór með okkur á trilluna sína, þar
fékk maður að skoða skjáinn til að
sjá hvort einhverjir fiskar væru
þar sem við vorum, maður fékk að
stýra trillunni og svo draga upp
trollið fullt af fiski, sumir voru þó
hugaðri en aðrir í þessum sjóferð-
um.
Hann var svo skemmtilegur
afi, þegar hann hjálpaði manni
með heimalærdóminn sagði hann
manni alltaf svörin við stærð-
fræðidæmunum og þegar við urð-
um eldri sóttum við í Brúnagerðið
til að fá hlýjuna frá ömmu og afa.
Það hafa allir sína styrkleika og
það á svo sannarlega við um afa
Kidda og fyrir það að vera afi fékk
hann fimm stjörnur. Hann var
frábær og yndislegur afi sem við
erum svo þakklátar fyrir.
En síðustu árin var hann veik-
burða en þrátt fyrir veikindi sín
var hann harður af sér og sýndi
barnabarnabörnunum sömu hlýju
og okkur afabörnunum sínum
með því að leika við þau og spila
og eiga þau góðar minningar um
afa á Húsavík. Inga Lilja er búin
að skrifa niður reglurnar í óþokka
og þarf nú að finna sér einhvern
annan spilafélaga og kenna fleir-
um en þetta spil var fastur liður í
heimsóknum hennar til ömmu og
afa á Húsavík.
Takk fyrir allar minningarnar,
elsku afi.
Þínar
Eyja og Fjóla.
Með sorg í hjarta og þakklæti í
huga langar mig að minnast
Kristins bróður míns sem kvadd-
ur er í dag. Við Kiddi vorum alltaf
saman þegar við vorum litlir. Við
vorum aldir upp í Reykjavík á eft-
irstríðsárunum. Þá var vöruskort-
ur í landinu og fólk stóð í biðröð-
um við verslanir til að fá
nauðsynjavörur.
Eins voru vörur skammtaðar
og fjölskyldum úthlutað skömmt-
unarseðlum, sem þurfti að fram-
vísa til að kaupa matvörur og
flestar aðrar nauðsynjar. Við fór-
um með brúsa í mjólkurbúðina og
fórum til fisksalans, sem afhenti
fiskinn óslægðan með haus. Þegar
við urðum stærri bárum við út
dagblöð og fórum í sendiferðir
með vörur fyrir kaupmanninn.
Fjölskyldan var stór og
snemma fengum við Kiddi að
dvelja hjá Þóru föðursystur okkar
og hennar góðu fjölskyldu í Sand-
gerði part úr sumri. Í Sandgerði
bjuggu einnig móðurforeldrar
okkar og gott var að koma til
þeirra og eiga þau að.
Þegar við urðum eldri vorum
við sendir í sveit á sumrin eins og
þá tíðkaðist. Kiddi fór að Laugum
í Hrunamannahreppi og var þar
mörg sumur hjá Guðrúnu Einars-
dóttur og hennar fjölskyldu og
minntist Kiddi þeirra alla tíð með
mikilli hlýju. Árið 1947 fluttum við
af Grettisgötu inn í Sogamýri,
sem þá var hálfgerð sveit, þar var
stundaður landbúnaður, bæði bú-
fjárrækt og matjurtarækt í
stórum stíl. Þar áttum við heima
þegar Bústaðahverfið byggðist og
síðar Smáíbúðahverfið. Við höfð-
um rúmt athafnasvæði og fylgd-
umst með þegar Miklabrautin var
lögð yfir Sogamýrina, við gátum
gengið næstum uppréttir inn í
holræsarörunum, sem eru undir
götunni. Við lékum okkur í Elliða-
árvoginum og Elliðaárdalnum.
Við ferðuðumst eftir hitaveitu-
stokknum, gangandi og hjólandi
oft langar leiðir. Víða voru her-
minjar sem okkur þótti gaman að
skoða, þó ekki væru þær hættu-
lausar eins og til dæmis ósprung-
in skothylki.
Þegar við vorum strákar í
Reykjavík voru í gangi unglinga-
gengi sem tókust á, mest áberandi
voru Sannir vesturbæingar og
Tígrisklóin. Við í Sogamýrinni
vorum fáir en reyndum samt að
láta í okkur heyra. Svo fór að
Tígrisklóin sendi flokk til að
lækka í okkur rostann. Kiddi átti
sterkan lurk, sem hann sýndi, ef á
þurfti að halda. Tígrisklóarmenn
byrjuðu á að taka lurkinn af
Kidda og þegar hann streittist á
móti fékk hann heldur betur að
kenna á því.
Við vorum miklu færri og urð-
um að láta í minni pokann, en
ósköp var gott fyrir mig, litla
bróður, að standa í skjóli stóra
bróður, þá eins og oft áður.
Við gengum í Laugarnesskól-
ann, en skólabíll kom að sækja
okkur krakkana í Sogamýri. Ég
fékk að fylgja Kidda í 7 ára bekk,
þótt ég væri ári yngri, þannig
gekk ég tvisvar í 7 ára bekk. Við
lékum okkur í fólbolta og þegar
Víkingur færði sig í hverfið, byrj-
uðum við að æfa og keppa með
Víkingi.
Á veturna fórum við oft í skíða-
skála Víkings og áttum þar
ánægjustundir í hópi góðra vina.
Kiddi settist snemma að á Húsa-
vík og þá urðu samverustundirnar
færri.
Við Ragna mín kveðjum hjart-
kæran bróður og mág með þakk-
læti og virðingu og biðjum góðan
Guð að styrkja Dísu okkar og fjöl-
skylduna.
Guðmar Magnússon.
Kristinn föðurbróðir minn var
næstelstur í stórum hóp föður-
systkina minna. Hús ömmu og afa
við Holtagerði í Kópavogi var
mikið fjölskylduhús og sterkustu
minningar sem ég á um föður-
systkini mín og fjölskyldur þeirra
voru heima hjá ömmu og afa.
Ein af mínum elstu minningum
um Kidda frænda er úr Holta-
gerðinu, þar sem ég var í pössun
hjá ömmu og afa og Kiddi frændi
var í heimsókn. Sem lítil stúlka
hafði ég sérstakt dálæti á þessum
frænda mínum. Það var ekki síst
fyrir þær sakir að Ási sonur hans
er fæddur á afmælisdaginn minn
og mér hafði þótt það svo sérstak-
lega almennilegt af Kidda að gefa
mér barn í afmælisgjöf.
Amma bauð upp á dýrindis
kjötsúpu í eldhúsinu þennan dag,
en barninu bauð við súpunni. Eitt-
hvað fannst því ókræsilegt við allt
þetta grænmeti sem flaut um í
súpunni og kjötið með hálfgagn-
sæju fitulaginu. Sama hvað amma
og afi reyndu tókst hvorugu
þeirra að koma súpunni ofan í
stelpuna. Þá tók Kiddi mig í fang-
ið, dásamaði bæði kjöt og súpu og
fór um hinn þjóðlega rétt mörgum
fögrum orðum. Fyrr en varði
hafði hann sannfært sauðþráan
stelpukrakkann um gildi kjöt-
súpuáts, ömmu hennar og afa til
mikils léttis og barninu til ævi-
langrar blessunar, enda er íslensk
kjötsúpa allra kosta best.
Mörgum árum seinna stóðum
við Rögnvaldur á tímamótum. Við
vorum að fara að búa. Hópur af
fólki hafði hjálpað okkur að taka
saman dótið okkar og flytja inn
þvottavél og sófa og ýmsar pjönk-
ur. Þá stóð allt í einu Kiddi frændi
á dyraþrepinu, nýkominn frá
Húsavík og auðvitað var ekki við
annað komandi en að bjóða upp á
einhverjar veitingar. Þótt klukk-
an væri ekki orðin tólf á hádegi
fannst okkur mjög gáfulegt að
rífa upp kampavínsflösku í tilefni
dagsins og skála í sykurkarinu og
rjómakönnunni og þeim fáu boll-
um sem upp komu úr kössunum.
Mitt í þessum unglingaher í flutn-
ingum sat Kiddi, drakk með okk-
ur kampavín úr sykurkari á há-
degi á fimmtudegi, hló og
skemmti sér með krökkunum og
heillaði okkur upp úr skónum.
Kiddi var selskapsljón, hann hafði
sterka útgeislun og það var alltaf
líf og fjör í kringum hann. Hann
gat spjallað við fólk þvert á kyn-
slóðabil, hann sýndi okkur áhuga
og það var skemmtilegt að vera
nálægt honum.
Þegar nánir ættingjar falla frá,
eru það oft hversdagsminning-
arnar sem eru bestar, lykt af mat
og drykk, myndir af öðrum elsk-
uðum ættingjum sem fallnir eru
frá, gamalkunn hljóð af röddum
sem ekki heyrast lengur.
Á heimili afa og ömmu var allt-
af verið að leggja kapal og Kiddi
kunni þá marga. Hann kenndi
mér að leggja uppáhaldskapalinn
minn og þegar ég legg niður spilin
hugsa ég gjarnan til frænda míns.
Ég þakka honum fyrir hlutdeild
hans í hlýjum minningum
bernsku, æsku og fullorðinsára,
fyrir hlýju, áhuga, smitandi hlátur
og gleði.
Ég veit að Guð varðveitir hann
á öllum vegum hans og að einn
dag hittumst við aftur og borðum
saman himneska kjötsúpu.
Sigríður Guðmarsdóttir.
Ég held að á engan sé hallað
þegar ég segi að hann Kiddi hafi
verið mesti töffarinn í systkina-
hópi pabba. Þegar ég var lítill
fannst mér nánast goðsagna-
kenndur blær yfir þessum föður-
bróður mínum sem bjó á Húsavík
en kom af og til í heimsókn til
ömmu og afa í Holtagerðinu. Þar
sýndi hann litla frænda hvernig
hann hafði misst framan af fingri
og hvernig hann opnaði Sinalco-
flöskur leiftursnöggt með gifting-
arhringnum. Blýþungt kafara-
belti sem Kiddi átti en hafði ein-
hverra hluta vegna dagað uppi í
Holtagerðinu var í barnshugan-
um enn frekari staðfesting á að
þarna færi enginn venjulegur
maður.
Þegar ég var orðinn aðeins
eldri, svona 11-12 ára, var ég svo
heppinn að vera sendur í 2-3
skipti til stuttrar sumardvalar
fyrir norðan hjá Kidda og Dísu, en
við Heimir sonur þeirra erum
jafnaldrar. Í endurminningunni
var auðvitað endalaus sól og blíða
og við strákarnir fengum að gera
bókstaflega allt sem okkur datt í
hug, hvort sem það var að veiða
hornsíli í Botnsvatni eða fara í
hnífaparís í garðinum í Brúna-
gerðinu.
Kiddi tók auðvitað fjarskalega
vel á móti þessum bróðursyni sín-
um að sunnan sem fram að þessu
hafði varla migið í saltan sjó.
Hann fór með okkur strákana á
skak út á Skjálfanda á trillunni
Lunda og kippti sér ekkert upp
við það þótt mér tækist að verða
sjóveikur í ládeyðunni. Alltaf var
stutt í brosið, smitandi hláturinn
og glampann í augunum.
Eina helgina var okkur strák-
unum, auk Ása frænda, troðið í
aftursætið á brúna Ford Fair-
mont-kagganum og svo var haldið
á JC-mót í Leyningshólum í Eyja-
firði. Þetta var auðvitað ógleym-
anleg ferð, þarna kynntist ég í
fyrsta sinn íslenskri útilegu eins
og þær gerast bestar með Tjald-
borgartjaldi og öðru tilheyrandi –
og alvöru norðlenskri veðurblíðu.
Samverustundirnar urðu færri
eftir því sem árin liðu en þegar við
Kiddi hittumst urðu jafnan fagn-
aðarfundir – ekki síst í fjölskyldu-
ferðum föðursystkinanna.
Hann vissi yfirleitt allt um það
sem við vorum að fást við hverju
sinni og það var gaman að ræða
við hann um lífið, tilveruna og
landsins gagn og nauðsynjar.
Pabbi er fæddur ári á eftir
Kidda. Þótt þeir hafi sumpart ver-
ið ólíkir var samt miklu fleira sem
batt þá saman enda lá alla tíð
sterkur strengur á milli þeirra
bræðra. Án efa hefur oft verið
þröngt í búi hjá ömmu og afa enda
lífsbaráttan talsvert erfiðari en
nú.
Engu að síður einkenndist
heimilislífið af ástúð og gleði þótt
sumar sögurnar hans pabba beri
vissulega með sér að þeir Kiddi
hafi með bralli sínu stundum
reynt á þolrifin í ömmu og afa, ró-
semdarmanneskjunum sem þau
annars voru.
Þegar Kiddi féll frá fyrr í þess-
um mánuði birti Inga Elín frænka
mín nokkurra ára gamla mynd af
honum á Facebook sem hefur sótt
talsvert á mig. Þar stendur hann
vörpulegur í stýrishúsinu á bátn-
um sínum og horfir með óræðum
svip út á víðáttur hafsins. Ná-
kvæmlega svona ætla ég að muna
eftir föðurbróður mínum, honum
Kidda frænda.
Sveinn H. Guðmarsson.
Kristinn Valgeir
Magnússon
Systir okkar,
Arna stjarna, hefur
nú beðið lægri hlut
fyrir veikindum sín-
um. Nokkrum klukkustundum
eftir fæðingu Örnu varð ljóst að
eitthvað var ekki eins og það átti
að vera og rannsóknir leiddu í
ljós að Arna var með mjög alvar-
legan hjartagalla. Ákvörðun var
tekin að senda Örnu til London
og fór hún í fylgd föður okkar
þangað í miklum flýti. Þegar
komið var á sjúkrahúsið í London
var mat lækna þar að Arna væri
of veikburða til að undirgangast
flókna hjartaaðgerð og var hún
því send til baka ásamt föður
okkar. Eitthvað hafði farið úr-
skeiðis varðandi flutning Örnu til
Íslands því að faðir okkar kom
heim af flugvellinum með Örnu í
pappakassa umvafða teppi frá
flugfélaginu. Ekki braggaðist
barnið eftir heimkomuna og var
skömmu síðar tekin ákvörðun að
senda hana aftur út. Í þetta sinn
fóru báðir foreldar okkar með og
var aðgerðin framkvæmd og
tókst eftir atvikum vel. Lýsingar
foreldra okkar á þessari ferð til
London eru eins og að horfa á
einn af betri þáttum BBC um eft-
irstríðsárin. Spítalinn bar enn
merki seinni heimsstyrjaldarinn-
ar eftir sprengjuregn, allur
óhrjálegur og skítugur, bæði inn-
an og utan, sem kom ungu for-
eldrunum mjög á óvart. En þetta
ástand byggingarinnar gaf ekki
rétta mynd af þeirri starfsemi
sem þar fór fram. Á spítalanum
störfuðu einir færustu hjarta-
skurðlæknar heims sem unnu
þrekvirki. Foreldrar okkar hafa
lýst byggingunni og því fólki sem
þar starfaði sem algerum and-
Arna Sveinsdóttir
✝ Arna Sveins-dóttir fæddist
2. febrúar 1982.
Hún lést 15. júní
2019. Útför hennar
fór fram frá Há-
teigskirkju 25. júní
2019.
stæðum, fólkið var
sérstaklega elsku-
legt og einstakir
fagmenn. Daginn
sem systir okkar fór
í aðgerðina var for-
eldrum okkar erfið-
ur, þau settust á
bekk fyrir utan spít-
alann að morgni og
sátu þar allan dag-
inn. Um eftirmið-
daginn gaf kona sig
á tal við þau og sagðist hafa séð
þau sitja á bekknum þegar hún
var á leið til vinnu og nú þegar
hún var á heimleið sátu þau enn á
sama stað. Umkomuleysið hefur
greinilega verið algert því að
konan bauð þeim heim með sér
og eldaði handa þeim mat. Það er
hlýtt hjarta í Bretanum og BBC
hefði ekki getað skilað þessu frá
sér betur. Í þau 37 ár sem systir
okkar hefur lifað með okkur hafa
foreldrar okkar hugsað um hana
með sömu alúð og búið henni eins
gott líf og kostur var. Arna komst
ekki frá þessum veikindum sín-
um á fyrstu ævidögunum ósködd-
uð því að hún varð fyrir súrefn-
isskorti sem orsakaði misþroska
auk þess sem líkamlegir burðir
voru takmarkaðir. Arna var því
einstök og hún lét ekki takmark-
aða getu sína stöðva sig í að
dreyma um bjarta framtíð. Arna
fylgdist vel með málefnum líð-
andi stundar og hafði skoðanir á
hlutunum. Hún átti erfitt með að
skilja af hverju stríð væru í gangi
eða aðrar hörmungar þessa
heims af mannavöldum. Hún
þráði að búa í heimi þar sem frið-
ur ríkir og öllum gæti liðið vel.
Þennan friðsæla og fallega stað
taldi hún vera að finna meðal
frumbyggja Norður-Ameríku og
þá einna helst í Arizona, vegna
hins góða veðurs sem þar á að
vera árið um kring. Við bræðurn-
ir trúum því að nú hafi Arna syst-
ir okkar fundið þetta Shangri-La,
hvar svo sem það kann að vera.
Bræðurnir
Brynjar og Skúli Sveinssynir.