Morgunblaðið - 28.06.2019, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2019
Sálm. 6.3
biblian.is
Líkna mér, Drottinn,
því að ég er
magnþrota,
lækna mig, Drottinn,
því að bein mín
tærast af ótta.
✝ Hallveig Ólafs-dóttir fæddist í
Landsbankahúsinu,
Austurstræti 11,
Reykjavík 19. júlí
1929. Hún lést 15.
júní 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Ólafur
Eyvindsson, f. í
Reykjavík 30. jan-
úar 1878, d. 15.
janúar 1947, og El-
ín Jónsdóttir, f. í Hörgsholti í
Miklaholtshr., Snæfellsnesi, 6.
júlí 1891, d. 9. desember 1983.
Systkini: Gunnar Ólafsson, lát-
inn, Jóhanna Ólafsdóttir, látin,
Fríða Karen Ólafsdóttir, látin,
Jón Ólafsson, látinn, Kristín
Ólafsdóttir, látin, Eyvindur
Ólafsson, látinn, Sigríður Ólafs-
dóttir, látin.
Hallveig giftist 30.11. 1952
Sigurþóri Sigurðssyni, f. 18.12.
1926, d. 21.9. 2009. Hallveig og
barnabörn. 5) Þór, f. 9.2. 1965,
maki Berglind S. Jónasdóttir, f.
4.5. 1973, börn Þórs eru Arnar
Ingi og Ellert Andri, börn
Berglindar eru Harpa og Stef-
án. 6) Birgir, f. 9.2. 1965, giftur
Elvu Björk Garðarsdóttur, f.
21.7. 1967, börn þeirra eru
Ingvar Smári og Elísabet Líf
og eitt barnabarn. Börn Birgis
eru Sara María og Vilhjálmur
og tvö barnabörn.
Hallveig var uppalin í
Reykjavík og gekk hún í Mið-
bæjarskólann í Reykjavík.
Hún byrjaði ung að vinna á
bókbandinu í Ísafoldarprent-
smiðju en fór síðan um tvítugt
yfir til Morgunblaðsins og vann
þar með smá hléum til 70 ára
aldurs.
Hallveig var meðlimur í
Sinawik- félaginu í Reykjavík.
Eftir að þau Sigurþór og
Hallveig giftust stofnuðu þau
heimili í Sörlaskjóli 68, fluttu
síðan í Barmahlíð 9 og árið
1968 fluttu þau í Skriðustekk
17 og bjuggu þar þar til yfir
lauk.
Útför Hallveigar fer fram
frá Seljakirkju í dag, 28. júní
2019, klukkan 15.
Sigurþór eign-
uðust sex börn.1)
Einar, f. 26.10.
1952, maki Edda
Runólfsdóttir, f.
8.4. 1952, börn
þeirra eru Guðrún
Edda, Sunna Halla
og Hrefna Lind og
tvö barnabörn,
barn Einars, Sig-
urþór Smári og
þrjú barnabörn. 2)
Kristín, f. 18.12. 1953, gift
Pétri Einarssyni, f. 27.5. 1952,
börn þeirra eru María, Sig-
urþór og Katrín, fimm barna-
börn og eitt barnabarnabarn.
3) Sigríður, f. 17.3. 1955, gift
Eyjólfi S. Ágústssyni, f. 31.8.
1951, barn þeirra er Sigurður
Skúli og tvö barnabörn. 4) Sól-
veig, f. 13.4. 1960, gift Eggerti
Elfari Jónssyni, f. 21.3. 1960,
börn þeirra eru Jón Þór, Sindri
Snær og Fannar Freyr, tvö
Elsku mamma.
Yndislega litla krúttlega
drottningin mín, þá er komið að
því að kveðja þig og ég veit að
pabbi tekur vel á móti þér. Er
klárlega búinn að undirbúa stór-
veislu með vel krydduðu lamba-
læri og ís í skál í eftirrétt, mundu
bara að þú verður að gera sósuna
sjálf (hans var alltaf kekkjótt).
Það eru forréttindi að ná næst-
um 90 árum og fyrir mig að fá að
njóta handleiðslu þinnar í tæp 60
ár af þeim tíma.
Afleggjararnir eru orðnir
margir, sex börn, 17 barnabörn,
17 barnabarnabörn og eitt barna-
barnabarnabarn. Þvílíkt ríki-
dæmi.
Minningabankinn er stór og
gott að eiga hann í hjarta sínu, ég
hugsa að ég gæti skrifað heila bók
um þig.
Þú varst dugnaðarforkur, það
tók örugglega stundum á að koma
þessum sex krakkaormum til
manns, fæða og klæða. Þið pabbi
rákuð stórt heimili en samt var
alltaf pláss fyrir aukabörn og alla
vini okkar. Stór faðmur það. Þú
hefðir átt fálkaorðuna skilið fyrir
frammistöðu þína í lífinu.
Þú fylgdist vel með málum líð-
andi stundar og hafðir skoðun á
öllu. Við vorum kannski ekki alltaf
sammála en virtum skoðanir hvor
annarrar og elskuðum hvor aðra
skilyrðislaust.
Stolt þitt að hafa fæðst í húsi
Landsbankans í Austurstræti 11.
Handlagni þín í saumaskap var
engu lík. Allt sem þú saumaðir á
okkur systkinin, síðkjólarnir á þig
og fleiri konur og jólapokarnir
sem þú gerðir eru merki þitt.
Það er ekki hægt að setja niður
línur án þess að minnast á raf-
tækjaáráttu þína. Ég þekki engan
eins og þig í þeim efnum og engan
sem hugsaði eins vel um tækin sín
og þú, þ.e. þau sem náðist að koma
í notkun en mörg eru enn í kass-
anum. Svo leyndist í þér bíladella,
áttir bíl þótt þú værir ekki með bíl-
próf lengur. Sjónvarp var komið á
heimilið löngu áður en íslensk út-
sending hófst. Rafmagnsskó-
burstari; hvað var nú það. Svo glöð
þegar við systkinin gáfum þér i-
pad svo þú gætir fylgst með liðinu
þínu á Facebook. Þegar Einar
bróðir kom og sýndi þér drónann
sinn, þá langaði þig í svona græju
líka. Þremur vikum áður en þú
kvaddir heimtaðir þú nýjan síma
og vildir fá i-Phone, varst ekkert
smá montin þegar þú vissir að
þinn væri nýrri en minn. Það síð-
asta sem þú baðst um var raf-
skutla en það var daginn áður en
þú kvaddir. Ætlaðir að trylla um
hverfið á þessu tæki þar sem þú
treystir þér ekki lengur til að fara
út að ganga.
Ég dáðist að því hversu dugleg
þú varst að bjarga þér ein heima
fram á síðasta dag með smá aðstoð
frá fjölskyldu og vinum.
Elsku mamma, ég kveð þig með
miklum söknuði, tómarúmið er
stórt án þín.
Elska þig út í geim og til baka.
Móðurást
Með brosi þrautum vísað var á bug
er vandamálin fyrir mig þú leystir,
og dagsverk þitt þú vannst af heilum
hug
því hjarta þínu alla tíð þú treystir.
Þín blíða rödd mér sagði alltaf satt,
þú sorg og neyð frá huga mínum
teymdir.
Við leiðsögn þína vonir víst ég batt;
í vitund þinni fjöregg mitt þú geymdir.
Þú sýndir barni ljóssins ljúfu sál,
þar leynist einnig kærleikurinn mesti.
Því móðurást er lífsins bjarta bál
og betra reynist ekkert veganesti.
(Kristján Hreinsson)
Hvíl í friði, elsku mamma mín.
Þín
Sólveig (Solla).
Í dag fylgjum við móður minni
til grafar rétt fyrir 90 ára afmælið
hennar. Hún ætlaði aldeildis að
halda veislu með fólkinu sínu. Ég
búin að panta lagningu fyrir hana í
tilefni afmælisins. En veisluna
ætlum við að halda því miður án
hennar. Heilsan hennar er búin að
vera brösótt síðustu ár en alltaf
reis hún upp aftur og komst heim í
Skriðustekkinn, þar vildi hún vera
enda bráðskýr fram í andlátið þó
svo skrokkurinn væri orðinn lé-
legur. Í Skriðustekkinn fluttum
við þegar ég var unglingur. Fram
að þeim tíma bjuggum við í
Barmahlíð 9.
Við systkinin erum sex, stór
hópur sem þurfti að fæða og
klæða og vinir okkar alltaf vel-
komnir. Móðir mín var ákveðin
kona, hafði sterkar skoðanir á
stjórnmálum, tæknisinnuð og
fylgdist vel með sínu fólki. Við gáf-
um henni iPad til að auðvelda
henni að fylgjast með. Hún var
oftar en ekki með iPadinn í fang-
inu þegar ég kom í heimsókn.
Þegar ég var barn að aldri var
ég voða stolt af henni þegar ég
komst að því að hún bæði skildi og
gat tjáð sig á ensku. Allt útlenskt
þótti svo flott á þeim árum. Móður
minni þótti ekki leiðinlegt að hitta
útlending og geta slett fram ensk-
unni. Við systkinin göntuðumst oft
með það að móðir okkar elskaði
útlendinga meira en okkur. Hún
hafði unun af að ferðast erlendis,
bæði til sólarlanda og til Eng-
lands, til Dísu frænku. Þaðan kom
hún sem ný manneskja, búin að
fara í lagningu og kaupa sér ný
föt.
Ekki má gleyma veiðitúrunum
sem við fórum í saman. Fyrstu ár-
in í grunnskóla passaði hún upp á
að ég væri í straujaðri blússu og
með vel greitt hár. Hún var lista-
maður í höndunum, saumaði á
okkur systkinin. Jólakjólar alltaf
tilbúnir á aðfangadagsmorgun,
nýsaumaðir enda kenndi hún mér
að sauma. Við fórum saman í
postulínsmálningu en það var allt-
af flottast hjá mömmu, enda með
afbrigðum vandvirk. Hún klippti
út silkijólapoka með ótrúlegustu
myndum. Nú síðustu ár prjónaði
hún borðtuskur handa stórfjöl-
skyldunni. Eins og allt sem hún
tók sér fyrir hendur voru þær
flottar.
Þegar ég eignaðist elstu dóttur
mína bjó ég hjá foreldrum mínum,
þau voru mín stoð og stytta á þeim
tíma. Dóttir mín María, elsta
barnabarnið þeirra, tengdist þeim
sterkum böndum enda var ekkert
mál hjá henni að hugsa um ömmu
sína, þegar hún veiktist alvarlega
á miðjum aldri. Þegar María eign-
aðist sjálf börn þá fór hún oft til
ömmu og afa með þau, enda leið
þeim vel hjá þeim. Afi Doddi
hringdi daglega í hana með ömmu
Höllu sér við hlið meðan hann lifði.
Með árunum bættust við fleiri
barnabörn sem hvert og eitt átti
sín tímabil og góðu stundir með
ömmu sinni eins og við systkinin
með móður okkar.
Síðustu ár treysti hún sér ekki
orðið að mæta í heimsóknir eða
boð. Við fjölskyldan fengum þó að
njóta jólanna saman með foreldr-
um mínum og síðan með móður
minni eftir að faðir minn lést.
Móðir mín naut þessara stunda en
hún krafðist þess alltaf að koma
með soðið rauðkál, jú það er ekki
jólamatur án þess. Alltaf var gott
að koma til hennar og spjalla.
Hvíldu í friði, móðir mín, og ég veit
að pabbi tekur vel á móti þér.
Kristín.
Við viljum minnast móður,
tengdamóður og ömmu. Frum-
byggjans í Breiðholtinu sem lést á
níræðisaldri þann 15. júní síðast-
liðinn með orðum Ómars Ragn-
arssonar sem segja allt sem segja
þarf um þessa íslensku konu.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að
sér.
Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf.
Hún er íslenska konan, sem ól þig og
þér helgaði sitt líf.
Með landnemum sigldi’hún um
svarrandi haf.
Hún sefaði harma. Hún vakti’er hún
svaf.
Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð.
Hún var íslenska konan, sem allt á að
þakka vor þjóð.
Ó! Hún var ambáttin hljóð.
Hún var ástkonan rjóð.
Hún var amma, svo fróð.
Ó! Athvarf umrenningsins,
inntak hjálpræðisins,
líkn frá kyni til kyns.
Hún þraukaði hallæri, hungur og fár.
Hún hjúkraði’og stritaði gleðisnauð ár.
Hún enn í dag fórna sér endalaust má.
Hún er íslenska konan, sem gefur þér
allt sem hún á.
Ó, hún er brúður sem skín!
Hún er barnsmóðir þín
eins og björt sólarsýn!
Ó! Hún er ást, hrein og tær!
Hún er alvaldi kær
eins og Guðsmóðir skær!
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold.
Þú veist, hver var skjól þitt, þinn
skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og
gaf þér sitt líf.
En sólin, hún sígur, og sólin, hún rís,
og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís,
sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf:
Það er íslenska konan, tákn trúar og
vonar, sem ann þér og þér helgar
sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Þór Sigurþórsson,
Berglind S. Jónasdóttir
og börn.
Elsku Halla tengdamanna.
Þar sem englarnir syngja sefur þú,
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Hvíldu í friði.
Eggert Jónsson.
Í dag kveð ég elsku bestu
ömmu Höllu. Takk fyrir allar frá-
bæru stundirnar sem við eignuð-
umst saman. Allir bíltúrarnir þeg-
ar ég var að skutla þér um bæinn.
Þegar við sátum saman í stofunni í
Skriðó, oft klukkutímum saman
og ræddum um daginn og veginn,
sögur frá því að þú varst lítil í mið-
bænum eða ræddum það sem var
að gerast í þjóðfélaginu í dag. Það
vantaði aldrei upp á að það væri til
súkkulaði og appelsín þegar mað-
ur kom til þín. Það var nú sérlega
hentugt ef maður varð svangur
þegar maður var að sinna húsinu
eða garðinum fyrir ykkur afa.
Góða ferð til afa og ég bið að heilsa
honum.
Yfir hafið
Læt ég huga minn leita við hafið,
horfnum stundum er sköpuðum við.
Manninn ólstu jú mest, niðri við hafið,
þangað held ég og finn þar frið.
Sorgin köld líkt og úthafsalda,
og hún faðmar mig þétt upp að sér.
En með minningarsæng, ég mun áfram
halda,
hún vekur upp von og yljar mér.
Hvað þú unir þér nú vel, við hafið,
finnst sem sértu hérna enn, með mér.
Ó, það sagt ég get með sann,
hitt ég hef ei betri mann.
Hvar sem þú ert, vil ég muna þig
Þú sem hafðir á því lag að gleðja,
og því græt ég það sem áður var.
Lífið endaði skjótt, þurftir að kveðja.
Svo hittumst á ný við stjörnurnar.
Hvað þú unir þér nú vel, við hafið,
finnst sem sértu hérna enn með mér.
Ó, það sagt ég get með sann,
hitt ég hef ei betri mann.
Hvar sem þú ert, vil ég muna þig.
Hvað þú unir þér nú vel, við hafið,
finnst sem sértu hérna enn, með mér.
Ó, það sagt ég get með sann,
hitt ég hef ei betri mann.
Hvar sem þú ert, vil ég muna þig.
(Ævar Unnsteinn Egilsson)
PS. Ég skal passa upp á
mömmu fyrir þig.
Kveðja,
Fannar Freyr
(litli kallinn ykkar afa).
Elsku amma mín. Það er ótrú-
lega sárt að hugsa til þess að þú
sért farin frá okkur og ég á ein-
staklega erfitt með að koma því í
orð hversu stór hluti þú hefur allt-
af verið af lífi mínu. Að hugsa til
þess að geta ekki kíkt lengur við
hjá þér í Skriðustekk, gramsað í
skápunum hjá þér og spurt þig út í
hitt og þetta, lagt mig í brúna sóf-
anum, sýnt þér eða sagt þér frá
einhverju sem hefur verið að ger-
ast í mínu lífi eða einfaldlega
hringt í þig og spjallað. Ég veit að
við áttum einstakt samband sem
ég á í raun ekki með neinum öðr-
um í dag, það var hægt að spjalla
um allt milli himins og jarðar við
þig, sama hversu ómerkilegt það
var og þú alltaf tilbúin að hlusta
skilyrðislaust og af áhuga. Alltaf
svo skýr, með ótrúlegt minni, allt-
af mjög hreinskilin. Þú tókst
stríðni vel og varst stríðin sjálf svo
það var stutt í hláturinn. Svo gát-
um við líka bara verið saman án
þess að segja neitt. Við áttum gott
skap saman og vorum við því góð-
ar vinkonur. Dýrmætastar fannst
mér ferðirnar okkar þar sem við
vorum tvær, hvort sem það var
rétt að kíkja í búðir, stundum í
saumabúðir sem þú hafðir sér-
stakt dálæti á, kíkja á kaffihús, fá
okkur að borða eða fara á rúntinn.
Ekki skemmdi fyrir ef þessar
ferðir okkar innihéldu einn bjór og
góða snittu. Ég veit að þessar
ferðir voru einstakar og ég veit að
þú hlakkaðir alltaf til að koma með
mér í ferðalög. Þegar þvottavélin
mín bilaði þá hjálpaðirðu mér með
þvottinn og þér leist nú ekki á
blikuna þegar þú sást tuskurnar
mínar sem við skelltum öllum í
klór og þær urðu eins og nýjar. Þú
spurðir mig svo öðru hverju um
tuskurnar en ég þorði ekki að
segja þér frá því að ég litaði þær
allar gular fyrir slysni núna ný-
lega, ég veit ekki hvað þú hefðir
haldið um mig. Það var svo mikil
ömmulykt af þvottinum á þessu
tímabili og ég ber sterkar tilfinn-
ingar til þessarar lyktar og ég á
eina tusku sem þú prjónaðir sem
ég held mikið upp á. Hún varð
ekki gul. Annað sem kemur upp í
hugann er hversu stolt þú varst
þegar þú kynntir mig sem nöfnu
þína og hversu stolt ég var á sama
tíma. Mér fannst líka alltaf svo
fyndið þegar ég reyndi að ná
mynd af þér, þá byrjaðirðu að
blikka óeðlilega mikið miðað við
hvernig þú blikkar venjulega, ég á
því ófáar myndir af þér með lokuð
augun. Seinustu skiptin sem ég
hitti þig voru upp á spítala í byrjun
júní. Ég labbaði inn með stórt
bros og í bæði skiptin tók bros á
móti mér þó að þú hafir ekki verið
upp á þitt besta. Ég sá á þér að þú
varst ánægð að sjá mig. Þar á und-
an kom ég heim til þín eitt kvöldið,
tók eldhússtólinn með tröppunum
inn í svefnherbergi til þín og við
spjölluðum heillengi. Þú kvaddir
mig yfirleitt alltaf með orðunum:
„Takk fyrir innlitið, komdu oftar“
sem mér þykir alltaf svo vænt um.
Ég á svo ótrúlega erfitt með að
kveðja þig, Halla amma. Það er
eins og það vanti einhvern hluta af
mér og tómarúmið er mikið. Þú
færð þó alltaf að fylgja mér þar
sem ég fæ að bera nafnið þitt stolt
áfram og þykir mér það svo óend-
anlega dýrmætt. Ég á eftir að
sakna þín svo mikið.
Þín nafna,
Sunna Halla Einarsdóttir.
Elsku amma Halla.
Takk fyrir allt, allar minning-
arnar sem ég fæ að varðveita. Það
var fátt betra en að koma til þín á
sprengidag og fá saltkjöt eða þeg-
ar ég átti afmæli og þú komst með
upprúllaðar pönnukökur með
sykri.
Þegar ég hugsa til baka þá eru
það litlu hlutirnir sem mér þykir
vænst um að hafa gert með þér,
eins og að fara að kjósa með þér
og fara í búðina með þér. Þú varst
alltaf svo ævintýralega þakklát
þegar maður kíkti í heimsókn að
spjalla og mér þótti svo gaman og
fróðlegt að spjalla um gömlu tím-
ana meðan við deildum sitt hvor-
um súkkulaðibitanum í hitamóki
inni í stofu hjá þér. Þú spurðir
reglulega hvort það gengi eitthvað
að ávaxta bréfin í Flugleiðum og
sagðir svo að flugfélög væru alltaf
slæm fjárfesting, samt keyptir þú
Lottó vikulega sem ég botnaði
aldrei í. Þú gast verið ákveðin og
staðföst en á sama tíma svo fyndin
og einlæg.
Sakna þín til æviloka.
Sindri.
„Ertu búin að þvo og strauja
lökin og rúmfötin, mig grunar að
sú litla komi nú eitthvað fyrir tím-
ann,“ sagði Halla amma fyrir ekki
svo löngu, en þá var ég ófrísk að
öðru barni. Ég hugsaði með mér,
hvaða taut er í henni og hvað veit
hún um það. Svo kom stúlkan fjór-
um vikum fyrir tímann og ég ekki
búin að strauja lökin og rúmfötin
en þó búin að þvo þau.
Svona var Hallla amma, vissi
stundum aðeins á undan hinum.
Hún var sérstök og áhugaverð
persóna með einstakt minni og
stórt hjarta. Það var gaman að
spjalla við hana um allt milli him-
ins og jarðar. Ég átti margar góð-
ar stundir í Skriðó hjá Höllu
ömmu og Dodda afa, ég gramsaði
oft á tíðum í dóti af mikilli forvitni
en bæði tvö og þá sérstaklega
Halla amma voru miklir safnarar
og átti amma það til að geyma
mikið af dóti, meira að segja salt-
bréf og stauka frá flugferðum til
útlanda. Hún gaf mér svona salt-
bréf þegar ég var krakki, þar sem
ég er líka mikill safnari geymdi ég
þetta í mörg ár, kom aldrei að not-
um og ekki svo langt síðan þetta
fór í ruslið. Þegar ég varð eldri
fannst mér spennandi að kíkja á
gamlar flíkur sem hún varðveitti,
þá sérstaklega þær sem hún hafði
saumað sjálf og ekki má gleyma
skósafninu hennar, Bruno Magli
var hennar uppáhaldsskómerki.
Allar silkislæðurnar hennar í
kommóðunni á ganginum vöktu
líka áhuga minn og einnig sú sem
hún hafði málað sjálf, mjög falleg
og í öllum regnbogans litum.
Skriðó var staður ljúfra minn-
inga, reyndar stundum voðalega
heitt inni hjá henni eftir að hún
varð eldri, en það komst svo sem í
vana. Brúni sófinn var alltaf svo
þægilegur til að taka blund og
brauðgrillið var fullkomið til að
rista sér brauð með osti. Sunnu-
dagslærin voru ómissandi þegar
ég var barn, þá var margt um
manninn. Einnig var paprikukjúk-
lingarétturinn hennar og kartöflu-
músin algjört sælgæti. Það var
alltaf gaman að skoða uppskrifta-
bækurnar hennar, einna helst þá
Hallveig
Ólafsdóttir