Morgunblaðið - 28.06.2019, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.06.2019, Qupperneq 19
kjúklingabókina sem hún hafði svo miklar mætur á. Ég fékk hana lánaða fyrir stuttu og var viss um að núna væri hún til í að gefa mér hana, en hún vildi fá hana aftur. Það er sárt að hugsa til þess að ég muni ekki hitta Höllu ömmu aftur eða heyra í henni hljóðið. Hún stóð mér nærri og þótti mér afskaplega vænt um hana. En allt á sinn endi og hún kvaddi þennan heim á fallegri sumarnótt heima í Skriðó, eins og hún hafði óskað sér. Ég kveð hana með miklum söknuði en minning hennar mun ávallt lifa í hjarta mínu. Guðrún Edda Einarsdóttir. Elsku amma. Í grænum lazyboy-stól situr Halla mín í sumarsól. Með appelsíni og gylltu öli hún bægir frá sér heimsins böli. Hreinskilni hún kenndi mér öll mín ráð í heimi hér. Góðmennsku lét af hendi rakna, stunda okkar mun ég sakna. Af ást og alúð hún kunni að skamma. Elsku amma. Hrefna Lind Einarsdóttir. Amma Halla var hetja af gamla skólanum. Vildi vera á sjálfs sín vegum. Halla á Mogganum, eins og hún var þekkt í hópi vina sinna og vandamanna, var kona sem stóð með sínum vinnustað. Starf- aði þar allan sinn starfsaldur. Á Morgunblaðinu kynntist hún eig- inmanni sínum Sigurþóri Sigurðs- syni sem starfaði þar um langt árabil sem afgreiðslustjóri. Þau hófu búskap í Hlíðunum. Halla og Sigurþór fluttu í nýtt hús í Skriðu- stekk í neðra Breiðholti árið 1968. Halla var alla tíð dálítið frökk, ófeimin og sjálfstæð kona. Því var sambúð þeirra óvenju góð blanda hvatvísi og hraða Höllu og róleg- heita og yfirvegunar Sigurþórs. Þau voru ávallt vakin og sofin yfir velferð fjölskyldunnar og ábyrgð- inni sem þau báru gagnvart Mogganum. Þó Halla lifði mann sinn í tæp 10 ár þá sagðist hún samt hafa dáið á undan honum. Þáttaskil urðu í lífi Höllu, þegar hún, rúmlega fimmtug, fékk hjartaáfall á vinnustaðnum. Hún var endurlífguð á bráðadeild. Halla fór aftur til starfa í skrif- stofustarf við áskriftardeild. Því minnist ég á þetta, að þá kom í ljós áhugi hennar á að tileinka sér nýj- ungar og eiga helst allar raf- magnsgræjur. Til að ráða betur við tölvutæknina var sjálfsagt að kaupa nýjustu gerð af tölvu til að æfa sig heima. Á dánardegi var Halla nýkomin heim af hjarta- deild, þangað sem hún lét færa sér nýjustu gerð af snjallsíma til að þurfa ekki að fletta fésbókinni á spjaldtölvunni sinni. Halla var mannblendin og voru frumbyggj- ar Skriðustekks í ævilangri vin- áttu við hana. Á sama hátt náði hún til nýrra nágranna sinna og leit á þá sem fjölskylduvini. Halla var áhugasöm og drífandi á mörg- um ólíkum sviðum. Hún sagði stundum þegar baranbörnin af- rekuðu eitthvað: Þetta hafið þið frá ömmu ykkar. Ég var skauta- drottning á Tjörninni og gerði sjálf við allt heima, frá þvottavél- um til pípulagna. Halla var ekki að prédika eða segja fólki fyrir verk- um. Hún einfaldlega sýndi í verki ættrækni og að treysta á sjálfan sig. Þannig hélt hún heimili fyrir allan barnaskarann, og í Skriðó var ávallt hægt að ganga að sunnudagssteik fyrir alla, þegar börnin voru að hefja búskap. Á sama hátt var hún sjálfstæðiskona og fylgdi fast málstað sinna for- ingja og ætlaðist ekki til neins af þeirri fylgispekt frekar en það fólk sem trúir pólitískri sannfæringu sinni og bara deyr frá henni. Ég veit að Halla ætlast til að ég komi á framfæri að hún fæddist uppi á lofti í Landsbankanum við Austur- stræti. Faðir hennar Ólafur Ey- vindsson var húsvörður í Lands- bankanum, ásamt því að vera landskunnur leiðsögumaður er- lendra ferðamanna. Systkini Höllu sem Ólafur eignaðist með konu sinni Elínu Jónsdóttur voru 8. Halla taldi sig ávallt eðal-Reyk- víking og var stolt af uppruna sín- um og ætt. Halla skilar stórum ættboga. Ég þakka henni sam- fylgdina, og sérstaklega að skila mér slíkri fjölskyldu og tengda- fólki að ég get ekki verið í betri fé- lagsskap. Þakka þér og hvíldu í friði, kæra Halla. Pétur Einarsson. „Jæja, komdu bara, ég skal sauma fyrir þig kjólinn.“ Ekki ónýtt að eiga frænku, sem brást svona vel við, þegar systur- dóttirin, komin á ballaldurinn, var oftar en ekki að vandræðast með að fá einhvern til að sauma fyrir sig hina eða þessa flíkina. En Halla var sannkölluð töframann- eskja í saumaskapnum, sjálflærð. Óskir um hvernig flíkin ætti að vera voru uppfylltar í einu og öllu. Þegar fyrstu amerísku vat- teruðu barnagallarnir komu til landsins og hún byrjuð í barneign- um, var hún ekki lengi að átta sig á þeim saumaskap og ef eitthvað var, þá voru hennar gallar betur saumaðir en þeir amerísku. Halla og Sigga voru yngstar í systkinahópnum þegar faðir þeirra dó 1947 og fluttu þá með móður sinni í Sörlaskjól úr Ing- ólfshvoli við Hafnarstræti, en höfðu áður búið á efstu hæð Landsbankahússins við Austur- stræti, en Ólafur afi var húsvörður í bankanum. Systurnar fimm voru því sannkallaðar Austurstrætis- dætur. Það var ekki ónýtt að hitta á yngstu systurnar í heimsóknum til ömmu og njóta velvildar þeirra í garð litlu frænku. Gaman var að sjá þær punta sig áður en farið var út og fá kannski að prófa eitthvað af skartinu og fá pínulítið ilmvatn. Fyrsti vinnuveitandi minn var Halla. Hlaut ég þann heiður að gerast barnapía hjá henni og Dodda, manni hennar, þegar tvö elztu börnin, Einar og Kristín, voru að stíga sín fyrstu spor í lífinu. Ein- hver þau þægustu börn norðan Alpafjalla, svo ekki var vinnan erf- ið. Þá var nú ekki ónýtt að passa á kvöldin, þegar hjónin brugðu sér af bæ. Brást ekki að nokkrar ný- bakaðar djöflatertur lágu á eld- húsborðinu og bara, gjörðu svo vel, eins og þú getur í þig látið. Ekki trufluðu börnin, vöknuðu yfirleitt ekki meðan á pössun stóð. Barnapían gat því gluggað í þær bækur sem til voru á heimilinu og ekki skemmdi fyrir að alltaf voru Sannar sögur eða einhver þvíum- lík tímarit til líka. Ekki var hún nú stór risíbúðin sem þau leigðu í Sörlaskjólinu fyrstu búskaparárin. Millilending varð síðan í Hlíðunum og að lokum komust þau í Skriðustekkinn, þar sem vel fór um þau. Þar gerði Doddi garðinn að gróðurvin af mikilli elju. Það má með sanni segja að þau hafi átt miklu barnaláni að fagna, eignuðust 6 börn, sem öll hafa komizt til fullorðinsára, góðar og gegnar manneskjur. Þegar hún hitti eiginmann minn í fyrsta skipti var eins og hún ætti í honum hvert bein, engin formlegheit eða stífleiki, aðeins léttleiki og ljúfmennska. Í síðustu heimsókn minni til Höllu, tæplega níræðrar, var hún eins og alltaf vel með á nótunum og fylgdist með þjóðmálunum. Hún hélt sínu glaðlega viðmóti alla tíð og varðveitti unglinginn í sjálfri sér og átti einstaklega auð- velt með að tala við unga fólkið, eða eins og dóttir mín sagði nú í kvöld: „Hún var svo skemmtileg“. Nú hefur sú síðasta í stóra systkinahópnum kvatt og hafi hún þökk fyrir allt. Hvíli hún í friði. Börnum og fjölskyldum þeirra eru færðar innilegar samúðar- kveðjur. Guðríður Kristjánsdóttir. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2019 ✝ Böðvar Jóns-son fæddist í Reykjavík 6. júlí 1925. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 19. júní 2019. Foreldrar hans voru hjónin Bryn- hildur Maack Pét- ursdóttir, f. á Stað í Grunnavík 5. apríl 1888, d. 5. mars 1960 og Jón Björn Eyjólfsson gull- smiður, f. á Melgraseyri í Nauteyrarhreppi, N- Ísafjarðarsýslu. Systkini Böðvars voru: María Bóthildur Jakobína, f. 1913, d. 1966, Elín Leopoldína, f. 1914, d. 1998, Elísabet Þór- unn Ásthildur, f. 1916, d. 2001, Eyjólfur, f. 1917, d. 1998, Pétur Andreas, f. 1922, d. 1971, og Guðmundur, f. 1927, d. 2003. Böðvar kvæntist árið 1948 Stellu Árnadóttur, f. 26. júní 1931, d. 19. júní 2007. Hún var dóttir Árna Pálssonar bifreið- arstjóra frá Bakkakoti á Rangárvöllum og konu hans, Ingibjargar Sveinsdóttur frá Felli í Biskupstungum. Stella starfaði síðustu 20 starfsár sín sem sjúkraliði á geðdeildum Landspítalans. Synir Böðvars og Stellu eru: Jón Einar, f. 2. apríl 1949, Björn, f. 27. apríl 1950, og Árni, f. 9. ágúst 1963. Kona Árna er Bozena Ta- baka, f. 15. janúar 1958. Sonur henn- ar er Andreas Ta- baka, f. 1982. Böðvar ólst upp í Reykjavík og fór til sumardvalar frá 6 ára aldri og fram á unglingsár til afa- bróður síns í Skálanesi á Vopnafirði. Hann lauk prófi í málaraiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1950. Hann hlaut síðar meistararéttindi í þeirri grein og starfaði lengst af sem húsamálari. Hann starfaði um nokkurra ára skeið hjá Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund. Einnig starfaði hann lengi hjá hf. Eimskipafélagi Íslands sem málari og einnig sem næt- urvörður og við ræstingar uns hann fór á eftirlaun 1995. Böðvar átti lengstum góðri heilsu að fagna. Hann bjó á heimili sínu í Miðtúni 7 í Reykjavík til hinsta dags. Útför Böðvars fer fram frá Háteigskirkju í dag, 28. júní 2019, og hefst athöfnin klukk- an 13. Látinn er í hárri elli Böðvar móðurbróðir okkar. Hann var næstyngstur sjö systkina og lifði þau öll. Böddi frændi var duglegur maður og ákaflega iðinn við vinnu. Honum vannst vel án hamagangs og vandvirkur var hann. Hjálpsemi var Bödda í blóð borin, alltaf boðinn og bú- inn að hjálpa öllum og styðja við bakið á þeim sem þurftu á því að halda. Svo hafði hann mjög gott minni og hægt var að fletta upp í honum alveg fram á síðasta dag. Böddi hafði ákveðnar skoðan- ir og lá ekki á þeim. Hann var skemmtilegur og alltaf var líf og fjör í kringum hann. Hann gerði að gamni sínu, hermdi eftir og sagði ýkjusögur. Þá var Böddi góður faðir. Undanfarin ár hafa synir hans svo sannanlega laun- að uppeldið og verið einstaklega natnir við að sinna föður sínum. Synirnir þrír ásamt föðurnum, gjarnan kallaðir Böddarnir, hafa haldið mjög vel saman undan- farna áratugi, en nú er höggvið stórt skarð í hópinn. Við munum sakna Bödda frænda. Lífið verður fátæklegra án hans. Megi hann hvíla í friði. Ólöf og Brynhildur Briem. Með örfáum orðum vil eg minnast Böðvars Jónssonar frænda míns. Hann og eiginkona hans Stella Árnadóttir voru mik- ilvægar persónur í mínu lífi. Þeim var annt um mig og voru þátttakandur í mikilvægustu stundum lífs míns. Eftir að Stella lést var það Böddi sem tók við kyndlinum og sá til þess að ég vissi að það var gamall maður í Miðtúninu sem hugsaði til mín og var annt um mig og mína. Þetta var mér svo dýr- mætt þegar ég futtist frá Ís- landi. Við spjölluðum saman í síma reglulega og samtölunum lauk alltaf með fallegri kveðju til Finns og barnanna og hann vonaðist til að við myndum flytja fljótlega heim. Það sem gerði Bödda frænda minn einn- ig svo mikilvægan í lífi mínu var að okkur þótti báðum svo vænt um Veru ömmu mína. Hann átti góðar minningar frá Vopnafirði þar sem hann var um tíma hjá Einari langafa mínum og ömmu minni Veru. Böddi frændi átti auðvelt með að gera frásagnir frá gömlum tíma ljóslifandi. Ég mun sakna þesssara skemmtilegu og æv- intýralegu frásagna. 19. júní ár hvert var ég vön að slá á þráðinn til Bödda, á dánardegi Stellu. Í ár varð ekki af því samtali. Ég mun minnast þeirra heiðurshjóna Bödda frænda og Stellu með hlýhug og þakklæti um ókomin ár 19. júní sem og aðra daga. Ég sendi ástvinum Bödda mínar dýpstu samúðarkveðjur! Vertu Guði falinn, elsku frændi minn. Þín Nanda. Böðvar Jónsson Elskuleg eiginkona og móðir okkar, dóttir, systir, tengdadóttir og mágkona, ÓLÖF BJARNADÓTTIR, Gilsbakka 24, Hvolsvelli, lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu sunnudaginn 23. júní. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 29. júní klukkan 13. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Ólafar er bent á styrktarreikning fyrir dætur hennar og Lárusar Viðars, 0308-22-823 kt: 150580-3909. Lárus Viðar Stefánsson Fanndís Lilja Kara Kristín Bjarni Jónsson Kristín Bragadóttir Bragi Bjarnason Eygló Hansdóttir Unnur Lilja Bjarnadóttir Stefán Friðrik Friðriksson Valdís Bjarnadóttir Ragna Finnsdóttir Mikael Reynir Tryggvason Stefán Lárusson Anton Kristinn Stefánsson Bryndís Björk Reynisdóttir Anna Fanney Stefánsdóttir Ástkær vinur okkar og frændi, BÖÐVAR GÍSLASON, bóndi á Butru í Fljótshlíð, lést mánudaginn 10. júní. Útförin fer fram frá Breiðabólsstaðarkirkju laugardaginn 29. júní klukkan 13. Aðstandendur hins látna Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURLAUG BJÖRNSDÓTTIR, Víðilundi 4, Garðabæ, lést á Vífilsstöðum mánudaginn 24. júní. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 3. júlí klukkan 13. Björn Pálsson Páll Björnsson Ingibjörg Sigurðardóttir Guðfinna Björnsdóttir Bjarnsteinn Þórsson Björn, Anna, Árni, Sigurbjörn og Sigurlaug Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TRYGGVI GESTSSON, Kringlumýri 29, Akureyri, lést sunnudaginn 23. júní. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 2. júlí klukkan 13.30. Þórir Ó. Tryggvason Kristín Hallgrímsdóttir Lára H. Tryggvadóttir Ómar Ólafsson afa- og langafabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORGEIR ÞORGEIRSSON læknir, til heimilis í Hafnarfirði, lést á hjúkrunar- heimilinu Ísafold fimmtudaginn 20. júní. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 12. júlí klukkan 13. Bergur Þorgeirsson Sigríður Kristinsdóttir Lilja Þorgeirsdóttir Björn Erlingsson Finnur Þorgeirsson Fey Teoh Fjóla Þorgeirsdóttir Baldur Bragi Sigurðsson og barnabörn Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, bróðir og sonur, ODDGEIR BJÖRNSSON múrari, varð bráðkvaddur 21. júní. Útförin fer fram fimmtudaginn 4. júlí í Fossvogskirkju klukkan 13. Aðstandendur Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, BÁRU JÓNSDÓTTUR frá Hafnarnesi. Katrín Sigurðardóttir Þorgils Þorgilsson Þóra Sigurðardóttir Einar Gunnlaugsson Jóna Sigurðardóttir Kristján Ólafsson Sigurður Sigurðsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.