Morgunblaðið - 28.06.2019, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2019
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir:
Heiðarvegur 38, Vestmannaeyjar, fnr. 218-3777, þingl. eig. Ása Hrönn
Ásmundsdóttir og Ingimar Ágúst Guðmarsson, gerðarbeiðendur
Landsbankinn hf. og Vestmannaeyjabær, miðvikudaginn 3. júlí nk.
kl. 14:30.
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
26. júní 2019
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir:
Lundargata 5, Akureyri, fnr. 214-8923, þingl. eig. Lárus Hinriksson,
gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Akureyrarkaupstaður,
fimmtudaginn 4. júlí nk. kl. 14:00.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
27. júní 2019
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið hús kl. 13-15. Bókabíllinn
kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt og 18 holu
útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 14.45-15.30.
Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535-2700.
Áskirkja Sumarferð sunnudaginn 7. júlí, leggjum af stað frá Áskirkju
kl. 8.30. Heimsækjum Pál listamann á Húsafelli. Hádegisverður á
Brúarási. Sr. Sigurður Jónsson mun síðan messa í Reykholti kl. 14.
Kaffistopp á Hvanneyri á heimleið. Áætluð heimkoma kl. 18.30. Verð
9000 kr. Skráning hjá Petreu í s. 891-8165 fyrir 1. júli. Allir velkomnir.
Safnaðarfélag Áskirkju.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50. Hug-
myndabanki opinn kl. 9-16. Listasmiðja opin kl. 9-16. Hádegismatur kl.
11.30. Hæðargarðsbíó kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir
óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Opið hjá okkur í dag. Heitt á könnunni
fyrir hádegi og nýjustu dagblöðin liggja frammi. Kíkið inn í spjall og
félagsskap til okkar. Hádegisverður frá 11.30-12.30. Göngutúr um
hverfið kl. 13. Hittumst í móttökunni við aðalinnganginn og förum
saman í göngutúrinn. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Verið velkomin til
okkar á Vitatorg, Lindargötu 59, síminn er 411-9450.
Garðabær Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10.
Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Glervinnustofa
með leiðbeinanda kl. 9-12. Prjónakaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps
kl. 10-10.20. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Bókband með leiðbein-
anda kl. 13-16. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 20 félagsvist.
Gullsmári Handavinna kl. 9. ATH. leikfimi / fluguhnýtingar / ljós-
myndaklúbbur / bingó og Gleðigjafarnir eru komin í sumar frí.
Korpúlfar Ganga kl. 10 í dag, gengið frá Borgum. Opið hús í dag í
Borgum frá kl. 13 til 16; félagsvist, hannyrðir, spjallhópur og gleðileg
samvera, kaffi á könnunni og kaffimeðlæti. Allir velkomnir. Frá 25.
júní til 28. júní 2019 er samsýning á listaverkum í listasmiðjunni í
Borgum, þar sem m.a. listamennirnir Jóhann Þór, Davíð, Bergsteinn,
Gylfi, Magnús Helgi og fleiri sýna verk sín sem eru til sýnis og sölu.
Opið frá kl. 8 til 16 alla þessa viku og gaman væri að sjá ykkur sem
alllra felst. Kolbrún Lorange verður einnig með á listsýningu, sam-
sýningu Korpúlfa á listaverkum í Borgum í þessari viku frá kl. 8 til 16
alla daga, allir hjartanlega velkomnir í Borgir Spönginni 43,
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplest-
ur kl. 11, hádegisverður kl. 11.30, bingó kl. 13.30, síðegiskaffi kl. 14.30
Uppl. í s. 4112760.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30, Leikfimi í salnum Skóla-
braut kl. 11, spilað í króknum kl. 13.30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–14. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða
bíó kl. 13. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4, Dansað sunnudagskvöld kl. 20-23. Hljómsveit
hússins leikur fyrir dansi. Allir velkomnir.
200 mílur
✝ Sigurjón Rós-ants Stef-
ánsson fæddist í
Hafnarfirði 30.
ágúst 1946. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 20.
júní 2019.
Foreldrar hans
voru Stefán Jóns-
son, f. 9. mars
1912, d. 3. ágúst
1973, og Jóhanna
Rósants Júlíusdóttir, f. 9. sept-
ember 1905, d. 5. febrúar 1992.
Systkini Sigurjóns eru Sig-
urður Stefánsson, f. 19. febrúar
1935, d. 7. mars 1969, Ingibjörg
Ólafía R. Stefánsdóttir, f. 19.
febrúar 1945, d. 17. apríl 2017,
Guðbjörg R. Stefánsdóttir, f.
þeirra eru Sóley, Sigurjón Uggi
og Margrét María. Dóttir Sól-
eyjar er Lára Dís Daníelsdóttir.
Kolbrún Sigurjónsdóttir, f.
1975, maki Sigurður Þór Sæ-
mundsson. Börn þeirra eru
Birna og Nadía.
Valgeir Sigurjónsson, f.
1983. Börn hans eru Hrefna Dís
og Arnar Elí.
Sigurjón vann hin ýmsu störf
framan af, þar með talið bú-
störf og sjómennsku. Hann var
lærður rafsuðumaður og starf-
aði um nokkurn tíma í Stálvík.
Lengstan hluta ævi sinnar var
hann með eigin atvinnurekstur
við akstur vörubifreiða, fyrst
um sinn við Vörubílastöð Hafn-
arfjarðar en eftir það sjálf-
stætt, mest í kringum fyrirtæki
sem tengdust sjávarútvegi.
Hann var virkur félagi í Kiw-
anisklúbbnum Eldborg í Hafn-
arfirði til margra ára.
Útförin fer fram frá Hafnar-
fjarðarkirkju í dag, 28. júní
2019, kl. 13.
19. febrúar 1948,
d. 14. júlí 2015 og
Guðný S.R. Stef-
ánsdóttir Baum-
ann, f. 15. apríl
1950, búsett í Dan-
mörku.
Sigurjón kvænt-
ist Margréti Björg-
vinsdóttur 25. jan-
úar 1970. Margrét
er fædd á Hvols-
velli 25. apríl 1949.
Börn Sigurjóns og Margrétar
eru:
Kristín Dóra Sigurjónsdóttir,
f. 1966, maki Pétur Óskarsson.
Börn þeirra eru Diljá, Ísold og
Óskar.
Guðný Sigurjónsdóttir, f.
1971, maki Ívar Pálsson. Börn
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Í dag kveð ég elskulegan pabba
minn. Hann er tekinn frá okkur
allt of snemma. Þegar veikindi eru
annars vegar er ekki spurt um ald-
ur né fyrri störf. Ég var ótrúlega
heppinn að fá að kynnast honum í
þessu lífi en að sama skapi var
ótrúlega erfitt að horfa upp á hann
fara í gegnum erfið og alvarleg
veikindi. Hann hefur verið mér
stoð og stytta alla tíð ásamt því að
vera fyrirmynd mín.
Ég man ekki eftir öðru en hann
hafi alltaf unnið mikið og lagt ríka
áherslu á að sinna vinnu sinni vel.
Hann kenndi mér að maður upp-
sker eins og maður sáir bæði í
vinnu, vináttu og í lífinu almennt.
Þó pabbi hafi verið duglegur að
vinna gaf hann sér tíma til að
ferðast með okkur fjölskyldunni
og varð þá hálendið oftast fyrir
valinu eða Þórsmörk.
Hann var mikill fjölskyldumað-
ur og var ávallt til staðar fyrir mig
og fjölskyldu mína í einu og öllu.
Pabbi hefur verið frábær pabbi,
tengdapabbi, afi og langafi.
Takk pabbi fyrir þann tíma sem
við áttum saman og fyrir þá lífs-
speki sem þú gafst mér.
Minningin um þig verður alltaf í
hjarta mér.
Ástarkveðja, þín dóttir,
Guðný.
Elsku hjartans pabbi minn.
Mikið sakna ég þín. Þú varst mér
svo góður og alltaf var hægt að
leita til þín sama hvað var. Ég
hlýja mér við margar góðar minn-
ingar og samverustundir sem við
áttum saman. Með þakklæti og
söknuð í hjarta kveð ég þig að
sinni, elsku pabbi minn, ég og fjöl-
skyldan mín þökkum þér fyrir all-
ar góðu og skemmtilegu stundirn-
ar sem við áttum saman og biðjum
góðan guð að geyma þig.
Þótt sólin nú skíni á grænni grundu,
er hjarta mitt þungt sem blý.
Því burt varst þú kölluð á örskammri
stundu,
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða,
svo gestrisin, einlæg og hlý.
En örlög þín ráðin - mig setur hljóða,
við hittumst ei framar á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp sár.
Þó komin sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Sigríður Hörn Lárusdóttir)
Kveðja,
Kolbrún.
Ætli ég hafi ekki verið í kring-
um níunda árið mitt, er ég man
eftir mér þar sem ég stóð uppi í
fremstu röð sæta í gula trukknum,
hristi móður mína til og grátbað
hana um að opna neyðarútganginn
sem var í loftinu. Við vorum stödd
úti í miðri Krossá, vatnið flæddi
inn um gólf og fann maður að
dekkin voru hætt að ná gripi í ár-
farveginum og læddist þarna niður
með henni fljótandi trukkur, ekk-
ert skárri en mótorlaus banani.
Litla hjartað var á útopnu en svip
föður míns gleymi ég seint þar sem
hann sat undir stýri, horfði á mig
og hló dátt. Líklega sló hjarta hans
á fullu um þessar mundir en í ró-
legheitunum sneri hann sér við,
horfði út um framrúðuna, setti í gír
og viti menn framhjólin náðu gripi
og byrjaði bíllinn að læðast upp ár-
bakkann hinum megin. Litli strák-
urinn ég missti aldrei trú á föður
sínum, en mikið var gott að vera í
mömmu fangi er hann var í þess-
um strákaleik.
Hann var af kynslóðinni sem
vann myrkranna á milli. Ég minn-
ist þess oft er ég lá í afturkojunni í
vöruflutningabílnum hjá honum
niðri á bryggju og hlustaði á hljóð-
snældur, meðan aftakaveður dundi
á honum fyrir utan. Og oftar en
ekki kom hann rennblautur inn í
bíl til að halda áfram ferð sinni,
þarna vissi ég að áður en næsta
stað yrði náð, myndi hann stoppa
með litla strákinn sinn og gefa hon-
um pylsu og kók, ef maður var
mjög stilltur fékk maður jafnvel
lakkrísrör.
Það voru ófáar stundir á ferð og
flugi um landið þar sem mér var
sagt frá hinum og þessum heitum
fjalla, hóla og hæða og oftast en
ekki fylgdu einhverjar sögur með.
En við þekkjum öll kynslóð til
kynslóðar að þegar maður dettur á
unglingsárin og hormónarnir fara
að flæða, þá þykir manni maður
orðinn of töff til þess að heyra fleiri
staðarheiti. En nú einhverjum
tuttugu árum seinna stend ég sjálf-
an mig að því að gera nákvæmlega
hið sama við börnin mín og hef
gaman að, sérstaklega þegar ég er
að styðjast við sögur hans.
Margar eru minningarnar sem
við áttum saman. En fram úr öllu
stóðu þær stundir sem börnin mín
fengu með honum, þar var ekkert
til sparað og allt látið eftir þeim,
rétt eins og góðum afa sæmir.
Minning hans mun lifa með okk-
ur um ókomin ár, og þurfa líklega
börn mín og afabörn seinna meir
að hlusta á mig mæla orð hans af
og til á ferð okkar í gegnum lífið.
Valgeir Sigurjónsson.
Sigurjón Stefánsson, vinur
minn, tengdafaðir, afi barnanna
minna og langafi barnabarns míns
hefur kvatt allt of snemma. Ef ég á
að vera hreinskilinn þá er ég enn
svolítið reiður og sár vegna þess.
Sigurjón eða Sjonni sólarhring-
ur eins og hann var stundum kall-
aður, en viðurnefnið fékk hann
þegar hann var að byggja húsið
sitt, og vann á daginn og byggði á
nóttunni. Sigurjón hætti að vinna
og seldi vörubifreiðar sínar haustið
2016.
Maðurinn sem hafði unnið lang-
an dag ákvað loks að njóta ávaxta
erfiðis síns. Sigurjón fékk sér hjól,
spilaði boccia o.fl. Ekkert eirðar-
leysi eða verkefnaleysi þar.
Við áttum flest von á að njóta
samvista við Sigurjón lengi enn
enda hafði manninum varla orðið
misdægurt. Skömmu eftir að hann
hætti að vinna greindist hann með
krabbamein. Eftir erfiða meðferð
hafði hann betur. Stríðið var hins
vegar ekki unnið. Síðastliðið haust
greindist Sigurjón með sjaldgæf-
an fylgikvilla meðferðarinnar.
Líkja má þessum fylgikvilla, sem
er í raun veirusjúkdómur, við
hrörnunarsjúkdóm. Engin lækn-
ing er til og heilsu hans hrakaði
hratt. Á Þorláksmessu gerðist
kraftaverk. Sigurjóni heilsaðist
mun betur og gat á ný notið sam-
vista við fjölskylduna og kynntist
nýfæddu langafabarni sínu. Við
fengum því bestu jólagjöfina þessi
jólin. Batinn var hins vegar
skammgóður og heilsu hans hrak-
aði á ný.
Sigurjón var félagslyndur,
glaðlyndur, jafnlyndur, æðrulaus,
hugaður, ósérhlífinn og vinnusam-
ur að endemum. Alltaf virtist vera
nóg að gera hjá Sigurjóni þó
minna væri stundum hjá öðrum.
Þrátt fyrir þetta taldi hann ekki
eftir sér að hjálpa sínum nánustu
eftir langan vinnudag. Hann var
ótrúlega handlaginn, með afburða
verksvit og fráleitt þjáðist hann af
verkkvíða. Það var því gott að
vinna með Sigurjóni. Sigurjón
hafði gaman að því að braska. Það
voru því ófá Vökuuppboðin þar
sem keyptir voru bílar svo ekki sé
nú minnst á glervasa, jólaplatta
eða bílfarm af súkkulaði sem
stundum fylgdu úr slíkum ferðum.
Sigurjón var mikill fjölskyldu-
maður og sinnti sínum nánustu vel
þ.m.t. barnabörnunum. Þau nutu
sannarlega að vera í samvistum
við afa sinn. Sigurjón hafði mjög
gaman af því að ferðast og átti
hann tjaldvagna, fellihýsi og
ferðabíl áður en þau hjónin
byggðu sér sumarhús þar sem þau
nutu samvista við hvort annað.
Sigurjón var sagnamaður og
sagði skemmtilega frá. Virtist
hann hafa lent í fleiri æsilegum
ævintýrum í gegnum lífið en flest-
ir sem ég þekki. Sennilega eru
ekki ýkjur að segja að hann hafi
verið uppátækjasamur á yngri ár-
um. þegar ég hélt ég væri búinn að
heyra allar sögurnar kom alltaf
ein til.
Ein saga Sigurjóns lýsir líklega
skapgerð hans vel. Hún segir frá
því þegar hann, í kringum fimm
ára aldur, strauk úr vist á bæ ein-
um á Skagaströnd, eftir að bónd-
inn sveik hann um kaupstaðaferð
sem bóndinn hafði lofað.
Þegar rofar til og reiðiþokunni
léttir um stund og kemur fyrst
upp í hugann þakklæti fyrir sam-
vistir og vináttu Sigurjóns. Það er
mikil gæfa í lífinu að fá njóta sam-
vista við jafn góðan mann og þig.
Þakka samfylgdina og heiðra
minningu þína.
Ívar Pálsson.
Elskulegi afi Sigurjón! Vá hvað
við erum heppin að eiga svona
margar góðar minningar um þig.
Það er margt sem hefur farið í
gegnum huga okkar síðustu daga.
Allar vörubílaferðirnar, sunnu-
dagsbíltúrarnir, fiskveiðarnar og
ferðirnar í sumarbústaðinn Heið-
arból. Frídagar í skólanum voru í
miklu uppáhaldi hjá okkur systk-
inunum því þá fengum við stund-
um að fara í vinnuna með afa á
vörubílnum. Þar gátum við setið
aftur í og leikið okkur, spjallað við
afa um allt milli himins og jarðar,
prófað lyftara og alltaf var stutt í
góðan mat.
Eins og afi sagði: „Þið voruð
alltaf orðin svöng áður en lagt var
af stað.“ Svo eru það sunnudags-
bíltúrarnir með afa og ömmu þar
sem iðulega var komið við á
bryggjunni í Hafnarfirði, stoppað
og fengið sér ís og að lokum Kola-
portið þar sem við systkinin vor-
um leyst út með gjöfum. Sum-
arbústaðurinn geymir svo margar
minningar. Þegar verið var að
byggja bústaðinn vorum við þar
oft og alltaf var afi tilbúinn að
leyfa okkur að hjálpa og treysti
okkur fyrir hinum ýmsu verkefn-
um.
Svo eru það pottaferðirnar
seint á kvöldin, göngutúrarnir,
veiðiferðirnar og kósístundirnar
með allt nammið.
Allt sem afi tók sér fyrir hendur
gerði hann af fullum krafti og við
tökum það okkur til fyrirmyndar.
Til að mynda þá var hann stuðn-
ingsmaður okkar númer eitt þeg-
ar kom að skóla, vinnu, íþróttum
og öðrum áhugamálum. Hann
hvatti okkur ávallt áfram og alltaf
fundum við hvað hann var stoltur
af okkur.
Þegar við vorum yngri í pössun
hjá ömmu og afa sá afi yfirleitt um
sögustund fyrir svefninn. Þar
fengum við að heyra söguna af Bú-
kollu ásamt sögum af prakkara-
strikum afa úr sveitinni. Með afa
var alltaf stutt í prakkarann og
bjuggum við því saman til margar
sögur sem hvorki mamma, pabbi
né amma þurfa að heyra.
Afi, við elskum þig og þökkum
þér samfylgdina. Við vitum að þú
verður áfram með okkur.
Sóley, Sigurjón Uggi
og Margrét María.
Sigurjón hennar Maddýjar
frænku er dáinn, kvaddi á falleg-
um júnídegi eftir erfið veikindi.
Við systkinin vorum svo heppin að
hafa þekkt hann frá bernsku. Við
minnumst hans með hlýju og
gleði. Við eigum margar góðar
minningar af Marargrundinni þar
sem við iðulega gistum í heim-
sóknum okkar í höfuðborgina.
Þar var alltaf tekið vel á móti
okkur og upplifðum við mikla
gestrisni. Við minnumst skemmti-
legra ferðalaga, ættarmóta og
ekki má gleyma hinu árlegu
systramóti í Galtalækjarskógi um
verslunarmannahelgina sem var
fastur liður á hverju ári. Minning
hans mun lifa með okkur sem og
þakklæti.
Undir bláhimni blíðsumars nætur,
barstu í arma mér rósfagra mey.
Þar sem döggin á grasinu grætur,
gárast tjörnin í suðrænum þey.
Ég var snortinn af yndisleik þínum,
ástarþráin er vonunum felld.
Þú varst ljósblik á lífshimni mínum,
þú ert ljóð mitt og stjarna í kveld.
Ég skal dansa við þig meðan dunar
þetta draumblíða lag sem ég ann.
Meðan fjörið í æðunum funar,
og af fögnuði hjartans sem brann.
Og svo dönsum við dátt, þá er gaman
meðan dagur í austrinu rís.
Og þá leiðumst við syngjandi saman
út í sumarsins paradís.
(Magnús K. Gíslason)
Elsku Maddý, Dóra, Pétur,
Guðný, Ívar, Kolla, Siggi, Valgeir,
barnabörn og barnabarnabarn,
ykkar missir er mikill og sendum
við ykkur okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Þráinn, Susanne, Anna
Kristín, Nikki, Friðbjörg,
Björgvin, Tinna
og fjölskyldur.
Sigurjón Rósants
Stefánsson