Morgunblaðið - 28.06.2019, Síða 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2019
60 ára Lárus er frá
Kirkjubóli í Norðfirði en
býr í Reykjavík. Hann
er kjötiðnaðarmaður
að mennt og vann í
Melabúðinni þar til í
vor og hefur síðan
verið dagfaðir.
Maki: Hildur Elísabet Kolbeins, f. 1962,
dagmóðir.
Börn: Ásthildur Jóna, f. 1979, Sveinn
Ólafur, f. 1981, Óttar Freyr, f. 1984, og
Hugrún Ösp, f. 1987. Barnabörn eru orð-
in þrettán og það fjórtánda kemur eftir
mánuð.
Foreldrar: Þórhallur Einarsson, f. 1906,
d. 1984, og Agnes Árnadóttir, f. 1919, d.
2008, bændur á Kirkjubóli.
Lárus Þorsteinn
Þórhallsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Láttu ekki fagurgala villa þér
sýn. Haltu þínu striki en mundu að ekki
er allt gull sem glóir.
20. apríl - 20. maí
Naut Það gengur ekki lengur að sitja
með hendur í skauti og láta tímann líða
án þess að aðhafast nokkuð, þú þarft að
ganga frá nokkrum málum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú átt aldrei eftir að sjá eftir
því að styðja einhvern sem þarf á að-
stoð þinni að halda. Finndu til allt það
dót sem þú notar ekki lengur og gefðu
það til að styðja gott málefni.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Hreinskilni þín er oft hárbeitt en
aldrei særandi. Þú færð fréttir af fjölgun
í fjölskyldunni.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú þarft að sýna mikla þolinmæði í
samskiptum þínum við aðra í dag.
Hegðun annarra skýtur þér oft skelk í
bringu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það hentar þér best að vinna
ein/n í dag því aðrir munu bara tefja
þig. Allt er best í hófi.
23. sept. - 22. okt.
Vog Stundum er allt í lagi að fara eftir
fyrstu tilfinningu þótt yfirleitt sé skyn-
samlegt að tékka hana af til öryggis.
Breyttu nú til og skrifaðu hjá þér það
sem þér dettur í hug.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Deilur við náinn vin gætu
gert lífið erfitt í dag. Njóttu hinna
smærri sigra, þeir skipta meira máli en
þú gerir þér grein fyrir.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Nú er komið að því að vinur
þinn verður að endurgjalda þér greiða.
Þú færð vinning af einhverju tagi í dag.
Einhver stígur á tærnar á þér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert eirðarlaus og óþol-
inmóð/ur í dag og því er þér hætt við
einhvers konar óhöppum. Vinnan göfgar
manninn.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þér finnst þú sitja á tíma-
sprengju, en þú verður að hemja þig. Þú
hefur öll tromp á hendi, nýttu þér það.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú hefur haldið þig til hlés í
ákveðnu máli en nú kemstu ekki lengur
hjá því að taka afstöðu og láta hana í
ljós. Dagurinn er kjörinn fyrir teiti.
knattleiksdeildar FH og fjölda ára
sem meðstjórnandi og formaður
skíðadeildar Fram. Þau hjónin hafa
ferðast mikið á framandi slóðum en
eyða nú frítíma sínum að mestu við
byggingu sumarbústaðar síns við
Úlfljótsvatn.
Fjölskylda
Gunnar kvæntist 11.11. 1966
Valdísi Bjarnadóttur, f. 8.3. 1946,
arkitekt frá Technische Hochschule
Darmstadt. Foreldrar hennar voru
hjónin Bjarni Bæringsson, f. 12.9.
1906, d. 5.11. 1949, sjómaður á
Drangsnesi, og Anna Ólafsdóttir, f.
22.4. 1909, d. 29.8. 1999, húsfreyja.
Börn Gunnars og Valdísar eru 1)
Orri, f. 24.11. 1977, skipulagsfræð-
ingur MUP frá University of Mic-
higan í Bandaríkjunum, rekur fyrir-
tækið Orto ehf. en starfar nú við
uppsetningu sjúkrahúss í flótta-
mannabúðum í Sýrlandi á vegum al-
þjóðaráðs Rauða krossins; 2) Tinna,
f. 20.6. 1979, markaðs- og viðskipta-
verkfræðideildar Verkfræðinga-
félags Íslands sem varaformaður
1994 og sem formaður 1995-1996.
Hann hefur alla tíð verið mikil
íþrótta- og áhugamaður, var í stjórn
íþróttafélags MR, í stjórn hand-
G
unnar Ingi Ragnarsson
fæddist 28. júní 1944 í
Hafnarfirði og ólst þar
upp.
Hann lauk stúdents-
prófi frá stærðfræðideild MR 1965.
Hann starfaði síðan eitt ár hjá Rann-
sóknarstofnun byggingariðnaðarins
en flutti 1966 til Þýskalands. Þar
lauk hann prófi í byggingaverkfræði
frá Technische Hochschule Darm-
stadt 1973, með sérhæfingu á sviði
vegagerðar, umferðarverkfræði og
borgarskipulags.
Gunnar var verkfræðingur hjá
Ing. Waldhof í Darmstadt 1973-74,
hjá Billinger u. Partner í Stuttgart
1974 og hjá umferðardeild Reykja-
víkurborgar 1975-80. Hann hefur
ásamt konu sinni Valdísi rekið sjálf-
stæða arkitekta- og verkfræðistofu
frá 1980. Árið 1982 keyptu þau hjón
húsið Þverá við Laufásveg þar sem
þau bjuggu og ráku samnefnda
vinnustofu til ársins 2007 þegar þau
fluttu stofuna á Skólavörðustíg 12
þar sem þau ráku hana einnig undir
heitinu VAV, vinnustofa arkitekta
og verkfræðinga (arkverk).
Starfsvettvangur Gunnars Inga
hefur í nálægt hálfa öld verið á því
sviði sem hann menntaði sig til og
hefur hann verið ráðgjafi og unnið
að verkefnum á stofu sinni fyrir
fjölda sveitarfélaga á Íslandi og í
Noregi. Hann hefur m.a. hannað
flestöll umferðarljós á höfuðborg-
arsvæðinu. Hann hefur einnig komið
að arkitektúr- og skipulagsverk-
efnum sem eiginkona hans hefur
unnið að. Samstarf þeirra hjóna hef-
ur alla tíð verið ákaflega farsælt.
Þau eru oft spurð hvernig sé hægt
að vinna saman alla daga og búa
jafnframt saman í yfir hálfa öld.
„Okkur finnst lykillinn vera að þó
svo verksviðin séu nátengd berum
við hvort um sig ábyrgð á okkar sér-
sviði, Valdís á arkitektúrnum og fag-
urfræðinni en Gunnar á verkfræð-
inni og tækninni. Skipulagsmálin
flétta svo svið okkar saman. Með því
að bera virðingu fyrir skoðunum
hvors annars og samstarfsmanna
okkar, þá hefur samvinnan alltaf
verið leikur einn.“
Gunnar var í stjórn bygginga-
fræðingur frá Maastricht í Hollandi,
starfar nú sem markaðsstjóri hjá
Buggy Adventures. Maki: Michel
van Tol, f. 7.1. 1975, forstöðumaður
fjárfestinga og meðstofnandi
Huddlestock Capital, staðsett í
London, Noregi og víðar. 3) Nanna,
f. 20.11. 1984, leikkona frá Rose Bru-
ford College í London, starfar nú
sem leikkona og framleiðandi ásamt
því að vera hátíðarstjóri fyrir fjöl-
listahátíðina Reykjavík Fringe
Festival. Maki: Owen Hindley f.
19.3. 1985, stafrænn listamaður, sem
rekur fyrirtækið Horizons Studio
staðsett í London. Saman stýra
Nanna og Owen listhópnum Huldu-
fugl.
Systkini Gunnars eru Ragnheið-
ur, f. 27.10. 1947, fóstra í Hafnar-
firði; Anna Birna f. 13.5. 1949, hjúkr-
unarfræðingur í Hafnarfirði;
Ásgrímur, f. 17.10. 1950, yfirlæknir í
Osló; Einar, f. 3.3. 1959, bygginga-
tæknifræðingur hjá Mannviti; Ingi-
björg, f. 20.1.1962, hjúkrunarfræð-
Gunnar Ingi Ragnarsson verkfræðingur – 75 ára
Fjölskyldan Valdís og Gunnar ásamt börnum sínum, Tinnu, Nönnu og Orra.
Farsælt samstarf hjónanna
Hjónin Gunnar og Valdís.
40 ára Ellen er Árbæ-
ingur en býr í Grafar-
vogi. Hún er viður-
kenndur bókari og
starfar hjá Eignar-
haldsfélaginu Horn-
steini.
Maki: Ólafur Sverris-
son, f. 1965, verkfræðingur hjá Lands-
virkjun.
Börn: Sindri Ríkharðsson, f. 1993, og
María Ríkharðsdóttir, f. 1995. Stjúpbörn
eru Gríma Katrín, f. 1996, Dagur Adam, f.
1997, og Mirra Kristín, f. 1999.
Foreldrar: Símon Ægir Gunnarsson, f.
1941, járnsmiður, og Rannveig Guð-
mundsdóttir, f. 1945, húsmóðir. Þau eru
búsett í Grafarvogi.
Ellen
Símonardóttir
Til hamingju með daginn
Auður Óttarsdóttir og Arney Ívars-
dóttir perluðu handverk og seldu fyrir
framan Krónuna í Garðabæ. Ágóðann
færðu þær Rauða krossinum að upp-
hæð 8.138 kr. Rauði krossinn þakkar
þeim kærlega fyrir frumlegt framtak.
Hlutavelta
... stærsti uppskriftarvefur landsins!